Alþýðublaðið - 18.05.1960, Side 10
Skólaskip
í vor verður gert út skólaskipið AUÐUR RE
100 á vegum Sjóvinnunefndar Æskulýðsráðs
Reykjavíkur. Skipið mun fyrst.fara í fimm
einstakar róðrarferðir, þar sem. unglingar og
fullorðnir fá tækifæri til að fara í stutta ferð
til handfæraveiða. Skipið leggur til færi. Róðr
arferðirnar verða sem hér segir:
Fimmtud. 19. maí kl. 6,30 e. h.
Laugard. 21. maí kl. 6,30 e.h.
Mánud. 23. maí kl. 6,30 e. h.
Miðvikud. 25. maí kl. 6,30 e. h.
Farið verður frá Grandagarði. Þátttaka til-
kynnist að Lindargötu 50 sími 15937. Opið 11
—12 f. h. og 2—5 e. h.
Veiðiferð 28. maí — 20. júní.
Síðan fer skipið í 3ja vikna veiðiferð með
handfæri og línu. Verða ráðnir 16 drengir á
skipið 13. ára og eldri. Kjör þeirra eru ákveð-
in kr. 1000.00 í kaup fyrir veiðitímann og auk
þess kr. 1,50 pr, kg. saltfisks, er hver drengur
aflar. Skipshöfnin mun kenna drengjunum að
gerð og önnur sjóvinnubrögð.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Ráðning
arskrifstofu Reykjavíkur og skal umsóknum
skilað fyrir 25. maí n.k.
~ Sjóvinnunefnd Æskulýðsráðs Reykjavíkur.
Tilkynning
Nr. 19/1960
Innflutningsskriístofan hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækja-
verksmiðjunnar h.f., Hafnarfirði:
Eldiavél, gerð 2650 Kr. 3520,00
— — 4403 — 4580,00
— — 4403A ................ — 4735,00
— — 4403CB ............... — 5380,00
— — 4403C ................ — 5905,00
— — 4404 — 5075,00
— — 4404A ................ — 5250,00
— — 4404B ................ — 5905,00
— — 4404C ................ — 6420,00
Sé óskað eftir hitahólfi í vélarnar
kostar það aukalega ........ •— 535,00
Kæliskápar L-450 ................. Kr. 7905,00
Þvottapottar 50 1................. — 2500,00
Þvottapottar 100 1................ — 3275,00
Þilofnar, fasttengdir, 250 W .... —• 380,00
— — 300 W .... — 400,00
— — 400 W .... — 415,00
— — 500W .... — 485,00
— — 600W .... — 535,00
— — 700W .... — 580,00
— — 800W .... — 655,00
— — 900 W .... — 725,00
— — 1000W ....------ 825,00
— — 1200W .... ■•— 960,00
— — 1500W .... — 1110,00
— — 1800 W .... — 1325,00
Á öðrum verzlunarstöðum en í Reykjavík og Hafnar-
firði' má bæta sannanlegum flutningskostnaði við ofan-
greint hámarksverð.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 17. maí 1960.
VERIÐLAGSSTJÓRINN.
J' 10 18. maf 1960 — Alþýðublaðið
9 flokkar
NÚ er komin út áætlun um
sumarbúðastarf KFUK í Vind-
áshlíð á þessu ári. Samkvæmt
henni verða níu dvalarflokkar
í „Hlíðinni“ í sumar. Hinn
fyrsti þeirra fer 7. júní og er
dvalartíminn 9 dagar, en ann-
ars eru flestir flokkarnir viku-
flokkar. Fyrstu fimm flokkarn-
ii eru.ætlaðir telpum á aldrin-
um átta til tólf ára. Stúlkur 12
—14 ára geta dvalizt í viku-
flokki dagana 21. júlí til 28.
júlí, en síðan taka aftur við
tveir flokkar fyrir yngri telp-
urnar, hinn fyrri hálfan mán-
uð, en hinn síðari er vikuflokk-
ur. Þá er stúlkum og fullorðn-
um konum gefinn kostur á að
vera í Vindáshlíð í „kveniia-
flokki“ í tíu daga, 18.—-28.
ágúst.
Öllum stúlkum, sem hafa
náð tilskyldum aldri, er heimil
þátttaka í dvalarflokkunum,
hvort sem þær eru meðlimir í
KFUK eða ekki og hvaðan sem
eru af landinu. Oft hafa færri
komizt að en vildu. Einkum
hafa flokkarnir í júlí verið eft-
írsóttir og fyllzt fyrr en vaiði.
Ganga þær stúlkur fyrir, sem
fyrst eru skráðar.
Skrifstofá KFUK, Amt-
mannsstíg 2 B, tekur við um-
sóknum og veitir allar nánari
upplýsingar um sumarbúðirn-
ar. Skrifstofan er opin kl. 5—7
alla virka daga nema laugar-
daga. Sími er 23310.
Toppfundur
Framhald af 4. síðu.
vélina bandarísku, sem Rúss-
ar skutu niður 1. maí. Sovét-
leiðtoginn hefur manna mest
barizt fyrir þessum fundi og
kommúnistar á Vesturlönd-
um a. m. k. tali'ð að með hon-
um næði „postuli friðarins“
langþráðu takmarki. En aug-
ljóst er, að húsbóndinn í
Kreml er staðráði'nn í að
semja ekki um neitt og halda
status quo eins lengi og hægt
er.'Hið rétta andlit kommún-
i'smans leynir sér sjaldan
lengi. Hi'n þrákeltnislega krafa
hans um afsökunarbeiðni —
vegan njósnaflugsins bendir
sannarlega ekki til þess að
hann hyggist leggja sig í fram-
króka til að ná samkimulagi.
BRETLAND mun veita við-
töku ótakmörkuðurn fjölda
sjúkra og bæklaðra flótta-
manna. Hin endanlega tala
þeirra veltur aðeins á því, hve
mörgum flóttamönnum ýmsar
stofnanir, bæjarfélög, félags-
samtök og einstakíingar vilji
taka á móti. Dr. A. R. Línds,
forstjóri Flóttamannahjálpar
S.Þ., sagði, að þessi ákvörðun
Breta væri „éinstæ8“. Bretar
hafa fyrr á yfirstandándi
flóttamannaári tekið á móti
210 sjúkum flóttamönnum og
skylduliði þeirra.
Sumardvöl barna að Jaðri
Tekið verður á móti umsóknum á námskeiðin
17. til 20. maí, kl. 4,30 til 6,30 í Góðtemplara-
; húsinu.
■■
■
AÐVORUN
um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á
söluákatti, útflutningssjóðsgjaldi, iðgjaída-
skatfi og farmiðagjaldi.
Samkvæmt kröfu tollstjórans { Reykjavík og heimild
í lögúm nr. 33, 29. maí 1958, verður atvinnurekstur
þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda
söluskatt, útflutningssj óðsgj ald, iðgjaldaskatt og far-
miðagjald I. ársfjórðungs 1960, svo og söluskatt og út
flutningssjóðsgjald feldri ára, stöðvaður, þar til þau
hafa ;gert. full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt
áföllhum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja
komast hjá stöðvun, verða að gera fúll skil nú þegar
til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli.
Lögraglustjórinn í Reykjavík, 17. maí 1960.
L Sigurjón Sigurðsson.
ViSbótar-sími
22-8-22
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Sími 19775 og 22822.
Rymin gar salan
heldur áfram til hvítasunnu,“á vor- og sumarkápum, stór
og minni númer. Einnig stórar stærðir af kvenkjólum,
telpnakáþur, telpnasumarkjólar Allt selt með miklum af-
slætti. Komið og skoðið. Allt á að seljast.
liápusalan Laugaveg 13.
efstu hæð. — Sími 15982.
Dansken nsla
í einkatímum. Kenni gömlu og nýju dansana. Yar erlendis
á sl. sumri og lærði að kenna. nýjustu dansana, svo fólk
gæti hagnýtt sér þá, þegar þröng er á gólfinu.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON,
Laugaveg 11, efstu hæð, sími 15982.
Dömur athugið
Stytti og breyti (módellsera) allan kvenfiatnað, svo
það verði sem nýtt.
KÁPUSALAN, Laugavegi 11, efstu hæð.
Sigurður Guðmundsson. Sími 15982.
('Geymið auglýsinguna). ••