Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 16
„MEÐ því að lestrar- salur Landsbókasafnsins ar ekki vansalaust, að láta unglinga strita við að pitja í stólum, sem virðast helzt gerð ir fyrir stóra og feita menn; leðurklæddum kláfum til þess eins föllnum að valda hrygg- skekkju sé óharðnað fólk.lát- ið sitja í þeim í lengri tíma. Að því leyti hefur Lands- bókasafnið alls ekki brugðist skynsamlega við próflestrin- um, því vitanlega þarf miklu hentugri húsgögn við það erf- iði. Sæmilegir kennarar mundu ekki þola að þannig væri búið að nemendum sín- um. Og bessu atriði verður ekki kippt í lag fyrr en kenn- arar hafa verið fengnir til að annast störfin í Landsbóka- safninu meðan á próflestrin- um stendur. 41. árg. — Sunnudagur 15. maí 1960 — 109. tbl. Fræðimenn flýja OG RAKARASTOFUÍt. Ekki þarf að draga í efa, að innan opinberra stofnana, eins og ráðuneytanna og Rík- isútvarpsins er húsrými fyr- ir eitthvað af próflestrarfólki. Þá væri ekki óhugsandi að námsfólk læsi á rakarastofum, þegar þryti stóla í Landsbóka- safninu. Þar eru skilyrðin lík og í lestrarsalnum, menn verða hvort sem er að þrevta langsetur í rakarastofum; há- vaðinn er nær enginn, nema suðið í vél hárskerans. Þannig er rakarastofa sízt ver fallin til próflesturs en hver önnur almenn húsakynni, sem nú eru svo vinsæl meðal náms- fólks. Og engin hætta er á að fræðimaður utan af landi yrði glósusafni til að lána þeixn er á hrakhólum, þótt nokkrar rakarastofur væru fullsetnar námsfólki. Þeir sem þyrftu að láta klippa sig gætu staðið. Hér hefur ekki verið minnzt á þá menn búsetta í Reykja- vík, sem eru gestir Landsbóka safnsins og þurfa að sækja sér þangað fróðleik og upplýsing- ar úr bókum, sem þeir fá á safninu. Bæði er, að þeir hafa gott af því að fara í frí meðan á próftíðinni stendur, og svo hitt, að þeir eiga ekki eins langt heim til sín, sé salurinn fullur af námsfólki, og t. d. maður norðan af Raufarhöfn. Bókaverðir mega una vel próf tíðinni, því þá þurfa þeir ekki að sækja bók fyrir gesti. Náms fólkið kemur sjálft með sínar bækur. Hitt gæti verið til at- hugunar, svo bókavörðum leiddist ekki, að Landsbóka- safnið kæmi sér upp góðú salinn sækja og eiga próf fyr- ir höndum. Þegar hugleiddur er próf- lesturinn í Landsbókasafninu, fer ekki hjá því að manni renni til rifja það misrétti, sem námsfólkið er beitt utan Reykjavíkur. Alls staðar á landinu eru ungiingar, sem þurfa að taka próf, en það er ekki til nema eitt Landsbóka- safn, sem samkvæmt lögum er safn allra iandsmanna. Og þeir menn, sem eru miklir „dreifbýli'skarakterar“ eins og það er kallað, finnst auðvitað nauðsynlegt að námsfólki úti á landi verði veitt sama að- staða við próflestur og þeim, sem taka próf hér. Námsfólki hlýtur að vera jafn mikil raun að lesa bækur sínar í heima- húsum hvar sem það býr á landinu. Þess vegna ætti að sjá þeim á landsbyggðinni fyr ir lessölum —. annars er hætta á að þar séu tekin verri próf vegna aðstöðumunar. Til athugunar Margir þeirra, er sótt hafa lessalinn að stáð- aldri, hafa rætt þetta vandamál sín í milli. í þeim hópi hefur rakara- stofan og skrifstofur opin berra embættismanna þótt engu lakari staðir til próflestrar en Landsbóka safnið. Þetta sýnir, að fræðimennska er varla lykillinn að því að leysa úr „brýnum“ þjóðfélags- legum vandamálum. Vér sem aldrei höfum reynt að leysa slík vandamál þykjumst sjá góða lausn á þeim þrengslum er skap ast í Landsbókasafninu í próftíðinni, án þess þó að verið sé að draga úr á- gæti annarra staða, sem getið hefur verið hér á undan. Skólarnir sjálfir eiga að leysa úr þessu máli. Börnin eiga að fá lesstofur í skólum þar sem þau geta lokið próf lestri sínum. Sannast mála er, að á heimilum, hversu vel sem þau eru búin, getur verið það ó- næðissamt, að vont sé að hemja sig við lestur. Verði komið upp les- stofum í hinum mörgu myndarlegu skólabygg- ingum, sem hér eru, kem ur ekki til þess í framtíð inni, að fræðimenn og grúskarar eigi á hættu að sólbrenna á rjátli í kring um þá byggingu, sem þeir telja athvarf sitt og skjól fyrir góðviðrinu þessa dagana. I. G. Þ. er stöðugt þéttsetinn af skólafólki, sem nú les und ir próf, skal fræðimönn- tsm utan af landi bent að þeir ættu ekki að ó- maka sig til Reykjavíkur fyrr en prófum er lokið“ Þessi auglýsing hefur hvergi birzt og verður ekki birt, en á það hefur verið bent, að hennar væri þörf, þar sem lestrarsalur sáfnsins kemur þessa dagaria að.litlum fyrir þá menn, sem atvinnu sinnar vegna þurfa að ssékja stófnun á borð við Laridsbóka safnið. Þar situr nú fjöldi unglinga; og þreytir próflest- ur af kappi. En þeir sem áð- ur áttu athvarf við grúsk sitt við grænu borðin, eru á róli á göngunum og jafnvel í kring um húsið að bíða þess prófum •íjúki á þessu vori. ÚR FJÖSINU YFIR í SALINN. Það er gott, að unglingamir skuli hafa fundið næði í lestr- arsal Landsbókasafnsins fjarri skarkala heimilisins, þar sem pottaskellir og aðrir brestir þrúga námsgáfuna og fyrri kynslóðir urðu að búa við illu heilli. Þá var Helga- kver numið í fjósinu innanum hávaðasamar kýr, sem ekki hlýddu fyrirskapaðri þögn og menn lærðu að draga til stafs í snjó og sand og leir. Mikill munur er á þeirri námsað- stöðu og því sem nú tíðkast, þegar hægt er að fara í opin- berar stofnanir og ástunda próflestur í salarkynnum þeirra. Að vísu hafa ekki vér- ið gefin út opinber fyrirmæli um, að lestrarsalur Lands- bókasafnsins skuli breytast í próflestrarsal á hverju vori. Þessa er heldur ekki þörf, þar sem unglingarnir hafa sjálfir ákveðið að svo skuli vera — •af því frjálsræði sem ættast lielzt við fugla himinsins. Nú má búast við, að á næstu ár- um fjölgi því námsfólki, er þurfi á lestrarsölum að halda til að undirbúa sig undir próf. Og þar sem lestrarsalur Lands bókasafnsins er ekki ýkja stór, skal á það bent, að víða er hægt að sitja með náms- bækur sínar Skal þó ekki vís- að í nein fjós, eins og þeir Helgakversmenn urðu stuna- um að sætta sig við. ALMENNIR STAÐIR. Þar sem svo virðist að hý- býli manna á íslandi séu enn það léleg, að unglingar treyst- ast, sumir hverjir, ekki til að lesa námsbækur heima hjá sér, þurfa opinberar stofnan- ir, aðrar en Landsbókasafnið, að búa sig undir að mæta auknum fjölda prófþreyt- enda, og eins þeir almennu staðir, sem eru opnir fólki og hafa borð og stól. Frétzt hef- ur um stórar skrifstofur hér í bæ, sem mundu þénanlegar í þessu tilliti, og þær munu búnar betri húsgögnum en lestrarsalurinn. Er það raun-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.