Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Síða 5
XV 9.—10. Þjóbviljinn. 37 mannalöggjöfinni, hlýtur breytingin að ganga í gagnstæða átt, að rýmka frelsi almennings í þessum efnum, eða nema vistarbandsskylduna gagngjört úr lögum. En blaði, eins og „Þjóðólfi“, er auð- vitað vel til þess trúandi, að vilja hnekkja frelsi almennings i þessari grein, að vilja binda almúgann á vistarbandsklafann, til bagnaðar fyrir aðra, sem betur eru settir. Slikt er í fyllsta samræmi við alla stefnu apturhaldsmálgagnsins í öðrum málum. ílla hæft markið. í „Þjóðólfs"-pistlinum, sem getið er liér næst á undan, vill höfundurinn endilega láta svo heita, sem það hafi verið af íllum og eigingjörnum hvötum, að ritstjóri ,,Þjóðv.“ hafi harizt „einna ósleituleg- ast“ fyrir rýmkun vistarbandsins. Ástæðan muni hafa verið sú, að ritstjóri „Þjóðv.“ hafi þarfnazt þessara lagabreytinga, vegna þilskipaútvegs síns, er mikinn mannafla þurfi! Ekki vantar góðgirnina hjá piltstaula þess- um, eða hitt þó heldur! Meinið er að eins, að ritstjóri blaðs þessa rekur alls eigi þilskipaútveg, og á ekki svo mikið, sem einnar krónu virði í einu einasta þilskipi. Greinarhöfundurinn hefur því óneitanlega farið þarna nokkuð langt frá markinu. I: I i 11 og þetta. Bismarck og frú lians. Herbert, sonur Bismarck’s fursta, h-efur ný skeð látið prenta ýms bréf, — 506 að tölu —, er farið hafa milli Bismarck’s gamla og konu hans, og eru sum þeirra rituð. meðan tilhugalífið stóð yfir. Það var árið 1847, er Bismarck kvæntist Jóhönnu von Puttkammer, aðalsmannsdóttur, og bera bréf þau, er nú hafa prentuð verið, það með sér, að hjónaband þeirra hefir verið mjög ánægjulegt, og að gagnvart konu sinni hefur „járnkanzlarinn“ jafnan verið ástrikasti eiginmaður, jafn óþjáll og harðvítugur sem hann reyndist öðrum. Gagnvart konu sinni kemur hann aldrei fram, sem skipandi, eða i herralegum tón, held- ur hagar hann jafnan orðum sinum mjög var- lega, ef hann vill, að hún gjöri eitthvað, og endar þá jafnan hréfið með þeirri athugasemd, að hún verði að sjálfsögðu, að „skoða þetta, sem óskrifað", ef henni ekki geðjast að því. Ýms bréf Bismarck’s bera það með sér, að frú Jóhanna Bismarck hafi eigi verið sem bezt að sér í frakknesku, því að eptir að Bismarck var orðinn sendiherra, bendir hann henni á, að með því að það sé siður i hóp sendiherra, að samræður allar fari fram á frakknesku, þá væri það mjög æskilegt, ef hún í frístundum sínum vildi líta í frakkneskar skemmtihækur, og afla sér jafn framt æfingar í því, að tala málið. En með því að frúin virðist eigi hafa verið mikið fyrir frakkneskar málfræðisiðkanir gefin, þá varð Bismarck að lokum að hugga sig við það, að ef sendiherrarnir vildu tala við konu sína, þá gætu þeir eins vel lagt það á sig, að læra þýzku, eins og hún frakknesku. Um tengdaföður Bismarck’s, Puttkammer gamla, er orð á þvi gert, að hann hafi verið i meira lagi íhaldssamur, hvað pólitík snerti, og féll þar þvi eigi ílla á með honum og Bismarck. Aptur á móti veitti Bismarck örðugra, að fylgjast með, að því er hina ströngu hihlíutrú gamla Futtkammer's snerti, og sýna þó ýms bréf hans til Jóhönnu frá fyrri árum, að hann hefur verið all-hiblíufróður, og haft biblíu-til- vitnanir á reiðum höndum. Enda þótt frú Jóhanna Bismarck virðist eigi hafa verið nein fyrirtaks hæfileika- og gáfu- kona, þá bera þó bréf þessi með sér, að Bis- marck hefur jafnan haft hana í ráðum, hvað politík snertir, og er svo að sjá, sem hún hafi litt latt hann stórræðanna. Það er kunnugt, að Bismarck ofsótti mjög politiska andstæðinga sina, og bar til þeirra ó- slökkvandi hatur, og virðist kona hans ekki hafa tekið honum fram í þeim efnum. Stundum voru þó tillögur hennar þess eðlis, að ,járnkanzlaranum“ var meira, en nóg boðið svo sem er hún lét það í ljósi, sem hjartans sannfæringu sína, meðan ófriðurinn við Frakka stóð yfir, að réttast væri, að afmá Frakka úr þjóða tölu. Mjög var frú Jóhanna Bismarck lítið gefin fyrir heimboð, og skemmtanir utan heimilis, en lét sér mjög um það hugað, að gera heimilið sem ánægjulegast, og bera mörg brét’Bisnuirck’s það með sér, að hann mat þann kost hennar mjög mikils. Isafirði 6. marz 1901- Tíðarlar. Kafaldshretið, sem gerði hér 22. f. m., stóð að eins i 2 daga, og svo heilsaði Góa oss (24. f. m.) bjartleit og stillileg, hálf- kuldaleg að vísu tvo dagana fyrstu. en síðan æ þýðari og blíðari með degi hverjum. — Ofan á einmuna blíðviðrin á þorranum munu fáir hafa vænzt slíkrar veðurblíðu á góunni. eins og verið hefur, þar til norðanbret gerði í gær. Jíýtt íshús. Ýmsir helztu útvegsmenn i Bolungarvík o. fl. hafa nú gengið i félag, til að koma upp íshúsi þar í Víkinni á komanda surnri. Á sliku húsi er þar full þörf, þótt íshós sé i Hnífsdal, og væri reyndar engin vanþörf á, að íshús væru reist á fleiri stöðum bér við Djúp, svo sem í Ögurnesi, og á Snæfjallaströnd- inni, í Aðalvík, og í Jökulijörðum. Þorskaflinn. — Gúðærið. í hretinu, fyrir fyrri helgi, gekk fiskur mjög inn í Djúpið, og 26. f. m- mátti heita hlaðafii almennt í öllu Út-Djúpinu, og svo næstu daga, og fiskurinn; yfirleitt vænn og feitur, varla að smáfiskur sæist í þeim mikla landburði af fiski, sem þá var, og enn helzt aflinn mikið góður í Út-Djúp- 58 Yeguriim beygðist nú meira til hliðar, og eptir hálfrar kl.stundar göngu voru þeir komnir ofan í dalinn. Sól var enn eigi gengin að fjalla baki, er þeir voru seztir að borðum í ofur-litlu veitingahúsi, gagnvart „ Jómfrúar“-fjalli. Um kvöldið settist svo bróðir minn að bréfaskript- um, en binir þrír voru á gangi fram og aptur þar í þorpinu. En er háttatími var koininn, og bróðir minn var genginn í rekkju, veitti honum mjög örðugt að sofna, þótt þreyttur væri. Sama þunglyndið, er sótt hafði á hann um daginn, ásótti hann nú enn meira, og þegar loks rann ögn í brjóst honum, hrökk hann strax upp aptur við leiðinlega drauma. Það var komið fram undir morgun, er hann fóll loks í þungan og hressandi sveín, og fram undir hádegi, er hann loks vaknaði. Heyrði hann þá, að Kristján Bahmann væri löngu lagður af stað, og þóttí honum það miður. Hann hafði borðað morgunverð við ljós, og hafði svo lagt af stað i dögun. „Hann var eins kátur“, sagði veitingamaðurinn, „eins og væri hann að faia af stað, til að bjóða í veizl- una sina“. Stefano og Battisto höfðu beðið eptir bróður min- um, til að bera honum hjartfólgnustu kveðju frá Kristj- áni, og bjóða honum i veizluna. Þeir bræður voru og báðir boðnir, og höfðu ásett sér, að þiggja boðið. Vér urðum þvi ásáttir um, að hittast allir í Inter- 51 stað snemma morguns næsta dag, og ganga þá yíir ¥eng er n-fjöllin, til þorpsins Lauterbrunnen, sem er tveim milum fyrir sunnan stöðuvatnið Interlaken. Menn buðu því hver öðrum góða nótt, og vöru tæpast tvær mínútur liðnar, er allir voru i fasta svefni. Eptir dálitla stund vaknaði bróðir minn þó aptur við það. að einhver var að tala mjögv glaðlega, og gat hann þá í fyrstu ekki áttað sig á því, hvar hann var staddur. „Gúðan daginn, herra minn!“ kallaði Battisto þá til hans. „Við höfum fengið fólaga í viðbót, sem á sam- leið með okkur“. Þessi nýi félagi, sem Battisto átti við, var sami maðurinn, sem bróðir minn hafði séð liggja sofandi þar í herberginu kvöldinu fyrir. Maður þessi gaf sig nú fram, og mælti: „Nafn mitt er Kristján Baumann, og er jeg spiladósa-smiður, til heimilis í Kandersteg“. Það var allra laglegasti piltur, grannvaxinn, en þó kraptalegur. Hárið var jarpt og sítt, augun stór', og sviphýr, og leiptruðu af fjöri og áhuga við hvert orð, er hann mælth „Góðan daginn“, sagði bróðir mihn. „Þór voruð sofnaður i gærkveldi, þegar vér komum hór inn“. „Og það var nú sizt að furða“, svaraði Kristján Baumann, „kominn frá Meyringen, og hafandi staðið á kaupstefnunni allan liðlangan daginn; slikt reyn- ir á kraptana .... en margt var þar ljómandi fallegt að sjá, þvi skal ekki neitað“. „Já, framúrskarandi“, tók Battisto undir. „Við seldum þar tíglasmíði, og útskorna steina, fyrir 50 franka“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar: 9.-10. tölublað (06.03.1901)
https://timarit.is/issue/155461

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

9.-10. tölublað (06.03.1901)

Gongd: