Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 10
Hestamannafélagið FÁKUR Firmakeppni félagsins fer fram sunnudaginn 15. maí kl. 4 á Skeiðvellinum. Ókeypis aðgangur. OPIÐ í KVÖLD Gömlu dansarnir. Hljómsveit hússins leikur. Tjarnarcafé. Uppboð Opinbert uppboð verður haldið að Fríkirkjuvegi 11 hér í bænum, þriðjud. 24. maí n.k. kl. 1,30 e. h, eftir beiðni Sakadómarans í Reykjavík. Seldir verða ýmsir óskilamunir svo sem reiðhjól, fatn aður, töskur úr, lindarpennar o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Laus sfaða, Framkvæmdastjórastaða hjá íshúsfélagi ísfirðinga h.f., ísafirði er laus frá 1. september 1960. Umsóknir um starfið, ásamt launakröfum og upplýs- ingum um fyrri störf, sendist undirrituðum formanni félagsstjórna fyrir 15. júnf 1960. Ragnar Ásgeirsson, Pósthólf 64, ísafirði. Kaffisala í Sjálfslæðishúsinu. Blindrafélagið hefur kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu í dag eftir kl. 2. — í>ar getur hver sem kemur fengið á venjulegu verði ilmandi kaffi með svo miklu sem hann lystir af alls konar kökxun, gómsætum tertum og smurðu brauði með fjölbreyttu ög lostætu áleggi. Yeitt verður af rausn og hvergi skorið við nögl. Ágóðinn rennur óskiptur til Blindraheimilisbygging- arinnar. Sjálfboðalið Blindrafélagsins. £q 15. maí 1960 — Alþýðublaðið PÆGILEGiR flúseigendur. önnumst alls konar vatns og hitalagnir. HITALAGNIR hi. Sími 33712 — 35444. TjöKd Sólskýii Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Garðsfóiar Propan-gas Suðuáhöfd Feröaprímusar Sprifföffur CEYSIR H.F. Vesturgötu 1. • ■ iiiiimiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiim ussa í SAMBANDI við njósna- flug Bandaríkjamanna yfir .Sovétríkjunum er fróðlegt að rrifja upp í stuttu máli njósn- ir Rússa í vestrænum ríkjum eftir stríðið. Meðal þeirra mála, sem mesta athygli hafa vakið eru eftirfarandi: 1945 var rússneskum sér- -fræðingi við sendiráð Sovét- ríkjanna í Ottawa veittur kanadiskur ríkisborgararétt- jur er hann gaf upplýsingar um njósnahring Rússa í land- inu. Maður þessi heitir Igor Guzenko og leiddu uppljóstr- anir hans til handtöku enska jeðlisfræðingsins Allans May. iMay hafði starfað með kanad- £iskum eðlisfræðingum að kjarnorkurannsóknum og komist í samband við njósn- ara Rússa og afhent þeim margvíslegar leynilegar upp- -lýsingar um kjarnorkuleynd- .-armál. Mav kvaðst hafa gert þetta til þess að koma í veg iffyrir styrjöld. Hann var dæmdur í fangelsi en náðað^ ur 1952. í marzmánuði 1950 var hinn þýzkfæddi kjarnorku- fræðingur Klaus Fuehs dæmd ur í 14 ára fangelsi í London. Hafði hann afhent rússnesk- um flugumönnum kjarnorku- leyndarmál. Rússneskar frétta stofur sögðu að Fuchs var ó- þekktur í Sovétríkjunum en er hann var látinn laus á síð- asta ári fór hann beint til Austur-Þýzkalands og fékk þar góða atvinnu. í apríl 1951 voru banda- rísku hjónin Júlíus og Ethel -Rosenberg dæmd til dauða í Bandaríkjunum fyrir njósnir. Þau voru handtekin 1944 fyr- *ír að afhenda Rússum kjarn- orkuleyndarmál. Bandaríkja- maðurinn Morton Sobell var ' fundinn meðsekur og dæmdur ' í 30 ára fangelsi. ' í janúar 1950 var háttsett- ur embættismaður bandaríska •utanríkisráðuneytisins, Alger Hiss, 'dæmdur í fimm ára Frimerkjasafnaríir geriít áikrifer.dur nð timaritinu rrímerki Áfltrlltargiald kr: 65.ÓO fyrlr 6 tbl., IRIMKRK'. Þofthóll 1 264. Reykjavik fangelsi fyrir meinsæri. Á ár- unum kringum 1930 hafði hann látið Rússum í té leynd- arskjöl ráðuneytisins. í október 1950 var til- kynnt að ítalinn Pontecorvo, sem fengið hafði enskan rík- isborgararétt, hefði týnzt á ferðalagi um Ítalíu. Hann var einn kunnasti kjarnorkufræð- ingur, er starfaði í Englandi. Seinna fréttist að Pontecorvo væri kominn til Moskvu á- samt konu og börnum. Hann fékk rússneskan borgararétt 1952. í apríl 1954 bað yfirmaður sovétnjósna í Ástralíu, Pet- row, um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hann veitti marg víslegar upplýsingar um njósn ir Rússa í landinu. Sovét- stjórnin tók þessu illa og sleit stjórnmálasambandi við Ástralíu. í nóvember 1957 var Rudolf Abel, yfirmaður rússnesku njósnanna í Bandaríkjunum dæmdur í 30 ára fangelsi. Honum hafði verið smvglað til Bandaríkjanna 1948 og skipulagt víðtækar njósnir. Lélegtir afli tog- aranna AKUREYRI, 14. maí. — Tveir togarar hafa landað hér það sem af er mánuðinum: Sléttbak ur landaði 2. maí 166 tonnum og Kaldbakur 11. maí 273 tonn- um af karfa, sem hann veiddi á Nýfundnalandsmiðum. Þrír togbátar hafa stundað veiðar frá AkuTeyri, en þeirra afli hefur yfirleitt verið mjög lélegur í vetur óg vor. Sigurður Bjarnason byrjaði veiðar um mánaðamótin jan.—■ febrúar. Er hann búinn að leggja á land um 600 tonn og er aflahæsti togbátur á Norð- urlandi. Súlan hóf veiðar í byrjun! marzmánaðar og er búin að fá 170 tonn. Snæfell er búið að afla 270 tonn frá því að bað hóf veiðar síðari hluta febrúarmánaðar. Hjartanlega þakka ég vinum mínum, vanda- mönnum og félagssamtökum er glöddu mig og sýndu mér á margvíslegan hátt vinsemd og heið ur á 75 ára afmælisdegi mínum þ. 9 maí s. 1. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Ólafsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.