Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. DES. 1945 HEIMSXRINGLA 5.SÍÐA Við óskum vorum mörgu íslenzku skiftavinum GROCERIES ★ FRUITS ★ MEAT Innilegar Jóla og Nýársóskir Mcfadyen ccmpany ltd SlMI 93 444 362 MAIN ST, Bjornsson's Book Store 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN JÓLA HUGSANIR Góðvilji meðal manna! Lj'FTIR AÐ HAFA um margar aldir notað hnefaréttinn hvenær sem eitthvað bar á milíi, verða nú jarðarinnar börn að læra að jafna sakirnar án þess að grípa til vopna þegar eitthvað ber á milli. Atomic sprengjan er hinn nýi kennari, og ef námsfólkið neitar að læra, mun það, kennararnir og skólahúsið hverfa í reyk og ösku. Fjörutíu og tvær af fimtíu Sameinuðu þjóðunum hafa ákveðið að láta réttlætið ráða og hafa sett á stofn alþjóða fyrirkomulag, FAO, til þess að fæða alt mannkynið á viðeig- andi hátt, og á sama tíma ábyrgjast framleið- endum fæðunnar, sómasamlegt viðurværi. Canada hefir sett gott dæmi með því að selja kornbirgðir sínar á sanngjörnu verði til hinna nauðlíðandi Evrópu þjóða, og samtímis sett lágmarksverð til f ramleiðenda sem nemur einum dollar fyrir hvern mæli hveitis, um næstkomandi fimm ár. í hálfa öld hafa bændasamtök Vestur- fylkjanna verið að gera tilraun til þess að afurðir búa þeirra gæfi þeim eitthvað í aðra hönd, og þar af leiðandi veitt bændum meira öryggi. Flestar Sameinuðu þjóðirnar hafa nú komið auga á þessa nauðsyn. Bændur Yestur- fylkjanna hafa altaf hatað stríð, jafnvel þó það meinti hærra verð fyrir afurðir þeirra, í bili, og nú horfa þeir fram á veginn, treystandi því að nýtt tímabil sé að byrja, sem færi frið og góðvilja öllum mönnum. Canadian Co-operative Wheat —=Producers Liinitod WINNIPEG — CANADA MANITOBA POOL ELEVATORS Winnipeg — Manitoba SASKATCHEWAN COOPERATIVE PRODUCERS LIMITED Regina — Saskatchewan ALBERTA WHEAT POOL Calgary — Alberta Jólahátíðin er hátíð vonar og fagnaðar, lífs og gleði. Hún and- mælir öllu, sem mennirnir hafa látið viðgangast, hin undanfarin sex ár, og hún hvetur menn til æðra og fullkomnara og kær- leiksríkara stairfs. Jólin eru há- tíð kærleika, ljóss og lífs. Hildar- 1 leikurinn er nú á enda sem breiddi myrkur ófriðar og eyði- leggingar yfir hinar síðustu sex jólahátíðir. Nú hvetja þessi jól, friðar jól, menn og þjóðir, til að byggja í stað þess að eyðileggja, að endurreisa í stað þess að troða undir fótum, að elska í stað þess að hata, og í öllu tilliti, að birta hið sama hugarfar gangvairt öll- um mönnum og4öllum þjóðum, er einkennir jólahátíðina og sem er grundvöllur sannrar og fullkom- innar kristni. Hinar síðustu sex jólahátíðir, hafa komið með ljós, og hinn sama eilífðar fagnaðarboðskap eins og altaf; en myrkrið var of svart og ljósgeislarnir huirfu fyr- ir því, og ófriðarfýsnin kæfði kærleiksboðskapinn og gleðina. Ljósið hvarf, fögnuðurinn varð að sorg og gleðin uppleystist í tárum. Samt mændu menn von- araugum til framtíðarinnar og leituðu úrræðis á ófriði og öðr- um erfiðleikum og vandamálum. Nú er komið vopnahlé. Ekki eiga þjóðir heimsins lengur í ó- friði. Ekki hrynja menn lengur í þúsundatali á vígvöllunum. Og ekki er lengur verið að eyði- leggja stórborgir heimsins né íbúa þeirra. Ófriðurinn er á enda. Samt eru eftir vandamál og erfiðleikar af öllu tægi, fleiri en vér gerum oss vanalega hug- mynd um, meðal þeirra þjóða þar sem ófriðurnin geisaði sem hæst. Vér megum ekki loka augum vorum fyrir vandamál- unum sem eftir eru þó að stríðið sjálft sé á enda, því þau eru mörg og flókin og krefjast úrlausnar. En jólin eru í nánd. Og þau bera oss boðskap vonar og kær- leika, þeirrar vonar sem sagt er að hafi fæðst í heiminn er engl- ar sungu um frið á jörðu og vel- þóknun yfir mönnunum, og þess kærleika sem er kjarni hinnar kristnu trúar sem heimur hvítra manna viðurkennir en leggur svo litla raunverulega rækt við. — Samt er það bæn vor, að boð- skapur jólanna megi verða að veruleika. Vér leitum hans af hrærðu hjarta, og grátum yfir getuleysi voru að koma í fram- kvæmd vorum dýpstu þrám, vor- um æðstu draumum. Jólin benda oss leiðina. Jólaljósið lýsir vegin. Himinljósin, boða frið og full- komnim. Það eru aðeins menn- irnir sem kunna ekki að lifa í samræmi við þessa hluti. Samt vilja mennirnir frið. Þeir vilja betur en þeir gera. Nú verða þeir gjörendur. Þeir verða að læra að lifa þannig og breyta þannig, hver við annan, að friðarandinn og kærleikurinn ráði mestu í lífi þeirra. Þá skapast einnig friður á jörðu. Þeir verða að læra ekki aðeins að syngja um frið og kærleika og velþóknun, en einn- ig að birta frið og kærlieka í öllu lífi sínu og allri framkomu. Jólin eru hátíð vonar, lífs og gleði. Undir áhrifum anda þeirr- ar hátíðar, getur mannkynið, ef það vill, ráðið úr öllum vanda- málum sínum og erfiðleikum og skapað raunverulegt ríki guðs á ft & & A A A A & A A A & 0 Innilegar hátíðakveðjur til íslendinga G. K. STEPHENSON Plumber 1061 DOMINION ST. Sími 89 767 jörðu. Ef að áhuginn er nógu ríkur, skilningurinn nógu góður, skynsemin nógu skýr, og viljinn nógu sterkur, þá er alt mögulegt, og vér getum látið anda jólahá- tíðarinnar ríkja á öllum árstíð- um. “Guði dýrð og foldu frið flutti drottins englalið — frið og blessun fyrir dag, fyrir nótt og sólarlag, frið á milli morgna og kvelds, milli krafta lífs og hels. Gleðileg Jól og Farsælt Nýár ! Eitt allra fullkomnasta hljóðfærahús Winnipegborgar IIRMC 3B3 JWfc. Frið og sátt með fullri trygð, frið um alla jarðarbygð, syng nú hærra, heilög drótt, hærra, hærra þessa nótt, hænra, drottins dýrðar hér, daufum eyrum hlustum vér. Enn þá vantar ást og grið, enn þá ró og sálarfrið; enn sem fyrri, himinn hár, hrópar til þín synd og fár, ánauð, blindni, ógn og blóð, — enn þá hærri friðarljóð! MANITOBA Skipuleggur Framtíðar Starfsemi Syng þú hærra, sæl og há sveitin drottins himnum frá; syng svo hátt, að hver ein sál heyri lífsins friðarmál; syng svo hátt, að hverja þjóð hrífi drottins sólarljóð. —M. J. Iðnaður Manitoba hefir tekið afarmikl- um framförum á liðnum stríðs-árum. Áður óþekt framleiðsla hefir myndast og tekið þeim framförum, að slíkt hefði verið álitið að öllu ómögulegt á undan- förnum árum. í orðum manns, sem eg hefi virt mikils, vil eg óska öllum, sem þessi orð lesa, gleðilegra jóla og hamingjuríks nýárs, og helzt af öllum, meðlimum og vin- um safnaðarins míns í Winnipeg, og allra safnaða kirkjufélags vors. “Friður á jörðu — einn til vor! Þú tungl, þér stjörnur og þú fagrahvel — boðið frið á jörð! Færið oss friðhelg jól, yfir allan heim, til hugardapurra og hryggra manna, ríkra og snauðra, hárra og lágra. Færum friðhelg jól að hverju húsi, er oss ber, yfir land vort og þjóð, yfir hús vor og heima.” Philip M. Pétursson Eigandi óþrjótandi námur af öllum tegundum og frábærlega góð akuryrkjulönd, fiskiver, timburlönd og fossa-öfl, getur Manltoba tekið hinu nýja endur- reisnar tímabili með vissu um stórfeldar verklegar framkvæmdir. Fylkið verður nú, fremur en nokk- urntíma áður, einn af aðal þáttunum í farmfara- kerfi Canada,—fylkið, sem öllum sínum íbúum gef- ur sama rétt til þátttöku í sameiginlegri velmegun. DEPARTMíNT 0F MINES AND NATURAL RESOURCES * HON. J. S. McDIARMID, D. M. STEPHENS, Minister Deputy Minister S. THORVALDSON, M.B.E., President L. A. SIGURDSSON, M.D., Sec.-Treas. Stofnsett 1897—Löggilt 1912 ★ Vér óskum íslendingum vestan hafs og austan ánægjulegra hátíða og farsældar á komandi ári. Sigurdsson, Thorvaldson Co. Ltd. GENERAL MERCHANTS Rivcrton, Arborg og Hnausa, Manitoba, Canada

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.