Heimskringla - 30.07.1947, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.07.1947, Blaðsíða 2
2. SIÐA REIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JÚLl 1947 •jjnmmimnHiiiiiimiuiMHniHiitjiimimmuiiDmimiDiimiuHiitjuMiinminiiiniiHmotmnHiiuniHOHiunnuimHiiiinuiBttmtJuiimíirimmumitjmuimuiauiiumiiiQmtitiK* — « Q Frjálsræði... • • Oryggi... = 1 þessum þremur orðum felst flest það sem vér keppum að öðlast alla vora æfi á þessari jörð — þessi þrjú orð eru undirstöðu atriði menningar, sjálfstæðis og frelsis. Nú á þessum tímum er mikið talað og skrifað um öruggleika—og er það sannarlega mikils virði til vor—en f jölskyldu og heímilis öryggið er þó undir- staða allra þeirra hluta, og það eina, sem getur gefið örygginu varanlegt gildi. Oss er innanhand- ar að ná því takmarki með því að kaupa skynsam- lega lífstryggingu. Lífstrygging hefir tvennan tilgang—öryggi fjölskyldunnar, ef óhöpp bera að hendi, og farborða yður sjálfum til handa, þegar árin færast yfir. Talið við Great-West Life umboðsmann viðvíkj- andi yðar sérstöku þörfum. Viðtal er á engan hátt skuldbindandi. THE GREAT-WEST UFE ASSURANCE COMPANY Framtíð yðar er umhyggja vor . . . i dag. » imimnnmniiimiaii iiiiiiifarmiiMimrjiimmminiiMHiMiuniiMmiiuiDHHmHiiiDiiimiiriiinmmMfmtjmnmmrnimmiHiit*:* SUMMER CLASSES Our Summer air-cooled and air-conditioned classrooms make it pleasant for study. CI asses will continue tKroughout tKe Summer witKout any interruption, FALL TERM OPENS MONDAY, AUGUST 25th If you prefer to enroll either before or after this date, however, you may do so. Our classes will be conducted throughout the summer without any interruption. mAKE VOUR RESERVATION nOW For our Fall Term we have already received many advance registrations from near and far-distant points in Westem Canada. To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone. Ask for a copy of our illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. TELEPHONE 96 434 ffi* Cf C/7 ■ / (/C // Jmcebb loommmcKd 'oomac The Air-Conditioned College of Higher Standards Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG TELEPHONE % 434 “ÞÁ VAR DANSINN RÉTT AÐ BYRJA” Hver getur sett sig í spor konu, sem héðan fór af landi burt fyr- ir 59 árum sáðan, með flutninga- skipi áleiðis til Vesturheims, hefur verið bónda kona á slétt- um Canada í 50 ár, eignast þar 11 börn, altaf langað heim, til þess að sjá Borgarfjarðarhérað- ið sitt ,í sumardýrð, og vera svo komin alt í einu frá Winnipeg eftir tveggja sólarhringa ferð til ættlandsins? Og kom í loftinu, með álíka hægu móti, eins og hún heyrði að prinsar og töfrafólk notaði í æfintýrum þeim, er hún heyrði sögð í baðstofunni á Lundum í Stafholtstungum. Oddný Ásgeirsdóttir. Eg á við elsta farþegann, sem kom með hjnni nýju flugrvél Loftleiða um síðustu helgi. Hún heitir Oddný Ásgeirsdóttir, og er ættuð frá Lundum í Stafholts- tungum. Foreldrar hennar voru Ásgeir Finnbogason danne brogsmaður og Ragnhildur Ól- afsdóttir. — Var Ásgeir seinni maður Ragnhildar. En hann hafði áður verið giftur Sigríði Þorvaldsdóttur og bjuggu þau á Lambastöðum á Seltjamarnesi. Þeirra dóttir var Kristín kona Lárusar Blöndals sýslumanns að Kornsá. En böm Ragnhildar að Lundum af fyrra hjónabandi voru Guðmundur, er þar bjó lengi síðar, Ólafur bóndi í Lind- arbæ og Ragnhildur húsfreyja í Engey. Hún var elst systkina sinna. En Oddnýju hitti eg hjá systurdóttur hennar Ragnhildi Pétursdóttur í Háteigi. Ekki gat eg í fyrstu heyrt það á máli Oddnýjar að hún hefði nokkur sín 82 aldursár verið er- lendis. Enginn vestrænn hreim- ur í málfari hennar. En þegar við fómm að tala um búskapinn vestra, þá kom það fyrir að hún brá fyrir sig einstaka orði úr enskunni. Eg held þau hafi alls verið ein 8, þá stund er við spjölluðum saman. Fyrst spurði eg Oddnýju um ferðina vestur árið 1888. Hvort hún hefði verið í stómm hóp vesturfara. — Við vomm 300 með Cam- oens í þeirri ferð, sagði hún. En hóparnir vom þnír, sem fóm vestur það árið. — Varst þú ein af þínu fólki? — Já. Hinrik Jónsson, maður- inn minn er sdðar varð, var kom- inn á undan mér. Hann fór árið 1886. Hann hafði verið við litla verzlun í Borgamesi, fyrst hjá manni sem Finnur hét. En svo fékk hann að setja upp dálitla verzlun fyrir sig í húsi Finns. Svo giftum við okkur eftir að eg kom vestur. Við fómm að búa. Hinrik hafði fengið land handa okkur. Og bygt þar kofa. Þar vorum við tvö ár. En mein- ingin var að hann stundaði fisk- veiðar í Manitobavatni. En þetta var alt of langt frá vatninu. Svo hann tók það í sig að flytja á annað land syðst og vestast í Manitoba. Þar bjuggum við í 45 ár, þangað til við vorum orð- in svo slitin, að við gátum ekki meira. — Frumbýlingsbúskapurinn erfiður? — Bömin urðu 11. Við mist- um yngsta drenginn er hann var tveggja ára. — Þið urðuð líka fyrir miklu tjóni í búskapnum, minnir mig að þú hafir sagt, segir frú Ragn- hildur. — Við mistum fjómm sinnum alla uppskemna segir gamla konan. Ýmist af haglveðmm, engisprettum, ofsaþurkum, eða af ryðsveppi, sem gerspilti korn- inu. Og 10 harðindaár höfðum við þarna eftir fyrra stníðið. — Var margt íslendinga í bygðinhi ykkar? — Nei. Þeir fóm flestir fljót- lega, sem höfðu flutt sig þang- að. Þótti landið ekki gott. Sem rétt var. — Hvemig hélduð þið við ís- lenzkunni? — Við fengum íslenzku Winni pegblöðin. Og altaf var töluð ís- lenzka á heimilinu. — Töluðu bömin ekki ensku? — Ekki framan af. En þegar þau voru komin í skóla, þá vönd- HoIIasti og ódýrasti drykkurinn fyrir börn og fullorðna á tyllidögum sem endranær, er mjólk. St. Boniface Creamery’s mjólk er viðurkend. Til lukku með þjóðhátíðina á Gimli ★ St. Boniface Creamery HMITED SÍMI 201114 Qreetings to our lcelandic Friends on their CELEBRATION DAY (Formerly Queens Hotel) 285 MARKET AVE. — WINNIPEG § STAR HOTEL Walter Zuk & Val Vacula, props. (Formerly otf St_ Laurent Hotel) | lacoccecðccoscocosecoososoecoocooeoooceoecoecooscoocí ÐLUENOSE FISHING NETS AND TWINES LEADS AND FLOATS FLOAT VARNISH KOPhR-SEAL NET PRESERVATIVE NETTING NEEDLES IOE JIGGERS IOE CHISELS AND NEEDLE BARS LEAD OPENERS RUBBER CLOTHTNG ROPE PYRENE FIRE EXTINGUISHERS AND REFILLS MARINE HARDWARE, Etc. Park-Hannesson Limited Largest Distributors oí Commercial Fishing Equipment in Mid-Western Canada 55 ARTHUR STREET WINNIPEG, MAN. Phone 21 844

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.