Heimskringla - 21.06.1939, Page 3
WINNIPEG, 21. JÚNf 1939
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
stálpuð. Árni stundar aðallega
sjómensku og er vélstjóri á Lax-
veiðaskipi á sumrin.
3. Helga Sigríður, gift hér-
lendum manni af norskum ætt-
um, Albert Halversen, þau búa
á Cottonwood Beach, þar sem
þau hafa verzlun og sumarbú-
staði. Þau eiga tvær dætur ung-
ar.
4. Pálína Þóra, gift Þorvaldi
Iversen frá Djúpavogi í Suður-
Múlasýslu. Þau búa á heimili
ekkjunnar, en Þorvaldur er um-
boðsmaður Standard olíu félags-
ins hér, auk þess sem hann hefir
með höndum áfengisverzlun rík-
isins á þessum slóðum.
5. Clemens, ókvæntur, heima
hjá móður sinni. Tvo sonu hafa
þau mist.-
Auk þess munu 5 af 7 systkin-
um hans enn á lífi, öll heima á
ættjörðinni: Guðríður, ekkja
Gunnars Bjarnasonar á Engi-
gerði í Mýrdal; Guðbjörg, kona
Guðjóns Jónssonar í Vík, og Sig-
ríður, ógift, til heimilis á Gilj-
um í sömu sveit. Daníel skipa-
smiður í Reykjavík og Guð-
brandur, vitaVörður í Dýrhólaey,
býr á Loftstaðahjáleigu í Mýr-
dal. (■
Með Páli er til moldar geng-
inn einn úr hópi hinna betri
landnámsmanna, sem í mörgu
mátti telja fyrirmynd, ekki ein-
ungis sem eiginmaður og faðir
heldur einnig sem borgari i
mannfélaginu enda átti hann
meiri vinsældum að fagna en al-
ment gerist, og óvini enga. Hann
var vel viti borinn og hið mesta
prúðmenni í allri framkomu,
jafnt utan húss sem innan, fá-
skiftinn og fremur dulur, ráð-
vandur mjög til orða og athafna
og í hvívetna hinn bezti dreng-
ur.
Þó að landbúskapur yrði hlut-
skifti hans, sem aðal æfistarf
mun það hafa verið þörfin og
skylduræknin við fjölskylduna,
sem því réði, frekar en eðlishvöt.
Ef hann hefði sjálfur mátt kjósa
hygg eg að hljómlist og bók-
fræði hefðu orðið fyrir valinu.
Og þrátt fyrir alt annríkið og
allar þær áhyggjur, sem sam-
fara eru frumbyggja lífi fjöl-
skyldu föðurs dvaldi hugur hans
jafnan hálfur við það tvent, enda
hafði hann til skamms tíma
fengist talsvert við hljóðfæraleik
og til síðustu stundar var hann
sílesandi, hvenær sem tómstund
fékst, og fáir munu þeir, er full-
orðnir komu að heiman, er fylg-
ist með jafn mikilli alúð með
hérlendum málum, eins og hann,
þótt hann hefði ekki hátt um sig
á því sviði, frekar en annarstað-
ar. Eigi að síður bar hann ó-
blandna úst til ættjarðarinnar,
og fylgdist með áhuga með öllu
því, er þar var að gerast. Þegar
Jónas Jónsson alþingismaður
var hér á ferð síðast liðið sum-
ar, heimsótti hann Pál á bana-
sænginni, eg kom til hans dag-
inn eftir, og var hann þá mjög
þjáður; barst Jónas í tal í sam-
bandi við ættjörðina. Þá, eins
og oftar er á fsland var minst,
var eins og þjáningasvipurinn
liði burt er hann sagði: “Ef fs-
land á nú marga aðra eins menn
og Jónas, þá er eg ekki hræddur
um framtíð þess, því verður eitt-
hvað til” og rólegt sigurbros
færðist yfir andlitið.
f stjórnmálum var hann yfir-
leitt frjálslyndur, en gætinn og
matti borgaralegar skyldur meir
en flokka pólitik. Hið sama
gilti einnig á trúmála sviðinu.
Hann var einn af stofnendum
Iúterska safnaðarins hér, og
styrktarmaður hans og meðlim-
ur til æfiloka, en hann lagði
meiri áherzlu á, að sýna trú sína
í verkunum, en opinberar játn-
ingar og útvortis fjálgleik.
Það var sama umburðarlynd-
ið, sama rólega yfirvegunin, er
einkendi alla hans framkomu,
og sem átti ef til vill, ekki hvað
minstan þátt í því að draga að
honum hlýhug samferðamann-
anna, ásamt hinni tilgerðalausu
gestrisni og hispurslausu alúð er
ávalt var að mæta á heimili
þeirra hjóna; enda fundu þeir
er þangað komu — og þeir voru
margir — sér ávalt líða þar vel.
Jafnvel í hinni löngu og þungu
legu var altaf ánægja að heim-
sækja hann. Hugurinn var ávalt
ungur, áhuginn fyrir velferðar-
málum mannfélagsins einlægt
hinn sami og í samræðunum
sýndist oftast að hann gleyma
þjáningunum, enda bar hann þær
með rósemi og stillingu, og til
hins síðasta ól hann þá von í
brjósti, að sér mundi batna með
vorinu.
Vorið er nú komið og batinn er
fenginn. En við sem stöndum
eftir við hina nýorpnu gröf,
horfum út í tómleikann er orð-
ið hefir við fráfall þessa sam-
ferðamanns og fyllum hann
ljúfum endurminningum um
góðan félaga og kæran vin, sem
nú hefir hlotnast sá sjaldgæfi
sigur að njóta langrar æfi og
deyja ungur.
Bjarni Lyngholt
SITTHVAÐ ÚR
LANGFERÐ
Eftir Soffanías Thorkelsson
Framh.
Nú var haldið til skips og varð
eg fyrir dálitlum vonbrigðum
þegar eg kom um borð, skipið
minna og vistarverurnar þrengri
en eg hafði átt að venjast á
ferðum mínum milli Evrópu og
Ameríku, og nokkuð öðru vísi
útbúið en mér hafði verið tjáð
þegar eg kyepti farbréfið í Win-
nipeg, suður til Panama og norð-
ur til New York, en þangað var
nú ferðinni heitið. Mér varð
það á, í gremjú minni, að kalla
það nautgripadall við einn af
yfirmönnum skipsins, en honum
þótti lítið til nafnsins koma, og
sýndi mér verulega fýlu alla
ferðina sem stóð yfir í 17 daga.
Eg skal vara mig á þeim skratta
og gera það aldrei aftur. Skipið
hét Newport News og var eign
Panama-Pacific félagsins, og er
það eina félagið sem heldur uppi
reglubundnum ferðum þá leið.
Burðarmagn þess var aðeins
5,000 tonn, það hafði pláss fyrir
67 farþega og var maður í
hverju rúmi og mun það hafa
borið við að tveir Voru í sumum.
Þó mér líkaði ekki farkostur-
inn að öllu leyti og hefði getað
selt farbréfið mitt á bryggjunni,
þá gat eg ekki neitað mér um
þá löngu sjóferð sem eg var bú-
inn að hlakka lengi til.Haldið var
til hafs út San Francisco fjörð-
inn, undir Golden Gate brúna
sem er langsamlega stærsta brú
sem til er, og er ekki laust við að
San Francisco búar séu dálítið
upp með sér af því kostulega
mannvirki, og lái eg þeim það
ekki, því að hún er einstök að
stærð og fegurð. Enda fanst
mér, hvar sem eg fór um aðra
bæi, að þeir öfunduðu þá af
þessu stórvirki sínu.
Þegar komið var af stað var
tekið til óspiltra málanna að
hreinsa skipið og mála, því tími
hafði ekki unnist til þess áður en
fai’ið var af stað. Skipið má
ekki vera nema tvo daga í höfn,
mest þrjá, til að fylgja áætlun
en það þarf að losa úr því 5 þús.
tons af vöru og hlaða það jafn-
miklu aftur og er það gott dæmi
upp á hraðvirkni þeirra sem
kunna vel til verka.
Næsti viðkomustaður var Los
Angeles. Þar var tafið meðan
enn var bætt við nokkru af vör-
um í skipið og þar komu síðustu
farþegar um borð. Þá var enn
lagt til hafs og bein leið tekin til
Panama. Sú leið er um 3000
mílur, og mun sumúm hafa verið
farið lengja eftir því að sjá land,
eftir 8 sólarhringa. En eg undi
mér vel, hefði kosið að sjóleiðin
hefði verið lengri. En bót var í
máli að hún var þar ekki nema
hálfnuð. Það eina sem mér þótti
að, var að við höfðum altaf kyrr-
an sjó og stundum logn og fanst
mér þetta, sannast að segja,
mjög tilkomulítil sjóferð. En
félagslífið á skipinu var svo fjör-
ugt og upplífgandi að sá sem lét
sér leiðast var meir en lítið fúll,
og fyrir minn part hafði eg alt-
af góða skemtun. ^Þó eg væri
ekki þátttakandi nema í fáu af
því sem þar fór fram, þá var eg
áhorfandi að flestu. Annars var
þetta allra viðkunnanlegasti
hópur sem eg var með, flest vel
fullorðið.fólk og hafði tekið sér
þessa ferð til hressingar og
hvíldar. Voru þar á meðal ann-
ars nokkrir vel efnaðir karlar,
sem höfðu ráð á nokkrum mil-
jónum og höfðu með sér hjúkr-
unarkonu svo kallaða, líklega til
heilsubótar og ef ekki það, þá
til skemtunar, og einnig prívat
skrifara. Bað eg einn þeirra
pilta, sem kvartaði sáran undan
^því að hafa ekkert að gera, að
skrifa fyrir mig nokkur verzlun-
arbréf, því að náttúrlega bjóst
eg við því að maðurinn hefði rit-
vél með sér á skipinu, en hann
sagðist ekki vera neinn skrifari
og ekki hafa neina ritvél, en dró
upp marghleypu úr vasa sínum
og sýndi mér og sagði það væri
verk sitt að vera í tíu feta fjar-
lægð á eftir húsbóndanum, hvar
sem hann væri og hvert sem
hann færi, með hægri hendina í
vasanum, á verkfærinu. Fanst
mér þetta dálítið einkennilegur
einkaritari. Annars var frílífið
og fagurlífið svo mikið á
þessu skipi, að eg hefi aldrei séð
annað eins á mínum ferðum.
Sumir fóru iðulega ekki til hvíld-
ar fyr en fór að birta á morgn-
ana, og sögðu mér, sem altaf
svaf á nóttunni, að þeir hefðu
haft verulega skemtilega nótt.
En ósköp kvörtuðu þeir og þær
um höfuðverk, af hverju sem
hann hefir komið. En þeir gátu
ekki fengið nokkra meðaumkun
frá mér. En vínbúðin á skipinu
var að verða alveg þur þegar við
náðum til Panama.
Allur aðbúnaður á skipinu var
hinn ákjósanlegasti, farþegum
gert alt til þægðar og skemtunar,
sem kostur var á: ágætar
myndasýningar á kveldin og
sundlaug full af sjó á þilfari til
að kæla sig og liðka, og var það
eitt fyrir sig hin ágætasta hress-
ing mín, því veðrið var mjög
heitt síðustu sólarhringana, áður
en við lentum í Panama og loftið
fult af raka, svo að lak af öllu á
skipinu, jafnvel stólunum sem
þú sazt í á dekkinu. En svo
vorum við heppin, að þegar til
Panama kom, fengum við dá-
litla golu, sem frískaði upp loftið
og dreif rakan í burtu. Hitinn
var ekki meiri en 90 stig, þó
var loftið svo þungt, vegna rak-
ans, að mér fanst það verra en
þó það væri yfir 100 stig, hér í
Winnipeg.
Þegar við komum inn í Pan-
ama höfnina, blasti við okkur
fögur og tilkomumikil sjón: yfir
40 skip af Bandaríkja flotanum
lágu þar og voru að bíða eftir
nýrri skipun frá Iforsetanum
hvert halda skyldi. Þau höfðu
verið kölluð úr Atlantshafinu
yfir á Kyrrahafið, til þess að
hafa þau til taks, ef nauðsyn
krefði.
Það sem mætir auganu þar af
mannvirkjum, er bærinn Pan-
ama, lítill bær og ekki háreistur,
en gróðurinn miklu fegurri og
þroskameiri en eg hafði nokk-
urntíma séð áður. Himingnæf-
andi pálmar og allskonar skraut-
tré, sem eg kann ekki nöfnum
að nefna, þéttskipuð um allan
bæinn. Þar er verzlun mikil og
fjörug, þegar skip eru á ferðinni,
svo hvergi mun vera glaðara fé-
lagslíf, nema ef vera kynni í
Cristobal og Havana, sem kvað
taka öllu fram, og sá eg þess
nokkur merki, þó viðstaðan væri
stutt. Töfðum við þrjá tíma í
Panama og var okkur sýndur
bærinn og einnig gamla Pan-
ama, sem víkingar brendu fyrir
öldum síðan. Standa enn eftir
margir veggir, og hafa það verið
öflugar byggingar, og lýsa mik-
illi menningu frá þeim tímum,
og voru það verk Spánverja.
f Panama er furðu fátt um
kynblendinga; hafa Indíánar
haldið sig út af fyrir sig og lifa
sínu lífi enn í dag eins og þeir
gerðu þegar Columbus kom þar,
veiða fisk á eintrjáningum, lifa
að öðru leyti mest á aldinum,
sneiða að öllu leyti hjá hvíta
manninum og má hann búast
við, ef hann hnýsist í hag þeirra
og heimili, eða fer inn á þau
svæðí sem þeim eru afmörkuð til
dvalar, að koma þaðan ekki aft-
ur. Þeir segja að erindi hvíta
mannsins til sín sé sá: að stela
konum sínum og dætrum og það
vilja greyin ekki láta við gang-
ast. Þeir eru víst menn kven-
hollir og hafa enn fjölkvæni.
Þetta var mér sagt af manni sem
er Spánverji að ætt og innfædd-
ur Panama-maður. Þeir eru
fjölmennastir í Panama.
Eftir þriggja tíma töf í höfn-
inni var lagt inn í Panama skurð-
inn og skipinu lyft 82 fet jrfir
sjávarmál, í gegnum þrefaldar
lokur. Því geysilega mannvirki
ætla eg ekki að lýsa, það hefir
verið gert oft og ítarlega af
öðrum. En sannarlega fanst
mér það vera góð ástæða fyrir
Bandaríkjamanninn, að vera dá-
lítið upp með sér yfir þessu
geysilega mannvirki og þrek-
virki þjóðarinnar. Og mesta
þrekvirkið af öllu sem allur
heimurinn hefir notið svo óend-
anlega góðs af, var að útrýma
flugunni, orsök pestarinnar, sem
drap verkafólikð og íbúana í
hrönnum.
Á skipinu hafði eg sammælst
við herbergisfélaga minn að við
leigðum okkur vagn í félagi
þegar til Panama kæmi, en
þegar til kom varð hann að sinna
fjórum kærustum sem hann
hafði eignast á ferðinni, svo við
gátum ekki samrýmst við að
skoða bæinn. Eðlilega kærði
hann sig ekki um að hafa mig
með.
Á meðan við töfðum í höfninni
var tíminn notaður af öllum eins
og kostur var á, að kynnast
bænum, og var eg fremur óhepp-
inn, því eg lenti á lélegum kúsk,
sem gerði verk sitt til mála-
mynda. Því fór eg á mis við
margt sem eg hefði átt að sjá
og feginn viljað sjá. En hann
tók mig þó út fyrir bæinn kipp-
korn og sýndi mér aldina skóg-
ana, pálmabelti víðlent og ban-
ana.
Og undursamlegt fanst mér
það vera, hvað jörðin og nátt-
úran framleiðir og er frjósöm í
hitabeltinu. En alstaðar er eitt-
hvað að, og eins er það í Pan-
ama. Loftslagið er þvingandi
mikinn tíma úr árinu og at-
vinnuvegirnir og verzlunin vafin
böndum efnamannanna, sem láta
ekki neitt fram hjá sér fara, sem
virði þess er að krækja í. Villi-
dýr eru þar og eiturormar með-
fram öllum ám og síkjum sem
valda manntjóni, sérstaklega á
börnum.
Öll vegalengdin gegn um
skurðinn er 48 mílur og tók okk-
ur átta tíma. Þá voru næstu
viðkomustaðir Cristobal og Col-
on, sem er við útsiglinguna úr
skurðinum í Atlantshafið. Þar
lá skipið yfir nótt og skoðuðum
við þá bæi vel. Þeir eru fagrir
injög og bygðir með nýtízku
lagi, umferð geysimikil og enn
brúka þeir hestavegna til mann-
flutninga og fanst mér það ný-
næmi. Nú var Gyðingur ferða-
fólagi mirin, röskur vkarl og
skynugur, svo eg hafði góð not
af ferðinni um bæina. Þeir
standa, má segja, hlið við hlið
og varla gleymist þeim er sér,
fegurð þeirra og smekkvísi. Þeir
eru verk Bandaríkjamannsins að
mjög miklu leyti.
Þá var lagt af stað til Vest-
Indía eyjanna og viðkomustað-
urinn var Havana á Cuba. Fanst
mér eg kunna undur vel við mig
í þá þrjá sólarhringa er við vor-
um á Cariba hafinu, því nú var
kominn gola og öldugangur svo
CnMifecf&L
VINDLINGA
PAPPÍR
ENGIN BÚIN TIL BETRI
TVOFALT SJÁLFGERT BÓKARHEFTI
skipið ruggaði ofurlítið. Fanst
mér það líkara því sem eg átti
að venjast á Atlantshafinu. En
ekki var það nú svo, að allir far-
þegar fögnuðu rugginu. Þeim
steig það til höfuðs eins og syk-
urreyrs rommið frá Panama.
Höfnin í Havana er eitt af
furðuverkum náttúrunnar, inn-
siglingin eins og ofurlitlar dyr
að geysistórum sal. Stendur
hinn frægi og rambygði kastali
Morro á fremsta tanganum þeg-
ar komið er að höfninni. Því
furðuverki fyrri aldar manna
reyni eg ekki að lýsa, en útlit
hans er eins og stórkostlegt
hamraberg. Borgin Havana er
að öllu leyti hin fegursta og til-
komumesta sem eg hefi nokk-
urntíma séð. Þar er stjórnar-
setur og þinghús, sem eg hygg
að taki öllu fram að fegurð, inn-
an sem utan. Hefi eg hvergi,
þar sem eg hefi komið, fundist
eg kunna eins vel við mig eins
og í þessari borg. Eg var sér-
staklega heppinn með leiðsögu-
mann og hafði nægan tíma til að
skoða mig um. Bandaríkjamenn
byggja stórt svæði í bænum,
sem þeir nota til vetrardvalar og
get eg ekki hugsað mér að hægt
sé að koma upp dásamlegri
mannabygð. Einnig skoðaði eg
fátækra hverfið — og fátæklegt
er þar en þó fagurt, fyrir hinn
dásamlega suðræna gróður. —
Annars eru Vest-Indía eyjarnar
óhemju frjósamar og auðugar
frá náttúrunnar hendi og hafa
verið mikið eftirsóknar efni
stórþjóðanna að ná umráðum á
þeim. Og mega Cubamenn
þakka það Bandaríkja þjóðinni
að þeir njóta sjálfstæðis í dag,
þótt einstakir menn frá Banda-
ríkjunum hafi skamtað sér laun
og gerst nokkuð ágengir til fjár-
söfnunar í fríðindum landsins.
Og nú er hagur þjóðarinnar á
Cuba orðinn svo bágur, að gjald-
eyrir hennar er hvergi gjald-
gengur utan eyjarinnar.
Frá Havana fór eg nauðugur;
mig langaði svo mikið til að vera
þar lengur, að eg var rétt kom-
inn að því að strjúka af skipinu
og var það í fyrsta sinn að eg
hefi fundið til löngunar að ger-
ast strokumaður. En eg flutti
með mér fjölda fagurra endur-
minningu frá þeim bæ, sem eg
held að seint fyrnist.
Nú var lagt upp í síðasta á-
fangann, þriggja daga ferð um
Atlantshafið, til New York. Eg
var altekinn af tilhlökkun að
koma til hinnar margfrægu og
stórkostlegu höfuðborgar Banda-
ríkjamanna og töldum við nú
dagana á fingrum okkar, eg og
samferðafólkið, nær við lentum
þar. Eg var að spyrja sjálfar.
mig á þeirri leið, hvað það væri
nú eiginlega sem eg hlakkaði svo
mikið til að sjá í New York, var
það manngrúinn ótölulegi, eða
voru það háu byggingarnar, sem
hvergi eiga sinn líka í víðri ver-
öld ? Nei, ekki var það nú eigin-
lega neitt af þessu, heldur var
það íslenzka sýningin og ís-
lenzka fólkið sem eg kynni að
mæta af gamla landinu. Land-
inn er altaf samur við sig, sinn-
ið þó ýfist með köflum.
Framh.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
BORGIÐ HEIMSKRINGLU
GULLAFMÆLISBÖRN
ÍSLENDINGADAGSINS
Sem að undanförnu, útbýtir
íslendingadags nefndin, gullaf-
mælisborðum til þeirra, sem
dvalið hafa hér í landi fimtíu ár
og meir.
Er æskilegt að sem flestir
menn og konur, er fæðst hafa á
gamla landinu, sendi inn nöfn
sín, svo skýrsla þeirra verði
skráð í Gullafmælisbókina, til
þess að nöfn þeirra, dvalarstaðir,
ættfærsla og önnur gögn er gefin
verða, geymist en gleymist ekki
þó kynslóðir komi og fari.
. En þess vil eg umfram alt
biðja þá, sem gefa inn nöfn sín,
að rita þau á íslenzku, eins og
þið gerðuð áður en þið fluttuð
til þessa lands. Segja hvers
dætur og synir þið eruð, en bæta
við milli sviga því nafni, sem þið
berið nú. Eg er knúður til að
taka þetta sérstaklega fram,
sökum þess að s. 1. ár fékk eg
bréf frá bæði konum og körlum
sem mér var ómögulegt að átta
mig á hverrar þjóðar nöfn þeirra
væru, en ísl. voru þau ekki. Eg
varð því að bæta á mig auka
störfum með því að skrifa þessu
fólki aftur til þess að fá upplýs-
ingar um hvort það hefði verið
skýrt þessum skrípanöfnum
heima á íslandi.
Annað er það einnig, sem mig
langar til að biðja fólk að at-
huga, og það er að rita greinilega
heimilsfang sitt á bréf sín til
mín. Árið sem leið fékk eg mörg
bréf endursend, sökum þess að
utanáskriftin, sem mér var rituð
var svo ónákvæm.
Hér á eftir fara spurningar
þær, sem óskað er eftir að svar-
að sé af I>eim, sem verða gull-
afmælisbörn.
Allir, sem áður hafa fengið
gullafmælis-barna-borða, eiga
frían aðgang að skemtunum fs-
lendingadagsins.
Fult nafn......................
Fædd, hvenær og hvar...........
Árið...........................
Hvar síðast á íslandi..........
Kom til þessa lands árið.......
Til hvaða staðar...............
Settist fyrst að....j..........
Árið ..........................
Fluttist síðar til.............
Árið ..........................
Og síðar til...................
Árið ..........................
Atvinna .......................
Gift...........Ógift...........
Ekkju-.......................
Nafn eiginmanns eða eiginkonu
Aðrar upplýsingar
Skrifið skýrt og gefið greini-
legar upplýsingar. Sendið svo
skýrslu ykkar til undirritaðs að
940 Ingersoll St., Winnipeg, eða
til undirritaðs að “Heims-
kringlu”, 853 Sargent Ave.
Davíð Bjömsson