Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1945 SAMVINNA EÐA KOMMÚNISMI Eftir Jónas Jónsson (Eftirfarandi grein hefir verið send Hkr. af merkum bónda vestan úr landi og mælst til að hún væri birt.—Ritstj. Hkr.). I. Á sðustu sextíu árum hafa tvær nýjar félagsmálastefnur xutt sér til rúms á íslandi við hlið hinnar óragömlu samkepnis- stefnu, sem lengst af hefir drotnað í heiminum og á enn mikil ítök í hugum manna bæði á Islandi og í fjölmennari lönd- um. Samvinnustefnan festi hér rætur um líkt leyti og þjóðin fékk nokkra sjálfstjórn 1874. — Elzta núlifandi samvinnufélagið á Islandi var stofnsett rétt eftir 1880. Síðan þá hefir hreyfingin vaxið svo að segja með ári hverju. Nú mun láta nærri, að meira en helmingur Islendinga hagnýti sér samvinnuskipulagið til framdráttar undir einu eða öðru formi. Þegar byltingin varð í Rúss- landi 1917 fékk kommúnista- hreyfingin fyrsta tækifærið til að láta “verkin tala”. Áhrifin frá þeirri byltingu bárust með styrj- aldarupplausninni víða um heim og líka tl Islands. Alþýðuflokk- urinn var þá að myndast og leit- aðist við, undir forustu Jóns Baldvinssonar og margra annara þjóðnýtra manna, að halda hreyfingunni sem öflugri fram- farastefnu verkamanna, en á grundvelli laga og réttar. En þrátt fyrir alla varasemi frá hálfu hinna beztu manna í verk- lýðshreyfingunni, gætti af og til rússnesku áhrifanna. Ýmsir' nafnkendir menn í verklýðs- hreyfingunni héldu fram þeirri nauðsyn verkalýðsins að beita handafli, >ef lögleg úrræði nægðu ekki til að tryggja sigur. En eftir 1930 gengu hinir bylt- ingarsinnuðu verkamannasinnar úr Alþýðuflokknum og mynd- uðu sinn eigin flokk, undir yfir- stjórn alþjóðafélagsskapar verka lýðsins í Moskvu. II. Samvinnustefnan og kom- múnisminn hafa gagnólík vinnu- brögð og lokatakmörk, enda er saga þeirra ólík hér á landi. Sam- vinnumenn gera eingöngu kröfu til sjálfra sín. Þeir ráðast ekki með grjótkasti á búð kaupmanns- ins og beita hann engu harðræði. En þeir stofna sína eigin verzlun, venjulega fyrst pöntun, og síðan félag, sem hefir opna búð. Kaup- félagið hefir engin tæki til að draga verzlun til sín, nema að sigra á grundvelli samkepninn- ar. Nýir félagsmenn og nýir við- skiftamenn koma því aðeins í kaupfélagið, að þeir telji sig að öllu samtöldu fá þar betri verzl- un en annars staðar. Kaupmað- urinn, sem keppir við kaupfé- lagið, vinnur á sama hátt. Hann leitast við með ýmsum hætti að haga vinnu sinni og aðgerðum þannig, að sem mestar líkur séu til að viðskiftamenn á staðnum telji sér mestan hagnað að leita til hans. Milli kaupmanna og kaupfélaga er frjáls kappleikur. Þjóðin skiftir sér að líkindum um það bil til helminga milli kaupmanna og kaupfélaga. — Hvorki kaupmenn eða kaupfé- lög gera ráð fyrir að geta eða vilja beita ofbeldi í þessum kapp- leik, heldur þreyta kappleikinn á grundvelli laga og réttar. Kommúnistar hafa aðra starfs- aðferð. Þeir telja ekki aðeins réttmætt að nota ofbeldi til að þoka málum sínum áleiðis, held- ur beinlínis sjálfsagt. Þeir telja ennfremur rétt að viðhalda veldi sínu, eftir að það einu sinni er komið á, með ofbeldi, og leyfa þess vegna engar aðrar skoðanir í ríki sínu heldur en þær, sem víðurkendar eru af valdhöfun- um. I daglegu starfi gera kom- múnistar fyrst og fremst kröfu til annara. Þeir heimta handa sér og sínum síhækkandi kaup, lækkaða skatta og nóg fríðindi. Á þann hátt telja þeir sér henta að halda áfram með kröfur til annara, þar til er þeir hafa lagt í rústir atvinnustarfsemi ein- stakra manna og þjóðfélag, sem viðurkennir eignarétt og lýð- ræði. Samvinnustefnan starfar í friði, lyftir einstakling og þjóð- félagi með því að efla gildi ein- staklingsins. — Kommúnisminn starfar með ófriði, stefnir að kúgunarstjórn, grefur stoðir undan frjálsu þjóðfélagi og eggj- ar fylgismenn sína til að sækja sinn fisk í net annara. III. íslendingar hafa mjög ólíka reynslu af þessum tveim hreyf- ingum. Kaupfélögin eru nú við hverja höfn. Sambandið nær til allra bygða og bæja á landinu. Sláturfélögin og mjólkurbúin eru sjálfbjargarfyrirtæki nálega allra bænda á landinu. Sam- John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboismaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta No. 18—VETERANS’ LAND ACT (continued) SMALL HOLDINGS — I As distinct from the Land Settlement feature of the Act, provision has been made for the establishment of qualified veterans on small holdings. Small holding settlement means a home in rural or semi rural surroundings within reasonable distance of the veteran's place of employment. Each holding must contain a minimum of approximately one acre of land from which the veteran may provide a part of his household food requirements. Assistgnce is available for the purchase of the acreage and the erection of a home and other buildings. Assistance may also be given for purchase of essential furniture, for the purchase of tools of production, such as garden tools, for the purchase of poultry and possibly a cow. Applications should be made to the nearest office at Winni- peg, Brandon, or Dauphin. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD141 vinnufélögin hafa verið öflug- asta lyftistöng almennings á Is- landi á undangengnum tveim mannsöldrum, hvort heldur lit- ið er á aukinn félagsanda, kunn- áttu eða samstarf, bættan efna- hag einstaklinga eða eflingu lýð- ræðisvinnubragða í landinu. Kommúnistar geta ekki bent á önnur verk sér til ágætis á Is- landi heldur en nokkur verkföll, útgáfustarfsemi í byltingaranda, að vera valdir að aukinni sundr- ung landsmanna og að eiga meg- inþátt í þeirri dýrtíð, sem vel getur riðið fjárhag landsmanna að fullu. IV. Á síðustu misserum hafa all- margir menn hér á landi, sem ekki eru kommúnistar, byrjað að útbreiða þá skoðun, að sigrar Rússa á Þjóðverjum bentu tii þess, að í kommúnismanum væru fólgin fræ, sem upp af mætti spretta lífgróður hins nýja tíma. En slík skoðun verður ekki studd með rökum. Það er alls ekkert í styrjaldarsókn Rússa móti Þjóðverjum, sem bendir á, að stjórnarskipulag bolsévika muni færa þjóðum, sem lengi hafa búið við frelsi og framfarir, auknar framfarir og bætt lífs- kjör. En af því að þessi grunn- færa skoðun er í einu algerlega órökstudd og nokkuð almenn, er ástæða til að endurmeta þau rök, sem þar eru borin fram. Heimsstyrjöldin hófst með því að Rússar og Þjóðverjar gerðu sáttmála og komu sér saman um, að Rússar mættu leggja undir sig þrjár þjóðir, sem höfðu fylsta rétt til fullkomins sjálfstæðis, og ræna önnur þrjú ríki miklum löndum. Vegna þessa bandalags hófu Þjóðverjar styrjöldina, enda höfðu þeir auk annars fyrstu missirin mikinn stuðning í vöruaðdráttum frá Rússlandi. Ef England hefði ekki fyrst, og síðan Bandaríkin, lagt út í styrj- öld til varnar frelsi og mann- réttindum, myndi einræðisskipu- lagið, með fylsta stuðningi Rússa vera alls ráðandi í heiminum. Meðal annars myndi alt frelsi og þjóðréttindi nú þurkað út á Is- landi. Eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa vorið 1941, hafa Rússar barist vasklega og notað gamlar aðferðir hyggilega. En í sjálfu sér eru afrek þeirra þó ekki önn- ur en þau, sem hver þjóð gerir. Þeir hafa orðið fyrir árás frá er- lendri þjóð, gripið til vopna, var- ist fyrst og síðan sótt á. Þetta er ekki einu sinni nýung í Rúss- landi. Pétur mikli réðist eftir 1700 á móti hinum ágætu sveit- um Svía, sem gerðu innrás í landið. Hundrað árum síðar vörðust Rússar og rússneski vet- urinn hinni miklu innrás Napo- leons. Enn liðu hundrað ár, og þá tóku Rússar undir hinni ó- fullkomnu stjórn Nikulásar keis- ara móti hersveitum Vilhjálms II., sem þá voru taldar bezti her í álfunni. Nú sótti Hitler á með óvígum her. Stalin beitti því ráði, sem Bernadotte gaf Rússa- keisara 1812, að hörfa undan innrásarhernum, eyða landið, lokka óvinina afarlangt inn í Rússland, og ráðast fyrst með fullri orku móti innrásarliðinu, þegar erfiðir aðflutningar og rússneskur vetur voru búnir að lama þýzka herinn. Vörn og sókn Rússa 1941—44, er alger endur- tekning á rekstri styrjaldarinn- ar frá 1812. Reynslan hefir sýnt, að jafnvel hinn vaskasti innrás- arher getur ekki staðist hinar miklu fjarlægðir með aðflutn- inga og vetrarhörkurnar. Allir innrásarherir frá því um 1700 hafa beðið ósigur, er þeir sóttu inn í Rússland, án tillits til þess, hvaða stjórnarskipulag var í Rússlandi. V. Stjórnarstefna Rússa græðir ekki á samanburði við nazismann ef málið er skoðað ofan í kjölinn. 1 styrjöld Rússa og Þjóðverja unnu Þjóðverjar alla sigrana meðan aðstaðan var jöfn. Síð- ustu misserin hafa Rússar sótt á og náð aftur miklu af landi sínu. En rússneska þjóðin er helmingi mannfleiri en Þjóð- verjar. Rússar höfðu búið sig lengur undir heimsstríð en Þjóð- verjar. Land Rússa er stærra, betra og auðugra af náttúrugæð- um en Þýzkaland. Auk þess hafa Bandaríkin og alt Breta- veldi stutt Rússa með hinum stórkostlegustu framlögum, sem farið hafa milli þjóða, síðan Hitl- er réðist á Rússa. Þegar tekið er tillit til þessara röksemda, er ekki hægt að neita því, ef ein- hverjir menn vilja nú þakka stríðsdugnað Rússa sameignar- stefnu þeirri, er þar ríkir, að þá verður að þakka hinni grimmu nazistatrú Hitlerssinna hinn ó- venjulega dugnað Þjóðverja. — Enginn vafi er á, að Þjóðverjar hafa í þessu stríði staðið fremst- ir allra hvítra þjóða í þessum blóðuga bardaga. Þeir, sem vilja taka til fyrirmyndar dugnað Þjóðverja í þessum efnum, verða að byrja á að tileinka sér naz- istastefnuna, svo framarlega sem rétt þykir að þakka ættjarðarást og fórnfýsi manna, sem verja ættarland sitt, tilteknum póli- tískum stjórnarkerfum. VI. Kommúnisminn stendur í mik- illi og óbætanlegri skuld gagn- vart siðmenningunni. Kommún- isminn er ofbeldistrú. Eftir að hinn fámenni bolsévikaflokkur í Rússlandi hafði hrifsað til sín völd þar í landi og útrýmt með eldi og járni öllum sjálfstæðum atvinnurekendum í l^ndinu, tóku æfintýramenn í öðrum löndum, eins og Mussolini og Hitler, skipulag Lenins til fyrirmyndar um alt, sem laut að harðstjórn og kúgun, en upp úr sviflinguiú einræðisherranna er núverandi heimsstyrjöld sprottin. Feður kommúnismans hafa hafa inn- leitt stéttarstyrjaldir og stétta- kúgun í skiftum þjóðanna. Á þann hátt bera þeir ábyrgð á upplausn borgaralegra þjóðfé- laga nú á dögum og þeirri ægi- legu styrjöld, sem nú stendur yfir. Það er þess vegna engin ástæða fyrir mannkynið að þakka bolsévikum fyrir stefnu þeirra og vinnubrögð, að því er snertir heimspólitíkina. Hitt er annað mál, að eins og aðkoman var í Rússlandi í síðustu heims- styrjöld, hafa kommúnistar unn- ið með miklum dugnaði að því að rétta landið við og nota auðlindir þess. En hið sama gerðu nazist- ar í Þýzkalandi með engu minni árangri. Og hið sama hafa Danir gert á síðustu þrem mannsöldr- um með lýðstjórn og án kom- múnisma eða nazisma. Fram- farir dönsku þjóðarinnar á þessu tímabili eru svo alhliða og svo djúptækar, að ekki eru dæmi til, að nokkur önnur þjóð hafi betur en Danir á þessum árum notað gæði lands síns og þroskaskilyrði þjóðarinnar. Hér hafa verið tek- in tvö dæmi um stórfelda efl- ingu skyldra frændþjóða, alger- lega án áhrifa sameignarstefn- unnar. I sömu átt bendir reynsla nálega allra lýðfrjálsra þjóða í heiminum. VII. Lenin og Stalin tóku við þjóð, sem aldrei hafði þekt frelsi, en búið öldum saman við bændaá- nauð og algert réttleysi borgar- anna gagnvart fámennri yfir- ráðastétt. Bolsévikar buðu þjóð- inni nýja kúgun, en að gefa I henni jafnframt vélrænar fram- farir. Þegar 50—60 bændur á akurlendum Rússlands eru sett- ir undir einn ráðsmann, sem stýrir vinnu fólks frá öllum heimilum, þá er þetta á margan hátt eðlilegt áframhald af stjórn gósseigenda yfir ánauðugum bændum, en með bættum líf- kjörum, þó að frelsið sé ekki aukið til muna. Allur almenn- ingur í Rússlandi var vanur að eiga ekkert, ráða engu, og þola harðstjórn frá hálfu allra svo- kallaðra yfirmanna. Kommún- isminn hefir haldið öllum teg- undum harðstjórnar, þar á með- al ritskoðun, ritbanni, njósnum stjórnarvaldanna og réttleysi allra einstaklinga gagnvart leynilögreglunni og valdakerfi stjórnarflokksins. En vélrænar framfarir eftir enskri, þýzkri og amerískri fyrirmynd hafa borist til landsins. VIII. Sefna kommúnista hefir ekk- ert fylgi í löndum þar, sem þjóð- irnar hafa lengi búið við frelsi og framfarir. Þess vegna hefir kom- múnisminn aldrei fest rætur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Hol- landi, Sviss, Bretlandi eða Bandaríkjunum. Þessi stefna hefir í bili náð tiltölulega meira fylgi á íslandi, heldur en í öðr- um frjálsum löndum, en þar má að mestu kenna um veiklun at- vinnulífsins, sökum dvalar fjöl- menns erlends herliðs í landinu. En ef til þess á að koma, að kom- múnistar reyni að framkvæma hag- og stjórnkerfi sitt á íslandi, þá munu þeir mæta meiri erfið- leikum en í flestum öðrum lönd- um. íslendingar hafa aldrei þol- að verulegt stjórnaraðhald. — Landnámsmennirnir komu hing- að, af því að þeir vildu ekki beygja sig fyrir því ríkisvaldi, sem þá var að komast á í Evrópu. Og lundin er hin sama enn þann dag í dag. Það mun reynast ofurefli fyrir kommúnista að láta einn ráðsmann stýra búskap og vinnubrögðum á öllum heim- ilum í tveim hreppum. Sjómenn og útgerðarmenn munu ekki heldur kunna sem bezt við sig á allsherjarútvegi ríkisins. Ekki ,er heldur sennilegt, að þeir menn, sem standa að kaupfélög- um landsins og kaupmannaverzl- un, muni kæra sig um, að komið yrði á allsherjar landsverzlun með þjóðnýtingarráði. IX. Það væri tæplega rétt að enda þessa grein, án þess að bera sam- an yinnubrögð kommúnista í Rússlandi við starfshætti flokks- bræðra þeirra hér á landi. Að vísu er ekkert sérlegt að segja frá afrekum þeirra í stjórngæzlu og hernaði. Þeir bera fremur flestum öðrum ábyrgð á núver- andi ófriði. Þeir hafa staðið sig vel í vörn landsins, en það hafa forfeður þeirra gert áður fyr undir stjórn harðstjóra, sem nefnist keisari, og það gera ná- lega allar þjóðir heims, ef á þær er ráðist af útlendum fjand- mönnum. Hinu verður ekki neit- að, að í Rússlandi er nú beitt miklum dugnaði við dagleg framleiðslustörf. Þjóðin vill mik- ið á sig leggja fyrir land sitt og sparar ekki áreynslu eða fórnir. En öðru máli er að gegna um íslenzku kommúnistana. Þeir hafa síður en svo haft bætandi áhrif á vinnuafköstin í landinu. Þeir hafa sett framleiðsluna í mikla hættu. Og í bókum þeirra og blaðagreinum er lögð megin- áherzla á að ræða um rússnesk áhugamál en ekki um þjóðar,- hagi íslendinga. Kommúnistar líta óhýru auga til samvinnufélaganna í landinu og hafa boðað þeim stríð. Þetta er skiljanlegt. Samvinnuhreyf- ingin á bezt við hugarfar og að- stöðu íslendinga af öllum um- bótastefnum. Hún hefir nú þeg- ar náð hlutfallslega meiri tök- u.m til góðs á atvinnulífi Islend- inga heldur en í nokkru öðru landi. Og í þeim mikla vanda, sem er fram undan fyrir ís- lenzku þjóðina, að koma skipu- lagi á framleiðsluna í þéttbýli landsins og að koma á varan- legum friði milli stéttanna í landinu, mun samvinnuhreyfing- in vera sá órætti draumur, sem koma skal.—Samvinnan. Christmas Carnival Hið árlega jólagleðimót til þess að hafa saman peninga fyr- ir munaðarlausa, aldraða og þurfandi, verður*haldið í Winni- peg Auditorium föstudag og laugardag 30. nóv. og 1. des. Þessi samkoma er undir um- sjón Public Utilities and Bank- ers in Greater Winnipeg. Allskonar leikir fara þar fram og góð verðlaun gefin. $50.00 Victory Bond verður gefið sem door prize, — þeim sem er svo heppin að hafa rétta númerið. Inngangsgjald er 25c. Allur ágóði gengur til jólaglaðsnings sjóðsins, undir umsjón Council of Social Agencies, til hj'álpar nauðstöddum. “Fréttir af Islendingum bæði vestra og eystra, í vikublöðun- um okkar eru andlegur fjársjóð- ur, sem enginn sannur Íslend- ingur getur verið án,” stóð ný- lega í bréfi til Hkr. GERANIUMS! 18 FYRIR 15C Allir sem blómarækt láta sig nokkuð snerta ættu að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna birgðum að velja af öllum litum, hárauðum, lograuð- um, dökkrauðum, crimson, maroon, vermilion, scarlet, salmon, cerise, orange-red, salmon pink, bright pink, peach, blush-rose, white blotched, varieated, margined. Þær vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan- skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu útsæði fyrir húsblóm, alt ólikt og vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25 —öll fyrir 60c póstfrítt. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Strax og hún er tilbúin 74 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefiiLverið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.