Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 10. MAÍ 1939
RISADALURINN
Kl. 5.30 kom hann í gistihúsið, fór inn í
herbergi sitt. 6.45 kom hann út, fór inn í leigu
bíl og ók að húsinu 846 Elm St. Dökkhærða
stúlkan, sem vinnur í skrifstofu Cardigans kom
samstundis út, fór inn í bílinn, sem hélt svo til
hússins 38 á Rauðviðarstræti. Þar fór sú dökk-
hærða niður úr bílnum og inn í áðurnefnt hús.
Hún kom út aftur nákvæmlega kl. 7 ásamt frú
einni, sem gerð var kunnug 0. Þeim var svo
öllum þremur ekið að Canton matsöluhúsinu,
nr. 432 á Þriðja stræti. Fóru þau öll inn í
afgirta stúku í matsöluhúsinu, hægra megin í
borðsalnum. Kl. 7.15 kom Bryce Cardigan inn
í matsöluhúsið og fylgdi þjónninn honum inn til
þeirra O.
Kl. 9.30 fór allur þessi 'hópur út úr mat-
söluhúsinu og inn í Napier-bíl, sem ekið var af
kynblending, sem stúlkan nr. 2 nefndi Georg.
Og sú dökkhærða fór út á Elm stræti 846, en
hin unga stúlkan að 38 Rauðviðarstræti. Eftir
að Cardigan hafði hjálpað ungu stúlkunni niður
úr bílnum, og talaði við hana stundarkorn, bauð
hann henni góða nótt, beið unz hún var horfin
inn í húsið, fór svo upp í bílinn og lét keyra -sig
heim, en ökumaður lét bílinn að því búnu inn
í bílahúsið.
Er eg kom til gistihússins var 0. inni í
vínstofunni og fór hann í rúmið kl. 10.
Það þarf ekki að taka það fram, að þessi
skilgrein vakti mestu furðu hjá ofurstanum;
þegar hann að síðustu náði andlegu jafnvægi,
las hann hana orð fyrir orð, og setningu fyrir
setningu. Við þá rannsókn komst hann að
þeirri niðurstöðu, sem hér segir:
1. Að ekki væri hægt að treysta frænku
hans, Shirley Sumner hvað Bryce Cardigan
snerti. Þrátt fyrir yfirskins óvildina siðan
bardaginn var háður í skóginum, var ofurstinn
sannfærður um, að hún hefði samið frið við
hann, og að þau fyndust á laun þegar þeim
sýndist. Ofurstinn var rétt að því kominn að
kalla á frænku sína og krefjast af henni skýr-
ingar, en ákvað við nánari umhugsun að bíða
fáeina daga, og vita hvaða njósnir honum bær-
ust gegn um spæjarana.
2. N. C. & 0. var ennþá hjúpuð leyndar-
dómi, en Bryce Cardigan var á einhvern hátt
við hann riðinn. Hann var ennfremur fús að
hjálpa þeim á hvern hátt sem auðið var, en
hann skildi það vel. Cardigan var auðvitað fús
að hjálpa hverju því fyrirtæki, sem losaði hann
undan einokun ofurstans, og hann var nógu
mikill unglingur og nógu óreyndur til að láta
bófana í Trinidad félaginu spila með sig.
3. N. C. & 0. ætlaði að gera blekkingar
sínar fullokmnari með því, að sækja um leyfi
til að fara í gegn um Sequoia bæinn, þessvegna
tþafði Ogilvy heimsótt borgarstjórann, sjálfsagt
eftir ráði Bryce Cardigans. f sama tilgangi
hafði O. heimsótt Henry, sem hann hefði auð-
vitað gefið lögfræðisstarf fyrir félagið, í því
skyni að koma sér í mjúkinn hjá borgarstjór-
anum. Ekki var aðferðin fáguð!
4. Ogilvy hafði borið leðurtösku með sér
til og frá skrifstofunni. Það var auðið að
skilja það. 1 töskunni voru auðvitað mútupen-
ingar í gulli, og Henry hafði verið goldið það
sem milligöngumanns. Það þýddi það, að
borgarstjórinn hefði lofast til að veita leyfið —
fyrir þóknun; en þar sem hann var viðsjáls
gripur, hafði hann látið gjalda sér í gulli, sem
ekki var hægt að merkja. Ogilvy hafði fyrst
heimsótt borgarstjórann til að semja um þetta,
og síðan hafði 'hann heimsótt son hans til að
fullgera kaupin.
5. Ef mútu féð var greitt og leyfið feng-
ið með loforði, þá ætluðu þeir að byrja bráðlega
á brautinni. Ofurstinn spurði sig sjálfan að
því, hvar verkið yrði hafið? Auðvitað niður
við höfnina, þar sem vélar og efni yrðu flutt
að á skipum. Og hvers höfn og bryggja yrði
notuð ? Auðvitað Cardigans.. Ogilvy hafði
líklegast fyrst fundið Cardigan, til að ráða
þetta við hann. Já, N. C. & 0. ætlaði sér að
fara svo langt með þessa blekkingu að leggja
mílu langt spor gegn um bæinn. Nei, nei,
þeir mundu ekki eyða svo miklu fé í þessa
blekkingu; þeir mundu ekki múta Poundstone
nema þeir ætluðu að leggja brautina. Og var
hún ætluð almenningi eftir alt saman? Hafði
Cardigan á einhvern leyndardómsfullan hátt
getað lánað fé til að leggja járnbraut samhliða
brautinni hans, og grímuklætt fyrirtækið á
þennan hátt ?
Ofurstinn varð sjóðheiður; hann þurkaði
svitann af enninu og lagðist nú djúpt. Ef N. C.
& O. ætlaði að skipa efninu upp á bryggju
Cardigans og byrja þar, yrðu þeir að fara yfir
sporið |hans einhvers^taðar á Vatnsstræti.
Hvert í sjóðandi! Það var auðvitað áætlan
þeirra. Þeir ætluðu sér að snúa á hann áður
en hann yrði þess var, og fá leyfið í kyrþey hjá
borgarstjóranum, og þegar þeir hefðu vega-
mótin fullgerð, gætu þeir hlegið að Pennington
ofursta! “Þorpararnir þeir arna!” tautaði
hann. “Eg skil þá. Cardigan er í ráðum -með
þeim. Til þess keypti hann af mér teinana frá
Lárviðarlæknum! Sá ungi bragðarefur. Hann
bar það fyrir sig, að öll spor, sem lægju um
landareign Cardigans yrðu að vera gerð á
þeirra eigin kostnað! Bara til að narra mig til
að trúa því, að hann ætlaði að byggja nýtt
spor úti í skógunum. En hvaða liálfviti hefi
eg verið og staurblindur. En þetta er samt
ekki orðið of seint. Poundstone kemur hingað
á fimtudagskvöldið, og eg skal kreista alt upp
úr svíninu áður en hann fer heim til sín. En
hvað teinana snertir sem Cardigan hepnaðist
að hafa út úr mér----’
Hann greip símaáhaldið og krafðist að fá
að tala við formann sinn, Jules Rondeau.
“Er þetta þú Rondeau?” hrópaði hann
þegar sambandinu var náð. “Pennington er að
tala. Hvað hefir yngri Cardigan gert með
þessa járnbrautarteina sem eg seldi honum?”
“Þeir eru á tveimur flatvögnum á sporinu
hérna! Verkamenn han^ rifu þá af þvertrján-
um og lögðu þá á vagnana.”
“Vagnarnir hafa ekki verið flirttir af spor-
inu?”
“Nei, ekki ennþá.”
“Rondeau, sjáðu til að þeir fari þaðan
hvergi fyr en eg gef boð um það. Skilur þú
það? Formaður Cardigans mun hringja þig
upp og biðja þig að senda gufuvagninn eftir
þeim seinni partinn í dag eða á morgun. Segðu
honum að dráttarvélin sé í aðgerð í smiðjunni,
eða einhverstaðar annarstaðar. Það tefur fyrir
þeim.”
“En setjum svo að Bryce Cardigan komi
sjálfur og vilji vita ástæðuna?” spurði Ron-
deau gætilega.
“Dreptu hann,” sagði Pennington kulda-
lega. “Mér finst satt að þið Minorca séuð sein-
ir til hefndanna við hinn unga Cardigan.”
Það rumdi í Rondeau. “Það væri kannske
ekki úr vegi að þú dræpir hann sjálfur, hús-
bóndi,” svaraði hann háðslega og lauk samtal-
inu.
XXVIII. Kapítuli.
Málritinn, sem Shirley hafði beðið Bryce
að útvega sér frá San Francisco kom með
stranferðabátnum á fimtudagsmorguninn. —
Bryce hringdi hana upp og spurði hvert hún
vildi að hann sendi henni hann heim.
“Góðan daginn Mr. Cardigan,” sagði hún
glaðlega. “Hyernig líður þér í dag? Nokkuð
verri síðan í gærkveldi, að þú lézt það eftir
þér að vera alminlegur?”
“Nei, mér líður býsna vel, Shirley. Eg
held það hafi gert mér mikið gott að skríða
út úr skelinni í gærkvöld.”
“Svo þig langar til að lifa áfram?”
, “Já.”
“Og berjast?”
“Umfram alt.”
“Þá hefir eitthvað skeð nýverið, sem
hleypir þessum kjark í þig?”
“Já, margt; var það ekki sýnishorn af hug-
rekki mínu, að þiggja boð Ogilvys til miðdeg-
isverðarins og vitæað þú værir þar?”
Henni féll ekki þessi spurning. “Þú ert
altof hreinskilinn kunningi,” sagði hún. “Eg
er viss um að eg hefi alt af verið alminlegri við
þig en þú áfct skilið.”
“Engu að síður þurfti eg ekki að leggja
þetta á mig í gærkveldi.”
“Hversvegna komstu þá?” Hann hafði
grun um að hún væri að hlægja að sér.
“Að sumu leyti til að þóknast Ogilvy sem
er ástfanginn upp fyrir eyru í Moiru; einnig
til að ^óknast Moiru, sem langaði til að eg hitti
þig, en helst ,sjálfum mér til ánægju; því þó
að eg óttaðist að sjá þig, þá langaði mig til
þess. Eg huggaði mig við það, að engin hætta
væri að við stældum í viðurvist þeirra Moiru
og Ogilvys, eg er viss um að þér fanst það
líka. En að minsta kosti hefi eg sjaldan haft
meira gaman að miðdegisverði með óvini
mínum en þessum.”
“Gerðu svo vel og talaðu ekki svona. Eg
er andstæðingur þinn, en ekki óvinur þinn.”
“Þetta er fallega sagt af þér. En meðal
annara orða Shirley, þér er óhæfct að segja
frænda þínum á föstudagsmorguninn um sam-
band mitt við N. C. & 0. Eg held meira að
segja að það væri betra fyrir þig að gera það.”
“Vegna þess að bæði eg og Ogilvy höfum
sterkan grun um, að frændi þinn hafi njósnara
á hælum okkar. Ókunnugur maður elti hann
á röndum í allan gærdag, og eg sá ókunnugan
mann elta bílinn minn í gærkveldi. Hann var á
reiðhjóli og elti mig heim. Eg sagði Ogilvy
frá þessum grun mínum, og hann varði tveim-
ur tímum í morgun til að hrista sama manninn
af sér, en árangurslaust. Eg býst því við að
frændi þinn frétti í dag um að þú borðaðir
með okkur í gærkveldi.”
“ó, hamingjan góða. Það er hræðilegt,”
hann heyrði að hún var mjög angistarfull.
“Skammast þín fyrir að hafa sést í minni
samfygld ?”
“Vertu ekki að þessu. Er þér alvara með
þetta.”
“Já.”
“Seth frændi mun álíta þefcta undarlegt.”
“Hann talar sennilega um þetta við þig.
Vertu því fljótari til og meðgáttu það, Shirley.
Hann grunar þig nú, og ef þú segir honum að
eg sé maðurinn, sem er að leggja N. C. & O.,
þá heldur hann að þú sért allra kvenna sniðug-
ust, og hafir verið að njósna um þetta upp á
þínar eigin spýtur í þágu Laguna Grande fé-
lagsins.”
“En það er einmitt það sem eg hefi verið
að gera.”
“Eg veit það, en eg er ekkert hræddur við
þig, Shirley, eða ekki framar, og eftir föstu-
daginn er ekkert smeykur við frænda þinn.
Segðu honum þetta við morgunverðar borðið
og sjáðu hver áhrif það hefir á matarlyst
hans.”
“Æ, hamingjan hjálpi mér. Mér finst eg
vera samsæris kona.”
“Eg held að þú sért það. Málritinn þinn er
kominn. Á eg að senda Georg með hann, og
hefir þú nokkurn til að koma honum fyrir?”
“Æ, mikil vandræði eru þetta,” þarf nú að
leggja hann eins og síma?”
“Já, þess þarf. Þú kemur þessari gildru
fyrir, eða felur hann í herberginu, þar sem
samsærismennirnir brugga samsærið, og svo
leggur þú frá honum vírana, þangað sem leyni-
lögreglan hlustar í heyrnartækið.”
“Gæti Georg komið þessu fyrir?”
“Það held eg hann gæti, eg er viss um að
honum veitist það ekki öðrugra, en að skilja í
rafmagnsleiðslunni í bílnum mínum.”
“Mundi hann segja nokkrum frá þessu?”
“Ekki ef þú biður hann að þegja.” ,
“Jafnvel ekki þér?”
“Hann mundi ekki segja sjálfum sér frá
því, Shirley.”
“Gott er það, gerðu svo vel og sendu hann
hingað. Þaka þér kærlega fyrir Bryce Car-
digan. Þú ert mesti bjargvættur eftir alt
saman. Það særir mig fjarska mikið að neyð-
ast itil að vera á öndverðum meið við þig. Það
væri svo miklu skemtilegra ef við ættum ekki
öll þessi rauðviðartré til að varðveita. Væri
það ekki?”
“Við skulum ekki kappræða það. Eg held
eg geti varðveitt trén mín eins og nú standa
sakir. — Vertu sæl.”
Hann hafði tæplega lokið við að segja
George að fara með böggulinn yfir til Shirley,
þegar Ogilvy kom inn í skrifstofuna, fleygði
skjali á borðið og sagði: “Hérna er snepillinn
með bráðabirgðar leyfinu, gamli fugl.” Gg
með mörgum hjartanlegum hláturskviðum,
sagði hann Bryce alla söguna um það, hvernig
hann hefði náð því. “Og nú æfctir þú að síma
til formannsins þíns, að gefa fimtíu mönnum
hvíld í einn dag á undan erfiðri nætur vinnu og
senda þá hingað með síðustu flutningalestinni.
Eg skal koma hingað að miðdegisverði loknum
og þá fórum við út að þessum fyrirþuguðu
vegamótum. Hérna er skrá yfir verkfærin,
sem við þurfum.”
“Eg ætla að síma forstjóra Penningtons
ofursta og biðja hann að senda dráttarvél eftir
flatvögnunum við Lárviðarlækinn, og renna
þeim ofan á aðal brautina,” svaraði Bryce. Sá
sem svaraði honum í símann var hvorki meiri
né minni, en Pennington sjálfur. Sagði hann
Bryce að ómögulegt væri að senda dráttar-
vélina fyr en næsta dag. Ofurstanum þótti
þetta mjög slæmt, en vélin var í aðgerð. Múr-
steinarnir í eldhólfjnu voru ónýtir og verið var
að setja nýja í þeirra stað. Stóra dráttarvélin
hafði engan tíma, þar sem flatvagnarnir urðu
að bíða á hliðarspori, þar sem stofnar Car-
digans voru látnir á lestina, og yrði því eigi
hægt að gera þetta fyr en allir vagnar væru
farnir hjá.
“En því ekki að renna gufuvagninum aftur
á bak eftir að allir flutningsvagnarnir eru
komnir út á aðalbrautina?” spurði Bryce
stuttur í spuna.
En hann gat ekki flækt Pennington. —
“Blessaðir verið þér.” sagði hann, eins og hann
væri að hugga barn. “Brúin yfir lækinn er of
gömul og enginn hefir litið eftir henni árum
saman. En eg gæti sent litlu vélina yfir hana
án þess að óttast neitt---”
“Ofursti, það vill svo til að eg veit að stóræ
vélin ók þessum tveimur flatvögnum þangað.”
“Eg veit það. En hvað skeði? Brúin
brakaði og stundi eins og hún ætlaði öll að
hrynja. Vélastórinn hótaði að ganga úr vist-
inni ef hann yrði sendur þangað aftur.”
“Gott og vel. Eg býst þá við að eg verði
að bíða uns litla vélin er tilbúin,” sagði
Bryce og hætti samtalinu. .Hann horfði á-
hyggjufullur á Ogilvy. “Krókur á móti bragði,”
sagði hann. “Þarna sneri hann á okkur. —
Ofurstinn er að ljúga, Buck, og eg hefi sönnun
fyrir því. Stóra vélin ók ekki þessum vögnum
þangað sem þeir eru, litla vélin gerði það — og
eg veit það. Nú ætla eg að senda mann yfir í
smiðjuna þeirra og vita hvert hann lýgur þessu
ekki líka.”
Hann gerði það, og kom maðurinn aftur
með þá frétt, að þar væri engin dráttarvél.
Meira að segja hefðu múrsteinarnir verið end-
urnýjaðir fyrir viku síðan og væri vélin í ágætis
ástandi.
“Þetta tekur af allan efa. Hann hafði
njósnara á hælum mínum eftir alt saman. Þeir
hafa fært honum fréttirnar og ofurstinn er
eins tortrygginn og nashyrningur. Hann veit
ekki neitt en viðrar hættuna.”
“Einmitt, Buck. Hann tefur tímann þang-
að til hann veit meira.” Hann sló fingurgóm-
unum á borðið og sagði svo: “Buck, getur þú
rent gufuvagni?”
“Já, með annari hendinni.”
“Það er gott, þá hugsa eg að við fullgerum
þessi brautamót næsta kvöld. Litla vélin verð-
ur í vagnhúsi Penningtons næst í kvöld, svo
við getum ekki stolið henni, en við getum
stolið stóru vélinni. Eg sendi formanninum mín-
um bara orð, að hafa alla vagna tóma þegar
dráttarvélin kemur þangað á morgun. Hann
segir vélamanni að eitthvað hafi bilað svo að
þeir hafi ekki getað hlaðið stofnunum á vagn-
ana. Þá fara mennirnir, sem á lestinni vinna
ekki að fást við að fara með gufuvélina ofan
í Sequoia, þeir skilja hana bara eftir þar sem
stofnunum er hlaðið á, og verða svo í verbúð-
unum okkar um nóttina, en ef þeir hafa ein-
hverja ástæðu til að fara til Sequoia þá fara
þeir á litla vagninum mínum, sem er knúinn
áfram af lítilli bensín vél, sem eg ferðast á ef
eg næ ekki í lestina.”
“En hvernig veistu að þeir gisti hjá
mönnum þínum. ?”
“Ó, þeir taka þeim vel, og þeir geta legið
í rúminu þangað til kl. sjö í stað þess að fara'
á fætur klukkan fimm ef þeir væru hér í bæn-
um, en verði þeir þar ekki, mun dráttarvélin
verða þar, láni formaður minn þeim litla vagn-
inn. Kindaranum mundi falla hann betur, en
að kinda undir gufukatli alla leið.”
“Eg býst við því,” svaraði Buck.
“Það er mikill halli á brautinni þar sem
stofnunum okkar er hlaðið, eg veit það af eigin
reynslu, því að lestin fór einu sinni af stað
j sjálf þegar eg var á henni. Mennirnir munu
setja lofthömlurnar á hjól dráttarvélarinnar
og skilja eftir nægan eld til að halda gufunni
við. Við þurfum því ekkert annað en losa
hömlurnar, láta hana renna hægt frá stöðnini
Mílu neðar stönsum við, kindum undir katlin-
um, rennum svo vélinni niður á aðal brautina,
og rennum henni svo aftur á bak að flatvögn-
unum við Lárviðarlækinn, og ökum svo í fljúg-
andi ferð niður til Sequoia með þau. Menn
okkar munu vera reiðubúnir við hin fyrirhug-
uðu brautamót og við smellum þversporinu
niður í fljúgandi ferð. Er við höfum losnað
við flatvagnana, ökum við dráttarvélinni aftur
til baka og skiljum hana eftir þar, sem við
fundum hana og förum svo heim í hendings-
kasti, annað hvort í litla bensín vagninum eða í
bílnum mínum. Við komum nógu snemma til
að líta eftir verkinu.”
“Þetta kalla eg karlmannlega mælt!” sagði
Buck. “Þú ert eini maðurinn í öllum heim-
inum, sem eg stæli gufuvagni fyrir. Dáða-
drengurinn!”
Hefði annar hvor þeirra vitað, að Penn-
ington ætlaði að hafa borgarstjórann í boði sínu
á fimtudagskvöldið, hefðu þeir kannske ekki
/hrósað happi fyr en flafcvagnarnir voru komnir
út úr skógunum.
XXIX. Kapítuli.
Poundstone borgarstjóri og frú hans komu
heim til Penningtons kl. 6.45 á fimtudags-
kvöldið. Hans hágöfgi létti fyrir brjóstinu,
þegar hann hjálpaði frúnni út í óásjáega bíln-
um þeirra, því að hann vissi, að þegar þau
kæmu inn í hús Pennigtons, losnaði hann við
hina óþolandi ofsókn, sem konan hans hafði
hafið gegn honum fyrir þrem mánuðum síðan.
Mrs. Poundstone langaði til að fá nýjan bíl.
Ráðið til að fá hann var það, að hún suðaði
sínkt og heilagt í manni sínum um þetta. Bjóst
Þún við að þreyta hann með þessu uns hann
væri fús að veðsetja sáluhjálp sína fyrir
tryggingu um frið í þessu lífi.
“Mér finst eg vera eins og hálfviti, að
heimsækja þvílíkt fólk í svona skitnu og
gömlu bílskrífli,” sagði Mrs. Poundstone er þau
gengu upp gangstéttina að dyrum Penningtons.
Borgarstjórinn stansaði. Hefði hann verið
Medusa, hefði hann tafarlaust breyfct frúnni í
fremur ólögulega steinsteypu líkneskju. Hann
var alveg að gefast upp.
“Hamingjan góða,” rumdi í honum, “talaðu
um eitthvað annað. Láttu mig svo litla stund
í friði, og leyfðu mér að hafa ánægju af mið-
degismatnum og þessari heimsókn.”