Heimskringla - 30.07.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.07.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JÚLÍ 1»47 Hún yar hans, þessi stúlka, sem sat þarna við hljóðfærið með hárið baðað í ljósi, með ber- ar herðarnar. Hann þurfti ekki annað en rétta út hendina til að eiga hana að öllu leyti — og sacmt haifði hann séð hana bara tvisvar. Hún var fallegasta stúlkan í London. Hún hafði eitt- hvað það við sig, sem mundi hafa gert hvaða konu sem var aðlaðandi, og — hún elskaði hann. Hún hætti að leika á hljóðfærið, lagði sam- an nokkur nótnahefti og kom svo yfir gólfið í áttina til hans. Hún eins og leið yfir gólfið og hallaði sér yfir bríkina á stóra hægindastóln- um, sem hann sat í. Hún rendi fingrunum gegn um hár hans. , “Eg er bara að finna hvort þú hefir betrast — ah, höfuðið á þér er ekki eins flatt í hvirflin- um og það áður var. Það sýndist að vera alt eoeððoeeeeeoooeððeðoseðosoeseooðseceoseosðeoesosoceeðððscoosc Fyrir sjötíu og tveimur árum I sögulegri dagbók Lúcasar stendur þetta afar merkilega skrif: “1875. Fyrstu innflytjendur frá íslandi komu til Winni- peg á “The International”, 11. dag októbermánaðar, og voru 285 að tölu, 216 fullorðnir, 60 fjölskyldur, 80 karl- menn. Sjö dögum seinna, 18. október, 1875, lagði þessi hópur á stað til Gimli, — gáfulegt, ágætt fólk, ómetanleg- ur fengur þessu fylki, — með það í huga að nema þar lönd, og innan lítils tíma varð Gimli höfuðbústaður ís- lendinga í Vestur Canada.” íslendingar hafa lagt stóran skerf til framfara Winnipegborgar og Manitoba fylkis. Margir þeirra eru viðskiftavinir vorir, og aðrir í þjónustu vorri. Vér höfum átt viðskifti við þá í meira en 50 ár, og þeir ganga þess eigi duldir að viðskifti við Winnipeg Electric, hvort heldur er viðvíkjandi rafurmagni, gasi eða flutninga-tækjum, eru þau greið- ustu sem framast er unt að fá. Sérstakur boðskapur frá Reddy Kilowatt: “Ef þér hafið í hyggju að reisa nýtt hús eða gera við húsið sem þér nú búið í, þá símið strax 904 321 eða 904 312 eða 904 313. Á þann hátt getið þér fengið fljótar og áreiðanlegar upplýsingar um á hvem hátt þér getið leitt rafurmagns vírana um húsið, svo þér öðlist sem mest þægindi við notkun allra nýtízku áhalda, bæði hvað snertir rafurmagn og gas. Allar upplýsingar gefnar yður kostnaðarlaust. WINNIPIC ELECTRIC COMPANY = o Whittier Fur Farms MINKA Framleiða allra beztu tegundir Sérfræðingar í kynbóta framleiðslu úrvals dýra svo sem: DARK STANDARD MINK (Puíe Gothier Strain) SILVER PLATINUM MINK BLUFROST (Silver Sable) MINK KOH-I-NÚR (Black Cross) MINK Whittier-búið er eitt af allra vönduðustu loðdýrabúum í Canada, sem aðeins framleiðir beztu tegundir Ioðdýra. Eftirlit og umhirða er hin fullkomnasta með nýjasta útbúnaði er slíkum loðdýrabúum tilheyra. Eigendurnir eru íslendingar Whittier Fur Farms (KrLstinn Oliver) KIRKFIELD PARK, MANITOBA, CANADA I 9 4::iuunnmnuwniiiuuimian öðruvísi í lögun og milklu fallegra. Sá sem alt af gerir einihverja vitleysu er flatur ofan á höfðinu eins og pönnukaka. Flatar fætur og flöt höfuð eru ættareinkenni, hugsa eg. Sjáðu bara fæt- urnar á henni Veneííu! Hefir þú nokkurntíma séð hana í inni skóm?’’ “Nei.’’ “Það hefi eg — og í síðri, gulri innikápu með blautt hárið hangandi niður á bakið eins og rottu skott. Eg hefi ekkert kattareðli, en hún kemur mér til að líkjast ketti og tala samkvæmt því. Eg vil helst gleyma henni. Manstu eftir hveitibrauðsdögunum okkar?” “Já.” Hún hafði gripið um hendi hans og hélt henni fastri. “Þá vorum við hamingjusöm. Við skulum byrja á nýjan leik, á hveitibrauðsdögunum, og við skulum aldrei nokkurntíma rífast, ekki einu sinni.” “Nei, það skuilum við aldrei gera,” svaraði Jones. Hún settist hjá honum í stólinn, lagði hand- legg hans utan um sig og bauð honum varir 9Ínar til að kyssa. “Núna kyssir þú mig almennilega,” hvísl- aði hún. “Þú sýndist svo hræddur áðan. — Heyrðu drengur minn, eg þarf að játa nokkuð fyrir þér.” “Láttu mig heyra það.” “Jæja, núna rétt nýlega hefir maður reynt að telja mér trú um, að honum þyki afskaplega vænt um mig.” “Og hver er hann?” “Það er nú sama. 1 gærkveldi var eg í samkvæmi hjá Grawleys, og hann var þar.” “Já.” “Geturðu engu öðru svarað en “jái”? Þetta virðist ekki vekja neinn sérstakan áhuga hjá þér.” “En það gerir það.” “Nú mig langar ekki til að þú verðir alt of áhugasamur um þetta, og vekir einhvern ó- skunda eða illindi — sem þú gætir nú reyndar ekki þar, sem þú veist ekki hvað maðurinn heitir. Mér dugar að segja þetta, að hann er ljómandi fallegur, meira að segja miklu fallegri en þú. Og hlustaðu nú á, hann stakk upp á því, að eg stryki með sér í burtu. “Strjúka með sér?” “Já, til Spánar. Við áttum fyrst að fara til París og þaðan til Spánar. Já, til Spánar um þennan tíma ársins.” “Hverju svaraðir þú þessu?” “Eg svaraði að hann skyldi ekki vera svona vitlaus. Eg var sem sé nýbúin að lesa sögu, þar sem stúlka svaraði þannig manni, sem vildi koma henni til að strjúka með sér —■ og hún dó auðvitað út af því öllu saman á end- anum. En var það ekki heppilegt, að eg skyldi muna eftir svarinu svona orðréttu?” “Því þá?” “J'ú, af því að — að eg var sem snöggvast rétt að því komin að segja já. Eg veit að það væri hræðilegt að gera siíkt. En settu þig í miín spor — því eins og þú ert vanur, og eg, án þess að nokkur hugsi neitt um mig. Það er næst- um eins og ástríða í áfengi. Eg má til að eiga einhvern að, sem elskar mig, og eg hélt að þú gerðir það ekki — og þessvegna var eg komin á fremsta hlunn að segja já. En þegar eg mundi eftir svarinu úr bókinni, óx mér styrkur.” “Hvað sagði hann svo?” “Hann grátbændi mig að strjúka með sér — alveg eins og maðurinn í bókinni gerði. Og hann talaði um rósir og blátt hafið — hann er ekki Englendingur — og eg stóð þar og hugsaði um Venetíu í flókaskónum og gulu kápunni sem hún greiðir sér í. Eins og þú veist, les hoin Thomas á Kempes og setur af stað góðgerðasöl- ur. Hún byrjaði eina sMka sölu hérna um dag- inn, og kom heim með eldrautt nefið og í hræði- lega illu skapi. Mér þætti gaman að vita bvað 'hún seldi þar. Jæja, eg skildi að ef eg gerði nokkuð heimskulegt, þá mundi Venetía verða hamslaus og það hindraði mig. Þegar eg kom (heirn um kvöldið fór eg að hugsa, og í dag kom eg fyrir dótinu mínu og kom hingað heim. Eg mundi vilja gefa hvað sem væri til að sjá fram- an í þau öll, er þau komu heim og sáu, að eg var burtu.” Hún þaut á fætur, því að barið var að dyr- um. Hurðin opnaðist og þjónn tilkynti komu ungfrú Venetíu Birdbrook. Venetía hafði ekki gefið sér táma til að skifta um föt. Enniþá hafði hún stóra hattinn. Hún lét eigi svo Mtið að varpa kveðju á Jones. Hún gaf sér eigi tíma til að fá sér sæti, en ávarp- aði Teresu með valdsmannslegri raust eitthvað á þessa leið: “Svo þú fórst frá okkur?” “Já,” svaraði Teresa, “eg flutti hingað aft- ur; hefir þú nokkuð við það að athuga?” “Eg?” svaraði Venetía. “Það er hreint ekk- ert aðalatriði, hvort mér fellur það betur eða ver. Þetta var svo óvænt, og þar sem þú lézt engin skilaboð bíða okkar, er segðu hvert þú værir farin, fanst okkur réttast að ganga úr skugga um það.” iiami4> 5 I iiuiuiiiimiiainuiiiimaiuiiiuiiiiumiiminiai! íHaHiHumnaiiiimiiiioiiiiimiiiuimmii0iaiiHniiHiK<9'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.