Alþýðublaðið - 18.05.1960, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 18.05.1960, Qupperneq 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson. KR lék sér að Víking - 4:0 MÖRKIN segja hvergi nærri allt um gang leiksins. Þó fjög- ur mörk gegn engu séu vissu- lega mikill og góður sigur. En þó að mörkin að þessu sinni væru margfölduð með þrem, svo að útkoman yrði postulleg tala, væri það sízt of mikið eft- ir leiknum í heild að dæma. En þar var um algjöra einstefnu í sókn að ræða af KR hálfu all- an leikinn. Hin látlausa KR- sókn þvingaði Víkingsliðið í slíka varnarstöðu, að oft á tíð- um var þar hver maður í vörn. Svo þegar viðbættust 4—5 sókn arleikmenn, varð þröng á þmgi á vítateignum, og erfitt um vik að smeygja knettinum milli manna og á markið, enda reynd ist það KR-ingum svo. FYRRI HÁLFLEIKUR 2:0. Bæði mörkin í þessum hálf- leik voru skoruð á fyrstu 15 mínútunum. Það fyrra gerði Sveinn Jónsson úr sendingu Þórólfs, en það síðara Ellert Schram eftir snögga sókn og sendingu frá Erni Steinsen, fyr- ir markið. Bæði fyrir og eftir þessi mörk, áttu KR-ingar ótal tæki- færi, en þau nýttust ekki. Gunn ar Guðmannsson skot úr dauða færi eftir hornspyrnu, en setti yfir. Óskar fast skot í stöng, Sveinn enn annað, sem mark- vörðurinn varði með prýði. Svo eitthvað sé nefnt sem dæmi af þeim „sjönsum“, sem fóru fyr- ir ofan garð og neðan í þessum hálfleik. SÍÐARI HÁLFLEIKUR, 2:0. Tvívegis á fyrstu 10 mínút- um þessa hálfleiks vörðu Vík- ingar á marklínu. Fimm mínút- um síðar ver ma’-kvörður mjög fast skot frá Gunnari Guð- mannssyni. Á síðustu fimmtán mínútunum skora svo KR-ing- ar hin tvö mörkin. Þórólfur Beck bað fyrra, eftir að tekizt hafði að lokka Víkingana frá markinu og fram. Brunaði þá KR-sóknin í gegn og skoraði Þn’ólfur næst.a auðveldlega. — Síðara markið gerði svo Gunn- ar Guðmannsson úr góðri send insu Arnar, tók hann knöttinn á loRi og skaut honum begar af mikilli hörku á markið, alls óveriandi. Eins og í fvrri hálfleiknum áttu KR-ingar ótal færi, sem ekki nýttust. S’pyrnt var yfir eða utanhjá, eða þá knötturinn lenti í einhverjum mótherj- anna, og jafnvel samherja. Eini leikmaður 'Víkings, sem reyndi að byggja upp sókn, var Skúli Jóhannsson h.-innh., en hann er mæta vel leikinn, og hefur til að bera knattleikni og skiln- ing á samleik, sem hinum fram herjunum virtist vera lokuð bók. Hins vegar komst Skúli skammt í viðleitni sinni. Auk Skúla var markvörðurinn, Steinar Halldórsson, en hann og Skúli eru báðir úr II. flokki, mjög snjall í markinu Vann af miklum dugnaði og lagði sig allan fram. Varði hann oft með ágætum. Getur Víkingsliðið m. a. þakkað honum, að mörkin urðu ekki flei'ri. Lék Steinar i forföllum Jóhanns Gíslasonar, sem meiddist á handlegg í leik norður á Akureyri um helgina, en þar lék hann með Þrótti. Sá leikmaður í liði KR, sem beztur var að þessu sinni, svo að af bar, var Gunnar Guð- mannsson. Hann var hvort tveggja í senn snar og örugg- ur í sendingum og skóp liðs- mönnum sínum hin ákjósanleg ustu tækifæri, þó að oft gengi erfiðlega að vinna úr þeim. Á Reykjavíkurmótið: KR—Vík- vörn KR reyndi lítið sem ekk- Friamhald á 14. síðu. Kvennalandslið handknattleik valið LEIKUR KR og Víkings fór að mestu fram á vall- arhelmingi Víkinga. Hér sækja KR-ingar fast að markmanni Víkings, talið frá vinstri; Steinar Hall- dórsson, Sveinn Jónsson, Bergsteinn Pálsson og Ell- ert Schram. — Ljósm. Sv. Þormóðsson. MHMIMMMHWMHMMHMM EINS og skýrt hefur verið frá hér á síðunni, fer fram Norðurlandamót í handknatt- nnwwwwwwvwwvwww Drengja- námskeið í körfuknatt- leik Körfuknattleiksdeild ÍR gengst fyrir námskeiði x körfuknattleik £ ÍR-hús- inu fyrir drengi 11 til 14 ára og hefst það næstk. mánudagskvöld. — Nám- skeiðið stendur yfir í tvær vikur, en aðalþjálf- ari verður Einar Olafsson, íþróttakennari og honum til aðstoðar leikmenn ÍR í meistaraflokki. Þátt- tökugjald er kr. 50,00. Þeir, sem ætla að taka þátt í námskeiðinu eru beðnir að láta skrá sig í skrifstofu ÍR í ÍR-húsinu í dag og á morgun kl. 5-7. tvM Ieik kvenna í Vasterás í Sví- þjóð dagana 23.—26. júní n. k. — Landsliðsnefnd HSÍ hefur valið eftirtaldar stúlkur til að keppa þar fyrir íslands hönd: Erla ísaksen, KR Gerða Jónsdóttir, KR Jóna Bárðardóttir, Á Katrín Gústavsdóttir, Þróttur Kristín Jóhannsdóttir, A Lieselotte Oddsdóttir, Á Ólína Jónsdóttir, Fram Perla Guðmundsdóttir, KR Rannveig Laxdal, Víkingur Rut Guðmundsdóttir, Á Sigríður Kjartansdóttir, Á Sigríður Lúthersdóttir, Á Sigríður Sigurðardóttir, Valur Sigurlína Björgvinsdóttir, FH Sylvía Hallsteinsdóttir, FH Fyriirliði á leikvelli: Katrín Gústavsdóttir, en til vara: Sig- ríður Sigurðardóttir. í fararstjórn íslenzka liðsins eru Axel Einarsson, Rúnar Bjarnason og Pétur Bjarnason, þjálfari. Auk þess verður með í förinni Valur Benediktsson, dómari, en hann mun dæma nokkra leiki Norðurlandamóts- ins. íslenzku stúlkurnar halda utan 21. júní næstkomandi. z Pirie hljóp 8:04,4 mín. Krefeld, sunnudag, (UPI). Á FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTI hér í dag sigraði Gordon Pirie í 3000 m. hlaupi á 8:04,4 mín. — Manfred Germar sigraði í 200 m. hlaupi á 21,3 sek. en anniar varð Karl Kaufmann á sama tíma, — í 4j200 m. boðhlaupi setti ASV frá Köln nýtt þýzkt met á 1:52,2 mín. í sveitinni voru Germiar, Schuttler, Cull- mann og Kaiser. íþróttafrétti r í STUTTU MÁLI Sænskir frjálsíþróttamenn eru byrjaðir að keppa. Fyrsta mótið fór fram á laugardaginn á Stora Mossen í Stokkhólmi og náðist eftirtalinn árangur: langstökk: Wahlander 7,26 m., 400 m. L. Johnsson, 48,8, kúlu- varp Uddebom, 16,54 m., 100 m. Wahlander 11,0, kringlukast Haglund- 48,59, Uddebom 46*64. Á öðru móti sigraði Waern í míluhlaupi á 4:08,9 mín. án þess að taka nærri sér. Á sunnu daginn keppti svo Waern í 800 m. hlaupi og sigraði á 1:53,3, en annar varð hinn efnileg* L:ndh á 1:54,3. Á sundmóti í Mariestad, Sví- þjóð sigraði Almstedt í 100 m. baksundi á 1:06,6, en annar varð Ulf-Göran Johansson, 1: 07,4 mín. — o — Brasilía og Belgía gerðu jafn tefli í Briissel á föstudaginn, 1 gegn 1. Þetta var liðið, sem sigraði Dani 4:3. Olympíulið Ítalíu og Englands (áhugamannalið) kepptu á laixg ardaginn og sigruðu Italir 5:1. Skozka félagið Celtic sigraði hollenzka félagið Sparta fiá Rotterdam á laugardaginn með 5—1. — o —- Brezka stúlkan Mary Bignal setti nýtt enskt met í lang- stökki á laugardag’nn stökk 6, 27 metra. Yamanaka synti 200 m. skrið sund á 2:01,1 á æfingu á laug- ardag, sem er 4/10 úr ske. betra en staðfest heimsmet hans. '• V- SPÁNVERJAR sigruðu Eng- lendinga í landsleik í knatt- spyrnu á sunnudaginn með 3:0 (1:0). Spánverjar höfðu yfir- burði allan leikinn voru leikn- ari og hraði þeirra ruglaði Eng- lendingia í ríminu. A morgun: Landslið-blaðalið ANNiAÐ KVÖLD fer frami leikur landsliðs og liðs, sem íþróttafréttaritiarar hafa valið. — Liðin eru skipuð sem hér segir: LANDSLIÐ Helgi Daníelsson, ÍA. Hreiðar Ársælsson, KR. Árni Njálsson, Val. Sveinn Teitsson, ÍA. Hörður Felixson, KR. Garðar Árnason, KR„ Sveinn Jónsson, KR, Ingvar Elísson, ÍA. Örn Steinsen, KR. Þórólfur Beck, KR. Þórður Jónsson, ÍA. o G. Guðmannss., KR. Rúnar Guðm.ss., Fram. B.Scheving, Fram. Ellert Schram, KR. Guðijón Jónss,, Fram.. Ormar Skeggjas., Val. Kr. Gunnlaugss., ÍA. Björn Helgas., ísaf, Helgi Hannesson, ÍA. Grétar Guðmundsson, Þrótti. Þórður Ásgeirsson, Þrótti. BLAÐALIÐ: Alþýðublaðið — 18. maí 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.