Alþýðublaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 1
ENN ERU ÞEIR KOMNIR Á MIÐIN G3MDUI) 41, árg. — Fimmtudagur 30. júní 1960 — 144, tbl. SÍLDARSTÚLKUs VIÐ ÆTLUM AÐ SENDA SIGGU MEÐ GJALD- KERAN OKKAR NORÐUR krónur ólf vik&ir urðu að sex BRETAR brugðust „þriggja mánaða yfirlýsing- unni“ með valdbeitingunni gegn Þór í fyrradag. — John Hare, sjávarútvegsmá'laráðherrann brezki, gaf svofellda yfirlýsingu í neðri málstofunni hinn 29. apríl síðasliðinn: „Brezk herskip munu fyrst um sinn ekki fara inn fyrir tólf mílna mörkin við Island. • • • • Herskipin munu fyrst um sinn hafa varðhald utan 12 mílna markanna.“ HMWWWiWWWWWWWWWWtWMMWWWWWWWHt'lWmWWWHWWWWiWWWMV Drangajökull var meb fíu milljóna farm -7. si$>. VwwwwWWV /.HHWWHHtHHHHHHHHHmHHHHHHHHHHHHVHHHHHHHHHM Fréttir Alþýðublaðsins írá iþessum tíma bera með sér, að Bretar virtu þesas yfirlýsingu — fyrstu vikurnar. Herskip þeirra á íslandsmiðum skipuðu líklegum landhelgisbrj ótum að fara ekki inn í íslenzku fisk- veiðilögsöguna. Hinsvegar hafa þau upp á síðkastið mjög breytt um stefnu. Samikvæmt upplýsingum varðskipsmanna | látast herskipin nú ekkert sjá | og skeyta því engu þótt togarar þoki sér inn fyrir línu. En líka verður að lýsa ábyrgð á hendur brezkum togaraeig- endum, sem í s. 1- mánuði gáfu út skýlausa yfirlýsingu , um „þriggja mánaða frið“. Alþýðu- blaðið skýrði frá þessu hinn 12. maí s. 1. Upphaf Reuter-skeytis blaðsins hljóðaði svo: „London — Samband brezkra togaraeig- enda skýrðu frá þvf í dag, að brezku stjórninni hefði verið tilkynnt, að brezkir togarar mundu ekki veiða innan 12 mílna markanna við ísland næstu þrjá mánuði“. Alþýðublaðið vekur athygli á því, að ef mark hefði verið takandi á þessari yfirlýsingu, var þá ekki von á nýrri „inn- rás“ á miðin fyrr en 12. ágúst. Rétt er að geta þess, að Hare útvegsmálaráðherra rak var- nagla með yfirlýsingu sinni 1 neðri málstofunni. Hann sagði samkvæmt fréttaskeyti til Al- þýðublaðsins: „Ef brezkir fiskimenn verða fyrir árás íslenzkra fallbyssna, munum við að sjálfsögðu fara inn fyrir“. Nú hefur reynslan leitt í ljós, hvað Bertar telja „fall- byssuárás“. Leiðari blaðsins í dag ræðir þessi mál nánar. Maður fellur í höfnina MAÐUR féll í liöfnina í Reykjavík í gærkvöldi. Það var ölvaður maður, sem álpaðist út af Faxagarði. Honum var þó bjargað snar- lega og fékk hann næturgist- ingu í kjallaranum. tUMHHHHHWWMiHHHWH ALÞÝÐUBLAÐIÐ vekur athygli lesenda sinna á því, að frá og með morg- undeginum fækkar þeim símtölum um 100 á hverj- um ársfjórðungi, sem síma eigendum eru heimil án aukagjalds. Hvert umfrarti símtal kostar 70 aura. WHHHWHWWWHWIHWHW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.