Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. DES. 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA fyrra (1944). Tvær flugdeildir, önnur undir stjórn Lieut. Ted Hudsons,hin undir stjórn Eiríks, v°ru á veiðum eftir japönskum skipum. Þeir foringjarnir komu auga á japanskan tundurspilli °g steyptu sér á hann úr 8000 feta hæð. í annari atrsnnu varð flugvél Hudsons fyrir svo mikilli skotríð, að hún steyptist í hafið, °g þar fórst Hudson. Við þessi tíðindi xann bers- ersksgangur á Eirík, að því er félagar hans ætluðu, þeir er sáu aðfarir hans. Hann hófst á loft °g renndi sér í þriðja sinn á skipið, en greip í tómt, því það var þá sprungið í loft upp og sokkið. En það var enn langt frá ! því að móðurinn væri runninn af Eiríki: hann var enn í víga- ■ hug. Og er hann kom auga : annan japanskan tundurspilli í nokkurra mílna fjarlægð, þá var ekki að sökum að spyrja. Eiríkur renndi sér á hann með flokk sinn af sjö flugvélum. Eiríkur skaut öllum sex hlaupum sínum á skipið, en það spjó eldi og eim- yrju á móti. Þrjár atlögur gerði Eiríkur að skipinu. I hinni fjór- ðu kallaði einhver félaga hans og bað hann blessaðan að hætta sér ekki lengur. En Eiríkur var fjanri því að sleppa bráð sinni, skipinu er lá lamað og rjúkandi á hafinu. En þessari (fjórðu at- lögu) þraut Eirík skotfæri á leið- inni að skipinu. Skipið þurfti Innilegar Jóla og Nýársóskir til allra tslendinga Kæra þökk fyrir ánægjuleg viðskifti Brown's Hardware 833 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Gleðileg Jól og Farsælt Nýttár! GLENROSE Grocery and Coníectionery 904 SARGENT AVE. SÍMI 72 962 JACK SCHATZ, eigandi 840 Sargent Ave. við Banning St, BÝÐUR SfNUM VIÐSKIFTAVINUM GLEÐILEG JÓL OG GOTT NÝÁR TAYLOR BROS Eigendur WAWANESA MUTUAL INSURANCE CO. CANADA’S LARGEST FIRE MUTUAL 1896 — Our 50th ANNIVERSARY — 1946 Head Office: WAWANESA, MAN. Winnipeg Branch: 405 National Trust Bldg. We specialize in the following lines of insurance: Fire, Automobile, Burglary, Plate Glass, Personal Propertly Floaters and Inland Marine. Local Representative: JOHN V. SAMSON 1025 Dominion St. Phone 38 631 Winnipeg, Man, Hugheilar hátíðaóskir TIL VINA OG VIÐSKIFTAMANNA YAN’S ELECTRIC 641 Sargent Ave. Winnipeg, Man, Gleðileg Jól og Farsælt Nýár mínum íslenzku viðskiftavinum til handa S. E. JOHNSON WINNIPEG, MAN, 641 SARGENT AVE, Centxal ^baixieó Jtymited 121 Salter St. :: Winnipeg, Man. E. A. ISFELD, ráðsmaður samt ekki meira,það sprakk og sökk. Fyrir forustuna í þessari or- ustu fengu þeir félagar, Ted og Eiríkur, heiðursflugkrossinn, en sú viðurksnning gengur næst þeim hæsta heiðri er hægt tr að veita mönnum: það er heiðurs- peningur þingsins (The Cong- ressional Medal of Honor). Hin orustan er hér verður frá sagt varð hin síðasta er Eiríkur átti við Japana, hinn 19. október 1944. “Deildin, sem Eiríkur var i, hafði háð 18 orustur fyrir 20. október, þegar innrásin á Leyte hófst. í þessari herferð varð mannfallið óvenjulega mikið, fjórir flugmenn voru skotnir niður í flugorusutm, einn þeirra var % Ensign Frank Axson, er lenti í sjóinn, en komst af. Axson hafði verið í för með Eiríki Mag- nússyni, þegar á þá réðst flokk- ur japanskra flugmanna; voru þeir japönsku langtum liðfleiri. Þeir komu skoti á Axson, en hon- um tókst að fljúga til sjávar, og var síðan bjargað af tundurspilli. Eiríkur skaut niður tvær flug- vélar, en það sézt síðast til hans, að vél hans, löskuð mjög, reyndi að fljúga á réttum kili vestur yfir Manila. Lieut. Beckmann var líka skotinn niður í þessari orustu og spurðist ekki til hans. Missir Eiríks var félögum hans þung tíðindi. Hann var elzti maður í deildinni — líklega elzti vígur flugmaður í flotanum, — hann var klettur sem yngri mennirnir, að skipstjóranum meðtöldum,. studdist við, vinur sem enginn fór í geitarhús að leita ullar hjá, ef úr vöndu var að ráða eða uppörvun kom sér vel. Enginn sá Eirík falla, — og vinir hans veðjuðu um að hann mundi bjarga sér — éigi síður en þsir vonuðu það og báðu þess. En ef hann skyldi hafa fallið gerðu þeir ráð fyrir að hann sæti og spilaði við almáttuga deildar- foringjann á himnum — milli þess sem hann gæfi honum nokk- ur velmeint ráð um það, hvernig hægt væri að skrúfa nokkurra mílna aukinn hraða út úr Helj- arkettinum (Hellcat) sínum án þess að böggla saman vængina á honum.” Þessar lýsingar á afrekum Ei- ríks eru teknar úr minningabók, sem þeir er eftir lifðu á flugvall- arskipinu létu semja um hina Hhagborg u FÍJF.L CO. II Dial21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 föllnu og sendu aðstandendum þeirra. Eiríkur kvæntist 1936 Delia Thomas frá North East Harbor, Maine. Þau áttu tvö efnileg börn, Mary Anne (f. 1937) og Eric (f. 1940). Konan og börnin eru nú í North East Harbor hjá föður hennar, sem er bæjarfógeti (manager) á staðnum. Skömmu fyrir stríðið fór eg til Dahlgren, Virginia til að beim- sækja Eirík og fjölskyldu hans. Þau hjónin bjuggu þá í litlu og laglegu húsi í þorpinu og það virtist fara mjög vel um þau. Þau voru ung og hraustleg, börnin voru kát og fjörug. Eg spurði Eirík um álit hans á flugher Japana en hann gerði lítið úr honum. Hélt hann að flugvélar Japana væru ekki annað en lítt hæfar eftirlíkingar á vélum hvítra manna. Eg hafði heyrt því fleygt fyrr, og sennilega hafa þessar sagnir verið húsgangur í ameríska hernum. Það var ein- kennilegt að einmitt Japanar skyldu verða Eiríki að grandi. En enginn má við margnum. Ekki veit eg hvort Eiríkur hef- ir nokkurntíma lesið lslendinga- sögur eða heyrt farið með Háva- mál. Ólíklegt væri það ekki um mann sem var sama sem sonar- sonur Eiríks Magnússonar í Cambridge og eftir honum heit- inn. Hitt er víst, að ekki hefir hann haft neitt slíkt í þeim ame- rísku skólum sem hann gekk í gegnum. Það er og víst að faðir hans var hreinn víkingur í lund. Það kom því engum á óvart þótt Eiríkur særi sig í ættina og lifði og dæi sem sannur víkingur. — Hann féll, en minningin mun lifa, því orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. Stefán Einarsson (próf.) Vorum mörgu íslenzku viðskiftamönnum óskum ver GLEÐILEGRA HATIÐA L. HARLAND GROCERIES & MEATS 871 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. WE DELIVER 1 Prónsfundar fréttina í næst síðasta blaði slæddist sú villa, að þar segir að í nóv. á þessu ári væru 100 ár liðinfrá dánardægri Jónasar Hallgrímssonar, en átti að vera í maí-mánuði o. s. frv. VÉR TÖKUM ÞETTA TÆKIFÆRI TIL AÐ ÞAKKA OKKAR MÖRGU VIÐSKIFTAYIN UM YIÐSKIFTIN Á ÁRINU 1945 OG ÓSKUM ÞEIM OG ÖLLUM ÍSLENDINGUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FAR- SÆLS KOMANDI ÁRS.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.