Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.07.1910, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.07.1910, Qupperneq 4
136 ÞjÓÐVILJINN. Vopni var ko9Ínn féhirðir, í stað Elísar Thorvaldsonar, er hafði beðið sig undan- þeginn endurkjöri. Til minningar um 25 ára afmæli kirkju- félagsins, hefir kirkjufélagið gefið út „minningarrit“, um 80 bls. að stærð, og fylgia Þyí tíu myndir. I „minningarritinu“ eru hátíðaljóð, eptir síra Valdemar Briem, saga kirkju- félagsins (1885—1910) o. fl. Verð bæklingsins er hálfur dollar. Kirkjufólag vestur-íslenzkra únítara hélt ársþing sitt að Mary Hill í Manítoba 19.— 22. júní síðastl. A kirkjuþinginu mættu 13 kjörnir fulltrúar (frá fimm söfnuðum og félögum), og enn fremur fjórir prestar, og sex menu er i framkvæmdarnefnd kirkjufélagsskap- arins eru. Þrír fyrirlestrar voru haldnir: 1. Um „módernista“ hreifinguna ÍDnan rómversk kaþólsku kirkjunnar. 2. Um „unítarismus“. 3 Um kirkjuna. Samþykkt var, að gefa út nauðsyn- legan leiðarvísi, og kennslubækur, handa unglÍDgum, er fræðast eiga um trúarskoð- anir unítara. Forseti kirkjufélagsins var kosinn S. B. BrynjólfssöD, skrifari síra G. Arnason, féhirðir Hannes Pétursson, og útbreiðslu- stjóri B. B. Olson. Ákveðið var að næsta kirkjuþing skyldi haldið að Gimli í Nýja Islandi 17. júní 1911. Úr Dýraflrði er „Þjóðv.“ ritað 21. júní þ. á.: „Enda þótt konanar séu sólstöður, eru þó enn snjóskaflar á. sumum túnum, og á sumum bæjum verða mat- jurtagarðar eigi stungnir upp vegna klaka og bleytu. Stórar skellur eru alhvítar í túnum, þar sem leysingar-vatnið hefir lengi runnið um, og étið úr allan jurtagróður; on þeir blettir, sem grænir eru, eru rótnagaðir, eptir fé, og kýr, sem ’eigi hafa haldizt við í gróðurlausum úthaga, og þvi hörfað heim til húsa. Stórfellir hefði orðið hér á mörgum bæjum, ef eigi hefði verið næg matvara í allt vor á Þing- eyri; en þvi miður hefir pöntunarfélagið, sem selur allt mun ódýrara, en Þingeyrarverzlun, enga matvöru getað haft, til að bjarga skepnum, en við Þingeyrarverzlun hefir bankabygg verið selt á 26 kr., og rúgmjöl á 23 kr. 50 aur., 200 pd:, en haframjöl á 17 kr., 100 pd. Q-jafa-tíminn varð alls 32 vikur, og gat eng- inn við slíku búizt, og það því síður, sem aldrei varð bata-kafli á milli. Snjóþyngslin um alla ísafjarðarsýslu langt umfram það, sem núlifandi menn muna, því að á stöku bæjum voru hús' í kafi á hvitasunnu: Afleiðingarnar eru nú: stór skuldir, vegna mat- vörukaupa til skepnufóðurs, og skepnur viða sár- magrar, og sumstaðar dauðar, þó að til séu stöku menn, sem haldið hafa skepnum sinum vel til fara, og þó skuldlaust. Sumarblíða hér engin komin enn; að eins stöku dagstundir hlýviðri. Fiskafli hér aldrei neinn á seinni árum, nema á mótorbáta niðri á hafi, og er það afar-dýr út- gerð, með lóðum og beitu, og verður þó aldrei almennings hagur, enda almennum hag mjög hnignað, síðan hætt var við opin skip, og róðr- | arbáta; Búfjár-sýning. 28. júni þ. á. var búfjársýning haldin að Sel- fossi í Árnessýslu. Sýndir voru nautgripir, hross og ærpeningur i'ramhaldsnáinsskeiðið við kennarashólann. Það stóð yfir frá 17. maí til júníloka þ. á. XXIV., 34.-35. Þrjátíu voru barnakennararnir alls, og úr ýms- um sýslum, er kennslunnar nutu. Biskupsvígslan á fíólum. Hún fór frarn 10. júli þ, á., svo sem áformað hafði verið. Dómkirkjan á Hólum var fagurlega blómum prýdd, og höfðu konur safnaðarins annaztum það Alls er mælt, að um níu hundruð manna hafi komið að Hólum, til þess að vera við biskups- vígsluna, flest, úr Skagafjarðar- Húnavatns- og Eyjafjarðarsýslum, en sumt einnig lengra sað. Yfir þrjátiu prestar, eða andlegrarstéttarmenn, voru þar viðstaddir. Síra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði stýrði kirkjusöngnum, og síra Arni Björnsson á Sauð- árkrók lýsti vígslunni, sem svo er nefnt: en síra Sigfús Jðnsson á Mœlifelli var fyrir altarinu. Biskupinn hr. Þdrhallur Bjarnarsonhnvnkvæmdi biskupsvígslu-athöfnina, og prófastar úr Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslum voru vígsluvottar. Yígslubiskupinn nýi, síra (Jeir Sœmundsson á Akureyri, prédikaði. Að biskupsvígslunni lokinni, flutti Sira Matth- ías Jocliumsson kvæði, er hann hafði ort. Mattlúas Þorðarson, fornmenjavörður, flutti og fyrirlestur um altaristöfluna í Hólakirkju, sem talin er merkasta altaristaflan hór á landi. Biskupskápa Jóns Arasonar hafði vei-ið send norður, og var Cfeir Sæmundsson í henni, er hann var vigður: — En send verður hún suður aptur, til geymslu á forngripasafninu, sem ver- ið hefir. Raflýsing Seyðisfjarðar. Hr. Jðhannes verksmiðjueigandi Reykdal í Hafn- arfirði hefir nýskeð gert áætlun um, hvað kosta myndi að koma á fót rafmagnsstöð í Seyðisfjarð- arkaupstað, og komist að þeirri niðurstöðu, að kostnaðurinn muni verða 30 þús. króna. „Vestri“ strandar. 27. þ m. (júlíi barst símfregn, er skýrði frá 13 þegar dansleikurÍDn yar að eins bálfnaður, og mér hefði þótt gaman, að láta hann ekki finna mig, en þegar eg var komin hálfa leið ofan að bátnum, kom hópvir af grímuklæddum mönnum, með hávaða og sÖDg; þrírnámu staðar — og það, sem svo gerðist, þekkið þér. — Þér frelsuðuð mig, lof sé Maríu meyju, og“ — hún leit al- varlega og alúðlega á hann— „jeg er yður mjög þakklát!* En hann var annars hugar, og hnyklaði brýrnar. „Þér hafið óbeit á Cosimo? Hvers vegna það?“ Unga stúlkan varð ciðurlút. „Hann er rikur, hann frændi minn. — Hann er kominn af eldri grein Monte- lupí ættarinnar, og þess er íariðá leit, að eg giptist hon - um“, mælti hún lágt. „Og þér?“ roæfti hann, og var þá all-harðmæltur. „Jeg, nei“, svaraði hún, all-áköf. „öipti eg mig nokkuru sinni, þá giptist eg —hún beit saman vör- unum, leit undan og roðnaði. Crayshaw fór nú að verða forvitinn. ,,Hverjum?“ spurði hann. „Segið mér það, barnið gott!“ Um leið og hann mælti þetta, þreif hann um úln- liðinn á henni, til þess að knýja fram svar, en kenndi þá til í særða handleggnum, svo að hann kveinkaði sér. „Nú hafð þér ýft upp sárið!“ mælti hÚD, er hún sá, hve hann afroyndaðist í framan. „Hreifið yður eigi! Jeg skal segja yður það. — Það er enginn — álls enginn Ekki annað“ — hún tæpti á einhverju—; „en faðirminn var EnglendÍDgur, skiljið þér það!“ Hodudi var léttara um hjartaræturnar, teygði sig aptur á bak, og rak upp — skellihlátur. „Hann hefirþá verið Englendingur!“ mælti hann. „Og það veit guð, að það skuluð þér og verða!“ 22 úr einu herberginu í annað, eða^þá á rjátli í fordyrinu, eða á ganginum? Eða var það feiti karlinn, dimmraddaði; sí-hlægjandi sem vanir var að segja ýmsar kýmnissögur, seroi fáir gátu lagt trúnað á? Var það ekkjaD, þunglyndislega, eða þá gamla ó- gipta stúlkan, sem einatt var svo einstaklega skarfhreifin. Hann velti þessu fyrir sér hvað eptir annað, en gat þó eigi fest grunÍDn á einum þeirra, öðrum fremur. Honum þótti því réttast, að fara að sofa, enda eigi ó- hugsandi, að hann hefði talið skakkt, er hann tók smar- agðana niður raeð sér. Hann lauk því ajitur upp skúffunnni, hellti úr silf- ur dósinni á borðið, taldi smaragðana vandlega að nýju, lét þá síðan aptur í silfurdósina, og setti hana nákvæm- lega á sama staðinn í skiiffunni, þar sem hún hafði verið. Svo lokaði hann skuffunni, og tyllti sér niður, engu hýrari á svipinn, en áður. Hami lét reykinn koma út úr sér í stuttum reykjar- strokum, er ráku hver aðra. Það var verra, en hann hafði búist við, því að smaragðsteinarnir höfðu upprunalega verið þrjátíu og þrír eu voru nú að eins tuttugu og sjö eptir. Sex steina vantaði, og það voru stærstu og feg- urstu smaragðirnir, sem horfnir voru. Hér var eigi um neitt að villa9t. Einhver — liklega sá, er stolið hafði smaragðioum, hlaut að hafa lykil að skúffnni, og hann, eða hún hvort sem það var nú karl eða kona, hlaut að hafa komið í herbergið, meðan hann var fjarverandi, að hugsa

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.