Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Síða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Síða 8
112 Þjóðvíljinn XXIII, 27.-28. S. Thoroddsen, er kom frá Kaupmannahöfn, sýkt- ist skömmu siðar af mislingum, en er nú kom- inn á fætur aptur, og ekki hafa mislingarnir enn breiðzt neitt út. Meðal farþegja, er hingað komu með „Lauruw 29. f. m. frá útlöndum voru: verkfræðingur Knud Zimsen, og frú hans, cand. jur. Magnús Jónsson Og stúdentarnir: Jakob Jóhannesson, Sig. Nor- dal og Skúli S. Thoroddsen. Frá Ameriku komu: Gunnar Matthiasson, skálds Jochumssonar, og Helgi Jónasarson, heit- ins organista. Auk fyrgreindra farþegja kom með „Lauru'* 29. f. m. frá útlöndum Guðm. Hjaltason, sem dvalið hefir um hrið erlendis, og haldið alþýð- iega fyrirlestra um ísland í Noregi, og viðar. Með honum kom kona hans, og dóttir þeirra hjóna, og hafa þau sezt að i Hafnarfirði. Grein Ara Jónssonar, um getsakiruar í „Lög- réttu“ er birt hér i blaðinu samkvæmt ósk hans. I »eii- nem eig’a hjá mér prjón, verða að vitjíi þess íyrir 14. júni. Kristín Thorlacius. THE North British Ropework Coy. Ltd. K irkcaidy Contractors to H. M. Government. búa til rússncskar og ítalskar fiskilínur og færi, Manila, Cooes eg tjörukaðal, allt úr bezta efni, og sérlega vandað. Biðjið því ætið um rtivkcalcly fiskilínur og færi hjá kaupmaDni þeim, Bera þér verzlið við, því þá fáið þér það, sem bezt er. Reynslan er sannleikur. Vínkaup reynast ölium langÞezt i Vínverzlun Ben. S. JÞórar- inssonar, er leiðir af því, að hún seiur allra verzlana bezt vin og hefir stærstar og fjölbreyttastar vínbirgðir. AGENTER soges af et forste Klasses storre gammelt anerkendt Firma. Billigste Priser, stor Garanti, stor Fortjeneste. Vi soger som Agenter Lærere, Haandværkere og Folk med stor Person- bekendtskaber. Billet mrk. Agenter modtager William Vangedál ColbjornseDSgade 7 Kjob- enhavn B. Prentsmiðja Þjóðviljans. 198 „Burt!u æpti Frank. „Sá er fyrstur reiðir öxi til höggs, verður þegar drepinn!“ Mennirnir æptu, reiddu upp axir o. fl., og miðuðu ryðguðum byssuhólkum á Frank. En í þessum svifum ruddist Zeke Konks inn á milli þeirra. „Undan!“ æpti bann. „Enginn gjörðisc svo djarfur að snerta bann! Jeg, Zeke Konks, vernda hann!“ Mennirnir hörfnðu ósjálfrátt undan, unz Bill rudd- ist fram. „Hlustið ekki á hanDÍ Hann gengur í barndómi!“ Zeke bölvaði. „Geng eg í barndómi, ósvífni þorpari?“ grenjaði hann, þreif Bill í lopt upp, og varpaði honum niður fyrir klettinn. Það sló ótta að öllum, en Zeke Konks, er svalað hafði hefnd sinni, mælti, og lét all-óðslega: „Svona fer fyrir hverjum, er dirfist að óhliðnast skipunum mínum! Jeg Zeke Konks, er enn foringi yðar!“ Allir stóðu grafkyrrir. Þá heyrðist skot, og hafði einn skipverja hleypt því úr byssu. Zeke Konks greip til brjóstsins, og hefði dottið, ef Frank hefði oigi gripið í handlegginn á honum. En skotið hafði haft áhrif, og létu mennirnir nú eigi aptra sér lengur, en réðu, með öskri, á liðsforingjann, er reyndi að verja sig með sverðinu, þó að bann befði gamla manninn í fangi sér. Tveir þeirra, er næstir voru, hnigu til jarðar, með því að skotið var sínu skammbyssuskotinu á hvern þeirra> og kom Frank garala manninum þá af sér til Tumer’s, 199 hleypti Maggy inn um dyrnar, og tókst að loka hurðinni eptir að hann hafði lostið raann þann er næstur var,'með- sverði sínu, svo að hann datt ofan riðið að húsdyrunum. Tóllsvikararnir tóku nú að nýju að hamra á hurð- ina, og gluggahlerana, og tókst að mölva hlerann, sem var fyrir gluggunura í varðstofunni, og brutu rúðurnar, og gluggakistuDa, og köstuðu síðan blysum, og logandi trédrumbum, inn í herbergið, svo að þar gjörðist megn reykjarsvæla. Zeke Konks lá endilangur á góltinu, og dró þungt. ándann, og lá Maggy þar hjá honum á hnjánum, og reyndi að stöðva blóðrásina úr sári hans. En Tumer hafði yfirgefið þau, til að bjálpa félög- um sínum. Frank hafði fært skáp að hurðinni, og studdi við hann, og lá þó við sjálft, að hurðin yrði brotin upp. Blóðið rann um andlitið á honum, því að hann hafði verið barinn með krókstjaka, og særzt ögn, en þó lítfc, sinnt því, meðan er bardaginn var sem harðastur. Fann hann, að kraptar sínir myndu nú brátt bila., Reykjarsvælan varð æ meiri og meiri. — Tumer var orðinn sár, og hafði hnígið á gólfið, og tollsvikararn- ir töldu sér nú sigurinn vísan. Myers, er nálega var kafnaður af reykjaEsvælu, taldi nú alla sigurvon horfna. — í höfuðið á honum hafði ver- ið varpað logandi blysi, svo að hann hörfaði undan. FraDk varð nú að láta undan ofureflinu. — Skáp- urinn steyptist frá hurðinni, og þeir, er árásina greiddu, ruddust inn urn dyrnar. Með skammbyssu i vÍDStri hendi, og sverðið í hægri,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.