Heimskringla


Heimskringla - 03.05.1939, Qupperneq 3

Heimskringla - 03.05.1939, Qupperneq 3
WINNIPEG, 3. MAÍ 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Hún sem eftir er skilin minn- ist sameiginlegra sigurvinninga honum við hlið, sem nú er horf- inn sjónum, — sigurvinninga í þarfir heimilis þeirra að hon- um nærstöddum og fjarverandi, sigurvinninga við uppeldi hinna mannvænlegu barna þeirra, en börnin sem henni eru eftirskilin, ásamt minningu um ágætann eignmann og dáðríkan dag, hon- um við hlið samfara vissunni um handleiðslu Guðs eru henni nú huggun og ljós á leið. Útförin fór fram á föstudag- inn langa frá kirkju Bræðra- safnaðar í Riverton, þar sem hinn látni, átti ásamt ástvinum sínum sitt andlega heimili. — Óvenju miljill mannfjöldi var viðstaddur. Listrænt orgelspil Mrs. dr. Thompson snerti við hjörtum manna með þeirri snild sem henni er lagin. Söngurinn allur, og þá sér í lagi þýður ein- söngur Mr. F. V. Benidictson auðgaði sorgarstundina angur- blíðu dýpstu samúðar, — er lét fólk finna til nálægðar Guðs, mitt í harmi þrungnum straum- hvörfum mannlegs lífs. Sigurður ólafsson ÍSL AN DS-FRÉTTIR Aldursrannsóknir á þorski benda til vaxandi afla Árni Friðriksson magister er nýlega farinn til útlanda í erind- um Faxaflóanefndar. Áður en hann fór, hafði hann fengið tækifæri til að fá allvíðtækar aldursrannsóknir og mælingar á þorski frá fjórum verstöðvum á þessari vertíð, Reykjavík, Kefla- vík, Vestmannaeyjunv og Horna- firði. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt hefir Árni haldið því fram, að hinn mikli þorskafli sem hér var um og eftir 1930 stafaði að verulegu leyti af því, hve vel tókst með þorskklakið árin 1922 og 1924. Síðan voru léleg klakár til ársins 1930. Það ár hefir Árni talið að verið hafi gott klakár, og því vonast eftir að þorskafli myndi aukast að mun, þegar sá árgangur kæmi að verulegu leyti í gagnið. Með aldursrannsóknum á þorskinum á þessari vertíð hefir það komið í ljós, að 58% af afl- anum hér í Reykjavík er 8 og 9 ára þorskur, frá árunum 1930 og 1931 og í Vestmannaeyjum eru þessir árangrar 59% af aflanum, en þar er árangurinn frá 1931 meiri en frá 1930. í Keflavík eru þessir tveir árangur 42% af afla. Þessar tölur benda til þess að þær spár og aflamagn fari vaxandi næstu árin. í Hornafirði byrjaði afli ó- venjulega snemma í ár. Þar eru yngri “árgangar” ríkjandi í afla, 31% frá árinu 1933 og 49% frá árinu 1934, ókynþroska þorskur, sem er að alast upp við Austur- land. Svo mikið er af þessum ungþorski að hann bendir líka til vaxandi aflabragða. —Mbl. 12. marz. * * * íslenzka stjórnin viðurkennir stjórn Francos á Spáni Tilkynning frá ríkisstjórninni 31. marz 1939. Að fengnum konungsúrskurði 'hefir stjóm Francos hershöfð- ingja í Burgos í dag verið til- kynt, að stjórn hans væri af ís- lands hálfu viðurkend sem lögleg stjórn Spánar. Samskonar tilkynning mun stjórninni í Burgos einnig hafa borist frá stjórnum hinna Norð- urlandaríkjanna samkvæmt áður gerðu samkomulagi þeirra um að ákvörðun um viðurkenningu skyldi tilkynt Francostjórninni samtímis af hálfu allra Norður- landaríkjanna.—Mbl. 1. apríl * * * Hið nýja gengi (Alþingi samþykti frumvarpið um gengislækkun 4. apríl í neðri deild með 24:8 atkvæðum, en í efridfiild með 11:5 atkvæðum). Gengislækkunin nemur 21.89 —21.80%. f gær var gengi er- lends gjaldeyris skráð sem hér segir: Mynt í fyrrad. í gær Sterling 22.15 27.00 Dollar 474.50 577.75 R.mark — 191.61 233.54 Fr. frc 12.66 15.45 Belg 79.75 97.51 Sv. frc Líra 106.55 129.70 F. mark Peseta 9.93 12.00 Gyllini 251.76 307.19 Tékk.sl. kr. .. ...... 16.53 20.15 S. Kr 114.31 139.34 N. kr 111.14 135.84 D. kr 100.00 120.54 —Mbl. 5. apríl. * * * Guðmundur Daníelsson bóndi á Svignaskarði Hann andaðist að heimili sínu, Svignaskarði í Borgarhreppi í gær. v Guðmundur var athafnamaður mikill og dugandi bóndi. Reisti hann mikið hús í Svignaskarði og rak þar gistihús á sumrum af miklum skörungsskap. Hefir mikill fjöldi Reykvíkinga og annara dvalist þar sér til hress- ingar, en nærri allan ársins hring er gestkvæmt í Svignaskarði. Guðmundur var drengur góð- ur, og munu margir sakna þessa alkunna framkvæmdamanns. —Vísir, 28. marz. * * * 18 íslenzkir stúdentar í Svíþjóð Samkvæmt heimildum frá skrifstofu háskólans í Stokk- 'hólmi eru nú 18 íslenzkir stú- dentar við nám í Svíþjóð. — Þar af eru 8 á Stokkhólms háskóla, 7 á Tekniska högskolan, 1 á Tand- lakarinstitutet og 1 á Lunds universitet. Styrkir til íslenzkra stúdenta í Svíþjóð frá “Svenska Kooperat- iva förbundet” og “Wenner Grenska-samfundet” námu 400 krónum árið 1937—1938 og 10,- 000 krónum árið 1938—39. Sænska nefndin til eflingar samvinnu norrænna háskóla- manna, en formaður hennar er Sven Tunberg prófessor, hefir greitt íslenzkum stúdentum þessar upphæðir þannig, að § hlutar teljast vaxtalaus náms- lán, sem greiðast skulu smám saman eftir að próf hefir verið tekið, en $ er hreinn náms- styrkur.—Mbl. 31. marz. * * * Tveir karlmenn og eitt barn fórus í bruna í Höfnum Það raunalega slys varð í Höfnum í gærkveldi, að húsið Kotvogur brann til kaldra kola og brunnu inni tveir fullorðnir karlmenn, Helgi Jónsson frá Tungu og Guðjón Guðmundsson og 7 ára telpa, dóttir Helga, Þórdís að nafni. Húsið Kotvogur var stórt tim- burhús, 2 hæðir, eign Helga heit- ins. Hafði Helgi útgerð, átti tvo báta og var annar þeirra á sjó, þegar þetta skeði. Eldurinn kom upp um kl 10 í gærkveldi, og kviknaði út frá gaslukt. Breiddist eldurinn óð- fluga út, og varð húsið álelda á svipstundu. Stigi lá úr eldhús- inu og upp á efri hæð hússins, og var það eina uppgangan. — Þegar kviknaði í, var Helgi uppi í húsinu ásamt syni sínum, dótt- ur sinni, Þórdísi, og vinnumanni sínum, Guðjóni. Þeir Helgi og sonur hans leituðu útkomu og fóru út á skúr áfastan við húsið. En Helgi sneri aftur, til þess að reyna að bjarga dóttur sinni, en kom ekki aftur. Brunnu þau þar þrjú inni, Helgi, dóttir hans og vinnumaðurinn. Formaðurinn, sem á sjó var, bjó á neðri hæðinni. Kona hans bjargaði sér og börnum sínum á þann hátt, að hún kastaði börn- unum út um glugga og stökk sjálf á eftir. í húsinu bjuggu 25 manns. Var fólkinu komið fyrir til bráðabirgða á bæjunum 1 kring. —Alþbl. 4. apríl. Tveir íslenzkir listamenn heiðraðir Listaháskólinn danski hefir veitt Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara Eckersbergsheiðurs- peninginn, sem er verðlaunapen- ingur fyrir afrek í myndhöggv- aralist og Jóni Engilberts list- málara hinn svonefnda van Gogh styrk, en hann er fólginn í 800 króna peningaverðlaunum og ó- keypis för til Hollands, og má einungis veita hann ágætum listamönnum til þess að kynna sér hollenzka málaralist. —Alþbl. 30. marz. HIN FYRSTA HVÍTA MÓÐIR í AMERÍKU ÍSLENZKA KRÓNAN LÆKKUÐ í VERÐI Gengislækkunarleiðin valin til hjálpar útgerðinni Glæsilegur sigur Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara Ásmundur Sveinsson mýnd- höggvari hefir nú unnið sinn stærsta listamannssigur. En sig- ur hans er jafnframt stórkost- legur heiður fyrir íslenzku þjóð- ina. Framkvæmdanefnd hinnar miklu heimssýningar í York hefir samþykt að Viðræður stjórnmálaflokkanna undanfarinn mánuð hafa nú leitt til þess, að í dag er lagt fram á alþingi frumvarp um lækkun gengis íslenzkrar krónu og aðr- ar ráðstafanir í sambandi við það, sem samkomulag hefir náðst um milli þingfolkkanna. Samkvæmt frumvarpinu lækk- ar gengið ca. 21%. — Verður því sterlingspund framvegis skráð á 27 krónur íslenzkar í stað kr. 22.15. Strax og leið A!- þýðuflokksins um útflutnings- verðlaun var hafnað, setti hann það sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því að hann ætti nokkurn hlut að þessum málum, að inn í löggjöf um gengislækkunina yrðu sett ákvæði til varnar því að gengislækkun þrengdi kosti verkafólks, sjómanna og lág- launáfólks yfirleitt, er horfið yrði að því að lögbinda New kaupgjaldið í landinu um ákveð- taka in tíma. mynd hans “Hin fyrsta hvíta1 ^ ^aupgjald í landinu er móðir” og hafa hana á aðalsýn- samkvæmt frumvarpinu, ^ lög- ingarsvæðinu. Verður henni bundið í eitt ár, en að 3 mánuð- komið þar fyrir á mjög góðum um liðnum verður reiknuð út og áberandi stað. ^vísitala er gildir fyrir alt landið Myndin táknar hina fyrstu hækkar kaup þá samkvæmt hvítu móður, er leit Ameríku og henni 1 ákveðnu hlutfalli við steig þar á land, íslenzka konu, dýrtíðaraukningu þá, sem orðið sem horfir hátt og lyftir syni!hefir- Nær hetta tiJ allra sió- sínum nöktum móti hinum nýja manna og verkafólks ogauk þess heimi. til allra fastlaunaðra fjölskyldu- Með því að taka þessa glæsi- manna> sem^ hafa í kaup undir legu höggmynd hins íslenzka kr> 600.00 á mánuði, aðrir fá höfundar, sýna Ameríkumenn í ekki. kauphækkun, þó að dýrtíð verki enn eina viðurkennnigu á aukist. því, að islendingar fundu Vín- ■ ^uk t’essa ei’u í frumvarpinu land hið góða. Er það góð árétt- ákvæði um, að hvorki húsaleiga ing á þeirri viðurkenningu, er nú vextir í bönkum megi hækka þeir gáfu okkur Leif heppna að blutaráðnir sjómenn geti 1930, er nú gnæfir á Skóla- notið verðuppbótar, vegna hækk- vörðuhæðinni. |aús verðs á fiski og síld. Nefnd í gær tal su> sem a a^ reikna út kaup- Alþýðublaðið hafði af Ásmundi Sveinssyni í vinnu- stofu hans að Freyjugötu 43. — Þykir þér þetta ekki glæsi- legur sigur? “Mér þykir að sjálfsögðu vænt um þennan sigur, þetta hefir gengið alveg eins og í æfintýri og mig dreymdi ekki einu sinni um það, að myndin yrði tekin til sýningar á aðalsýningarsvæð- inu. Eg hafði gert myndina í þeim tilgangi að hún yrði sýnd á sýningarskála okkar íslendinga — en þessu bjóst eg ekki við.” — Hafðirðu boðið íslenzku sýningarnefndinni myndina? “Þegar eg sigldi síðast vorum við Ragnar E. Kvaran landkynn- ir samskipa. Þá skýrði eg hon- um frá hugmynd minni og leizt honum vel á hana, að því er hann sagði. Eftfr að eg kom heim fór eg að vinna að henni og kom Kvaran oft á vinnustofu mína og fylgdist með verkinu. Síðar komu þeir Vilhjálmur Þór og Haraldur Árnason. Þeir á- kváðu að taka myndina þegar hún var fullgerð — en þeir hafa augsýnilega talið myndinni hæf- ari stað á aðalsýningarsvæðinu — og einnig glæsilegra fyrir landið. Eg er þeim öllum mjög þakklátur fyrir það, sem þeir hafa gert í þessu máli.” — Er myndin seld ? “Nei, eg lít ekki svo á. Aðal- sýningarnefndin hefir aðeins á- kveðið að taka myndina til sýn- ingar. Það verður að steypa hana upp í fastara efni, þar sem gjaldsvísitöluna verður tilnefnd af Hæstarétti, Alþýðusambandi íslands og Vinnuveitendaf. fs- lands. Flutningsmenn frum- varpsins eru ráðherrarnir Skúli Guðmundsson og Eysteinn Jóns- son og alþingigmennirnir Finnur Jónsson og Pétur Ottesen. —Alþbl. 3. apríl. STJÓRN STAUNINGS FÉKK ÖRUGGAN MEIRIHLUTA mjög stór, um 3 metrar á hæð.” —Alþbl. 30. marz. Frú Summerskill, þingmaður í neðri málstofu brezka þingsins, mun leggja fyrir þingið nýtt lagafrumvarp, er skyl^ar alla eiginmenn að gefa konum sínum skýrslu um fjárhagsafkomu sína tekjur og útgjöld, þar eð komið hafi í ljós, að 75% giftra kvenna í Englandi hefir ekki hugmynd um hvaða laun eiginmennirnir hafa, og því síður hvernig þeir fari að eyða þeim. Úrslit kosninganna, sem fram fóru í Danmörku í gær, bæði til fólksþingsins og landþingsins, sýna aðeins óverulegar breyt- ingar á fylgi flokkanna, sem enga þýðingu geta haft á stjórn landsins. Alþýðuflokkurinn hefir að vísu tapað 5 sætum í fólksþing- inu sem hafa skifst á milli hinna þýðingarlausu flokksbrota naz- ista og kommúnista. En meiri- hluti Stauningstjórnarinnar í fólksþinginu er öruggur eftir sem áður, eða 77 sæti á móti 71 sæti, sem stjómarandstæðingar hafa allir til samans. En auk þess ber þess að gæta, að þessar kosningar stóðu aðeins um eitt mál: stjórnarskrárbreyt- inguna, þ. e. a. s. afnám lands- þingsins ,og annar stærsti flokk- ur stjórnarandstæðinga, hægri flokkurinn (íhaldsflokkurinn), hefir þegar lýst yfir fylgi sínu við hana, |þannig að stjórnar- skrárbreytingunni er sýnilega hún er’nú í gipSi. My"ndin ei4trygður yfirgnæfandi meirihluti Fulltrúatala flokkanna í fólks- þinginu er samkvæmt kosninga- úrslitunum eftirfarandi (tölurn- ar í svigunum sýna fulltrúatölu þeirra fyrir kosningarnar). Alþýðuflokkurinn ..63 (68) Róttæki flokkurinn .. ..14 (14) Stjórnarflokkarnir hafa þannig alls ..77 (82) Vinstri flokurinn ..30 (28) Hægri flokkurinn ..26 (26) Bændaflokkurinn .. 4 (5) Kommúnistafl .. 4 (2) Danski nazistafl .. 3 (0) Retforbundet .. 3 (4) Slésvíkurfl............ 1 (1) National Samvirke (Purschel) ......... 0 (0) Dansk Samling (Sörensen) ......... 0 (0) í Stjórnarandstæðingar hafa því samtals —.71 (66) Eins og þessar tölur sýna hafa stjórnarflokkarnir, Alþýðufloklc- urinn og róttæki flokkurinn, þrátt fyrir hið lítilfjörlega tap Alþýðuflokksins, fullkomlega haldið velli. Af flokkum stjórnarandstæð- inga hefir vinstri flokkurinn (stórbændaflokkurinn) unnið 2 ný sæti, kommúnistar 2 ný sæti og nazistaflokkur Fritz Claíisens 3. Hinsvegar hefir hinn hálf- nazistiski Bændaflokkur tapað I og Retsforbundet 1. Það vekur sérstaka eftirtekt, að hið nazistiska flokksbrot Purschels, fyrverandi formanns hægri flokksins, fékk engum manni komið að. Sjálfur “for- inginn” féll. Sömu útreiðina fékk nazistaflokksbrot Arne Sörensens. Slésvíkurflokkurinn, sem studdur er af þýzka minnihlut- anum á Suður Jótlandi, hefir staðið í stað og á eftirleiðis 1 fulltrúa á þingi eins og áður. —Alþbl. 4. apríl. SAMS KO T Vestur-íslendinga fyrir eir- líkan Leifs Eiríkssonar, íslandi til auglýsingar í Ameríku. Gjafaskrá nr. 18. Bismarck, N. D.: Jón Ing-var Arman M. O. Arman . Gunnar Olgeirsson John W. Johnson Seve W. Arrpan P. E. Halldórson C. W. Leifur Tacoma, Wash.: Dr. og Mrs. J. Arnason Johnson . Portland, Ore.: B. G. Skúlason . Frá Þingvallabygð, Church- bridge og Bredenbury, Sask. (John Gíslason, safnandi): Bjöm Thorbergson ........... 100 Mr. og Mrs. John Gíslaaon .... í.oo Mr. og Mrs. Kristján Johnson .50 Mr. og Mrs. Gísli Markússon .. .50 Mr. og Mrs. E. G. Gunnarson.. .25 Mrs Ingibjörg’ Árnason .......25 Mr. og Mrs. B. Eyjólfsson.....25 Mr .0g Mrs. G. Eyjólfsson .... .25 Haraldur Valberg ............. 25 T. S. Valberg ......“.........25 Mr. og Mrs. H. Marvin ........30 Mr. og Mrs. D. Westman ..... .25 Mrs Kris'tin Hinrikson .... 1.00 Miss Sigríður Markússon.......25 Mrs. A. O. Olson .............50 Ben Sigurðsson ...............25 Mr. og Mrs. G. S. Breiðfjörð .50 Mr. og Mrs. R. G Hadmann......25 Mr og Mrs. M. Sveinbjömson .50 Mr. og Mrs. G. Sveinbjörnson .50 Mr. og Mrs. B. M. Olson.......25 Mr. og Mrs. G. C. Helgason....25 Mr. og Mrs. S. B. Johnson.....25 Mr. og Mrs. John B. Johnson .25 Mr. og Mrs. Geo. Debmann......25 Mr. og Mrs. O. Sveinbjömson .25 Mr. og Mrs. John Laxdal ......25 Mr. og Mrs. M. Bjamason.......50 Mr. Einar Einarson ...........25 Mr. og Mrs. H. Sigurðson......25 Rev. S. S. Christopherson.....50 Miss Gerða Christopherson.....25 Mr. og Mrs. S. B. Reykjalín...25 Mr. og Mrs. A. Loptson .......50 Mr. og Mrs. O. Gunnarson......50 Mr .0g Mrs. Magnússon ........25 W. Magnússon .......c.........25 Mr. og Mrs. B. E. Hinrikson....50 Klein’s Store ............ 50 Mr. og Mrs. Christ. Thorvaldson ,.25 Mr. og Mrs. Hjálmar Loptson .25 Mr. og Mrs. E. Hinrikson.......50 Mr. og Mrs. Eyj. Gunnarson.....25 Mr. og Mrs. K. Kristjánsson....50 Mr. og Mrs. G. F. Gíslason.....25 Mrs. Gróa G. Gunnarson .......25 Mr. og Mrs. Ami Eyjólfson .... .25 Winnipeg, Man.: B. E. Johnson ............. 1.00 Hannes Pétursson ..........10.00 Dr. M. B. Halldórsson ...... 2.00 Mr. og Mrs. A. S. Bardal ... 5.00 Mr. og Mrs. P. S. Bardal ... 5.00 Alls ....................$ 93.05 Áður auglýst ............ 2,413.60 Samtals ...........,.....$2,506.65 —Winnipeg, 1. maí, 1939. Rögnv. Pétursson, forseti Ásm. P. Jóhannson, féhirðir SJÓNVARP FYRIR FJÖLDANN AÐ VERÐA VERULEIKI Sjónvarp fyrir fjöldann er ekki lengur draumur eða hug- sjón, sem bíða verður eftir lengi, að gerð verði að veruleika. — Fyrir nokkrum vikum var hnefa- leikakepni milli tveggja nafn- kunnra hnefaleikamanna, Boon og Danahar (Boon sigraði í 14. lotu) sjóvarpað í Englandi 0g sjónvarpið sýnt í stað kvik- mynda í þrem stórum kvik- myndahúsum í London. Myndirnar voru afburða skír- ar og greinilegar. Einn eða tveir smávægilegir gallar komu í ljós, eins og vænta mátti, þar sem hér var um að ræða fyrstu tilraun, en annars gátu áhorfendurnir fylgst með því, sem var að ger- ast á hnefaleikapallinum eins og áhorfendurnir, sem sátu næst pallinum, þar sem hnefaleika- kepnin fór fram. í Englandi gera menn ráð fyr- ir, að áður en langt um líður muni almenningur í Bretlandi geta fylgst með öllum stórvið- burðum við sjónvarpið sitt og þess verði jafnvel ekki langt að bíða, að farið verði að sjónvarpa atburðum, sem gerast á megin- landi Evrópu til Englands. Sjónvarpstæki kosta nú alt frá 22 stpd. (kr. 487.00) upp í 3300 krónur. í Englandi er gert ráð fyrir að seljist á árinu, sem nú er að byrja 40 þús. sjónvarps- tæki. Er unnið af fullum krafti í sjónvarpsverksmiðjum til þess að 'hægt sé að fullnægja eftir- spurninni.—Mbl. 31. marz. Hildur litla er búin að fá margar ákúrur frá mömmu sinni, — en á jólunum fær hún mynd, — fallega glansmynd af Jesúbarninu. Út frá höfði barns- ins stafar geislabaugur, — en Hildur fær ekki skilið, hvað hann á að þýða, og byrjar að spyrja mömmu sína að því. Mamman kemst í vandræði, en stamar loks út úr sér, að þetta sé helgigloría, sem geislar út frá góðu fólki, sem aldrei geri neitt Ijótt. Hildur horfir þá drykklanga stund á móður sína, virðir hana vandlega fyriír sér og segir loks: “En mamma! Hvernig stendur þá á því, að þú hefir ekki neina helgigloríu ?” Borgarabréf, Fasteignabréf, Tryggingar Skírteini eru verðmæt skjöl—geymið þau á óhultum stað! • Þér megið ekki við að missa eignarbréf sem þessi. Fyrir minna en lc á dag, getið þér geymt þau í stálskúffu við Royal Bankann. Biðjið um að fá að skoða þessa öryggisskúffu á útibú bankans næsta við yður. ™^ROYAL BANK OF CANADA --- ,"==>■ ==Eignir yfir TnA? PTTfT ~~~

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.