Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 9

Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 9
Um jölin Ennþá draumar aldagamlir yfir jarðar mýrkrum loga, eins og yfir loftið leggi leifturskæran friðarboga. Hvað er hér á furðuferðum friðarboð, á jarðar vegi? eftir hafs- og himin-djúpa harma, roði’ af betra degi? Þetta er orðin gömul gáta, gamal-ný þó ávalt standi, vonin blind sér byggir hallir birtu þráir mannsins andi. Heimsment íklædd yfirgylling öfugstreym í reynd og hætti, skyggja fyrir sól og sumar sóttkveikjur í andardrætti. Þó er eg svo þankaglaður þegar lægst er vetrar-sólin: er sem hulin hönd, minn snerti hjartastreng, um blessuð jólin. Jón Jónatansson PratÉ fyrir - - Oss dreymir um frelsi og frið á jörð, að fjötrarnir bresti af mannlífs hjörð, að kærleikans — renni upp — sigursól og sigri hvert mannsbarn, um þessi jól. En helstefnan líður sinn vana veg og vanans er ákefðin hörmuleg. Að veita inn lífsstraumi. Nema ný lönd, er neitað, svo hrökkvi’ ekki vanans bönd. Vér þráum að góðæri greiði oss braut til göfugra lífernis, hnekkjandi þraut. Að þróandans akur í sál vorri sé ei sveipaður helvítis morðvarga fé. En þrátt fyrir útlitið ískyggilegt og undirnar margar, — og friðarins nekt, skal al-lífsins kraftur, um al-lífsins ból, einhuga boða þér: — Gleðileg jól! Davíð Björnsson FRIÐUR eru slöknuð þrauta bönd Þungur kyrrist særinn. ^fir þjóðir, lög og lönd líður friðar-blærinn. Lofum þessa guða-gjöf gott er að mega fagna. Fleyin sigla frjáls um höf fallbyssurnar þagna. ■^er um heiminn friðar orð frelsis vígt af anda, erru búin bræðramorð ^olvun þjóða og landa. •^ður fáheyrt fólsku vald í^ldi, rændi og brendi, 1111 er loksins glæpagjald ^reitt með böðuls hendi. ^"engjumst allir hönd í hönd ^orfum ei til baka, *reystum ásta og bræðra bönd k^ðjum guð að vaka. eigum alvalds æðstu vörn engan her til vara, ^essi íss og eldsins börn nti á norður hjara. ^egnar lítið mannleg stjórn milli hels og vona, aidrei gleymist okkur fórn andaðra dætra og sona. * ^ótt örin megi eftir sjá, Sem ýmsir hafa fengið, ^ndra heilir Hildi frá ófum við flestir gengið. ^argan veikan máttinn þraut móti böli að spyrna, Vlð sjáum enga sigurbraut Sem er laus við þyrna. ^orfum upp í heiðið blátt ^ttunum kvíðum eigi, eíjum friðar-fánann hátt írelsis móti degi. „ G. Ólafsson ^auðárkróki, íslandi. 1. DESEMBER 1945 (Ræða flutt á Islendingamóti í New York af Thor Thors sendiherra.) Góðir Islendingar: Það var bjart yfir Islandi og vorhugur með þjóðinni, er ís-' lenzka lýðveldið var stofnað fyr- ir tæpu einu og hálfu ári. Og heima fyrir hefir okkur vegnað vel. Farsæld alls almennings hefir verið okkar hlutskifit, þjóð- inni hefir farnast vel og henni hefir liðið vel. Stórhugur hefir einkent hug hennar, hún vill sækja fram og býr sig undir það að efla og auka atvinnulíf sitt, afla fólkinu nýrra tækja við sjó og í svqjt. En samt sem áður hljótum við að sjá að alvarlegir tímar eru framundan. Ófriðnum mikla er lokið, en víða geysar enn stríð og skæruhernaður — og langt er frá því að alheimsfriðurinn sé ennþá unninn. Friður og sam- vinna allra þjóða. Samlyndi þjóðanna er hvergi fundið, en úr skýjum grúfir ægileg atóms- bomba, sem alt getur lagt í rústir á svipstundu, eytt menningu mannkynsins og fært glötun og gjöreyðingu yfir mannlega ver- öld. Við slík viðhorf verður minstu þjóð heimsins erfitt að kunna fótum sínum forráð. Við verð- um a trúa á bandalag þjóðanna, leita skjóls þar og fylkja okkur þétt undir sameiginlegt merki þess. Við verðum að trúa því að vel fari, að mannvitið sigri og friður ríki. ísland getur hvenær sem á það er ráðist orðið hverju her- veldi heimsins að bráð. En íslenzka þjóðin afhendir aldrei vitandi vits og af fúsum vilja land sitt að gjöf til annar- legra þjóða. Island er heldur ekki og verð- f röílK.s’Íjn'ui i. Nú þögnuð er röddin, sem radda var bezt, og rak burtu kvíðann og fróaði mest, og barst yfir heiminn sem huggunarorð, er helsinnar blóðferli æddu um storð. Þá Roosevelt er allur við finnum það fyrst hvern fögnuð og öryggi jörð héfir mist og skiljum að hjartað var huganum með í heimsmálum öllum og beztu þar réð. Þótt snillings rödd geymist í sögum og söng, vor samtíð er fljótstíg og sporin oft röng og hugsjónin fegursta á heljarþröm leidd en heimskupör ljót yfir snildina breidd. II. I hringiðu þjóðirnar hefja sitt skeið, að heimsstríði loknu, við kreppur og neyð, og öfund og grunsemd er allsherjar trú, en andskotans sprengjan til framtíðar brú. Eftir H. W. Longfellow Dagur er liðinn, og dimman drýpur af næturvæng, sem væri hún fálkafjöður fallandi í moldarsæng. Og logandi bæjaljósfn eg lít, gegn um næturhúm sem, eins og mara, legst á minn hug, svo anda minn skortir rúm. Það er eins og sár mér svíði er sé eg tíma og rúm, á sama hátt sorginni líkjast og sjálfu regninu húm. Kom þú og les mér ljóðin, léttvængjuð, stefjahrein, að sefa þá sorg og löngun, er sál vekur nóttin ein. Að voðanum stefnir um veraldarhöf og viti og framsýni búin er gröf ef smyrðlingar sitja vor smölunarþing með smáhuga Truman og Attlee og King. En þau eru alþýðu örlögin hörð, sem óskar sér friðar um gervalla jörð, að fylgja í blindni samt foringjum þeim, er fóstra þau málin, sem sprengja upp heim. Þ. Þ. Þ. Jólaoiótt • / Nóttin er þögul, hvergi andar blær, í húmsins töfraviðjum lönd og sær — unz rökkurtjöldin rofna fyrir sól, sem roðar gulli heimsins fyrstu jól. .... Og undrasögnin ófst frá þeirri tíð í aldafars og trúarbragða-stríð, og gegnum mannlífsmyrkrið voða svart hún megnar enn að lýsa hlýtt og bjart. — Tímamir breytast — liðin æskuár, í endurminning ljóma bros og tár. En framar öllu’ í hugann leitar hljótt — helgin, sem ávalt ríkti þessa nótt. Ragnar Stefánsson Eigi frá meistarans anda, né aldanna frægsta brag, er skóhljóðsins bergmál bera frá bjargi þeirra í dag. Því, eins og hersöngva hljómar, huga minn ræna þrótt, endalaust erfiði og þrautir: en eg vil hvílast í nótt. Les þú mér kvæðin ljúfu, er lækna mín hjartasár, sem dropar frá skúraskini, og skyndivakin tár. Skáldsins, sem erfiði undi, með andvökuljóð í sál, og þakklátum huga hlýddi á hið hljómfagra tungumál. Hans söngvar, þeir sefa og græða sár hvert og æðaslag, sem bros, eða bænarfriður á brá, eftir þrautadag. Kveð þú hin ljúfu kvæðin, sem kýs þú um dægur löng, með hrynjandi hreinnar tungu og hreimblæ í þínum söng. ur aldrei til sölu, jafnvel ekki til okkar beztu vina. Á friðartímum lifum við í sátt og samlyndi við allar þjóðir og leitum menningarsambands við þær þjóðir, sem við líka menn- ingu búa og við. I ófriði getur Island ekki fram- ar verið hlutlaust, til þess er heimurinn of líitll orðinn og við of fáir og algerlega ómegnugir að verja okkur sjálfir. Þá verð- um við að velja okkur vini af frjálsum vilja, og samkvæmt venjum hins mannlega lífs og eðlis. Við viljum geta leitað þangað, þar sem barist verður fyrir þeim hugsjónum, sem okk- ur eru kærastar, þeim hugsjón- um, sem skópu íslenzka þjóð, •/ernduðu hana og gerðu hana siálfstæða. Hugsjónir frelsisins og framtaksins. Það hefir oft áður verið dimt i lofti, ien vel hefir farið. Við trúum því, að hinn villu- ráfandi heimur rati heim rétta götu um síðir. Og við trúum á þjóð vora og elskum land vort, þessvegna er- um við vonglöð um framtíð vors unga lýðveldis. Guð blessi ísland. ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ 1 NEWYORK Aðalfundur, var haldinn, að Hotel Shelton, þann 1. desember, að viðstöddum um 160 manns. Sendiherra Islands, í Banda- ríkjunum, Thor Thors og frú voru heiðursgestir félagsins. Sendiherrann flutti mjög ítar- Iegt erindi um afstöðu íslands til utanríkismála. Vakti ræðan mikla athygli og fékk sérstak- lega góðar undirtektir. Hin þekta söngkona Islands, frú María Markan, söng einsöng. Var söng hennar fagnað mjög að vanda og þurfti frúin að syngja mörg aukalög. Fröken Agnes Sigurðsson lék emleik á slaghörpu við mikla lirifningu hlustenda. Varð hún einnig að leika mörg aukalög. Frökén Agnes Sigurðsson er af íslenzkum ættum og talar ís- lenzku reiðbrennandi. Hún er ættuð frá Winnipeg, Canada, og dvelur í New York um stundar- sakir við hljómlistanám. Fröken- in hefir nú þegar getið sér frægð fyrir hljómleika sína. Kosin var ný stjórn. Fráfar- andi formaður Óttarr Möller baðst undan endurkosningu. — Taldi hann óvíst hve lengi hann myndi dvelja í New York. Lagði Óttarr Möller til að þeir sem hér fara á eftir yrðu kosnir: Formað- ur, Hannes Kjartansson; með- stjórnendur: Hjálmar Finnsson, frú Guðrún Camp, Grettir Eg- gertsson, Guðmundur Árnason. Tillagan var samþykt með öll- um greiddum atkvæðum. Fyrverandi formaður gerði grein fyrir starfsemi félagsins undanfarið og fer hér á eftir úr- dráttur úr þeirri greinagerð. Islendnigafélagið var stofnað árið 1939. Þá bjuggu í New York um 40 Islendingar. Starf- inu var fyrst hagað þannig að 4—5 kvöldvökur voru haldnar árlega. Fyrirlestrar fluttir og ís- lendingar fengnir til að skemta. Er hin nýafstaðna heimsstyrj- öld skal lá og utanríkisviðskifti Islands færðust mestmegnis til Vesturheims, jókst Islendinga- bygðin í New York, hröðum skrefum. Borgin varð miðstöð verzlunar og menta. Þó fluttist margt skólafólk til mentastofn- anna víðsvegar um Bandaríkin. Telja má að flest Islendinga hafi Ivalið í New York fyrri helming ársins 1945: eftir beztu heimild- Og húmið og þreytan hverfur við hljómanna töframátt, og fella sitt tjald, sem förumenn, er fjarlægðin hylur brátt. S. E. Björnsson um um 500 manns, eru þá böm talin með. Þess skal getið að starfssvið íslendingafélagsins nær yfir New York og útborgirnar Brook- lyn, New Jersey, Bronx o. fl. — Einnig sóttu samkomur félagsins landar frá fjarlægum borgum t. d. Boston, Philadelphia, New Haven, Washington og Balti- more. 1 byrjun ársins 1945, tók stjórn félagsins upp ýmsa nýbreytni í starfsháttum. Til að ná sem bezt til hinna ýmsu dreifðu Islendingabygða voru stofnaðar deildir innan fé- lagsins er unnu að íþrótta og kynningastarfsemi. Deildir störfuðu í Forest Hills, Manhattan, New Jersey ogl Brooklyn. Milli sumra þessara Islendingabygða >eru 40—60 kílómetrar. | Þá starfaði sérstök deild að kynningastarfsemi meðal Islend- inga í New York er störfuðu að verzlun, framleiðslu, iðnaði, flutningum og öðrum greinum íslenzks viðskiftalífs. 35 til 40 manns mættu að meðalatli einu sinni á mánuði í hádegisverð. Á þessum samkomum var fluttur' fyirrlestur og þeir er nýkomnir voru frá íslandi fengnir til að segja fréttir frá Fróni. Leitast var við að ná í á þessi borðhöld íslendinga er gistu New York um stundarsakir í viðskiftaerind- um. Starfsemi deildarinnar var að sjálfsögðu óháð stjórnmálum og öðrum ágreiningsmálum, enda eingöngu starfrækt til að styðja ingu meðal Islendinga er við við- skifti fást. * Nefnd starfaði innan félagsins, skipuð sjö íslenzkum konum, til að hlynna að íslenzkum sjúkling- um er kynnu að dvelja á sjúkra- húsum í New York um lengri eða skemri tíma. Ásamt öðru í viðleitni félags- ins til að kynna Island var geng- ist fyrir kvikmyndasýningu á móti 29. september. Sýnd var kvikmynd af Islandi. Einnig var staðið í bréfaviðskiftum við ís- lendingafélög víðsvegar um heim. Fimm Islendnigamót voru haldin á árinu, þar á meðal eitt útimót, júní. Á íslendingamót- unum mættu að staðaldri um 170 manns. Valdir ræðumenn fluttu erindi. Islenzkir skemtikraftar skemtu. — íslenzkir söngvar sungnir og dans stiginn. Öll þessi mót fóru sérstaklega vel fram. Mikið félagslyndi ríkti meðal íslendinga alment. iGera má ráð fyrir, að fyrirsjá- anleg gjaldeyrisvandræði og endurreisn viðskifta við Evrópu verði þess valdandi að Islending- um fækki í New York. Þá ekki hvað sízt, ber nauðsyn til að halda við og efla starfsemi ís- lendingafélagsins. Félagið getur og á að vera þýðingamikill liður 4 tengslum milli voldugasta og elzta lýðveldis hemisins. Ó. M. Miss Anna Narfason frá Foam Lake, Sask., hefir dvalið hér í _ _ borginni síðan um síðustu helgi. | að auknum skilningi og kynn-1 Hún hélt heimleiðis í gær.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.