Alþýðublaðið - 25.06.1960, Page 3

Alþýðublaðið - 25.06.1960, Page 3
appaks á Vellinum Islendinga- á Grænlandi FYRSTI bifreiðakappakstur- inn á íslandi fór fram á Kefla- víkurflugvelli fyrir skömmu. Bæði íslendngar og Bandaríkja menn tóku þátt í 26 einfaldri eða tvöfaldri keppni. Áhorfendur voru um 300 að tölu Og skemmtu þeir sér hið bezta. Lagt var ‘hart að ís- lenzku lögreglunni að taka þátt í keppninni á hinurn velþekkta græna bíl sínum, en því var kurteislega hafnað. Keppnin fór fram með þeim hætti, að dregi'ð var um, hvaða bifreiðir skyldu keppa saman, en þó þannig, að bifreiði'r af svipaðri gerð lentu saman. Þó komu fyrir dæmi um annað, t. d. að Volkswagen og jeppi kepptu saman. Vegalengdin var mílufjórð- ungur eða rúmir 400 metrar, og fór keppnin fram á hinum svo- nefnda Pattérsonvelli, sem byggður var í sei'nni heimsstyrj öldinni. Hann er ekki lengur í notkun. Mesturn hraða náði mótorhjól af Triumph gerð. Það komst upp í rúmlega 160 kílómetra hraða. Keppnin var aðeins fyrir NÝTT vegakort yfir ísland cr komið út á vegum Vegagerðar ríkisins. Er það fjórða vegakort ið, sem gefið hefur verið út, en jafnframt hið vandaðasta í hví- vetna. Nú eru t. d. sýndar á kortinu vegalengdir og bætir það úr brýnni þörf. Hafa vega- málaskrifstofunni daglega bor- izt fyrirspurnr um eitt og ann- að þar að lútandi. Sigurður Jóhannss. vegamála stjóri' sýndi blaðamönnum hið - nýja vegakort í fyrradag og rakti í stuttu máli sögu vega- korta á Islandi. Pyrsta vegakort ið var gefið út af dönskui land- mælingastofnuninni árið 1930 og kom önnur útgáfa þess árið 1933. Þá gaf sama stofnun út nýtt vegakort árið 1953, en lítið var selt af því sökum meinlegra galla. Þörfin á nýju vegakorti hefur því lengi verið brýn. W IIEILD ARATHU GUN Á VEGAKERFINU Árið 1958 fór fram heildarat- hugun á vegakerfi' landsins, vegalengdir og ástand einstakra vega. Veturinn 1959 lágu fyrir tæmandi upplýsingar á grund- velli at'hugana, svo að unnt væri að byggja á útgáfu vegakorts. áhugamenn, en ekki atvinnu- keppnismenn. Góð verðlaun voru veitt. Myndirnar eru frá fyrsta • kappakstrinum. Nýr stjórnar- formaöur SÍS AÐALFUNDI Sambands ísl. samvinnufélaga lauk í fyrra- dag. Kjörinn var nýr formaður Sambandsstjórnar í stað Sig- urðar Kristinssonar, sem ein- dregið baðst undan endurkjöri. í hans stað var kjörinn Jakob Frímannsson, framkvæmda- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga. | Þórður Pálmason og Skúli Guðmundsson áttu að ganga úr stjórn, og voru þeir báðir end- urkjörnir. Þá var kjörinn í stjórn í stað nýkjörins for- manns, Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Húsavík. í varastjórn voru kjörnir: Guðröður Jónsson, Norðfirði, Bjarni Bjarnason Laugarvatni og Kjartan Sæmundsson Rvík. Undirbúni'ngur var síðan haf- inn í samráði við landmælingar íslands, og þó sérstaklega for- stöðumann þeirra, Ágúst Böðv- arsson. Er verkfræðingar Vega- gerðarinnar höfðu hver á sínu umsjónarsvæði merkt á kort all ar vegalengdi'r milli einstakra staða, sem ástæða þótti til að sýna, var írumkortið afhent Landmælingum íslands, sem sáu um teikningu kortsins og undirbúning undir prentun. Hef ur Ágúst Böðvarsson haft allan veg os vanda af því verki, séð um litaal og allan ytri frágang kortsins, ,sem er mjög smekk- lega unnið. Lithoprent hefur annazt prentun af vandvirkni' og natni. AÐALVEGIR RAUÐIR Allir aðalvegir eru á kortinu sýndir með breiðri rauðri línu, eri aðrir vegir með mjórri rauðri línu, heildreghum. Fjallvegir og bílaslóðir eru sýndar með strik- aðri línu, en vegir í byggingu með punktalínu. Vegalengdir eru sýndar á sama hátt og tíðk- ast á erlendum vegakortum, þ. e. milli' ákveðinna staða eða vegamóta á sama vegi eru sýnd skiptimerki, sem eru þunn rauð strik með punkti á endanum, og Feröir í byggðir FERÐASKRIFSTOFA ríkis- ins og Flugfélag íslands hafa að undanförnu unnið að því að stofna til ferðar til hinna fornu íslendingabyggða á vest- urströnd Grænlands (Eystri- byggðar). Ætlunin er að fljúga héðan ti'l Narsarssuak vð Eiríksfjörð, en ferðast síðan á bátum um Eiríksfjörð og Einarsfjörð og heimsækja m. a. Brattahlíð, — hinn forna bæ Eiríks rauða, — þar sem Grænlendingar stunda nú landbúnað eftir íslenzkri fyrirmynd með íslenzkum bú- peningi, Hvalseyjarfjarðar- kirkju, steinkirkju frá 12. öld, sem enn stendur uppi, biskups- setrið í Görðum og hið fagra Vatnahevrfi. tala prentuð með rauðu með- fram veginum táknar fjarlægð- ina milli þeirra til næstu skipti- merkja. Vegalengdir milli stærri staða eru táknaðar með hring utan um punktinn á skipti merkinu og vegalengdin milli þeirra staða yrði innrömmuð með hring. Flestir benzínsölustaðir utan kaupstaðanna, svo og sæluhús Ferðafélagsins, Vegagerðarinn- ar og f jallakofar eru sýndir með sérstökum merkjum. Á bakhlið kortsins er íslandskort, er sýnir leyfilegan öxulþunga og breidd bifreiða umfram það, sem um- ferðarlögin frá 1958 ákveða. Loks eru litprentuð á kortinu nýju umferðarmerkin, sem ver- ið er að setja upp við helztu ak- Framhald á 5. síðu. Auk þess verður komið til tveggja stærstu bæja á Suður- Grænlandi, landbúnaðarþorps- ins Narssak (um 1000 íbúar), og Júlíönuvonar (um 1500 íbú- ar). Ferðazt verður undir leið- sögn sagnfræðings, Þórhalls Vilmundarsonar menntaskóla- kennara, og jarðfræðingsins dr. Sigurðar Þórarinssonar. Nauðsynleg leyfi hafa verið fengin til að efna til slíkrar ferðar. Farið verður um miðjan júlí mánuð. Reynt verður að stilla fargjaldi í hóf. Ferðaskrifstof- Aðalfundur Póstmanna- félagsins AÐALFUNDUR Póstmanna- félags íslands var haldinn dag- ana 30. marz og 3. m|aí þ. á. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru rædd ýms hagsmunamál póstmannastéttarinnar, og ríkti mikill einhugur meðal fundar- manna um þau öll. Tryggvi Haraldsson, sein ver- ið hafði' formaður undanfarin ár baðst eindregið undan endur- kosningu. Stjórn félagsins skipa nú: Ari Jóhannesson formaður, Grétar Jónsson varaformaður. Með- stjórnendur: Dýrmundur Ólafs- son, Sigurjón Björnsson, Pétur Guðmundsson. an biður alla, sem áhuga hafa á að sjá hinar fornu slóðir ís- lendinga á Grænlandi og kynn- ast hinni stórbrotnu náttúru landsins, að gefa sig fram við skrifstofuna hið allra fyrsta. Prédikaö i Hróarskeldu- dómkirkju BISKUPINN yfir fslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, er fyrir skömmu kominn úr ferða- lagi til Danmerkur, þar sem hann þáði boð dönsku kirkjunn ar til þess að vera viðstaddur hátíð Hróarskeldukirkju. Hátíð sú var haldin ti'l minn ingar um að þúsund ár eru lið- in frá því er Haraldur konung- ur blátönn lét skírast og reisti fyrstu kirkjuna í Hróarskeldu. Hátíðin stóð’ dagana 12. og 13. júní sl. í hádegisverðarboði' að lok- inni hátíðamessunni afhenti biskup íslands eintak af Guð- brandarbiblíu ljóspi’entaða sem gjöf frá kirkju íslands. Gat hann þess í ræðu við það tæki- færi, að í Hróarskeldu var fyrsta íslenzka bókin prentuð, en það var Nýja testamenti' Odds Gott- skálkssonar. í hátíðamessu Dómkirkjunn- ar, mánudaginn 13. júní, pté- dikaði biskup íslands. Nýtt vegakort yfir Island Alþýðublaðið — 25. júní 1960 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.