Alþýðublaðið - 18.05.1960, Side 13

Alþýðublaðið - 18.05.1960, Side 13
r~ ------★ FERÐAF'ÉLAGID útsýn iheíur skipulagt þrjár hópferð i'r til útlanda í sumar. Þetta er siötta starfsár félagsins, og hafa ferðir þess notið mikilla vinsælda á undanförnum ár- um, enda jafnan fullski'pað í þær löngu fyrirfram. Ferðakostnaður hefur hækk að nokkuð frá íyrra ári, en fé- lagið hefur reynt til hins ýtr- asta að halda kostnaðinum ni'ðri og komizt að hagkvæm- um Samningúm, svo að hækk unin nemur aðeins um 3000 krónum í lengstu ferðunum. - Og löngun fólks til að ferðast, sjá sig um í heiminum og skemmta sér, virðist ekkert hafa minnkað, ef marka má af fyrirspux-num um ferðir síðustu dagana. Ferðafélagi'ð Útsýn Ieggur áherzlu á að stilla hraða ferð- anna í hóf, svo að fólki gefist tóm ti'l að sjá sig um og njóta ferðalagsins. Allur ferðakostn Með Út- sýn subur í lönd ■ iílslÍiW: A AVAXTAMARKAÐNUM,: — I Suðurlöndum fer lífið fram utan dyra og fyrir opnum tjöldim. Hinir gómsætu ávextir eru enginn munaður, heldur hversdagsfæða. — Úr hópferð Útsýnar, ÚR HÓPFERÐ ÚTSÝNAR, — Dimmblátt h'afið en hvít strönd, iðandi af fólki, sem notar sjóinn og sólskinið og teygar í sig þrótt. aður er innifalinn í fargjöld- um félagsins, ferðir milli landa og erlendis, hótelgisting, fullt fæði, þjónusta, aðgangseyrir og íararstjórn. I. EDINBORG — LONDON 12 dagar: 18.—30. júní. Siglt verður með Gullfossi milli landa og dvalizt vi'ku- tíma í Bretland. Frá Edinborg verður ekið suður um Skot- - land og gegnum hið fagra Lake Distriet í Norður-Eng- landi, gist í Chester, en hald- ið áfram næsta dag til Lond- on. Þar verður gist í þekktu hóteli 1 hjarta hei'mshorgar- innar, við Piccadilly Circus, í . 4 daga, farið í kynnisferðir um horgna undir leiðsögn þaul- k-unnugs fararstjóra, og einnig gefst tækifæri ti'l að fara á skemmtistaði og í verzlanir. Til baka verður ferðazt með járnbraut í svefnvagni', dvalizt einn dag í Edinborg, en síðan siglt heim með Gullfossi. Haldið mun uppi' skemmtun á Gullfossi með söng, dansi og myndasýningum. Hér er um óvenju ódýra ferð að ræða, eða frá kr. 5880 að meðtöldum ferðum og fullu uppiihaldi. II. KAUPMANNAHÖFN — HAMBORG — RÍNAR- LÖND - SVISS - PARÍS 25 dagar: 30. júlí - 23. ág. Si'glt verður með olíuskipi til Leith og Kaupmannahafn- ar, dvalizt 3 dag í Höfn, en að því búnu lagt upp í ferðina um meginlandið með lang- ferðavagni' af nýjustu gerð. Gist verður 3 nætur í Ham- borg, en síðan haldið suður í Rínarhéruð og stanzað á mörgum fegurstu stöðuum meðiram ánni Rín, s. s. Bonn, Koblenz og Rúdesheim. Næst verður haldið til Hei'delberg og stanzað þar einn dag. Ekið verður suður ura Svartaskóg hina fögru leið um Freuden- stadt og Triberg, hjá Schaff- hausenfossunum í Rín, stærstu fossum Evrópu, og til Zurich í Sviss. Sakir frábærrar nátt- úrufegurðar og ágætrar þjón- ustu má kalla Sviss paradís ferðamanna flestum löndum fremur. Dvalizt verður vi'ku í Sviss og komið á marga feg- urstu staði landsins, s. s. til Luzern, Vi'erwaldstáttersee, Interlanken, Bern, Lausanne og Genf. Frá Genf verður ek- ið um Frakkland til Parísar og gist þar 4 nætur. Skoðaðar verða merkustu byggingar borgarinnar. heimsótt lista- söfn og skemmtistaðir og far- ið til Versala. Hei'm verður haldið flugleiðis hi’nn 23. ág- úst, en þeir, sem óska, geta orðið eftir í París eða Lond- on og komi'ð heim með ann- arri ferð. III. ÍTALÍA OG RIVIERA FRAKKLANDS 22 dagar: 4.—25. sept. Þessi ferð, sem undirbúin er og skipulögð í samráði við hi'na þekktu ferðaskrifstofu CIT á Ítalíu, veitir þáttakend- um tækiiæri til að kynnast hinn sólbjörtu Ítalíu á bezta árstíma, fegurð hermar og sögu, listum hennar, þjóðlífi og menningu. Ferðazt verður með flugvél frá Reykjavík ti'l Milano, en um ítalíu í lang- ferðavagni af nýjustu gerð, fyrst til vatnanna á Norður- iítalíu, sem rómuð eru fyrir fegurð, en síðan til Feneyja, Firenze og Rómar. Stanzað verður 4 daga í Róm, en síð- an haldi'ð til Napoli, Pompei, Amalfi, Sorrento og Capri. Einnig verður stanzað á hin- um fræga baðstað Viareggi'o og í Genua. Að lokum verður ekið eftir Rivierunni um San Remo og Monte Carlo til Nice og dvalizt þar í 3 daga, en síð- an haldið, heim flugleiðis. ^ Skrifstofa Ferðafélagsins Útsýn í Nýja Bíó er að jafnaði aðeins opin kl. 5—7 síðdegis, en til að auðvelda afgreiðslu verður opi'ð frá kl. 2—7 e. h. þessa viku. Athugasemd Reykjavík, 137 maí 1960. Hr. í'itstjóri. Þjóðviljanum var send hjá- lögð athugasemd vegna frétta- klausu sem birtist í blaðinu 4. þ. m„ en þar sem blaðið hefur ekki erm séð sér fært að birta hana, viljum við vinsamlegast biðja yður um birtingu á at- hugasemd þessari í blaði yðar. 'Virðingarfyllst, Múrarafélags Reykjavíkur. stjórn Reykjavík, 9. maí 1960. Til ritstjórnar Þjóðviljans, Reykj a vík. Vegna fréttar sem birtist í blaði yðar 4 þ. m., um tillögu, sem samþykkt var á fundi fé- lags voi’s 26. apríl s. 1., viljum vér leyfa oss að taka fram eft- irfarandh Eins og fyrrgreind tillaga var birt í blaði yðar, var hún aldrei rædd eða samþykkt á fundi í félagi voru. Ennfrem- ur var rangt skýrt frá at- kvæðatölum. Á umræddum fundi voru 68 félagsmenn, þeg- ar flest var. Að gefnu tilefni viljum vér enn ítreka, að 13. gr. laga fé- lagsins hlióðar svo: „Engin inn- anfélagsmál má birta utanfé- lagsmönnum, nema stjórn fé- lagsins hafi áður samþykkt frá- sögnina og orðalag hennar“. Það væri æskilegt, að þau blöð, sem hafa áhuga á að birta bað sem gerist á fundum fé- lags vors leituðu til stjórnar fé- lagsins, svo að öruggt sé að fréttir af starfsemi félagsins séu sannleikanum samkvæmar. Virðingarfyllst, f.h. Múrarafélags Reykjavíkur, Einar Jónsson (sign) form. Heimild til að staðfesta SJÁVARÚTVEGSNEFND Neðri deildar fjallaði um frum varp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina tii bess að stað- festa fyrir íslands hönd sam- þykkt um alþjóðasiglingamála- stofnun (IMCO). Nefndin yfir- fór frumvarpið og ræddi efni þess við skipaskoðunarstjóra og var sammála um að leggja til að það yrði samþykkt. 100 syntu í Keflavík KEFÚAVÍK, 16. maí. — Nor- ræna sundkeppnin hófst í sund höllinni í Keflavík á sunnu- daginn. Þátttaka var góð og syntu rúmlega 100 rnanns fyrsta daginn. Síðast syntu rúmlega 1000 manns 200 m. í Keflavík. — Formaður framkvæmdanefnd- ar keppninnar í Keflavík er Hermann Eiríksson skólastjóri. — HG. KUPLIN6SDI5KAR í eftirtaldár tegundir bifreiða NÝKOMNIR : Austin 10 Opel Record Opel Karavan Opel Kapitan Skoda Jeppa Chevrolet, fólksb. Chevrolet, vörubíl Ford, fólkshíl Ford, vörubíl Dodge, herbíl Volkswagen Ford Taunus Einnig fyrirliggjandi Blikkarar Stefnuljós, 24 volt, 2x20 wött Felgjujárn Felgulyklar Kertalyklar Vatnspumputengur Ventlaþvingur V entlastilliskrúf j ám Þriððja arma þvingur ofl. ofi. Jéh. ólafsson & Co. Hverfisg. 18 Reykjavík Sími: 11984. Námskeið fyr- ir skipstjóra EINS og undanfarin ár beit- ir Fiskifélag íslands sér nú fyr- ir nokkrum námskeiðum fyrir skipstjóra fiskiskipa um með- ferð og notkún fiskleitartækja. — Fyrsta námskeiðið verður, haldið á Akranesi n. k. fimmtu- úag og geta væntanlegir þátt- talcendur látið skrá sig hiá Sig- urði Vigfússyni vigtarmanni þar á staðnum. — Forstöðu- maður námskeiðanna er Krist- ján Júlíusson loftskeytamaður, en auk hans munu reyndir skipstjórar leiðbeina með hag- nýta notkun tækjanna. Þá rrun Jakob Jakobsson fiskifræð ingur væntanlega flytja erindi um síldveiðar og síldarrann- sóknir á þessu fyrsta nám- skeiði. Alþýðublaðið — 18. maí 1960 |,3 A

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.