Heimskringla - 01.06.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1938
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
inna hermannaskála og varnar-
virkja. Ekkert af þessum virkj-
um hefir verið bygt fyrir það fé,
sem áætlað er á fjárlögum til
hermála. Þrjú af þeim eru í
Suður-Jótlandi, öll nálægt landa-
mærunum. Hermennirnir þar
hafa lengri þjálfunartíma en
annarsstaðar.
Hvað Danmörk veitir saman-
lagt mikið fé til hermálanna er
almenningi leyndarmál. Það er
meira en flesta grunar. En þessi
vígbúnaður fer samt ekki fram
með neinni leynd. En öll þau
hergögn, sem Danir hafa keypt
á undanförnum árum, eru mið-
uð við varnir. Það eru loftvarn-
arbyssur, varnarfallbyssui gegn
skriðdrekum o. s. frv. Hins-
vegar hafa þeir ekki fengið sér
skriðdreka eða önnur hernaðar-
t;eki, sem notuð eru til árásar.
Danmörk vill þannig sýria er-
lendum þjóðum, að hún vígbýst
aðeins í varnarskyni.
Þegar Hitler kom til valda,
vildu sumir foringjar nazista
senda stormsveitir inn í Suður-
Jótland og láta taka það með
valdi. Það hefði verið auðvelt
þá, en er elcki jafn auðvelt nú.
Þjóðverjar vita að þeir eiga vísa
talsverða inótstoðu. Þess vegna
beina þeir athygli sinni meira í
aðrar áttir, þangað sem er meiri
fengs von.—N. Dbl.
DÁN ARFREGN
Látin í Riverton, Man., þann
22. maí árdegis, að heimili Mr.
og Mrs. Guðjón Johnson, öldruð
kona og einstæðingur, Guðrún
Kristjana Sigurjónsdóttir Hall-
dórsson. Hún var fædd að
Kvíslarhóli í Tjörnesi í Suður-
Þingeyjarsýslu, 28. des. 1866. —
Foreldrar hennar voru Sigurjón
Halldórsson og Dóróthea Jens-
dóttir Búkk. Var föðurætt móð-
ur henar komin frá Nikulúsi'
Búkk, norskum eða dönskum
manni, er settist þar að, og gift-
ist þar Karínu Björnsdóttur
kaupmanns, og hefir ættmargur
orðið. — Guðrún ólst upp hjá
foreldrum sínum fram yfir ferm-
ingaraldur, en fór þá að vinna í
vistum, bæði á Tjörnesi, í Axar-
firði, og síðar um mörg ár í
Húsavíkurbæ. Þrítug að aldri
keypti hún leyfi til þess að þurfa
ekki að binda sig í ársvistum.
Sum síðari árin á íslandi vann
hún á Akureyri. Til Canada
fluttist hún árið 1914, ásamt
Jónu Björgu systur sinni og
Indriða Árnasyni manni hennar
og börnum þeirra. Þau settust
að á Gimli, og þar dvaldi Guð-
rún um all-mörg ár, en fluttist
til Árborgar, árið 1931, var hún
þá til heimilis hjá Tryggva
Ingjaldssyni og Hólmfríði konu
hans. Um nokkur síðustu ár,
átti hún heima í Riverton, vann
hún þar um hrlð, á heimili Mr.
og Mrs. Th. Hallgrímsson, en
síðar hjá Mr. og Mrs. Jónas
Magnússon á Ósi, um nokkur ár.
Sjálf átti hún lítið heimili', og
hugði þar á fagra elli, eftir annir
æfidagsins. Hún fékk slag tveim-
ur dögum áður en dauða hennar
bar að höndum, tók þá Mrs. Sig-
ríður Johnson hana að sér og
flutti hana á sitt heimili, hjúkr-
aði henni, og þar andaðist hún.
Guðrún var næst elst af sjö
börnum, er ein systir á Gimli,
sem fyr er sagt, en hin systkinin
munu á Húsavík og í því um-
hverfi. Meðal þeirra er Kári,
hreppstjóri og sýslunefndarmað-
ur. Hin systkinin eru: Karin,
Halldór Nikulás, bóndi og smið-
ur, býr á Húsavík, Sigríður
Jakobína gift, sama staðar, Guð-
laugur, dó ungur.
Að eðlileglei'kum var Guðrún
útlendingur hér vestra. Hún
inti af hendi dygga þjónustu, og
varð vel til vina. Sjálfstæði var
að eg hygg, mjög áberandi ein-
kenni hennar. Einmana var
bún, en batt mjög fasta trygð
við þá er sýndu henni hlýleik og
vináttu. Trúmensku og skyldu-
rækni sýndi hún í störfum sín-
um. Traustið á Guð varpaði
ljósi á torsótta æfileið hennar.
Útförin fór fram frá heimili
Johnsons hjóna, þann 23. maí,
að viðstöddum kunningjum
hinnar látnu. — Akureyrarblöð-
in eru vinsamlegast beðin að
birta þessa dánarfregn.
S. ólafsson
MIÐSUMARSBLÍÐA
Jörðu víða júní glóð
Jurtum prýðir lengi,
Faðmlög býður blíð og góð
Brosir hlíð og engi.
Himinskrúðans skíra gull,
Skreytir flúð og rjóður,
Daggarúðans dýra full
Drekkur knúður gróður.
Lífsins kallai* lausnarstund
Lendur allar grónar—
Liljur vallar bregða blund
Braga snjallir tónar.
Ljósið fría um landið, kær
Leigir hlýja sólin,
Svo að nýja grasið grær,
Og glitra skýja bólin.
íslands mesta unun var
Að er gestir sðttu,
Lóur og þrestir léku þar
Á ljósum festri nóttu.
Þá var kátt um klyf og drög
Kosin sátt og gaman.
Dag og nátt um land og lög
Ljósin áttu saman.
Fremsta sætið öld af öld
Á, sem bætir fle^ta
Júní nætur vara völd
Vart þær rætur bresta.
Guð út breiðir Ijf og ljós
Lömum eyðir skæðri,
Veginn greiðir gróðrar-rós,
Á götur leiðir æðri.
Lífs við kynni lán og þor
Lýðir finna á jörðu.
örlög tvinna eilíf spor
Ógnum linna hörðu.
M. Ingimarsson
VfSINDALEGUR ÁRANGUR
AF PÓLARLEIÐANGRI
RÚSSA
Rússnesku heimskautafararn-
ir, prófessor Schmidt, Papanin
og félagar þeirra, hafa nú dvalið
um hríð í heimalandi sínu. Árang
urinn af hinni hættulegu för er
talinn mjög mikilsverður og
hafa leitt í ljós ýmislegt það,
sem kollvarpar fyrri hugmynd-
um um heimskautið.
Höfuð niðurstöður þeirra má
greina í sjö liði. Þeir hafa 1
fyrsta lagi mælt dýpi hafsins á
þeim slóðum, þar sem aldrei fyrr
hafa menn á ferð verið. Yfir
sjálfu heimskautinu söktu þeir
rannsóknartækj um til botns. —
Þar var 4290 metra dýpi og það
var sex klukkustunda vinna að
draga þau upp á yfirborðið aft-
ur. Þeir framkvæmdu 33 slíkar
djúpmælingar.
f öðru lagi gerðu þeir félagar
mikilvægar athuganir á haf-
straumunum á 2000 kílómetra
stóru svæði', ekki aðeins á yfir-
borði sjávarins heldur og á mis-
munandi dýpi.
Segulrannsóknir þeirra eru
einnig stórmerkilegar. Með
hjálp þeirra er nú hægt að nota
venjulega áttavita í flugleið-
angrum, þar sem áður varð að
nota margbrotinn útbúnað, sök-
um segultruflana.
Þeir gerðu í fjórða lagi' marg-
víslegar mælingar á seltu sjávar-
ins og hitastigi og gerðu þá ó-
væntu uppgötvun, að i þessum
norðlægu höfum er tiltölulega
hlýtt sjólag frá Golfstraumnum,
200—700 metra undir yfirborð-
inu, en mjög kaldur sjór undir og
ofan á.
Hvað dýralífið snertir hefir
'það reynst að vera miklu fjöl-
skrúðugra en haldið var. Á
þessum nyrztu slóðum er mikið
af ísbjörnum, rostungum og
kröbbum, auk ýmissa smádýra,
sem tæpast eru greinanleg nema
í smásjá. Það kom á daginn, að
fuglar halda sig ekki æfinlega í
námunda við fast land, eins og
hefir verið staðföst trú manna.
Þá hafa leiðangursmenn aflað
sér og öllum heiminum mikillar,
nýrrar, veðurfræðilegrar þekk-
ingar. Fjórum sinnum á dag
sendu þeir umheiminum veður-
skeyti. Það kom mönnum á ó-
vart, að í nánd við heimsskautið
ríkja ekki sífeld staðviðri og
góðviðri. Sumarhitinn veldur
sveipum og stormum. Prófessor
Schmidt telur að mikið af þeim
óveðrum, sem geysa í Evrópu,
ðigi þar upptök sín.
f sjöunda og síðasta lagi höfðu
þeir með höndum rannsóknir,
sem vörðuðu þyngdaraflið og að-
dráttarafl jarðar. Jörðin er ekki
algerlega hnöttótt og hafa slíkar
rannsóknir mikla þýðingu fyrir
lausn ýmissa fræðilegra spurn-
inga, viðvíkjandi því atriði.
Heimsskautafararnir höfðu
með sér ógrynni af filmum, ljós-
myndavélar og jafnvel kvik-
myndavél.
Allan tímann voru þeir lausir
við hverskonar sjúkleika og
kvilla. Það er heilnæmt í nánd
við heimsskautið! Líðan þeirra
hefir því verið góð. Matvæli
þeirra voru einkum þurkuð
mjólk, þurkuð egg, þurkað græn-
meti, þurkað kjöt. Auk þess ost-
ur og smjör, sykur, kaffi, kakao
og te. Te drukku þeir oft á dag.
Þrátt fyrir góða líðan stóð
hugur þeirra mjög heim, einkum
þegar líða tók að ferðalokum. —
Hvað tvo yngstu leiðangurs-
mennina snerti, átti sinn þátt í
því frétt, sem þeim hafði borist
að heiman. Þeir höfðu báðir
orðið feður meðan á ferðinni
stóð, annar eignast son, en hinn
dóttur.
Þakklætið, sem þeir uppskera
fyrir afrek sín hjá valdhöfum
fósturjarðar sinnar, og launin,
mun þó enn óráðið, og tvísýnt á
hvern veg því verður háttað.
—N. Dbl.
HUNGURSNEYÐ
yfirvofandi í Kína
MANNSLÁT
Fimtudaginn 12. maí lézt 01-
geir Austman í Spy Hill, Sask.;
Hann var við sáningu á jörð
sinni eina mílu austur af Spy
Hill þorpinu. Virðist sem ó-
kyrð hafi orðið á hestunum er
fyrir sáningarvélinni voru og
hann hafi hlaupið fram fyrir þá,
en ekki getað stöðvað þá. Vélin
fór yfir hann og hlaut hann af
því bráðan bana.
Olgeir Austman kom vestur
um haf 1888 frá Seyðisfirði með
foreldrum sínum þriggja ára |
gamall. Nam hinn látni land það
er hann hefir þar búið á s. 1. 36
ár.
Hann var verkmaður mikill og
hraustmenni. Er hið sviplega
fráfall hanns hrygðarefni mikið
hinum mörgu vinum hans. f
desember 1914 giftist hann Guð-
línu Thordarson, er kom til
þessa lands frá ólafsvík á ís-
landi. Eignuðust þau 6 börn, 4
stúlkur og 2 drengi, er nú syrgja |
ásamt móður sinni, góðan föður j
og eiginmann. Hann á og einn
bróður á lífi', Philip.
Hinn látni átti sex lönd (quar-
ter sections) með góðum bygg-
ingum á og ágætu íveruhúsi. —
Stendur það nú alt þar sem áður
var auðn ein og ber vitni um
framtak og starfsþrek hins
látna.
Jarðarförin fór fram 13. maí
frá heimilinu. Séra Sigurður S.
Christopherson jarðsöng, ásamt
Dr. Gilbert, í Spy Hill, Sask. —
Var jarðarförin hin fjölmenn-
asta. Sýndu bygðarbúar eftir-
lifandi skyldmennum hins látna
samhygð sína, ekki einungis með
nærveru sinni, heldur einnig með
blómagjöfum og á margan annan
hátt.
Mótstaða Kínverja við Su-
chow hefir styrkt þær vonir, að
Kínverjum muni hepnast að
hindra frekari sókn Japana. —
Stríðsfréttaritari' Karl von Wieg-
land, sem dvalið hefir í Kína, tel-
ur þó horfumar fyrir því ekki
líklegar.
— Yfir Kína, segir hann vof-
ir nú geigvænlegri hungursneyð
en dæmi eru til áður í sögu
landsins.
Um 30 milj. manna hafa flúið
orustuhéruðin og halda suður og
vestur á bóginn. Alt þetta fólk
er heimilislaust, hefir ekkert
fyrir sig að leggja og ekki að
neinu að hverfa. Það er máske
stærstu fólksflutningar sögunn-
ar, sem styrjöldin í Kína hefir
komið af stað.
Nákunnugir menn telja að í
Sichuanhéraðinu einu hafi 20
milj. manna neyðst til að yfir-
gefa heimili sín. Ástandið í hér-
uðunum meðfram Gula fljótinu,
sem stundum er nefnt “kirkju-
garður Kína,” er meira en geig-
vænlegt. Þarna búa um 70 milj.
manna. Bæði yfirvöld Kínverja
og Japana horfast hér í augu við
óviðráðanlega örðugleika.
Ástandið er enn verra sökum
þess, að kínverski herinn hefir,
samkvæmt gömlum hernaðar-
venjum lagt landið á bak við sig
í einskonar eyði. Hann hefir
sprengt stíflugarða og brýr,
brent heilar borgir og flutt allar
vistir í burtu. Allir stíflugarðar
meðfram Gula fljótinu hafa ver-
ið eyðilagðir og þegar vatna-
vextirnir koma, leggjast stór
landssvæði undir vatn og lífi
milj. manna er hætta búin.
Skuggar hungurneyðarinnar
hvíla yfir þeim héruðum, sem
styrjöldin hefir á einn eða annan
hátt náð til. Bændurnir hafa
yfirgefið jarðir sínar, akrarnir
leggjast í órækt, enginn sáir og
þess vegna verður ekki hægt að
reikna með neina uppskeru, þeg-
ar líður á sumarið.—N. Dbl.
FYRSTI ÁGÚST
Þann 22. apríl s. 1. voru 100 ár
iin síðan fyrsta gufuskipið
uk við fyrstu ferð sína yfir
Jantshafið. Skipið var hjóla-
ipið “Sirius” og var það marg-
vikur á leiðinni yfir hafið.
fslendingadagsnefndin er nú
að vinna af kappi við að undir-
búa hátíðahald “fslendingadags-
ins,” sem haldið verður að Gimlr
fyrsta ágúst í sumar.
Það verður af fremsta megni
vandað til hátíðahaldsins. Og
margt verður þar til skemtunar,
sem svein og svanna mun langa
til að verða aðnjótandi. Og þess
má geta að ýmislegar skemtanir
fara þar fram í sumar, sem ekki
hafa verið þar áður, og má þar
til nefna sund, kappróður, lang-
stökk (running broad) og margt
fleira.
Þar kveða góðskáldin okkar
kvæði fyrir minni fslands og
Vesturheims. Og ágætir ræðu-
menn flytja áhrifarík minni fyr-
ir fslandi' og Ameríku. Þar verð-
ur og söngur, sem alla heillar og
sitthvað fleira, sem enginn má
missa og síðar verður skýrt frá.
Og ekki er óhugsandi að þar
verði einnig góður gestur að
heiman sem marga mun langa til
að heyra og sjá.
Munið eftir því íslendingar að
í fjörtíu og níu ár hefir þessi
samkoma Winnipeg fslendinga
verið ein af okkar vinsælustu og
mest eftirsóttu alíslenzku skemt-
unum hér vestan hafs. Þá leik-
ur “Ástkæra ylhýra málið” á
flestra vörum og ótal myndir
rísa og birtast oss í gegnum
ljóð og lag úr djúpi' minning-
anna og tengir oss traustari
böndum “við land og fólk og
feðra tungu.”
fslendingar! Hafið það í huga
að “íslendingadagurinn” verður
haldinn að Gimli fyrsta Ágúst,
og þangað eigið þið öll að koma,
sem getið, til að gleðjast með
glöðum og fullkomna daginn með
nærveru yðar.
Davíð Björnsson
. <"iK
_ in tÁe impkúvement -y
ci/ui (jftíoídu, cfokúin ckopA*
fFDlRAL GRAINIíMITED Áai frecctttf Q MCJHÍœh cf
^ CROP TESTING PLAN
FORFEÐUR
MANNKYNSINS
'C'LESTIR kannast líklega við,
að á síðustu áratugum hafa
orðið til og dáið út fjölmörg kyn
hunda og annara húsdýra vegna
áhrifa mannanna. En líklega
hafa færri gert sér það ljóst, að
á sama hátt hefir líka farið hjá
mannkyninu, vegna áhrifa nátt-
úrunnar, því að á liðnum öldum
hafa kynflokkar þess verið
margfalt fleiri en nú. Þeir hafa
komið fram hver af öðrum, lifað
og dáið út, ýmist fullkomlega
eða svo, að þeir hafa skilið eftir
sig nýja kynflokka, sem síðar
hafa blandast og breyst alt til
dagsins í dag. Leifar ýmissa
þessara frummanna, — manna,
sem líktust öpum og öpum, sem
líktust mönnum, — finnast nú í
jarðlögum, mýrum og gömlum
hellum víðsvegar í veröldinni.
Og öðru hvoru koma þessir út-
dauðu kynflokkar jafnvel fram
meðal nútímamanna, og þó lík-
lega oftast Neanderthalmaður-
inn, sem sumir vilja telja Char-
les Darwin, Beethoven og
Schmeling hnefaleikkappa í ætt
við!
Sá þessara frummanna, sem
er nærri jafn frægur og mestu
stjórnmálamenn nútímans, er
Pekingmaðurinn, Sinanthropus
pekinensis, þótt hann hafi verið
uppi fyrir heilli miljón ára. Nú
í yetur þaut nafn hans enn einu
sinni um allan hinn mentaða
heim: efri kjálki úr honum hafði
fundist. Sú tilkynning kom frá
Peking Union Medical College,
PUMC, þar sem mannfræðingar
vinna stanslaust þrátt fyrir stríð
og neyð, og dr. Franz Weiden-
reich athugar rólega hin gömlu
bein hinna fornu manna og dreg-
ur af þeim ályktanir, til að auka
þekkingu okkar sem mest á sviði
mannfræðinnar.
f raun og veru eru aðeins til
leifar tuttugu og fjögurra Pek-
ing-níanna í Frummannasafninu
í Peking. En það voru aðeins
hauskúpur, neðrikjálkar og ýms
líkamsbein, þar til efrikjálkinn
fanst í vetur þarna í Lao Niu Kou
í hellafjallinu við bæinn Chou
Kou-Tien í suðvestur frá Peking,
þar sem allar minjarnar hafa
fundist. f safninu eru auk þess
nokkur hundruð tannir úr “Pek-
ingþjóðinni” og steináhöld, sem
fundist hafa meðal beinarusls-
ins.
Fyrir nokkrum mánuðum birt-
ust ýms erlend blaðaviðtöl við
dr. W'eidenreich, sem er þýzkur
vísindamaður, er sér um geymsl-
una á leifum þessa ógeðfelda
frænda forfeðra okkar.
í þeim viðtölum lét dr. Weid-
enreich meðal annars í ljós, að
tennur Pekingmannsins líktist
mjög tönnum Mongólanna, en
séu þó dáltið stærri, og að neðri-
kjálkinn minni mjög á Eskimóa,
Lappa og hina fornu Norðmenn,
er blandast höfðu Löppunum. —
Pekingmaðurinn er sem sagt
Mongóli, en hefir auk þess vissa
beinplötu í afturhluta hauskúp-
unnar, sem aðeins finst í kúpum
hinnar útdauðu Inca-þjó!ðar í
Suður-Ameríku. Auk þess vant-
ar hann framvaxna höku, eins
og sjimpansinn og órangútang-
inn, en heilinn er mjög stór, þótt
ennið sé lágt og afturhalt. Hend-
urnar eru nær alveg eins og
hendur nútímamannsins, en fæt-
urnir eru frumstæðir mjög. Og
augnabrúnirnar eru með stórum
beinbogum. Dr. Weidenreich
kvað auðséð ættarmót með Sin-
anthropus og Neanderthalmann-
inum, sem og að Pekingmaður-
inn væri maður, en ekki api, eins
og margir héldu þar til steiná-
höldin fundust. En eftir fund
efrikjálkans í vetiir varð þó dr.
Weidenreich að bæta við, að þeg-
ar hann hefði verið settur á
kvenkúpuna, sem hann tilheyrði,
minni hún miklu meir á apa en
ætlað hafði verið fyr.
Það lítur út fyrir, að allir
þessir tuttugu og fjórir menn,
sem leifarnar hafa fundist af,
Frh. á 7. bls.
All-Canadian victpry for pupils of
DOMINION BUSINESS
COLLEGE at Toronto Exhibition
Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE,
Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both
Novice and Open School Championship Divisions of
the Annual Typing Competition.
Miss GWYNETH BELYEA won first place
and silver cup for highest speed in open
school championship with net speed of 92
words a minute..
Mr. GUSTAVE STOVE won first place and
silver cup for highest speed in Novice Sec-
tion of typing contest. His net speed was
76 words a minute.
Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil,
won second place for accuracy in the novice
division!
Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C.
student, came fourth in the open school
championship section!
The Dominion sent four pupils to Toronto
and they won two firsts, a second and a
fourth place!
The contest officials announced at the Coliseum before an
audience of 9,000 people that the Dominion Business
College, Winnipeg, had the best showing of any com-
mercial school in the competition!
There were 107 contestants!
ENROL NOW
DOMINION
BUSINESSCOLLEGE
WINNIPEG
FOUR SCHOOLS: THE MALL—
ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD