Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 4
1 s a •i I I I i I 4 i i % í I i 1 i í I 1 »■ 1 1 í J ! Ingólfs-Café S®m!u dansarnir í kvöld klukkan 9 Dansstjóri: Þórir Sigurbjörassou. Ásadans verður kl. 12. Ókeypis fyrir 10 fyrstu pörin. Aðgöngumiðasala frá ki. 8, sími 12826. Ath. Dansað í síðdegiskaffitímanum í dag, Diskó kvintettinn leikur. Ingólfs Café. tekur til starfa þriðjud. 17. mai 1960. Barnadeild: Börn ársgömul og yngri komi til stöðvarmnar aðeins eftir boði hjúkrunarkonu. Upplýsingar veittar í síma 50281 á þriðjud. og miðvikud. kl. 14—15. Börn 1—5 ára komi á miðvikud. kl; 15—17, Skoðun vanfærra: Föstud. kl. 15—16. Stjómin. Húsmæður Nú er ódýrt að baka heima Bökunareggin kosta aðeins kr. 33,40 pr. kg. í smásölu. ATHUGIÐ að bökunareggin eru stimpluð með SE 11, SE 55 og SE 88 innan í rauðum hring. Notið þetta einstæða tækifæri tii ódýrra mat- arkaupa, þegar allar aðrar vörur hækka í verði. Nýorpin egg. Óbrevtt verð, kr. 43,25 pr. kg. í smásölu. SöluféEag garðyrkjumaiuia. 15. maí 1960 — Benedikt Gröndal skrifar VIKURNAR líða og hið nýja efnahagskerfi, sem rík- isstjórnin innleiddi, er smám saman að verða að veruleika. Stjórnarandstaðan óttast, að hér á landi muni fara eins og í öllum nálægum löndum: þetta kerfi muni standast próf reynslunnar, og er frá líða stundir revnast lyfti- stöng fyrir efnahagslíf og af- komu almennings. Þess vegna reyna kommar og framsókn að sýna fram á, að kerfið sé þegar að brotna niður, ríkis- stjórnin sjálf að hverfa frá því. Slíkar fullyrðingar eru markleysa. Fiskverð togar- anna 1959 og útflutnings- skatturinn eru hvort Iveggja vandamál viðkom- andi uppgjori á gamla kerf- inu. en snerta í engu nýja kerfið. Ríkisstjórnin hefur haldið fast í öll atriði. hins nýja efnahagskerfis og mun gera það. Gylfi Þ. Gíslason gekk svo langt á fundi ný- Iega að segja afdráttarlaust, að stjórnin mundi fyrr segia af sér en hona frá grund\rall- aratr’ð<im stefnunnar í efna- hagsmálum. Mörg stórmál hafa verið til umræðu og afgreiðslu á al- þingi. Að vísu finnst almenn- íhgi ekki mikið gerast í stein- húsinu við'Austurvöll. en það stafor af þeirri einföldu á- stæðu. að ríkisstjórnin sagði frá stefnuskrá sinni í heild í haust og vetur, og skýrði bá frá aðalatriðum bessara mála. Hins vpnar tekur langan tíma að hrinda beim í framkvæmd m°ð lagasetningu, bótt þau séu sjaldan fréttnæm á því Stio-i. Siðustu vikur hefur allur kraftur farið úr stiórnarand- stöðunni. í hinum lönStt um- ræðum um viðskiptamálin var framsókn gersamlega máttlaus, en kommúnistar héldu unpi nokkru hófi, aðal- lega Einar Olgeirsson. Þeir flýta sér hægt. Af bessum sökum beinist athvgli manna nú í vaxandi mælí að kommúnisturn og fylgifiskum þeirra, sem ráða málum í Albýðusambandinu. Hvað gera beir? Ætla þeir að hefia verkfallsbaráttu fyrir hækkuðu kauni? Á svörum við bessum snurningum bvgg- ist, mavgt varðandi örlög þjóð- arinnar í næstu framtíð. Verðhækkanir vegna ráð- sfafana stjórnarinnar ern nú að vérúlegu leyti fram komn ar. Það mætti því ætla, að kommúmstar væru þyrjaðir að hreyfa sig. Þeir hafa haft stór orð og hótað öllu illu. Þeir ætluðu að leiða barátt- una ög brjóta niður nýja kerfið. Hvað dvelur þá? Verkalýðsfélögin hafa lausa samninga, ekki stendur á því. Eftir hverju er beðið? Það er sýnilegt, að komm- únistar ætla ekki að flýta sér að rétta við hag alþýðunnar, eins og þeir kalla það. Sann- leikurinn er sá, að þeim er alls ekki aðalatriði að bæta hag fólksins. Hins vegar miða þeir nú allar aðgerðir sínar við það eitt, að komast aftur í ríkisstjórn. Þessu ætti fólk- ið í verkalýðsféiögunum að gera sér grein fyrir. Ef þetta væri ekki rétt, þá væri þegar komin hreyfing á einhverjar félagsstjórnir. En svo er ekki. Nú er liðlega mánuður unz síldveiðar hefjast. Það er mjög ólíklegt, að kommún- istar ætli sér að standa í stórdeilu í júní—júlí. Af því má marka, að þeir ætli að bíða með aðgerðir til hausts- ins. Þá hafa þeir í hyggju að sameina mótmælaaðgerðir sínar kosníngum til Alþýðu- sambandshings og nota hað sem stökkbretti inn í stiórn — ef þess verður nokkur kostur. Ekki er lióst enn, hvort koramúnistar revna að draga viðskiotin við Austur-Evrópu inp í betta mál. Ekki vantaði hótanir { beira efnum í ræð- ura Eraars Olgeirssonar á h'pgi. Hius vegar gáfu bæði Ólafur Thora. forsætisráð- herra. op Oylfi Þ. Gísla=on við skiptamálaráðherra. afdráttar lansflr vfirlvsingar bess efnis, að heir ætluðu ekki og raundu ekki draúa úr heim viðskipt- um. Þvert á raóti stæði á aust- anmönnTira að auka vi?iski'r>t- in. t. d. með aukinni síldarsölu austur. Verður dragnót leyfð aftur? Það hefur brevtzt töluvert svipurinn á albingi síðustu vikurnar. Hingað til hafa hin stóru stjórnarfrumvörp tekið mestallan þingtímann. en nú er allmikið af málum þing- manna að koma úr nefndum og ýms mál komin fram. þar sem flokkslínur fá að riðlast. Þar að auki hafa þingmenn flutt meira af málum en fyrr, og varaþingmenn eru ein- staklega afkastamiklir í þeim efnum, enda vilia þeir nota tímann í þingsölunum til að auglýsa sig, en eru lítið inni í hinu raunverulega starfi þingsins. Tvö mál, sem nú hafa kom ið fram, eru gamlir kunn- ingjar á þingi. Það eru drag- nótin og minkurinn. Ógern«< ingur er að segja fyrir um afgreiðslu þessara mála, én komi þau til atkvæða er ekk- ert líklegra en að meirihluti sé fyrir dragnót og miiika- eldi. Mikil mannaskipti liafat oírðið í þinginu, og vafalaust blöskrar gömlum þingmönn- um hver hugarfarsbreyting hefur einnig orðið. Jón Pálmason var eins og rödd aftan úr forneskju, þegar liann réðist gegn dragnót- inni á fimmtudag. Honum tókst raunar vel upp, en yngstu flokksbræður hans risu upp á eftir og hund- skömmuðu hann. Þá er sagt, að Pétur Ottesen hafi, þegap hann frétti af þessum mál- um, ekki getað setið lengur kyrr á Skaga heldur brugðið sér yfir flóann og heimsótt fornar slóðir í þinghúsinu. Vafalaust hafa einhvcrjir þingmenn fengið orð í eyra frá honum um dragnótina. Það er ógerlegt að spá nokkru um þessi mál, m. a. vegna þess að þau eru ekkl flokksmál. Menn skiptast nokkuð eftir héruðum, og fyr- ir suma eru þetta hrein trú- aratriði. Vestmannaeyingar hafa flutt dragnótarmálið á nokkrum þingum, en það ekki náð fram að ganga. Hefur slíkt frumvárp legið í nefnd síðan í þingbyrjun. Nú hefur Birgir Finnsson, formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar, tekið málið upp og með sleitulausu starfi tekizt að sameina nefndina um nýtt frumvarp. Jón Pálmason kall- ar það raunar „dragnót til að veiða í skoðanalausa alþingis- menn“ og vissulega er það sniðið til að mæta sem flest- um sjónarmiðum. En vegna þess að Birgi tókst að sameina nefndina um málið, eru stór- um meiri líkur á að það nái fram að ganga. Minkamálið er ekki tekið eins alvarlega, enda flutt af einum manni, Einari Sigurðs^ syni. Þó vakti það athygli, að> enginn skyldi standa upp til andmæla, og sannleikurinn er sá, að margir þingmenn segja sín á milli: Við hljótum acS geta hamið skepnurnar, alið þær og grætt á þeim eins og aðrar þjóðir. Fóðrinu höfuna við nóg af. Enn er allt óráðið um störf þingsins. Ýms mál liggja óaf- greidd, sem stjórnin vill Ijúka, og rætt er um, hvort taka eig£ ný mál til meðferðar, svo sera bankamálin. Ríkisstjórnin hlýtur nú innan skamms að taka ákvörðun um þessi at- riði og kemur þá væntanlega í ljós hvort þinginu lýkur seinni hluta þessa mánaðar eða ekki fyrr en í júní. Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.