Alþýðublaðið - 15.06.1960, Síða 13
oQ/s /o/cj yoc/ - / JÍO
reytt viðhorf með
Yfir 3000 meðlimir
í
Neytendasamtak-
anna
BÆTT útgerðarskilyrði í Þor-
lákshöfn gera kröfu til mikill-
ar fjárfestingar í fleiri fram-
leiðslutækjum og íbúðarhús-
um vegna skorts á vinnuafli
þar. En í tveimur þorpum á
strandlengj unni handan Ölf-
usár, Eyrarbakka og Stokks-
eyri, eru fyrir hendi óhag-
nýtt frystihús með 80 tonna
vinnslugetu,. geymslurými
fyrir 500 tonn fisks, —•
hjallarými, þurrkhús og
önnur framleiðslutæki, sem
vantar í ÞoTlákshöfn, og síð-
ast en ekki sízt mikið vinnuafl
og ónotað íbúðarhúsnæði, sem
mun aukast vegna þess að fyr-
irsjáanlegt er, að með betri
útgerðarskilvrðum í Þorláks-
höfn án brúar yfir Ölfusárós,
þá muni útvegur frá bessum
þorpum leggjast með öllu nið-
ur. Af svo alvarlegum við-
horfum er ljóst, að þjóðfélags-
lega hagkvæmt muni vera að
tengja hina nýju og vaxandi
verstöð í Þorlákshöfn við
þorpin tvö og hina þéttu
byggð nærsveita þeirra. Beint
vegarsamband barna á milli
mundi hvort tveggja í senn
endurskapa skilvrði til áfram-
haldandi útgerðar frá Eyrar-
bakka og Stokkseyri vegna
lendingarörvggis, og minnka
verulega eða freSta fjárfest-
ingarþörf í Þo'-lákshöfn, bæði
vegna möguleika á hagnýt-
ingu framleiðslutækia þessara
staða og veena aukinnar þátt-
töku íþúanna bar í framleiðslu
störfum í Þorlákshöfn og
skapa þannicr bjóðhagslega
hagkvæmri nvtingu vinnuafls
Unnar Stefánsson
og annarra framleiðsluþátta
en ella gæti orðið.
Vegna breyttra atvinnu-
hátta í héraði og eríiðra hafn-
arskilyrða hafa þorpin Eyrar-
bakki og Stokkseyri búið við
ónóga atvinnu heima fýrir
undanfarin ár og sjá nú fram
á vaxandi erfiðleika. Eftir að
þessi þróun er fyrirsjáanleg,
þá er frá sjónarmiði íbúa þess-
ara þorpa óumflýjanlegt, að
gerð verði á því nú. þegar
fullnaðarrannsókn, hvort til-
tækilegt verði í nánustu fram-
tíð að ráðast í byggingu brúar
yfir Ölfusárós eða ekki. íbú-
um þorpanna tveggja er nauð-
synlegt að fá að vita afdrátt-
arlaust, hvort horfur séu á
byggingu slíkrar brúar, til
þess að þeir geti tekið tillit til
þess í sínum framtíðaráætl-
unum. Frá sjónarhóli Eyr-
bekkinga t.d. getur þetta
dæmi litið þannig út, að spurt
sé, hvort hagkvæmara sé að
byggja brú yfir þennan ós eða
þá að byggja yfir íbúa þessa
þorps í Þorlákshöfn og að
þeir flytjist þangað.
Eyrarbakki var á sínum
tíma viðskipta- og menningar-
miðstöð í héraði, og er það
eðlilega tilfinningamál fyrir
íbúa viðkomandi byggðarlaga
að standa frammi fyrir slík-
um vanda. En ég vil leggja á-
herzlu á, að með flutningi
þessarar tillögu er stefnt að
því, að hið allra fyrsta fari
fram tæknileg rannsókn á brú-
arstæðinu, og gerðir verða út-
reikningar á vísindalegan
hátt, hvort hagkvæmni þeirr-
ar brúar verði frá efnahags-
legu sjónarmiði talin full-
nægjandi eða ekki til þess að
skynsamlegt og réttlætanlegt
sé að hefjast handa.
Vegamálaskrifstofan hefur
látið gera lauslegar athugan-
ir á brúarstæði á nefndum
stað. Þær athuganir hafa leitt
i ljós, að undirstaða undir
brúarbyggingu sé ákjósarileg,
3 metrar niður á harða klöpp,
að brúin þurfi að vera 440
metrar á lengd, eða eins og
fimm Þjórsárbrýr, og að hún
muni kosta allt að 40 mill-
jónum .króna með núverandi
verðlagi. Ef ekki koma fram
við rannsókn sérstakir ann-
markar á framkvæmd þessar-
ar hugmyndar, þá virðist frá
leikmannssjónarmiði einhlítt,
að brú verði byggð yfir Ölf-
Framhald af 10. síðu.
AÐALFUNDUR Neytendasam-
takanna var haldinn 28. maí sl.
Formaður samtakanna, Sveinn
Ásgeirsson hagfræðingur, setti
fundinn, en fundarstjóri var
Páll S. Pálsson hrl. Formaður
flutti skýrslu um starfsemina
frá síðasta aðalfundi, en starfs-
yfirlit hafði áður verið birt í
Neytendablaðinu og sent öllum
meðlimum samtakanna. Lá það
einnig frammi á fundinum.
Síðastliðin tvö ár hafa verið
hin viðburðarríkustu í sögu
Neytendasamtakanna, enda
hefur þeim vaxið mjög fiskur
um hrygg. Útgáfa leiðbeininga
bæklinga og Neytendablaðsins
hefur aldrei verið meiri; fjöldi
mála, sem skrifstofan hefur
fengið til meðferðar, aukizt
stórlega; meðlimum fjölgað um
nær helming og eru nú vfir
3000; og unnið með meiri ár-
angri að ýmsum hagsmuna-
málum neytenda en áður hafði
verið unnt. Á sl. ári flutti Neyt-
endasamtökin skrifstofu sína í
Austurstræti 14, og bötnuðu
starfsskilyrði mjög við það.
Mikill fjöldi fólks leitar bang-
að jafnan til ag fá lögfræðilega
aðstoð og upplýsingar vegna
kaupa á vörum eða þjónustu,
en það er öllum meðlimum
Neytendasamtakanna heimilt
án endurgjalds.
BLAÐIÐ hefur verið beðið
fyrir eftirfarandi:
í endurminningum Oscars
Clausen „Á fullri ferð“ bls.
164, fer hann nokkrum orðum
um mann nokkurn, sem kall-
aður var Jón terge.
Af því að mér er þessi at-
burður nokkuð minnisstæður
og mér finnst hann hafa skol-
ast nokkuð til í frásögn höf-
undar, tel ég rétt að gjöra
nokkra athugasemd við hann.
Maður þessi hét ekki Jón,
hann hét Guðjón og að mig
minnir Guðjónsson Þorgeirs-
sonar. Nafn föður hans mun
hafa verið stytt og hann kall-
aður Jón og fékk viðumefnið
terge, því hann mun hafa á
sínum tíma verið á dönskum
jöktum. Mér er Guðjón þessi
ríokkuð minnisstæður því
hann lagði á stað í þessa síð-
ustu ferð sína frá heimili for-
eldra minna.
Stjórn Neytendasamtakanna
fór þess á leit við Gylfa Þ.
Gíslason viðskiptamálaráðherra
á sl. ári, að skipuð yrði nefnd,
sem fjallaði um það, „hvaða
reglur væri rétt og tiltækilegt
að setja almennt um merkingtl
vara, þannig að neytendur fái
sem mestar upplýsingar um
vöruna, áður en kaup eru gerð“.
Varð ráðherra við þeim tilmæl-
um og skipaði fimm manna
nefnd til þessa. Þá ritaði stjóm-
in þáverandi landbúnaðarráð-
herra, Friðjóni Skarphéðins-
syni, með tilmælum um það,
að hann hlutaðist til um, að
settar yrðu ítarlegar reglur um
flokkun á smjöri og ostum og
gæðamat á þeim vörum. Varð
ráðherra við ósk Neytendasam-
takanna og lét hefja undirbún-
ing að reglugerð um þessi efni.
Er hér um veigamikil mál að
ræða fyrir neytendur.
Sveinn Ásgeirsson hagfræð-
ingur var einróma endurkjör-
inn formaður Neytendasamtak-
anna, en aðrir í stjórn: Arin-
björn Kolbeinsson læknir,
Knútur Hallsson lögfræðingur,
Sveinn Ólafsson forstjóri og
Magnús Þórðarson stud. ,íur.
V^rastjórn: Halldóra Eggerts-
aóttir námsstjóri, Aðalsteinn
Jónsson efnaverkfræðingur. og'-
Kristjana Steingrímsdóttir hús-
mæðrakennari.
Ég þykist muna Guðjón
sem frísklegan og snaggara-
legan karl, alls ekki hruman.
Þá þykist ég einnig muna
hann vel klæddan til ferðalags
eða að minnsta kosti eins og
það gjörðist í þá drga, enda
var maðurinn búinr að koma
af göngu, alla leið utan frá
Hellusandi.
Hann mun hafa dvalið
tæpa viku í Stykkishólmi
þegar hann lagði á stað aftur
á leið út á Hellusand. Hann
hafði fyrirhugað þennan dag
að komast upp að Skildi, en
náði þangað ekki og varð úti
á mýrarflákanum austan
Skjaldar f.því mikla áhlauDS-
veðri, sem varð 26. jan. 1906.
Guðjón þessi, sem einnig
var kallaður terge, var faðir
Jónasar sem kenndnr er við
Fagurey og Jóharnesar í
Tanga, báðir búsettir í Stykk-
ishólmi.
Gamall Hálmari.
SVOLÍTIL ATHUGASEMD
VIÐ CLAUSEN-BÓK
Alþýðublaðið — 15. júní 1960 |_3