Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1910, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1910, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst, 60 arhir) 3 kr. 50 aur. erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameriku doll.: 1.50. Borqist fyrir júmmónað- arlok. M 36.-37. ÞJOÐYILJINN. - - [= 'Tu TTTJGASTI OG FJORÐI ÁRGANÖUB =|. =- ,= R.lTfS.TJORI SKÚLI THORODDSEN. Uppíögn skrifleq ðgild ntrna komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag jimí- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir bla'ðið. Reyxjavíx B. Agóst. 19 10. Útlönd. —o— Frá útlöndum hafa Dýskeð borizt þeesi tiðindi: Danmörk. Nýja ráðaneytið ráðgerir, að því er hermt er í dönsku blöðunum, að taka 80 milljón króna bráðabirgðalán ón króna fast rikislán. Nýlega hefir Krábbe, er var hermála- ráðherra í ^ö/de-ráðaneytinu, sagt af sér þingmennsku, sakir ósamþykkis við fJokk einn, er mislíkaði það, að Krabbe, sem kominn er hátt á áttræðisaldur, hafði þegið kammerherrarafnbót, er haDn sleppti ráð- herra-embættinu, en Zahle-ráðaneytið hafði svo sem drepið hetir verið á í blaði voru verið andvígt einkennísbúningi ráðherra, nafnbótum, og því um líku. Húsbrunar miklir urðu í Skovlunde á Sjálandi í jnnímánuði, og er skaðinn met- inn um 250 þús. króna. — Manntjón varð þó eigi. 9. júní þ. á. var líkneski Christjans konungs IX. afhjúpað í borginui Slagele, og var Friðrik konungur VIII. þar við staddur. — — — Noregur. 19. júlí þ. á. mættu full- trúar Norðmanna, Svía og Eússa, á fundi í Kristíaníu, til þess að ræða um yfirráðin yfir Spitzbergen; en eigi hefir enn neitt spurzt um það, hver niðurstaðan verður. f Dámn er nýskeð Sunde, forstjóri járnbrautanna í Noregi, 59 ára að aldri. — Sundr' var fjármálaráðherra í ráðaneyt- inu Steen, og síðar í jB/e/m-ráðaneytinu. Svíþjóð. Þess hefir nýlega veriðgetið i blaði voru, að rússneski skáldsagnahöf- undurinn Leo lolstoi væri væntanlegur á friðarfundinn, sem haldinn verður í Stokk- hólmi í öndverðum ágúst þ. á., en nú hefir heyrzt, að hann sé hættur við það, treystíst eigi, vegna ellihrumleika, sem og vegna ritstarfa sem hann hefir á hendi. Frakkland. Nýlega var í París afhjúp- að líkneski, sem Waldeck-Rousseau hefir verið reist í Tuillerí-hallargarðinum. — Þar var Fallíeres forseti frakkneska lýð- veldisins viðstaddur, en Bríand, forsætis- ráðherra, hélt aðal-ræðuna. Waldeck-Rousseau var einn af merk- ari stjórnmálamÖDnum Frakba á öldinni, sem leið. Hann var fæddur í Rennes 1846, og var forsætisráðherra frá 1899— 1902, og gekkst þá, meðal annars, fyrir því, að Dreyfus fékk réttingu máls sín?. — Hann andaðist árið 1904. Nýlega vildi það slys til, að barón- <*ssa de la Boche, foringi kvennfélagsins wStellalí, er fæst við flugæfingar, féll í L'ugvél sinni niðaD úr 50 metra hæð, og meiddist svo afskaplega, að henni var eigi lifsvon talin, er síðast fréttist. — — — Spánn. Bankastjóri í Monovar, i fylk- inu Alieante, GaHíanto að nafni, hélt ný- lega ýmsum vinum sínum veizlu, og sprakk þá spreDgivél, er einhver hafði látið með leynd í kjallarann, og kastaðist borðið í háa lopt, er þeir sátu að borðum, og tætt- ust tveir gestanna í smá-agnir, en baDka- stjórinn og hinir gestirnir, lemstruðust mjög hræðilega. í Guadix í Gfranada urðu nokkur hús nýskeð fyrir tjóni af jarðskiálftum, en manDtjón varð þó eigi. — — — ítaJÍa. Akafir jarðskjálftar í grennd við Neapel í júni, og komu víða sprung- ur í jörðu, og hús sukku, eða gjöreyddust, þar á rneðal nokkur stórhýsi i Colitrí, Benevento o. fl. Nokkrir menn biðu bana. Victor konungur Emanuel gaf þegsr 50 þúe. líra, til að bæta úr tjóninu, og stjórnin jaÍD mikla upphæð. — — — Balkanskaginn. Enn er gnmnt á því góða milli Grikkja og Tyrkja, og sló ný skeð í bardaga milli griskra og tyrkneskra hermanna á landamærunum, og féllu tveir af Grikkjum. Arnautar í Albaníu hafa nýskeð farið all-miklar ófarir fyrir herliði Tyikja og nýlega féll aðal-foringi þeirra, Kabosch að nafni, og þrír aðrir af foringjura þeirra voru skotnir, en fjórir haodteknir. Þrátt fyrir þetta, hefur Tyrkjum þó enn eigi tekizt að bæla niður uppreisnina. Nú er 8vo komið, að þing KriteyÍDga hefir leyft múhamedönskum þingm.önnum þingsetu, þótt eigi vinni þeir Grikkja konungi trúnaðareiða, enda hótuðu stór- veldin, að láta hermenn taka tollgæzlu- hús þeirra að öðrum kosti, og sá Venezelos, formaður stjórnarinnar, og flokksbræður hans, sér þá eigi annan kost vænni, en að slaka til. — — — Rússland Líkneski Péturs mikla, Rússa keisara (f. 1672, d. 1725), var nýlega af- hjúpað í Pétursborg, og var þar þó fyrir riddara likDeski hans, er Katrín II. lét reisa árið 1782, er hundrað ár voru liðin, síðan er hann kom til ríkis á Rússlandi. I borginni Kiew varð nýlega uppvíst um leyDÍfélag, er gerði sér það að atvinnu, að falsa arfleiðsluskrár. Gutschkoiv, forseti rússnesku „dumunn- ar1* (þingsins), háði nýskeð einvígi við Uivárow greifa, og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. 3. júli siðastl. kviknaði í sumarleik- húsi keisarans, og brann það til kaldra kola, sem og nokkur hús önnur. Rússar og Japanar hafa nýskeð gert þaDn samning, að annast í samemingu um það, að ríki i Austur-Asíu haldist ó- breytt, sem og um það, að sjá um að tryggt sé, að senda vörur með járnbraut- inni í Mandsjúríinu, og að vera einir um hituna, að því er járnbrautarflutninga í Mandsjúríinu snertir. — — — Þýzkaland. 13. júlí þ. á. lagði lopt- farið „Erbslohu af stað frá Leichlingen, sem er millí borganna Köln og Elberfeld, og voru fimm menn í því, sem allir biðu bana, með því að eittbvað bilaði, svo að það féll með þá til jarðar. f 10. júlí þ. á. andaðist stjörnufræð- ingurinn Johann Gottfried Gálie, 98 ára að aldri, fæddur 1812. — Var um langt áraskeið (1851 —1897) háskólakennari í stjörnufræði, og forstöðumaður stjörnu- rannsóknarstöðvanna i Breslau. Þrjár halastjörnur varð hann fyrstur manna var við, og reykjstjörnuna Neptun uppgötvaði hann árið 1846, og studdist í því efni við útreikninga frokkneska 8tjörnufræðingsins Leverrier, er komizt hafði að þeirri niðurstöðu, að stjarna hlyti að vera til, sem ylli óreglu, að því er braut plánetunnar Uranus snertir. Samkvæmt manntalinu, er síðast fór frarn í Berlín, höfuðborg Þýzkalands, þá er ibúatalan þar orðin 3,600,000, er undir- eða útborgirnar eru meðtaldar. 10. júlí síða8tl. fannst í Berlín lík kvennmanns er hafði verið mjög hrylli- lega limlest, og vissu menn eigi, er síð- ast fréttist, hver að glæpnum var valdur. Bandaríkin. Afskaplegir hitar í New- York, og í öðrum borgum i Austur-ríkj- um Bandaríkjanna, og urðu eigi all-fáir sturlaðir af hitanum, en sumir biðu bana,, eða fyrirfóru sér sjálfir í sturlun. Nú er mælt, að dóttir milljóna-eig- andans Pierpont Morgan’s eigí að giptast Jayme de Bourbon, ættmenni Spánarkon- ungs. Um 80 þús. manna, er starfa að sæl- gætisbrauðagjörð i New-York hættu ný skeð vinnu, og kröfðust hærri launa, og styttri vionutíma, og er mælt, að Stoaken auðmaður hafi látið konu sina, er áður var vinnustúlka, gefa þeim 125 þús krÓDa. — Að öðru leyti hefir enn eigi heyrzt hversu verkfallinu reiðir af. Nú er mælt, að Panama-skurðurinn verði fuligjör á yfirstandandi ári, og tek- inn til afnota 1. janúar 1911, og flýtir það afar-mikið fyrir sjóferðum milii At- lantshafsirs og Kyrrahafsins, er skipin þurfa eigi lengur að fara alla leið suður fyrir Suður-Ameríku. Málfærslumaður nokkur, sem á heima í sömu borginni, sem Carnegie auðmaður er fæddur í, varð Dýskeð í afleitum pen- ingakröggum, svo að við gjaldþroti lá, og hljóp Carnegie þá svo vel uudir bagga með honum, að hann g»f honum 600 þús. króna.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.