Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 3
XVIII, 11,-12. I-1 U Vl> V iÍjJXXX. 43 mjög mikinn skaða, og drukknaði fjöldi manna. — í Kap nýlendunni eru þingkosning- ar nýlega um garð gengnar, og fóru þær svo, að A fríkana11 -flokkurinn varð í minni kluta, og forsætisráðherrann, Gordon Spriqq, náði eigi kosningu. — Enski flokkurinn ræður því B atkv. meiri hluta á þingi, og er dr. Jameson nú orðinn forsætisráðherra, sami maðurinn, er fyrir nokkrum árum brauzt inn í Transvaal með flokk vopnaðra manna, en slapp þá óhegndur, af því að Cecil Rodes sálugi, og Chamberlain ráðherra, voru við það níðingsverk riðnir. Ljótar sögur berast enn um þrælslega meðferð svertingja í Congo-ríkinu, og um það, hvernig þeir séu féflettir á allar lundir af embættismönnum, og öðrum, er þar ráða. — Leopold, Belga-konungur, sem er yfirmaður ríkis þessa, hefir þvi sent erindsreka þangað til rannsókna, hvort sem það bætir nú nokkuð úr skák, þar sem auðmenn í Belgíu eiga hlut að máli annars vegar. Ekki hafa Þjóðverjar enn getað friðað lönd sín í Afríku, með því að Herreroa- þjóðflokkurinn er mæta vel vopnum bú- inn, og beita hinni mestu grimmd við alla Þjóðverja, stinga út augu, og lim- lesta menn á ýmsa vegu, eða brenna lif- andi, er þeir ná einhverjum Þjóðverjan- um á sitt vald. — Sátu uppreisnarinenn enn um borgina Windhook, er síðast frétt- ist; en þar hefir nýiendustjórnin aðsetur sitt. — Kína. Kínverjar hafa lýst því yfir, að þeir láti ófrið Kússa og Japana hlut- lausan, og Bandamenn hafa skorað á stór- veldin, að hlutast til um, að rétti Kín- verja i þessu efni sé að engu leyti mis- boðið. í Tsínanfu-héraðinu hafa vatnsflóð ný skeð valdið afar-miklum skaða, brotið skörð í flóðgarðana, og sópað burt heil- um þorpum, svo að mörg hundruð manna hafa farizt. I Szetschwaní-héraðinu vaða upp- reisnarmenn um landið, og hefir Kína- stjórn orðið að senda herlið gegn þeim, en orðið þó enn lítið ágegnt. Hitt mun stjórninni i Kína á hinn bóg- inn eigi jafn ógeðfellt, að uppreisnarflokk- ar fara um Mandsjúríið fram og aptur, og hafa eyðilagt járnbraut Hússa þar, á 70 míina, svæði, inilli borganna Yladi- vostok og Charbin, og reyna að hindra her- og vista-aðflutninga Rússa á ýmsa vegu. — Bússar hafa heimtað, að Kína- stjórn taki í taumana, og hindraði þetta athæfi, en stjórnin þykist ekkert geta við það ráðið, enda hafa Rússar hegðað sér að öllu leyti sem húsbændur í Mand- sjúriinu i nokkur ár, þó að Kínverjar' hafi yfirráðin að nafninu til. I héraðinu Foutohau í Kina réðu upp- reisnarmenn nýlega á piíðurgeymsluhús, drápu foringja Kínverja, er þarvarfyrir, og stálu 20 þús. pundum af priðri. Svo .er að sjá, sem nokkur áhugi só nú farinn að vakna í Kina í þá átt, að læra af Evrópu-þjóðum, og hafa þeir í því skyni nýlega sent 40 stúdenta til norðurálfonnar. Eldfjallið Merapí á eyjunni Java i Ind- landshafi, sem er eign Hollendinga, hefir ný skeð valdið afar-miklu eignatjóni þar i grenndinni, og nokkrir menn hafa bið- ið bana. Ófriðurinn. Þá mun þykja hlýða, að fara nokkurum orðum um ófrið Riissa og Japana, til viðbótar fregnum þeim, er „Þjóðv.u hefir þegar flutt. Mjög hefir þegar brytt á þvi, að út- búnaður Hússa sé eigi svo góður, sem ráð var gjört fyrir. — I Port Arthur taldi herstjórnin t. d. vera fyrir liggjandi fleiri ára vistaforða, en svo kemur það upp úr kafinu, að þar eru að eins vistir til fárra mánaða, sakir megnustu svika af hálfu ýmsra yfirmanna, er stungið hafa. fénu í eigin vasa, en selt ríkinu sand, i stað méis, o. s. frv. — Líkt hefir og uppvist orðið í Vladívostok, og gerir þetta eigi iítið óhagræði, sem nærri má geta. Herflutningar Hússa á landi hafa og gengið mjög ógreiðlega, ekki að eins vegna skemmda þeirra, er gjörðar bafa verið á járnbrautinni í Mandsjúríinu, heldur og sakir þess, að leiðin þangað austur liggur yfir Baikal-vatnið, sem er 600 ferh. mílna stórt fjallavatn í sunnan- verðri Síberíu, — Að sumrinu er flutn- ingur, og farþegar, flutt yfir vatnið á gufuskipum, er tengja saman járnbraut- irnar, er liggja að báðum endum vatns- ins; en að vetrinum verður að fara yfir vatnið á ísum, og þar sem frosthörkur hafa verið þar miklar, hefir fjölda her- manna stórkalið á vatninu, og einn dag- inn holfrusu 600, en 150 fórust í vök, að þvi er stjórn 'Rússa hefir sjálf skýrt frá, svo að fráleitt er það orðum aukið. — Má og geta nærri, að hermennirnir, er sumir koma úr hitanum á sunnan- verðu Riissiandi, þoli illa helkuldaá fjöll um uppi, þar sem útbúnaðurinn er léleg- ur. — Rússastjórn hefir þvi síðast tekið það ráð, að leggja járnbraut eptir ísnum á vatninu, til að flýta fyrir flutningin- um. Vara-konungur Rússa þar eystra, Alexejeff greifi, er æðstu stjórnina hefir á hendi, hefir nýlega flutt aðsetur sitt frá Port Arthur til borgarinnar Charbin, sem er langt upp í iandi í Mandsjúríinu, með því að hann mun þykjast þar öruggari, enda hefir fólk flúið hópum saman úr Port Arthur, sakir hinna sífelldu árása Japansmanna, svo að fullyrt er, að eigi só þar eptir, nema tæpur þriðjungur í- búanna, er áður var. — Það er og setl- un rnargra, að Japanar hafi loynt sprengi- tólum. í jörðu í borginni hér og hvar, svo að eigi þurfi annað, en að örfáir Japanar komist inn í borgina, til þess að sprengja hús, og önnur mannvirki, hrönnum saman í lopt upp. Rússar liafa nú ný skeð sent Kuropat- ldn, hermálaráðherra sinn, til ófriðar- stöðvanna, til þess að hafa þar herstjórn á hendi á landi, undir yfirumsjón Al- exejeff's; en aðal-foringjar Rússa á sjónum eru þeir Jessen og Molas. Báðar þjóðirnar, Rússar og Japanar, hafa birt ávörp til annara ríkja, þar sem hvorir um sig þykjast réttlæta friðarrofin, og ber öllum saman um, að i skjölum þessum sé „krítað liðugt14, ekki sízt hjá stjórn Rfissa, sem vitanlega ber aðal-á- byrgðina, sakir margvíslegs yfirgangs og samningsrofa. Til þess að fá sem áreiðanlegastar og greinilegastar fregnir af ófriðinum, hefir enska blaðið „Timesu leigt gufu- skipið ,,Taimunu, sem er á vakki um Petchili-flóann, með fregnrita blaðsins, og sendi hann „Timesu nýlega frétta- þráðarskeyti, er kostaði um 10 þús. króna. Að því er gang stríðsins snertir. bera allar fregnir, er ná til 7. marz, þess aug- Ijós merki, að Japanar hafa algjörlega yfirráðin á sjónum. Hvað eptir annað hafa herskip þeirra ráðið á herskip Rússa við Port Arthur, og optast orðið nokkuð ágengt; aðfaranóttina 14. febr. tókst 2 japönskum tundurbátum, í náttmyrkri og blindbyl, að eyða 3 herskipum Rússa á höfninni i Port Arthur, og nýja atlögu gerðu þeir aptur 16.—17. febr. Aðfaranóttina 24. febr. sendu Japan- ar 8 tundurbáta til Port Arthur, og höfðu þeir með sér 4 flutningaskip, er þeir ætl- uðu sér að sökkva í hafnarmynninu, sem er örmjótt, til þess að teppa þar alla um- ferð; en Rússum tókst að sökkva flutn- ingaskipunum, áður en Japanar fengu komið þeim á réttan stað, svn að inn- siglingin tepptist ekki, og töldu Rússar það mikinn sigur. Einn daginn tóku Japanar 4 rúss- neska tundurbáta skammt fyrir utan Port Arthur, ginntu þá með rússneskum bend- ingamerkjum. er þeir höfðu á einhvern hátt náð i. 26. febr. gerðu Japanar siðustu árás- ina á Port Arthur, er vér höfum enn fregnir af, og höfðu Japanar þá 15 her- skip, en Rússar héldu 3 tundurbátum út i úr höfninni til móts við þá, en urðu að hörfa aptur, enda var þá. einn tundur- bátanna orðinn stórskemmdur, en annar kvað hafa sokkið. I borginni Vladivostok í Síberíu, nokkru fyrir norðan Koreu, hafa Rússar herskipalægi. og voru herskip þeirra fros- in þar inni, en tókst þó loks að komast ut tir ísnum, og varð þeirra vart, í grennd við borgina Hakodate, sem er sunnarlega á eyjunni Jesso; en sú eyja er nyrzta byggða stóreyjan í riki Japana; hófu Rússar skothrið á borgina, en urðu brátt frá að hverfa, sakir hríðarbyls. — Mælt er, að flotadeild þessi hafi þó sökkt einu japönsku kaupfari, og fórust þar 2 menn, en Rússar björguðu hinum sjálfir. 6. marz komu Japanar á 5 hersliip- um, og 2 tundurbátum, og hófu skothríð a. borgina Vladivostok, en unnu þó lít- inn skaða, og er ætlun manna, að skot-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.