Alþýðublaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 3
Sigga Vigga FYRSTA HNEYKSLINU VÍSAÐ TIL SAKADÓMS D ÓMSMÁL ARÁÐU - NEYTIÐ hefur gefið út ákæruskjal gegn 5 mönn um sem koma við sögu í fyrsta hneykslinu, sem upp komst í vetur hjá póst og símamálastjórri- inni. Sakadómur Reykja- víkur hefur fengið málið til meðferðar og í gær gaf dómurinn út eftirfar- andi fréttatilkynningu: eða 100 stk. af 50 aura frí- merkjum nánar tiltekinnar tegundar, svo og 150 stk. af þristfrímerkjum Kristjáns IX en talið er, að ákærði Einar hafi tekið arkirnar af 40 aura og 50 aura frímerkjunum úr umslögunum og slegið eign sinni á þær að ákærða Pétri ásjáandi og með samþykki hans eða án þess ag hann mót- mælti því eða spornaði við því, og þristfrímerkin hafi ákærði Einar tekið með beinu samþykki ákærða Péturs. í ákæruskjali er talið að þessi verknaður ákærðu Ein- ars og Péturs muni varða við 1. mgr. 247. gr. og 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Guðbjart Heiðdal Eiríksson svo og í tvö skipti reynt að fá og í eitt skipti fengið ákærða Knud Alfred Hansen til að bera rangt um tiltekin atriði í yfirheyrslum í málinu. í ákæruskjali er þetta hátt- erni ákærða Einars talið varða við 142. gr., 146. gr. og 138. gr. sbr. 20. gr. og 22. gr. hegn ingarlaganna. Framhald á 7. síðu. I.B.H. vann Breiðablik FYRSTI leikurinn í B-riðli 2. deildar fór fram í Hafnarfirði í Gegn ákærða Einari Páls- fyrrakvöld. ÍBH os Breiðablik, Kópavogi kepptu og fóru leikar syni einum er málið höfðað svo, að Hafnfirðingar sigruðu fyrir að hafa fengið ákærða1 með 5 mörkum gegn 0. Aðalfund- ur S.Í.S.: FLEIRI OG FLEIRI FROSTLAGARBRÚSA „Með ákæruskjali dóms- 'málaráðherra, dags. 15. þ. m. hefur opinbert mál verið höfðað á hendur Einari Páls- syni, fyrrverandi skrifstofu- stjóra Landssíma íslands, Pétri Eggerz Péturssyni, fyrr- verandi póstmálafulltrúa, Guðbjarti Heiðdal Eiríkssvni, stöðvarstjóra á Vatnsenda, og Knud Alfreð Hansen, símrit- ara. Gegn ákærðu, Einari Páls- syni og Pétri Eggerz Péturs- syni er málið höfðað fyrir að hafa um mánaðamót janúar og febrúar 1959 tekið í heimild- arleysi úr umslögum í geym- sluherbergi póstmálastjórnar í Landssímahúsinu hér í bæ, eina örk eða 100 stk. af 40 aura frímerkjum nánar tiltek- innar tegundar, og eina örk Verkfall á Vellinum 10 RÆSTINGARKONUR á Keflavíkurflugvelli lögðu niður vinnu í gær. Vinna konur þess- ar hjá liðsforingjum, ems ein- staklingum. Heyrir vinna þeirar undir taxta Vkf. Keflavíkur og Njarðvíkur, en ekki hefur verið fallizt á að borga samkvæmt honum og þess vegna fóru þær í verkfall í gær. Hins vegar lieyra aðrar ræstingarkonur á flugvellinum ekki undir taxta Vkf. Keflavíkur. Taxti kaup- skrárnefndar gildir fyrir þær. Á AÐALFUNDI Sambands ís lenzkra samvinnufélaga, sem haldinn var að Bifröst fyrir ári síðan, gerði Helgi Þorsteinsson, stjórnarformaður Olíufélagsins hf. og HIS, þá grein fyrir rann- sókn Essomálsins svonefnda, að i hún hefði aðeins leitt í ljós, að ekki hefði verið greiddur tollur af nokkrum frostlagarbrúsum. Á aðalfundi SÍS, sem haldinn er um þesar mundir að Bifröst, hafði sami stjórnarformaður eftirfarandi að segja um rann- sóknina nú, samkvæmt frétta- tilkynningu frá SÍS, sem kaflar fara úr hér á eftir: „í skýrslu sinni gerði Helgi Þorsteinsson, sem er formaður stjórnar Olíufélagsins hf. og Hins íslenzka steinolíuhlutafé- Iags grein fyrir rannsókn þeirri á starfsemi félaganna, sem stað- ið hefur yfir frá því í nóvember 1958. Helgi skýrði frá því, að upp- lýsi'ngar þær, sem hann gaf um þetta efni á aðalfundi SÍS 1959, hefðu verið hafðar ef'tir lögfræð ingi þeim, sem fram að þeim tíma hafði fylgzt með rannsókn inni fyrir hönd félaganna. Upp- lýsingar þessar hefðu í einu og öllu verið í samræmi við það, sem rannsóknin fram að þeim tíma hefði leitt í ljós. Upplýsingap Iþær, er Helgi gaf á aðalf.undinum nú um það, sem fram hefði komið við rann- sóknina frá því er fyrri skýrsla hans var flutt, væru einnig byggðar á sams konar heimild- um og jafnframt á skýrslum rannsóknardómaranna. Þar sem þær skýrslur hafa verið birtar rækilega opiniberlega, er ekki ástæða til að rekja frekar hér þau atriði, er þar koma fram. Til viðbótar því, sem í skýrsl- um þessum segir, gat Helgi þess að nýlega hefði komið fram í rannsókninni, að fyrrverandi framkvæmdastjóri Hins ís- lenzka steinolíuhlut'afélags hefði í janúar 1959 yfirfært í reikning sinn í svissneskum banka $ 80.000,00, að því er bezt væri vitað, og væri þar um að ræða fé, er hann hefði á und- anförnum árum dregið .sér af gjaldeyristekjum félaganna. Helgi’ gat þess, að rannsókn- ardómararnir hefðu á sl. ári falið löggiltum endurskoðanda að endurskoða öll gjaldeyrisvið skipti félaganna á undanförn- um árum. Vitað væri', að niður- staðna þeirrar endurskoðunar SIGLUFIRÐI í gærmorgun. TALSVERÐ síldveiði var við Kolbeinsey í nótt. Síðastliðinn sólarhring hafa 28 skip tilkynnt síldarleitinni afla sinn, samtals tæp 16 000 mál. Gott veður var á öllu veiðisvæðinu og síld óð talsvert, en mjög hefur reynzt erfitt að ná henni. Heimaskagi' AK 400 mál. Sv. Guðmundsson AK 450. Bragi SI 200. Gissur hvíti SF 200. Drangur SF 300. Freyja GK 300. Kambaröst SU 450. Akra- borg EA 1300. Sæborg BA 550. væri að vænta innan skamms, en fyrr yrði ekki með neinni vissu um það sagt, ti'l hve mik- ils fjár misferlið tæki. Helgi skýrði frá því, að stjórnir félaganna hafi allf frá upphafi lagt si'g fram um að að- Framhald á 14. síðu. Hamar GK 500. Ágúst Guð- mundsson GK 650. Jökull SH 500. Áskell EA 900. Einar Hálf- dánarson IS 500. LjósafeU SU 900. Gylfi IA 500. Blíðfari SH 800. Örn Arnarson GK 550. Fram AK 200 Vörður EA 700. Búðafell SU 300. Dalaröst MS 800. Jón Guðmundsson KE 600. Sigrún AK 550. Haíþór RE 700. Faxaborg GK 900. Gunnvör IS 550. Tjaldur 450. Þoka var á miðunum í gær. Voru skipin á stóru svæði ná* lægt Kolbeinsey. 16 000 MÁL Alþýðublaðið — 24. júní 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.