Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 11
Matthews til Sslands? KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Valur verður 50 ára á næsta ári og í því tilefni stendur margt til hjá félaginu. — I- þróttasíðan frétti það í gær, að félagið væri að reyna að fá enska knattspyrnusnillinginn heimsfræga Stanley Matthews til Islands og hefði einnig boð- ið skozka félaginu Glasgow Rangers hingað næsta vor, en þá á Valur kost á vorheimsókn- inni. Allt er þetta í athugun og hréfaskriftir í fullum gangi. Rangers hafa ekki getað svar- að ákveðið enn, því að mörg hoð streyma til þessa fræga fé- lags, m. a. hefur því verið boð- ið til USA næsta sumar með góðum kjörum. Hugsanlegt væri þá t. d. að sameina þá ferð og íslandsferðina og hefur heyrzt að Valur sé að reyna það. MATTHEWS MEÐ VAL! Það er óþarfi að kynna Matt- hews nánar en hann hefur ver- ið einn bezti knattspyrnumað- ur heims í marga áratugi. Ef snillingurinn Matthews fengist hingað, er meiningin sú, að hann leiki með Val gegn hinu erlenda liði, sem félagið fengi. Ef Glasgow Rangers getur ekki komið, er verið að athuga að hjóða þýzka félaginu Schalke 04, sem er eitt bezta knatt- spyrnufélag V-Þýzkalands. Búlzt við góðum afrekum / dag FYRSTA opinbera frjálsí- þróttamót sumarsins, Vor'mót ÍR, fer fram í dag á Melavell- inum og hefst kl. 2,30. — Keppni í stangarstökki hefst þó klukkutíma fyrr eða kl. 1,30. Þátttaka er mikil í mótinu eða nærri 50 frá 9 félögum og handalögum, flestir eru frá ÍR eða 18. Búizt er við góðum árangri, þar sem frjálsíþrótta- menn hafa æft mjög vel í vet- ur og vor. Kristleifur keppir í 3 km. ★ FLESTIR f 100 M. Mest er þátttakan í 100 m. hlaupi eða 12 keppendur, sem hlaupa munu í A-, B- og C- riðli. Meða! þátttakenda má nefna Guðjón Guðmundsson, KR, nýkominn heim frá Los Angeles, en þar hefur hann æft í vetur. Valbjörn Þorláksson, 1ÍR, Einar Frímannsson, KR, Björgvin Hólm, ÍR, og Grétar Þorsteinsson, Á. Keppni getur orðið mjög spennandi. Guðjón tekur einnig þátt í 400 m. ásamt Inga Þorsteins- syni og Guðmundi Þorsteins- syni, KA. ^ KRISTLEIFUR í 3 KM. Okkar ágæti Kristleifur te*k- ur þátt í 3000 m. hlaupinu á- samt Jóni Guðlaugssyni og Reyni Þorsteinssyni'. Kristleifur mun að sjálfsögðu sigra með yfirburðum, en hvaða tíma nær hann? Það eru fjórir keppendur í 110 m. grindahlaupi og fimm sveitir eru skráðar í 4x100 m. boðhlaupið. ÍC KVENNA- OG UNGLINGAGREINAR. Það er mikil og ánægjuleg þátttaka í 800 m. hlaupi ungl- Framhald á 14. síðu. //1. ■/■; ■ . ■' vý •; lllpilÉlt Hp vY'íi.: J þróttafrétti r í srutru jyiÁLI NORRÆNA sundkeppnin hefst kl. 8,40 í dag en ekki kl. 1 20.40 eins os sagt var hér í blaðinu í gær. JT Armenningar á Selfossi í DAG kl. 2 og 5 sýna fim- leikamenn og konur Ármanns á Selfossi, en fimleikaflokkar félagsins hafa haldið sýningar hér í nágrenni Reykjavíkur við mikinn fögnuð og hrifningu. KR-Vikingur annað kvöld SJÖUNPI leikur Reykjavík- urmótsins fer fram á Melavell- inum í kvöld kl. 8,30. Þá leika Fram og Valur. Annað kvöld kl. 8,30 er’ 8. leikur mótsins milli K.R. cg Víkings. 1 Áð leika eins og Lawton XIV Miðframvörðurinn NÚ kemur stuttur en mikil- vægur kafli um þá þverstæðu (paradoks), sem nefnt er mið- framvarðar-leikur. Þver- stæðu? Jú. Vegna þess að staða miðframvarðar er ein hin auðveldasta, en þrátt fyr- ir það einhver erfiðasta stað- an á leikvelli. Eins og knatt- spyrna er nú leikin, er mið- framvörðurinn, eða þriðji bak vörður, eins. og hann er oftast nefndur, meginstoð varnar- innar. Starf hans er tvíþætt: Að valda miðherja andstæð- inganna og þétta hverja glufu, I sem skapast kann á miðju vallarins. Miðframvörðurinn verður að vera öruggur í sendingum. Hann þarf að vera snjall að . skalla og harðsnúinn í einvígi um knöttinn (tackling). Með hverju þessara þriggja tilvika getur hann sett lið sitt í sókn- araðstöðu. Góð sending frá miðfram- verðinum til annars útherj- ans getur verið ágætt upphaf að sókn, jafnframt því sem hann er kvrr á sínum stað, en lætur útherjana um fram- haldið. En það er einmitt mjög mikilsvert. Því ef þú, sem miðframvörður hreyfir þig meira en sem svarar 18—20 stikum frá miðjunni, verður þú að fullvissa þig um, að einhver af samherjum þín- um í vörninni, valdi stöðu þína. En ég vil jafnframt vekja athygli á öðru ekki síður mikilvægu atriði: Veríu aldrei hræddur við að sr’ -’a knöttinn aftur til bak- varðrrms, svo hann geti síð- an sent hann með langsend- ingu til innherjans eSa út- herjans. Sendingar sem hvað áhrifa- ríkastar geta orðið fyrir lið þitt, eru einmitt þær sem mið- framvörðurinn sendir útherj- unum — þess vegna þarí hann að vera jafnvígur á báða fæt- ur að því er til spyrnanna tekur. \ ' Til þess að rugla mótherj- ana í ríminu er gott að breyta nokkuð til um sendingar — senda t. d. knöttinn við og við þeim innherjanum sem næst- ur er með stuttri og nákvæmii spyrnu. Að því er viðkemur völd- un (dekning), skal miðfram- vörðurinn gæta þess mjcg vel að halda sig alltaf fast við miðframherja andstæð- inganna. Aðeins í því tilfelli að hann hverfi áð útherja- stöðu um skeið á að láta hann eiga sig. En ætla ein- hverjum öðrum að gæta hans, t. d. bakverði, fram- verði eða jafnvel innherja (sé hann á varnarsvæðinu) — en þetta verður að gerast eftir fyrirfram ákveðnu plani. Aðalráð mitt til miðfram- varðarins er: „Vertu ætíð á þínum stað. (Hér notar Law- ton hið ágæta enska orðatil- tæki: „stay put“). Þó er engin regla án und- antekninga. Því þegar gerð cr tilraun til að brjótast í gegn- um vörn mótherjanna verðnr miðframvörðurinn að gera á- rás og berjast í návígi (tackle) hvað sem öðru líður. Mikið atriði er það, að allur leikur miðframvarðarins sé í (Framhald á 14. síðu.) AlþýSublaðið — 15. maí 1960 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.