Alþýðublaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 15
spN > ætlar að drepa mig. Reyndu það!“ Hann snerist á hæl. „Ekki fara!“ kallaði hún. „Vitanlega fer ég. Ef þú vilt láta fylgja þér til hótels- ins, skaltu hringja til BrooTcs, hann kemur víst hlaupandi. Ég efast ekki um að hann geti farið með þér inn til þín!“ Hún brosti glettnislega. „Þetta er góð hugmynd. Ég verð að reyna það. Justin er ungur en sennilega er hann ekki reynslulaus. Ég held bara ...“ Það róaði hana þegar hún sá hve hann roðnaði. „Og því ekki líka hringja til Marks Lovell“, urraði hann. „Já, því ekki það? Ég hugsa að hann sé ástríðufullur bak við kuldalegt yfirborðið. Og þú veizt að ég vil að karlmenn séu ástríðufullir ...“ „Sefurðu hjá öllum, sem þú hittir?“ spurði hann biturt. „Bara, ef mig langar til, elskan“. Hún hló og hrukkaði nefið. „Vertu ekki heimskur, Brent. Ekki læt ég svona beg- ar þú talar við einhvern?“ „Ég vildi að þú gerðir það...“ Hún tók þetta sem hrós. „Mér kom ekki til hugar að spyrja í hvaða ástarævintýr- um þú hefðir lent hér í París, þegar við komum hingað“, sagði hún. „Eða varstu kann- ski dýrð]ingur?“ „Hvort sem þú trúir mér eða ekki, ég var dýrðlingur! Kannskj' vegna þess að ég hafði ekki tíma til annars en vinna. Kennari minn leyfði ekki annað“. Hún vppti öxlum. „Synd ... karlmaður er skemmtilegri, þegar hann á fortíð ...“ og þegar hún sá að hann reiddist flýtti hún sér að bæta við . ..“ En þú hefur víst fengið reynslu síðan. Kysstu mig og við skulum vera vinir“. „'Vinir? Þú heldur þó ekki að við getum verið VINIR, Venetia?11 En hann langaði til að láta sig. Hann langaði til að halda henni í faðmi sér en stoltið kom í veg fyrir að hann léti undan. Og svo eyðilagði hún allt með næstu setningu sinni: Ef bú gerir það ekki, þá skaltu ekki ásaka mig fyrir að ég hugga mig við Justin Brooks eða Mark Lovell, því ég verð að viðurkenna að mér finnst hann aðlaðandi. Þú gætir líka skemmt þér vig aðstoð- arlæknnn hans. Ég er viss um að enginn hefur viljað hana og hún býður þig áreið- anlega velkominn ...“ Hún skildi ekki hvers vegna hann varð svo reiður á ný. Þetta hafði aðeins verið sagt í spaugi — hún var viss um að engin kona gæti vakið á- huga Brents, nema hún sjálf. „Ég vil ekki tala um Myru!“ „Vitanlega ekki, ef þú vilt það ekki. En ég aðvara þig, Brent. Ef þú lætur mig fara eina til hótelsins, skal ég aldrei fyrirgefa þér það! Ég skal launa þér það!“ „Gerðu hvað sem þú vilt!“ æpti hann og skellti dyrunum á eftir sér. Hann sá um leið eftir þessu og hann langaði til að biðja hana afsökunar. En hann vissi einnig að hún myndi aðeins hlæja að honum ef hann gerði það. í þetta skipti varð hún að koma til hans. Já, hann varð að bíða þótt hann elskaði hana. Það var eina leiðin til að bjarga við því sem hann átti eftir af stolti. Og hann leit ekki við þegar hann gekk frá óperunni. kunna vel við geðillan, fátæk an, gamlan mann, sem ekki einu sinni veit, hvað hann heitir?“ „Geðillur? Stundum! Fá- tækur? Margir segjast vera fátækir vegna þess að þeir hafa ekki efni á að fara í leik- hús. St. Georgs sjúkrahúsið er stofnsett til að hugsa um fátæka Englendinga. Þér er- uð enskur — þér eruð veikur. En mig langar til að vita meira um yður“. Gráu augu hennar litu ró- lega á gamla manninn. „Hvað sem þér viljið segja mér“, — sagði hún. „Og vilji ég ekki segja neitt?“ Flóttinn frá ástinni 16. Gamla Joseph leið mjög illa og hann var ekkert að leyna því. „Mér finnst ég vera eins og fjaðralaus hæna“, kvartaði hann. „Getið þér ekki losað mig við þessa spennitreyju, læknir?“ „Við tökum gipsið af um leið og það er óhætt. Það tek- ur sinn tíma fyrir brotin rif- bein að gróa“. Myra var stutt í spuna en samt var hún vingjarnleg. — Gamli maðurinn brosti til hennar. „Ég veit vel að ég er sann- kölluð plága“, sagði hann. — „Leiðinlegur gamall þorskur“. „Alls ekki“, svaraði hún. „Ekki einu sinni þegar ég datt út um glugga á annarri hæð?“ „Ég myndi ekki venja mig á að gera það of oft í yðar sporum. Þér verðið að taka af leiðingunum af heimsku yð- ar“. Gamli maðurinn hló. — „Breyting, ha? Ég veit vel hvað þið kallið mig hérna: Gamla sauð’inn, kalla hjúkr- unarkonurnar mig“. „Þá gerið þér það ekki.“ Hann lá þögull um stund. „Langar yður til að vita hver ég er?“ sagði hann. „En þér munið það víst ekki“. Hann hikaði. „Nei, ég man það ekki“. Hendi hennar snerti hans létt. „Hugsið ekki um það. Það er ekki það eitt að muna hver maður er sem gerir mann góðan. Það hafa svo margir reynt að gleyma hverj ir þeir eru.“ „Eigið þér við að ég hafi gleymt nafni mínu viljandi?“ muldraði hann. Hún leit undrandi á hann. „Því skylduð þér gera það?“ Hann svaraði ekki en það glitraði á eitthvað í augum hans. „Við skulum segja að ég sé fátækur listamaður,“ sagði hann, „það er a. m. k. satt.“ „Ég var einusinni' trúlofuð listamanni,“ sagð hún dræmt. „Hann lærði hér í París.“ „Hundruð listamanna læra í París“. Hann spurði ekki hvað hann hefði heitið, en hélt áfram: „'Var trúlofuð?“ sögð- uð þér. Áttuð þér við að þér séuð það ekki lengur?“ „Já, einmitt", sagði hún. „Þá hlýtur maðurinn að vera heimskur og þér megið þakka fyrir að hafa losnað við hann!“ Það myndirðu ekki segja ef þú vissir hver hann er, hugs- aði hún. Þú myndir ekki geyma myndirnar eins og dýr gripi annars. Yrði hann reið- ur eða feginn þegar hún kæmi með Brent til hans? Hún vissi það ekki, en hún vissi . að henni bar skylda til að koma þeim saman. „Segið mér“, sagði hún, — Hvers vegna reynduð þéx að að komast héðan?“ „Ég hef verið hér alltof lengi. Ég ætlaði aðeins að vera nokkra daga“. „En þér voruð veikur, bér þurftuð að vera hér lengur. Hversvegna reynduð þér að komast héðan?“ „Ég hafði áhyggjur af dá- litlu.“ Hann leit rannsakandi á hana. „Heyrið þér mig . . . ég get talað við yður læknir“. Hann hikaði ögn. „Gerið þér það þá. Hvað var það, sem þér ætluðuð að segja mér? Ástæðan fyrir að þér vilduð komast héðan?“ „Já. Ég hafði áhyggjur . . .“ „Af einhverjum?“ „Nei, ég á sem betur fer enga að. Nei, það var dálítið sem ég á, dálítið, sem rnér þykir vænt um . . .“ hann hló. „Það hangir á veggnum í her- berginu — já, því ekki er hægt að kalla það vinnustofu! Ég var búinn að borga leig- una unz ég kom hingað en ég óttast . . . kannski tekur hús- ráðandinn . . .“ „Eigið þér við að húsráðand inn taki kannski þessa hluti í pant fyrir leigunni?“ „Já,“ hann andvarpaði og lokaði augunum. „Ég á ekkert annað læknir. Og ég er hrædd ur um að einhver taki þær og selji þær fyrir fáeina franka. Því vildi ég komast heim . . „Viljið bér að ég sæki þær? Mér skilst að það séu mynd- ir fyrst þær hanga á veggn- um“. „Já, en kona eins og bér getið ekki farið þangað. Þekk ið þér ekki einhvern mann, sem gæti gert það fyrir yður, eða fylgt yður . . . Ég yrði yð- ur eilíflega þakklátur .. .“ Rödd hans skalf og Myra sagði blíðlega: „Ég skal sjá um þetta ... þér skulið ekki hafa áhyggj- ur“. Dyrnar voru opnaðar og Mark kom inn. Hann leit yfir herbergið svo sá hann Myru og gekk til hennar. „Ég verð að segja yður heimilisfangið, læknir“, sagði gamli Joseph. „Það er ekki nein þörf á „En þær meina ekkert með því. Satt að segja kunnum við ÖU vel við yður. Það er skrýt ið, finnst yður ekki?“ „Jú. Því skyldi einhver EFTIR RONA RANDALL eru komnar. Endurnýjum gomlu sæng- urnar. — Eigum fyrirliggj- andi hélfuð og óhélfuð dún- og fiðurheld ver, Fljót afgreiðsla. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteig 29. — Sími 33301. M.s Dronning Alexandrine ; M. s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 1. júlf til Thorshavn og Reykja- víkur. Skipið fer frá Reykjavík þann 8. júlí til Færeyja og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseðlar óskast sóttir sem fyrst. Skípaafgreiðsla Jes Zimsen. 1000 X 20 900 X 20 825 X 20 670 X 15 640 X 15 600 X 15 590 X 15 560 X 15 550 X 15 520 X 14 Skúlagötu 40 og Varðarhúsinu, Tryggvag. Símar 14131 — 23142. Alþýðublaðið — 30. júní 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.