Alþýðublaðið - 18.05.1960, Qupperneq 5
✓
Framhald af 1. síðu.
ætlist t^I að tekið verði að
ræða þau mál, sem átti að
fjalla um,
„HANN SKAL
IÐRAST“
Krústjov sagði við blaðamenn
<— sem safnast höíðu saman við
rússneska sendiráðið er hann
kom þangað eftir hádegið að
íhann mundi mæta á fundinum
i dag, ef Eisenhower bæðist af-
sökunar á njósnaflugi'nu, lýsi
því yfi'r að Bandaríkjamenn iðr
uðust atviksins, refsi hinum
seku og tryggi að slíkir atburð-
ir endurtaki sig ekki. Eftir að
Ihafa þulið þessa skilmála, sem
Ihann hefur endurtekið enda-
•laust síðan í gærmorgun, kvaðst
Krústjov mundu f'ara til Berlín
ar í fyrramálið ef ekkert óvænt
gerðist, og ræða þar við vi'ni
sína, og minntist í því sam-
foand á Ulbricht og Grotewohl.
FUNDUR 3.
Klukkan rúmlega 3 hófst
fundur Eisenhowers, de Gaulle
■og Mjacmillans og stóð í hálfa
aðra klukkustund. Er talið að
Macmillan hafi gefið Eisenhow
er og de Gaulle skýrslu um vi'ð-
ræður sínar við Krústjov í gær-
kvöldi.
Eisenhower og Macmillan
ganga á fund de Gaulle í kvöld
og er búist við að þei'r kveðji
ihann þá. — Lloyd utanríkis-
ráðherra Breta ræddi í dag við
(Gromyko utanríkisráðherra Sov
étríkjanna.
Tilkynnt hafði verið að
Krústjov mundi halda fund með
folaðamönnum í dag áður en
ihann færi frá París en síðdegis
Var tilkynnt frá rússneska sendi
ráðinu, að engitin fundur yrði
foaldinn.
SKILABOÐ f KVÖLD.
Skömmu áður en Eisenhower
’og Macmillan gengu á fund de
.Gaulle í kvöld kom rússneski
sendiherrann í París til forseta
foallarinnar og afhenti de Gaulle
skrifleg skilaboð frá Krústjov.
Ekki hefur verið gefið upp
fovað þar segir en talið er að
foann hafi fallist á lað ræða við
forustumenn vesturveldanna.
Seint í kvöld var ekkert umi
það ákveðið hvort eða hvenær
xáðamenn vesturveldanna færu
frá París. Búist er við að það
verði ekki fyrr en á miðviku-
dag, að dánarvottorð fundar
æðstu manna vorið 1960 verði
gefið út.
Fundur Selwyn Lloyd og Gro
myko stóð í eina klukkustund
og sögðu brezkir ráðamenn, að
honum loknum, að hann hefði
alls engan árangur borið.
Stjórnmálamenn á vestur-
löndum velta nú fyrir sér
hvernig standi á óbilgirni
Krústjovs á fundi þeim, sem
hann hefur þótzt bera svo mjög
fyrir brjósti til þessa. Geta
sumir þess til að ástandið
heima fyrir eigi stærstan þátt
í því og eins pressan frá komm-
únistum í Kína, sem aldrei
hafa farið dult með, að þeir séu
andvígir fundarhöldum með
vestrænum leiðtogum.
ÓRÓI OG GREMJA.
Urslit fundar æðstu manna
hefur vakið óró og gremju víða
um' heim. Fréttaritarar Reuters
skýra þannig frá viðbrögðum
fólks í nokkrum löndum.
PARIS: Almenningur spyr:
Verður styrjöld? Stjórnmála-
menn Vesturveldanna, sem
staddir eru í París, telja að
bræði Krústjovs sé eltki að-
eins dinlómatískt re’ðikast.
MOSKVA: Pravda, mál-
gagn kommúnistaflokks So-
vétríkjanna, skýrir frá því, að
víða um Sovétríkin hafi verið
haldnir fjöldafundir þar sem
lýst er stuðningi við stefnu
Krústjovs. Jafnframt ræðst
blaðið á Bandaríkjamenn og
segir að afturhaldsöfPn þar
eigi allh sök á að fundurinn
fór út um þúfur.
PEKING: Dagblöð í Peking
birtu reiðilestur Krústjovs
frá í gær á forsíðu. Svarræða
Eisenhowers var ekki birt.
Ekkert álit er gefið á úrslit-
unum.
AUSTUR-BERLÍN: Lepp-
arn'r f Austur-Þýzkalandi
hafa ekki snarað að hrósa
Krústjov fyrir „afrek“ hans
og í kvöld sagði Walter Ul-
bricht, að það væru brot
Bandaríkjanna og Vestur-
Þýzkalands á stofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna, sem valdið
hefðu öllu um bað að fundur-
inn fór út um þúfur.
VARSJÁ: Pólverjar óttast
framtíðina og einkum að fund
arslitin verði til þess að koma
í veg fyrir frekari samskipti
við vesturlönd.
Blöð á vesturlöndum og víð-
ar eru mjög harðorð í garð
Krústjovs í dag. Brezk blöð
gagnrýna framkomu hans harð
lega og eitt þeirra segir, að ef
til vill sé hann hetja í augum
Rússa og Kínverja vegna fram-
komu sinnar en á Vesturlönd-
um hafi hann fallið mjög í á-
liti.
The Guardian segir að ef til
vill hafi Krústjov orðið undir
í valdabaráttunni í Sovétríkj-
unum og því komið svo ofsa-
lega fram. Times segir að hann
eigi sennilega í vök að verjast
heima fyrir og spjall hans um
friðsamlega sambúð hafi reynst
hjóm e'ftt og hræsni.
KLAUFALEG FRAMKOMA.
Mörg blöð, sem áður gagn-
rýndu Bandaríkjastjórn vegna
njósnaflugsins ráðast nú á
Krústjov og telja að hann hafi
farið langt yfir mörkin.
Mörg dagblöð benda á, að ef
Krústjov hafi ætlað að sundra
Vesturveldunum hafi honum
mistekist herfilega. Framferði
hans verði sennilega til þess að
auka samheldni þeirra og
breiða yfir sundurþykkjuna
sem. njósnaflugið skapaði.
Brezka útvarpið skýrir frá
því, að í dag hafi mjög verið
auknar truflanir á útvarpssend
ingum BBC til landanna hand-
an járntjaldsins.
Franska blaðið Le Figaro,
segir úrslitin munu efla sam-
stöðu Vesturveldanna og blöð
í 'Vestur-Þýzkalandi taka í
sama streng. Mörg þeirra eru
harðorð um Krústjov og líkja
honum við Hitler og Stalin,
„þegar hann var upp á sitt
bezta“.
ALLIR STYDJA IKE.
Bandarísku blöðin styðja Ei-
senhower eindregið.
Fulltrúar beggja flokka á
Bandaríkjabingi lýstu í dag
trausti á Eisenhower og for-
dæmdu Krústjov. Kennedy,
sem líklegastur er talinn sem
írambjóðandi Demókrata í for-
setakosningunum í haust sagði
í dag, að tillaga Krústjov um
að fresta leiðtogafundinum í 6
—8 mánuði eða þar til eftir for-
setakosningarnar í Bandaríkj-
unum, væri klaufaleg tilraun
til þess að vekja sundrung.
TÍTÓKVÍÐINN.
Tító, forsetj Júgóslavíu,
sagði í viðtali við fréttamenn
í dag; að hörmulegt væri
hvernig farið hefði um fund
æðstu manna. Tító sagði að
bandaríska njósnaflugvélin,
sem skotin var niður yfir So-
vétríkjunum, mætti ekki og
væri ekki næg ástæða til þess
að láta fund’nn fara út um
þúfur. Hann kvað úrslit fund-
arins hafa vakið ugg í Júgó-
slavíu. Tító skoraði á Samein-
uðu þjóðirnar að láta mál
þessi til sín taka.
Stjórnmálafréttaritarar í
Júgóslavíu telja að Tító muni
nú færast nær vesturveldun-
um en fjarlægjast Sovétríkin.
Nixon, varaforseti Bandaríkj
anna, sagði í ræðu í dag, að
Krústjov hefði gert stærstu
skyssu sína síðan hann varð
forsætisráðherra Sovétríkjanna
er hann reyndi að skella skuld-
inni á því að ekkert varð úr
fundinum á leiðtoga vesturveld
anna. Almenningur í heiminum
hefði greinilega snúizt á sveif
með Eisenhower.
kveðið að eyðileggja fundinn,
Margir forustumenn fienió*
krataflokksins í Bandankjun
um beita sér nú fyrir þvi, acf
Adlai Stevenson verði forseta-
efni flokksins í haust, vegna-
hins ótrygga ástands, sern nú
ríkir í alþjóðamálum.
MEIRI SAMSTAÐA.
Stjórnmálafréttaritarar a
Vesturlöndum elu Sammála um
að afdrif fundar æðstn manna
hafi orðið til þess að styrkja
einingu vesturveldanna. Benft
er á að le’ðtogar þeirra foaf,>
ekki látið ókurteislega’ fram *
komu Krústjovs á sig fá, eir
beðið þolinmóðir eftir a'S hann.
hæfi umræður um aFþ-jéðlejj
deilumál við þá.
HWWWWWWMMMMWWftwO
GAT EKKI SUNDRAÐ.
Franska stórblaðið Le Monde
telur, að Krústjov hafi orðið
þess var er hann kom til París-
ar að hann gat ekki sundrað
vesturveldunum í afstöðunni
til Berlínarmálsins og því á-^
Hjóna-
kritur
ÓLAFUR Jónsson, fu'litrúk
lögreglustjóra, hringdi t'i'i Al *
þýðublaðsins í gær vegna Jrétt-
arinnar um manninn, senrv
hent hafði verið úr bíl. Lögregl •
an hafði upp á þeim, sem við-
riðnir voru þetta mál, eftis?
nokkurn eltingaleik. Kom þá Á
ljós að um hjónakrit var aí>
ræða, og blandaði lögreglan því
sér ekki frekar í þetta, nema
hún mun hafa tekið blóðpróf á
bílstjóra. Fólkið, sern þetta
snertir, ók í tveimur b.ium.
Eftir þeim framburði að dæma,
sem lögreglan fékk, á maourinnt
að hafa oltið út úr bíln'am, er
hann var á hægri ferg. llitt
er staðreynd, að maðurinn vafe
með öllu meðvitundarlaus, ei'
honum var dröslað upp :l bíi
sem kom að honum á Snorx’a ■
braut.
Spurning Alþýðublaosins;
Hvert þurfa eig’nmemn alS
velta svo meðvituncilasleysil
þeirra á gatnamótum sé ekki
afgreitt sem hjónakritiM?
Fundinum Eokíö
SIÐUSTU FRETTIR:
EISENHOWER, de Gaulle
og Macmillan gáfu út sameig-
inlega yfirlýsingu seint í
kvöld, þar sem segir aðfundur
æðtsu manna að þessu sinni sé
úr sögunni þar eð Krústjov,
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna hafi sett óaðgengileg skil
yrði fyrir þátttöku í fundin-
um, og því ekki verið hægt að
hefja umræður.
Leiðíogarnir harma 'að fund
urinn skyldi fara út um þúfur
en segjast enn vera þeirrar
skoðunar iað alþjóðleg deilu-
mál verði ekki leyst nema með
samkomulagi og þeir séu fúsir
til þess að taka þátt í slíkum
viðræðum hvenær sem er.
Um svipað leyti var gefin
út yfirlýsing frá Krústjov —
þar sem hann segist vera fús
lað koma til fundar ef Eiscn-
hower gangi að úrslitakostum
sínum.
Krústjov mun ganga á fund
de Gaulle í fyrramálið og
kveðja hann en síðan heldur
hann til Austur-Berlínar.
Ut'anríkisráðherrar vestur-
veldanna lialda fund í fy.Tra*
málið en Eisenohwei, de
Gaulle og Macmillan Li.idn
fund á miðvikudagskvöld. —
Macmill'an fer til Loncitsn á
fimmtudag og gefur neði’i mál
stofunni skýrslu um attomð -
ina í París á föstudag.
Ekki hefur verið tilfeýnnit
hvenær Eisenhower fer Irá
París.
Leiðtogafundinum, — ifiem
nokkrar vonir höfðu veriö
bundnar við er því lokíð eða
réttara sagt: hann hófst tildr-
ei.
Alþýðublaðið — 18. maí 18€0 g