Heimskringla - 30.07.1947, Side 9
WINNIPEG, 30. JÚLÍ 1947
Vestur-íslenzk menning
Ræ«a flutt 27. júlí í Samuel Hill Memorial Park, Blaine, Wash.
Sígurður Nordal hefir ritað afar fróðlega bók, sem hann
kallar, “IsIenzJk m'enning”. Bókin er stór, en samt segir Nordai
að hún sé fyrsta bindið og gefur í Skyn að fleiri eigi að koma síðar.
Dr. Nordal fanst nauðsynlegt að útskýra í byrjun hvað hann
átti við með orðinu “menning” og Segir að það sé geysivíðtækt
hugtak, og að skilgreining þess sé fremur óljós. Hann bendir á að
Benedikt Gröndal, hinn yngri, hafi unnið áratuiguim saman að
norrænni menningarsögu, en sú saga er aðallega menningarisaga
tslendinga. Gröndal útskýrði hvað hugtakið “menning” næði
yfir og télur upp yfir hundrað og fimtíu hætti eða flokka.
Af þeim aragrúa vil eg tiltaka aðeins fáein höfuðatriði, sem
mér finst að nái yfir það helzta í menningu ísl. þjóðarinnar, en þau
eru þessi: þjóðernistilifinningin; tungan; bókmentir, fornar og nýj-
ar; skáldskapur og listir; alþýðu-fræðsla; félagsliíf, svo sem kristin
trú; þjóðræknisfélög, skemtanir, o. s. frv; lunderni og gáfur; sálar-
og líkamskraftar og þroski; búskapur, iðnaður og verzlun; hug-
rekiki og þol; gestrisni; trygðir, dáð og drengskapur.
I stuttu máli sagt, þá hefir orðið “menning” í íslenzku svipaða
meiningu og orðið “kultur” í þýzku og er jafn yfirgripsmikið og
enska orðatiltækið, “a way of life”.
Ræðuefnið sem eg hefi valið mér, ætla eg að kalla “Vestur-
íslenzk menning”. Vel má vera að sumir álíti, að vestur-áslenzk
menning sé ekki til, að menning okkar sé annaðhvort íslenzk eða
amerlíku-ensk. En hún getur verið hvorutveggja í senn. Þess ber
að gæta að Sigurður Nordal bendir á að bókin heitir ekki Menning
Islendmga, heldur íslenzk menning. Þesssi útskýring sannar að
menning Islendinga getur verið og hlýtur að vera yfirgripsmeiri
en það í henni, sem er al-óslenzkt. Nordal segist ekki hafa rúm
til að segja frá því sem flutt hefir verið að og Islendingar hafa
þegið eða þolað án þess að hreytast verulega við það sjálfir.
Nú finst mér, að óhætt sé að feta í fótspor Nordals og aðskilja
vestur-*íslenzka menning frá almennri menning í þessari álfu. Að
sjálfsögðu verður að benda á þann mismun að menningin á Is-
landi er næstum því eingöngu íslenzk og áíhrifin utanað cá og alls
ekki djúpestt, en vesturúslenzka menningin aðeins partur af
menniinigu Vestur-íslendinga. Okkar menning er í senn íslenzk og
hérlend, en um leið hvorugt og eitthvað út af fyrir sig. En af því
við erum aðeins látið þjóðarbrot sífelt undir sterkum áhrifum úr
mörgum áttum, er það óhjákvæmilegt að hið íslenzka í fari okkar
rriinki, en samt þarf ekki að lofa því að gereyðileggjast og gleym-
ast. Við getum verið hollir og góðir borgarar Canada og Banda-
riíkjanna án þess að sl'eppa öllu, sem einkennir okkur. Við þurfum
ekki að klæðaist fötum úr álveg sama efni og sömu litum og aðrir.
Flestir eru til með að viðurkenna að í landi þar sem mát’gir
þjóðflokkar hafa flutzt inn, þá sé fyrst um sinn auðvelt að aðgreina
sérstök þjóðareinkenni og háttu. En eg hygg að margur haldi því
fram, að ómögulegt sé að varðveita til lengdar það, sem sérstakt
er, og um leið og hægt er að segja að þjóð eigi eða fiafi myndað
menningu, sem má aðgreina að einihverju leyti frá öðrum menn-
ingum, þá hafi áhrif allra þjóðarbrotanna samblandast og um leið
horfið. Ef, segja sumir, þú ert sannur Banadríkja eða Canada
borgari, þá ert þú ekkert annað.
. Þetta er ekki nema að sumu leyti satt og er hægt aó benda á
mörg dæmi, sem má hafa til hliðsjónar ef þessi staðhæfing er
frekar íhuguð.
Skotar hafa verið partur af brezku þjóðinni síðan árið 1603.
Þeir hafa fagt fram sinn fullan skerf til allra menningar- og vel-
megunarmlála þjóðarinnar og hafa þeir oft, ef fólksfjöldi er tekinn
til greina, staðið þeim ensku framar. Föðurlandið hefir yfir þrjár
aldir verið aðeins partur af brezku eyjunum, og Skotar hafa sem
aðrir flutzt til nýlendanna sem nú eru frjálsar og óháðar þjóðir, tii
Bandaríkjánna og annara landa. Skoðanir eru varla skiftar um
það, að hvar sem Skotar hafa setzt að þá hafa þeir sett skozkan
blæ á umhverfið og hefir hann haldist við þótt blóðið hafi bland-
ast. Þeir hafa gengið inn í þjóðstraumana en samt varðveitt eitt-
hvað, sem ómögulegt er að lýsa nema að segja, að það sé skozkt.
Þeir hafa varðveitt skozka menningu innan menningu þjóðar-
heildarinnar.
Svo er einnig hægt að sérgreina írska menning. Nú er suður
parturinn af írlandi óháð ríki. Heimaþjóðinni er afar ant um að
vernda alt sem írSkt er og getur enginn láð henni það. Reynt er
jafnvel að lífga við gaimalt og dautt tungumál. Að því leyti eru
Irar svo miklu fátækari en Islendingar, sem eiga tungu sem er
lifandi og nútiíðar en samt klassisk í eðli og búningi.
Um Ira má segja svipað og um S'kota. Hvar sem þeir setjast
að, þá virðast þeir hverfa inn í þjóðfélagið en samt má sjá margt
sérstakt ií þeim og niðjum þeirra, sem helzt við ótrúlega vel.
Og svo má nefna Svía og Norðmenn. Árið 1937 héldu Svíar
þrjú hundruð ára afmæli sitt í Bandaríkjunum.. Norðmenn bafa
verið hér næstum eins lengi. Hægt e.r að benda á margar bygðir
þar sem skandinava andinn er enn mjög sterkur. Menning sú,
sem þetta fólk flutiti með sér, er langt frá því að vera horfin,
jafnvel þótt tungurnar séu að gleymast og blóðið hafi þynst og
umhverfið valdið mikluim breytingum.
Mér finst hið sama eigi sér stað hvað Íslendinga hér vestan
haf t snertir, og að suimu leyti miklu fremur. Þeir eiiga svo hreina
og tæra uppsprettiúlind sem þeir geta sífelt svalað sér á. Hér er
átiti við íslenzkar erfðir. En þessar eignir eru og annað. Þær geta
verið einskonar vörn — vörn gegn óhollum áhrifum frá öðrum
þjóðflökkum. Þetta má ekki svo skiljaist, að ekkert uppbyggjandi
sé í krinigum okkur. Að sjálfsagðu færuim við oss það í nyt sem er
gott og uppbyggjandi.
Eg hef bent á að vestur-iíslenzk menning sé bæði íslenzk og
'ensk. Ef farið væri að brjóta þettia tiil mergjar, yrði maður þess
var, að mörg séreinbenni íislenzkrar menningar sj'ást ékki hér eða
eru í þann veginn að hverfa. En samt er auðvelt að aðgreina
vestur-íslenzka menning frá almennri menning hér í álfu, að
mista kosti enn sem komið er.
Úr því sumt af því áÞíslenzka er að hverfa er æskilegt að
athuga hvað af því er þess eðlis að ef það félli úr þá mundi alt það
glatiast, sem íslenzikt er í fari okkar. Ef svo er komið þá auðvitað
ELIZABETH DROTNING BRETAVELDIS
Fædd 4. ágúst 1900
er vestur-íslenzk menning ekki lengur til. Skoðanir bljóta að vera
skiftar um það, hvað sé grundvallar atriðin. Til dæmis, sumir
halda því fram, að það sé alls eitti höfuðatriði — tungan — og að
alt hrynji um leið og hún deyr sem hversdags mál ökkar Vestur-
Islendiniga.
Enginn maður af íslenzku bergi, sem er sannur því bezta í
sjálfum sér, neitar að við mundum tapa miklu, og það afarmiklu,
ef tungan gleymdist, og mætti hið sama segja um margti annað
sem íslenzkt er. En við verðurn að líta á staðreyndirnar eins og
þær koma ökkur fyrir sjónir, hvort sem við erum ánægðir með
þær eða ekki, og reyna svo að átta okkur og athuga hvað sé á
varanlegan og raunverulegan hátt. hægt að varðveita og geyma.
Tilfinningar mega ekki ráða taumlausar og ekki heldur má látia
kylfu ráða kasti og gera ekki neitt.
Islendingar hafa liifað í Ameríku rúm sjötíu ár. Á því stutita
tímabili hefir enskan rutit sér til rúrns en íslenzkan þokað undan
Enskan er nú daglega málið nema meðal eldra fólksins. Á flestum
fundum fer alt fram á ensku og eru ’íslendingadags- og Þjóðrækn-
isfélags-Jhátiíðir undantiekningar; það er prédikað bæði á ensku og
íslenzku í kirkjunum, kensla í sunnudagaiskólum oftast á ensku.
Svo eru giftingarnar. Prestar hafa sagt mér, að blandaðar hjóna-
vígslur — þar sem annaðhvort hjónanna er ekki íslenzkti — séu
miklu fleiri en hinar, í borgunum fjórar af hverjum fimm og í
bygðunum ekki minna en helmingurinn. Það er sérstök undan-
tekning ef börn þessara hjónabanda" læri islenzku.
Þessar breytingar hafa átt sér stað á rúmum mannsaldri og
virðist vera ómögulegt að spyrna móti svo nokkru nemur. En ef
tungan er að hverfa hvað er þá eftir sem íslenzkt megi kallast?
Það er mín sannfæring, að mikið sé eftir og að hægt sé að
varðveita það. Mér finst eiginlega að það varðveitist ósjálfrátt
með okkur sjálfum, af því það er okkur meðfætt. Þessvegna eig-
um við að hlynna að því af ölluim kröftum.
Vestur-íslenzk menning er bygð á þrennu: það sem við höf-
um erft; það sem við höfum lært hér og fært inn í hugsunar- og
lifnaðarháttum okkar; það sem við sjálf getum bætt við.
Um íslenzkar erfðir þarf lítið að ræða hér. Sigurður Nordal
bendir á orð Axel Glriks, þar sem bann talar um hina “Sérstæðu
menning Islands”. Jón Sigurðsson álítiur sögu íslendinga og ís-
lenzkrar menningar vera “lærdómsríkan þátt veraldarsögunnar”.
Hvað er það sérstæða, sem hér er átt við? Eg tel víst að eldra
fól'kið viti það fremur vel, því bœði mikið og fróðlegt hefir verið
ritað og rætt um íslenzkar erfðir, og það af mönnum sem eru
einkar vel til þess færir. Það er aðeins eitt sem eg vi'l benda á.
Eins og sakir standa nú, þá verður að grípa til enskunnar ef til-
gangurinn er að túlka verðmæti íslenzkra erfða til yngra fóliksins.
Svo er annað. Ef hér er um svo mikla andans uppsprettu að
ræða — og kemur mér ekki til hugar, að draga þar úr — þá er það
okkar bongaralega skylda, að gera alt 9em hægt er til þess, að aðrir
í okkar Vesturheims þjóðfélagi fái tækifæri til að njóta þess. Við
eigum ekki að vera einir um mj'öðinn.
Þessum tilgangi er hægt að ná á tivo vegu. Við eigum að sýna
það í verkinu hvað við græðum af því, sem við höfum erft. Að
því vík eg síðar. Svo eigum við að vinna að þvf, að það bezta i
íslenzkum bókmentum sé þýtt á ensku. Mikið hefir nú þegar
verið gert í þá átt en þar þarf að bæta við. Til dæmis, það væri afar
nauðsynlegt, að þýða bókina hans Nordals “Islenzk menning” eða
að minsta kosti helztu kaflana í henni, og þar vil eg benda á kaflan
“Mannval”, sem útskýrir svo fullkomlega uppruna íslenzku þjóð-
arinnar.
Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum um það, sem við
lærum og drekkum í obkur í þessu landi. Við erum undir ýmsum
áhrifum utianað og veldur það breytingum, hvort sem við höifum
vísvitandi gert það hérlenda að okkar eigin eign, eða bvort við
höfum umgengisti það þangað til að síðustu okkur tókst að venjast
því. Þessi breytingar-rás er óhjákvæmileg.
Svo kem eg að þriðja þætitinum í okkar sérstakri menning —
það sem við sjálf bætum við. Hann er, og í hlutarins eðli hlýtur áð
vera vandasamasti þátturinn, og þá um leið sá örlaga-iríkasti. Það
er einkennilegt en samt satt, að afar lítiið hefir verið ritiað og rætt
um það bvað við eigum að gera, og getum gert. Framtiíð okkar,
bæði sem þjóðarbrot og sem partur af þjóðarheildunum hér, fram-
lag okkar til þjóðþrifa og velmegunar — þetta tvent er efni í
fjölda margar ræður og jafnvel í heilar bækur.
En þetta á að vera meira en efni í ræður og rit; það á að
standa efst á atihafna-dagskrá bvers einasta Vestur-íslendings. Við
erum ekki maklegir að taka við dýrmætum erfðum eða njóta
góðra áhrifa kringum obkur ef við stöndum okkur ekki í því sem
við getum sjálfir gert.
Skylda einstaklingsins nær yfir mikið meir en aðeins að lifa
— að hafa nóg fyrir sig og sína. Verkaihringurinn er landið alti og
ef okkur hepnast á því Viðtæka verksviði, þá er gróðinn þrefaldui.
Fyrst og fremst græðum við af því sjálfir, með því að það gerir
okkur að meiri mönnum og betri borgunum. Og svo er það þjóð-
irnar hér sem njóta þess. Farsæld og velmegun þeirra byggjast á
meðfæddum bostium og nytisomum atihöfnum einstaklinganna.
Einnig græðir heimaþjóðin, og hefir þess oft verið getið i ritium
og ræðum á Islandi. Engu síður játium við, að við njótum góðs af,
eftir því sem hún kemst hœrra í metum og virðingu meðal annara
þjóða.
Nokkur orð í janúar hefti, þessa árs, af Eimreiðinni um at-
höfnina þegar Island var tekið inn í samband Sameinuðu þjóð-
anna, eiga 9vo vel við okkur Vestur-íslendinga, að eg vil fara með
þau, og þau hljóða þannig: ,
“Þessar 13—14 tugþúsundir, sem byggja þetta land, eru að
vísu ekki nema sem svarar íbúatölu einnar af stærri götum stór-
borganna, en eigi að síður sérstök þjóð, algerlega afmörkuð heild á
taflborði hnattarins, peð að vísu, en peðin geta líika gert sitt gagn.”
Já, peðin geta gert sitt gagn, og vestur-iíslenzka peðið hefir
gert sitt gagn. ‘Það sannast bezt á þeim ágæta orðstír sem Islend-
ingar hafa skapað sér í þessu landi. Eg er ekki að fara með meinar
öfgar þegar eg segi, að það sé almient viðurkenti að Íslendingar
standi hærra í metum en nobkur annar af hinum svobölluðu út-
lendu þjóðflokkum hér. Mikil ábyrgð fylgir þessari viðurkenn-
ingu og hún ættii að hvetja okkur til að reyna að setja markið enn-
þá hærra.
Eitit er atihugavert og að mínu áliti afar þýðingarmikið. Það
eru ekki fáeinir menn heldur allir Islendingar, sem hafa lagt til í
þenna góða orðstiír, enda er það mjög eðlilegt, því erfðirnar eru
meðfæddar og eign okkar allra. Leiðandi menn, svo sem prestar,
vísindamenn, stijórnmálamenn og embættismenn, halda stundum
að þessi orðstiír sé þeim aðallega að þakka. En svo er ekki. Að
vísu hafa þeir lagt fram sinn skerf en ekfci meir. Ef einhver er i
efa um þetta, þá þarf hann ekki annað en nota tækifærið ef hann
er á ferð, og tala við óþektan samferðamann sem situr við hlið hans.
Samtalinu er svo snúið að Islendinigum og ef þessi ókunni maður
fer að hæla þeim, þá þarf aðeins að spyrja á hverju álit hans sé
bygt, og hvaða Islendinga hann þekki. Það er ekki nema stundum
sem embættis- og fræðimenn eru nefndir; oft eru það bændur,
verzlunar- og verfcamenn — með öðrum orðum, alþýðumenn upp
og niður. I þessum svörum er lexía sem ekki má gleymast. Úr
því við öll eigum þátti í þessum orðstiír þá liggur skylda á herðum
allra, að eiga hann skilið, og eigum við, í smáu sem stóru, að 'leggj a
fram hið beztia sem við höfum til brunns að bera. Hver einaSti
Vestiur-Islendingur getur bætt við eða skemt fyrir.
Það er ein sérstök hlið á þessari skyldu okkar, sem allir ættu
að hafa í huga.
Oft er það sagt, að minsta kosti okkar megin við landa-
mæra-línuna, að menn af engil-saxneskum og frönskum ættstofni
hafi fongöngurétt, og að aðrir séu látnir sitja á hakanum. Þetta ér
ekki alveg satt. Greinarmunurinn er heldur þessi: þegar um eitit-
hvert starf er að ræða eða stöðu, og sá sem býður sig fram er úr
þessum tilnefndu þjóðflokkum, þá er gengið frá þvf vísu, að hann
geti gerti verkið eða fylt stöðuna; en ef hann er af einhverjurr
öðrum þjóðstiofni þá er það álitið efamál, hann þarf að sanna það
í verkinu. Þessi efi er auðskilinn og má ekki dæma hann of hörð-
um dómum. Ef íslenzka þjóðin hefði um aldirnar afkastiað eins
mifclu og hin brezka, þá mundum við að líkindum líta á hlutina
sömu augum og þeir, og álíta okkur sjáifa dál'ítið hæfari en aðra í
ábyngðarfuillar stiöður.
En einmitt vegna þess, að maður veröur var við þenna grein-
armun, er það svo afar áríðandi að við gerum okkar beztu í öllu
starfi, sérstaklega ef það er á nýjum sviðum.
Nú hef eg bent á það, sem við getum gert sem einstaklingar.
Engu síður er það margt sem við getum gert í samvinnu sem sér-
stakt þjóðarbrot. Hér er aðeins hægt að stikla á aðal-atriðunum.
Við eigum að styðja alt, sem hjálpar til að viðhalda tunigunni,
og öllu verðmætu í íslenzku arfleifðinni, og má þar nefna viku-
blöðin, kirkjurnar og laugardags- eða kveldskólana í íslenzku. I
öllu þessu er nú meira og minna starfað og á að halda þvi verki
áfram.
Úr því alt virðist benda á, að tungan sé að falla niður sem
hversdagsmál á ísLenzkum heimilum, er það orðið nauðsynlegra
en nokkru sinni áður, að stofna kennara-embætti í íslenzkum
fræðum við háskóla, þar sem Islendingar eru mann-margir. Þetta
hefir verið mikið rætt og er vonandi að bráðlega verði hægt að
koma einhverju í framkvæmd í þessu mikilvæga máli.
Af þvi fullkomin samvinna getiur ekki átt sér stiað nema hægt
sé að ná til allra, dugar ekki lengur, að ha'lda sig við það, sem er
al-íslenzkt. Við verðum að færa út kviarnar. Það er nauðsynlegt
að ná til yngri kynslóðahna en til þess verður að nota enskuna því
margt af þessu fólki kann sarna sem ekkert í íslenZku. 1 því
augnamiði var tímaritinu, “The Icelandic Camadian” hleypt aí
stokkunum. og eiga svoleiðis rit það ski'lið, að aknennimgur styrki
þau. Á þann hátit er hægt að halda hópinn og hafa samvinnu með
þeim, sem eru að hverfa inn í þjóðfélþgin hér en samt þykir vænt
um íslenzka ættstofninn, jafnvel þótti ekki sé nema í aðra ætt eða
minna.
Einnig þarf að mynda félagsskap víða, 9vipuðum “The Ice-
landic Canadian Cliuib” í Winnipeg. Sama markmiði mætti ef til
vill ná, með því að breyta fyrirkomiulaginu í deildum Þjóðrækn-
Framh. á 12. bls.