Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.07.1910, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.07.1910, Blaðsíða 1
Terð árgangsins (minnst, 60 arkir) 3 kr. 50 aur. trlendis 4 kr. 50 aur.*og í Ameríku doll.: 1.50. Borqist fyrir júnlmánað- arlók. ÞJÓÐVILJINN. ---- |= TUTTUGASTI OG FJORÐI ARGANGUB =| =---- -I—9k*= r,;It$stjori SKÚLI THOEODDSEN. ==mC—»— Uppsögn skrifleq ógild nema Komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsöyninni borgi skuld sína fyrir bla'ðið. M 34.-35. B.EYKJAVÍK. 29. JÚLÍ. 1910. itjórnarskrárskraf. Eptir A. J. Johnson. —o— Þegar eg ritaði grein mína um stjórn- arskrárbreytingar, þá gleymdi eg að minn- ast á eitt atriði í viðbót við þau er eg tilfærði. Það er um réttindi íslendinga er dvelja í öðrum löndum, utan þau er liggja undir Danakonung. (Þau eru nú ekki mörg sem kunnugt er, og því síð- ur fýsileg til vistarveru, t. d. Grænlandi.) Samkvæmt stjórnarskráoni eins og hún er nú þarf ísl. er dvalið hefir erlendis — utan Danmerkur, og Grænlands! — að dvelja á íslandi í 5 ár, ef hann vill leita þangað aptur. áður en hann fær rétt- indi til að taka þátfc í almennum málum, kosnÍDgarétt og kjörgengi, og eins fyrir því, þó að hann hafi aJdrei tehiðþegnrétt- indi í öðru ríki, að eins dvalið þar yfir skemmri eða lengri tíma1. Þetta er óþolandi ákvæði sem nauð- 6ýnlegt er að breyta. 011 sanngirni og réttlæti mælir með því. Tökum dæmi. Setjum svo að ísl fari til Ameríku, Noregs, Þýzkalands, eða hvert sem er, að eins í þeirn tilgangi, að læra eitthvað, er íslandi mætti að gagni koma; og koma svo heim aptur eptir skemmri eða lengri tíu)a. Fyrir þetta — þenna lofsverða tilgaDg, sem hver góður ísl. ætti að virða mikils3 — tapa þeir réttindum sínum, eru réttlausir, í 5 ár eins og útlendingar, — landsins eigin synir og dætur. En Danir, allt önnur þjóð, geta öðlast þessi réttindi eptir 1 ár Þetta ákvæði gæti beinlínis fælt ísl. fólk, er dvelur í öðrum ríkjum, frá því að flytja til landsins, því það er í fysta máta eðlilegt, að það vildi taka þátt í málum ættjarðar sinnar. strax og það er orðið búeett þar. Ákvæði þyrfti einmitt að taka upp í stjórnarskrána, er mælti bvo fyrír, að ísl. fólk er hvergi hefði tek- ið þegnréttindi í öðrum ríkjum, hefði full- komin réttindi, eptir eins árs dvöl í land- inu. Og sanngjarnt væri, að það er þegn- rétt hefði tekið annarsstaðar, þyrfti ekki nema 2—3 ár búsetu, áður en það fengi full réttindi. Sá greinarmunur væri gerður á isl. og útlendingum. Eins og alþingi V Eg hefi leitað mér upplýsingar um þetta atriði hjá lögfræðingi á ísl.. og kveður hann þetta réttan skilning samkv. gildandi stjórnar- Bkrá. > Bæmi til þessa mun nú þegar hafa átt sór stað, og mætti benda á nokkra menn, sem komn- ir eru til Isl. og mér er persónulega kunnugt um, að sama vakir fyrir eigi allfáum er til Attieríku hafa farið á síðari áruin. er nú skipað, er því vel treystandi til yfirvegunar, og að færa það í rótt horf. * * Það er mér ánægjuefni að sjá að ritstj. „Þjóðv." er að tnestu samþykkur fyrri grein minni, þó það eina er okkur grein- ir verulega á um, er það hvort heppi- legt sé nú strax, að sporna við því, að embættismenn eigi kjörgengi til alþingis eða ekki. Það er ekki nema eðlileirt, að um þetta séu nokkuð skiptar skoðanir, í það minnsta meðan málið er að skýrast. Þetta mun vera í annað sinn sem þessu er hreyft fyrir alvöru opinberlega. En fast verð eg að halda við mína fyrri skoðun að því er þetta atriði sn^rtir. Hvað við víkur menntunarástandi á Islsndi, — og til þess þekki eg dálítið á Suðurlandi, þá þykir mér sérlega ólíklegt, að það sé lakara nú, en menntunarástand Banda- manna var þegar þeir urðu lýðveldi 1776. En ákvæðið um að banna embættismönn- um þingsetu hefir alla tíð etaðið i stjórn- ekrá þeirra síðan hún var samin 1787. Það er meira að segja talsvert vafamál, hvort alþýða yfirleitt í Bandarikjunum er menntaðri en alþýða Í9lands, eða fylgist betur með stjórnmálum þjóðar sinnar, þrátt fyrir þeirra ágætu menntunartæki. Stórborgir Bandríkjanna eiga áreiðanlega afarstóra hópa aflítt menntuðu allra þjóða fölki, sem þó eru borgarar og hafakosn- ingarrétt. Bandamenn fylgjaþessu ákvæði (um embættismennina) mjög stranglega. Alveg nýlega. t. d. útnefndi Taft forseti hr.CharlesE. Hughes, núverandi ríkisstjóra í New-York ríkinu, til að vera dómara i hæðstarétti Bandaríkjanna. Hughes er einn allra fremsti ogatkvæða mesti stjórn- maður „Eepublikana" (samveldísmaDna) Kosningar eiga að fara fram í ríkinu í haust, en hann má engan þátt taka í þeim, af því að hann hefir verið útnefnd- ur til þessa embættis1, og þó tekur hann ekki við því fyrr en eptir að kosningar eru afstaðnar. Hvað það snertir að merm skorti sjálf- stæði — enda þó það sé rétt athugað, að virkilegt sjálfstæði, byggist oft á efnalegu sjálfstæði — þá fæ eg ekki séð, að það hafi við mikil rök að styðjast. EeyDzlan hefir ótvírætt sýnt, að það hefir verið embættismannaflokkurinn, einmitt hann — með nokkrum, þó því miður fáum undantekningum — erhefir viljað, já lagt allt kapp á, að varpa þjóðarsjálfstœðinu fyrir borð. Þessi flokkur ætti þó að vera efnalega sjálfstæðari; en leikmenn eða alþýðumenn, svo mikið bera þeir úr býtum fram yfir -------------------- I V Og efri málstofan (senatið; hefir samþykkt ! útnefninguna, eða embættisveitinguna. þá, fyrst all-há laun borguð mánaðarlega í peningum (stundum fyrir fram) og síð- an nokkrar þús. í eptirlaun; en það er einníg ómótmælanleg reynzla, að þrátt yrir þetta, þá hafa embættismennirnir opt og tíðum verið efnalega ósjálfstæðir beinlinis fan'ð „á höfuðið", sem kallað er í daglegu tali. Eg geri ráð fyrír, að ekki mundi kom- ast á þing aðrir leikmenn, en þeir er væru sæmilega, efnalega sjálfstæðir — reynslan styrkir þetta líka — en efnalega ósjálf- stæðir embættismenn, gætu hæglega á þing komist, með þvi, að um marga þeirra er þannig farið, að erfitt, jafn vel ómögu- legt, er að segja um hvernig þeir standa efnalega, af því þeir hafa svo mikið fó undir höndum sem þeir eiga ekki. Og Það er óbifanlega skoðun mín og sannfæring, að vilji þjóðin draga úr em- bættiskostnaði, t. d, með því að fækka óþörfum embætfcum og afnema eptirlaun þá takist það aldrei með embættismanna þingi. Við höfum einnig reynslu í þessu efni, og nú allra síðast, frá síðasta þingi er rætt var, og greidd atkvæði um breyt- ÍDgu á eptirlaunum ráðherrans, — lækka þau niður í 20C0 kr., og veita þau að eÍDS fyrir jafn mörg «r og maðuinn hefði verið í embætti- Þar standa embœttis- mennirnir landsjbðslaunuðu, sem einn maður í m'oti; Hannes fyrv. ráðherra, Jón bæjar- fógeti, Jóhannes sýslumaður, með þá Jón 01., Jón frá Múla, Pótur Gauta, eíra Egg- ert og síra Björn í halanum. x 2 8 I fyrri grein minni minntist eg htið eitt á, bve varhugavert væri, að leyfa dómurum, og skólaetjórum að standa framarlega í pólitísku baráttunni, vegna ekyldu þeirra. Það er ekki langt síðan, (2—3 ár) að allþungar sakir voru bornar á yfirdóm- inn. Hönum borið á brýn, að hafa látið stjórnmálaskoðanir og vináttu réða fyrir réttu máli.4 Við þessum ásökunum hefir yfirdóm- urinn þagað, og gegnir pað furðu. En hvort sem ástæða hefur verið til að væna yfirdóminn um, þetta, eða ekki, (um það ') Sjá alþ.tíðindl 1909. TJmr. í neðri deild bls. 1499-1507. -) Eini landsjóðslaunaði maðurinn í efri deild er frv. er fylgjandi, að því er séð verður á Þing- tíð. er I<árus H. Bjarnason, þó með því skil- yrði að þessi breyting, yrði ekki fyr, en „fráog með" síðustu ráðherraskiptum, nefnil. að H. Hafstein væri undanskilinn. L. H. B. kveðst upphafl. hafa verið á móti því og ráðh. hefði eptirlaun, og er það virðingarvert. x) Jeg'hygg að dr. J. Þ. og B. J. frá Vogi verði lengi minnst í þingsögu ísl. fyrir það, að þeir eru fyrslu þingm. er rækilega hreyfa því á. þingi, aðj»ptirlaun verði afnumin. 4) Jón Ólafsson í blaðin Reykjavik.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.