Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.03.1910, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.03.1910, Blaðsíða 6
42 Þ J ÓÐYILJ IKN. langt um liður. En þær koma því betur að liði, sem merkjuDum er betur haldið til skil?. Þsð er þvi vinsamlegbón mín til allra, er hlut eiga að móli, að hafa góðar gæt ur á merktum fiskum og láta ekki hjá liða, að skila mór undirskrifuðum þeim merkjum er fást, ásamt stuttri skýrslu um leDgd fisksins (fiá snjáldii til sporðs I enda), mánaðardag, dýpi og staðÍDn, er fiskurinD var veiddur á. Merkið er hvít- ur beinhnappur með látúnsplötu og á henni stafimir Da og númer; á þorski er það fest á kjálkabarðið, á skarkola utan til á miðju baki. Fyrir hvert merki er borguð 1 króna. Fyrir hÖDd dr. Johs. Schmidt Bjanii Sœmundsson. I litt og þetta, Hjá Hans Jakobsen, sjálfseignarbónda i þorp- j' inu Hedensted í Danmörku, hefur nýlega kennt ! all-mikils reimleika. Mjólkurfötur hafa t. d. horfið, svo að enginn ! vissi hvað af þeim var orðið, en komið svo aptur J á sinn stað, óvíst hvernig; skepnurnar bafa verið ieystar, og komizt á ringulreið í peningshúsun- um, garðávöxtum verið fleygt til og frá o. s. frv. Vörður hefur verið haldinn, til þess að ganga úr skugga um, hvernig á þessu gæti staðið, en enginn orðið neins vísari, og einu sinni, er30— 40 menn voru staddir á heimili Hans Jakobsen’s, kom t. d. mjólkurfata úr háa lopti, og datt niður, þar sem þeir voru, og vissi enginn, hvaðan hún kom. Lögreglumenn hafa verið látnir rannsaka mál- ið, en einskis orðið vísari. Hans Jakohsen er eini maðurinu, sem þykist hafa séð „drauginn11, en getur þó eigi sagt glögg deili á honum. ■Aðstoðarmaður á stjórnarráðs-skrifstofunni i Kaupmannahöfn er 18. febr. þ. á. skipaður cand. polít Jónas Ein- arsson, sem gegnt hefur þar öðru livoru skrif- stofustörfum að undanförnu. Dað virðist þvi ásteeðulítið, er „Þjóðólfur11 er að hnýta í ráðherra fyrir þessa stjórnarráðs- stöfun. Að því er oss er kunnugt, hefir hr. Jónas | Einarsson og verið eindreginn „heimastjórnar- ! maður“, svo að um laun fyrir politiskt fylgi get- j ur hér sízt verið að ræða. Frá íafj a rðardj úp i. Aflabrögð fremur góð framan af vetri, til ára- mótanna, og fiskur yfirleitt fremur'vænn. | ““Frá nýári reitingsafli, en gæftatregð, sífelld- ar ógæftir í hálfan mánuð, í fehr. nær óslitinn norðangarður. Barnaveiki hefir í vetur stungið sér niður í Bolungarvík, og víðar við Isafjarðardjúp, Nýr dýralæknir. 18. febr. þ. 4. hefir ráðherra skipað Siaurð Ein- arsson, cand, veter., sem dýralækni i norður- og austur-ömtunum. Ákveðið er, að hann setjist að á Akureyri, Sinislit hindruðu hraðskeytasamhand við ísafjörð. og Yestíirði; um hríð fyrri hluta febrúarmánáðar. Óvanaleg snjóþyngsli kvað hafa valdiðsíma- slitunum. „íngólfur11. Mælt er, að Andrés stúdent Björnsson taki við ritstjórn hlaðsins „Ingólfur11 á komandi vori. XXIV, 10.-11. Samsæti héldu ýmsar konur í ísafjarðarkaupstað 150 gamalmennum í síðastl. janúarmánuði. Hefur og söm verið venja þeirra noklrur und- an farin ár. Stjrktarsjóður sjóman na í Vestmannaeyjum 3. fehr. þ. á. var kgl. staðfesr.ing veitt, að því er snertir skipulagsskrá fyrir „styrktarsjóð Sjó- manna í Vestmannaeyjum11. Uppnæð sjóðsins or 600 kr., som er gjöf frá „Skip.i-ábyrgðarfélagi Vostmannaoyja“, og or að- al-tilgangur hans sá, að styrkja aldurhnigna eða heilsuhilaða sjómenn, sem lögheimili hafa átf í Vestmannaeyjum að minnsta kosti 10 ár sam- fleytt, og stundað þar sjó jafn langan tíma. Til þess að auka sjóðinn skal nokkuð af vöxt- unum árlega lagt við höfuðstólinn.j Sujóí'lóð féll í Skálavík ytri í Norður-ísafjarðarsýslu síðastl. þriðjudag (1. marz), og varð níu mönn- um að bana. Nánari fregnir um þetta hövmulega slys, að snjótlóðinu mikla 1 Hnífsdal jnýlega afstöðnu, verða að bíða næsta nr. blaðs vors. Drukknun. Það slys vildi til 3. þ. m. (marz), að báti hvolfdi á höfninni i Reykjavík, og drukknaði einn mað- ur, Jón skipstjóri Guðmundsson. Sjö menn voru alls á bátnum, og varð hin- um sex bjargað, en einum þeirra þó með litlu, eða engu lífsmarki, þótt hann iifnaöi við seinna. Maiinalát. 24. ágúst f. á. andaðist að Gardar í Norður-Dacota í Canada Helyi Daníelsson, 83 ára að aldri. 17 Jasper er skrítinn karl, sein virðist hafa ímigust á mér, þvi að þegar eg kem inn i bókasafnsherbergið, bregst það eigi, að bann fái mér miða,sem letrað er á: „Farið burt!“ Það væri beimskulegt, að fara að kíta við veslings karlinn, og því hlæ eg nú að eins, og fer. Það er annars einkennilegt hvernig haDn hagDýtir miðana, til að gera sig skiljanleaan. Skriptin tr fögur breinskript, og á miðuDum eru orð, sem eiga við hvað eina, sem fyrir kemur. Stundum skeytir hann saman tvö eða þrjú orð, til að gera sig skiljanlegaD. Þegar hr. Harley býður mér til miðdegisverðar, stendur á miðanum: „H.iðdegisverður“, og brosi eg þá er eg f* r. Um daginn sýndi hann mér miða, sem letrað var á: „Athuga ekki vestur-álmuna,u, og var því auðsætt, að hann vissi, að þetta var vani miun. Jeg sveraði þá einhverju, sem að vofunni laut, og retti hann inér þá miða, sem letrað var á: „Aulabárðuru. Þetta er dú það seinasta, sem okkur hefur á milli farið, og efast eg ekki um, að eg hefi minDkað að mun i hans augum, sakir hjátrúar minnar. Þá vík eg að Felix: Örðugra starf hefi eg eigi tekizt á hendur, en að kenna honum. Hann er að visu ongan veginD heimskum, en hann er fáorður, hirðulaus, latur, og færist ekki fjör í hacn, nema hann tali um flkáldskapinc. YislÍDgs drengurinD er blóðHtinn, og engu líkara, «n banD bresti lifsafi. Jeg gæti eins vel reynt, að koma lífi í hnoðaðan 22 Stundum fóru Tresham og Fay ein, og röbbuðu þau þá um hitt og þetta. Fay geðjaðist vel að heimiliskennaranum, og voru þau þvi öpt saman. Að mörgu leyti var hún mjög barnaleg, og opin- ská og svc einstaklega sakleysisleg. að Tresham gat ó- mögulega feDgið sig til þess, að gjörast höggormurinn, er tældi hana, til að bo ða af skilnings-trénu. Honum duldist eigi, að hann bar ást til hennar — En henni var alveg ókunnugt um það, og hefði að líkindum eigi skilið hann, þó að hann hefði lýst ti!finn- ingum sinum fyrir henni. „Vitið þér, hvað mér dettur nú í hug, hr. Tresham? mælti Fay einu sinni, er þau reru niður eptir ánni að morgni dags, ér veðrið var unaðslega fagurt. „Mér dett- ur í hug, að ef þér væruð ekki bérna, myndi mér dauð- leiðastu. „Er þið nú satt?u svaraði Tresham, og reyndi, að láta bera sem minnst á því, hve yfir honurn glaðnaði. „Þér eruð hér þó í föðurhúsum14. „Æ, haun pabbi!u mælti hún, og sló út höndinni. „Jeg get naumast kalla hann því nafni, því það er ekki netna stöku sinnurn, sem hann fæst til þess, að vera öðr- um til skemmtunar, og samlætis“. Gilbert brosti. „Hvers vegna á hann að lifa, sem einsetuinaður?u mælti hún. „Hann ætti þó að mionsta kosti að muna eptir því, að hann á dóttur, sem á að giptast?u Tresham leit til jarðar. „Langar yður mjög, til að giptast, jungfrú Harley?“ mælti liann að lokum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.