Alþýðublaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.06.1960, Blaðsíða 13
FRÁ því Samband íslenzkra sveitarfélaga hóf starfsemi sína hefur það verið eitt af meginviðfangsefnum þess, að fá rram gagngerða endurskoð- un á löggjöfinni um tekju- stofna sveitarfélaganna, í því samjbandi má benda á, að þeg- ar á fyrsta þingi sambandsins — stofnlþinginu 1945 — var gerð eftirfarandi samþykkt: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra svei'tarfélaga samþykk ir að skora á ríkisstjórnina að láta fram fera sem fyrst gagn- gerða endurskoðun á löggjöf þeirri, sem fjallar um tekju- stófna sveitarfélaganna. Sér- staklega nauðsynlegt telur þingið að útsvarslögin verði rækilega endurskoðuð og upp í þau tekin m. a. nánari á- kvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu út- svara, en nú eru þar, og að tryggt verði að á þann aðal- tekjustofn — úts'vörin — verði ekki gengið af öðrum aðilum, nema syeitarfélögum sé jafn- framt séð fyrir tekjum á ann- an hátt. Þingið veitir stjórninni heimíld til þess að skipa nefnd sveitarstjórnarmanna, er starf milli þinga, til þess að gera tillögur um fast kerfi fyrir álagningu útsvara, sér- staklega að því er tekur til hreppsfélaganna, og felur þingið stjórninni að koma þeim tillögum á framfæri þegar endurskoðun útsvarslag anna fer fram.“ Á hverju landsþingi síðan og öllum fuHtrúaráðsfundum •hefur þessi krafe verið endur- nýjuð í einhverri mynd, en ríkisvaldið hefur jafnan dauf- heyrzt við þessum sjálfsögðu og nauðsynlegu ábendingum, þar til núverandi' ríkisstjórn og þingmeirihluti tóku mál þetta upp á sl. vetri, Afleiðing in af því, að svo lengi hefur verið reynt að koma sér hjá því að taka þetta mikla nauð- synjamál þjóðarinnar föstum tökum og fá á því skynsam- lega lausn, hefur orðið sú, að undanþágusteí'nan er nú að því komin að sliga mörg sveit arfélög. Fleiri og fleiri fyrir- tæki, stofnanir og starfshópar hafa með lögum eða samning- um orðið undanþegin sjálf- sögðum gjöldum til sveitar- sjóðanna og við það er byrða- þunginn sífellt að færast meira •og meira yfir á launafólk yf- irleitt svo að útsvarsbyxðarn- ár á því eru orðnar að hrein- um drápsklyfjum. Svo er einni'g komið nú, að farið er að undanþiggja með lögum ýmsa vinnu útsvörum. Undanþeginn útsvarsgreiðsl um er nú mestallur rekstur samvinnufélaga í landinu, stærstu útflutnings- og dreif- ingarfyrirtækin, mörg stærstu iðnaðar- og verzlunarfyrir- tækjanna, ef ríkissjóður eða sveitarsjóðir koma að ein- hverju ieyti • nálægt, þeim rekstri, öll starfsemi banka og sparisjóða, öll hi,n umfangs- mikla happdrættisstarfsemi, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Sveitarstjórnunum hefur verið það vel ljóst hvert stefnt hef- ur í þessu efni. Þannig bar skattamálanefnd fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfé- laga fram, og fékk samþykkta á fulltrúaráðsfundi sambands ins 1957, eftirfarandi tillögu: „Þar sem vaxandi ósamræm is gætir í álagningarreglum ■ sveitarfélaganna við niður- jöfnun útsvara, skorar full- trúaráðsfundinn á Alþingi og ríkisstjórn að láta, þegar á þessu ári, fara fram endur- skoðun á reglum um álagn- ingu útsvara og hafa um það sem nánust samráð við Sam- band íslenzkra sveitarfélaga, jafnframt varar fulltrúaráðs- fundurinn við því, að einstök sveitarfélög fari inn á þá braut að veita einstökum starfshópum ívilnanir í út- svarsálagningu, meðan end- urskoðun á álagningarreglum hefur ekki farið fram“. Þessi samþykkt sýnir Ijós- lega í hvert óefni komið er. Þegar engar leiðréttingar fengust í þessum efnum hjá Alþingi og ríkisstjórn, báru sveitarfélögin fram þá kröfu að fá nýja tekjustofna með útsvörunum, sem voru sífellt að rýrna sem tekjustofn. Ekki fékkst heldur nein áheyrn þar um. Þegar þingmenn úr kaup- stöðunum höfðu asmtök um það á þingi 1952 að fá hluta af söluskattinum handa sveitar- sjóðum, og er frumvarp þar um var samþykkt til annarr- ar umræðu í neðri deild, hót- aði þáverandi ríkisstjórn að segja af sér, ef því máli yrði lengra haldið. Þannig hefur þetta gengið undanfarin fimm tán ár eða lengur, Þá hefur þaö og verið eitt af áhugamálum sveitarfélag- anna að fá athugað, hvort ekki væri skynsamlegt að taka landsútsvar af stofnun- um, sem reka starfsemi, er nær til alls landsins, og ekki þarf af eðlilegum ástæðum séfstaklega að vera bundin við eit sveitarfélag öðru frem ur, s. s. ýmsar ríkiseinkasöl- ur, Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, bankar o. fl. slik fyrirtæki. Öllum er Ijóst, að hér er erfitt að draga mörkin, en fullkomlega er þessi hug- mynd þess verð, ag hún sé gaumgæfilega athuguð. Ekki hefur það heldur fengizt. Afleiðing þessarar kyrr- stöðu hefur svo orðið sú, að sveitarfélögin hafa farið lengra og lengra út á þá braut að hækka veltuútsvörin, sem eru-mjög umdeild tekjuöflun- arleið, svo þau eru nú orðin sums staðar allt að því 20% af heildarútsvarsupphæðinni í viðkomandi sveitarfélagi. Önnur, ekki óveruleg af- leiðing þessarar undanbágu- stefnu hefur verið sú, að sveit arfélögin hafa, vegna beinnar vöntunar á fé til starfsemi sinnar, lent í margvíslegum vanskilum með skuldbinding- ar sínar og hefur þetta ekki hvað sízt komið niður á rík- issjóði og ýmsum ríkisstofn- unum, svo sem t. d. Trygginga stofnun ríkisins, atvinnuleys- istryggingasjóði o. fl., og í því, að ábyrgðir, sem ríkis- sjóður hefur gengið í þeirra vegna, hafa á hann fallið. Sveitarstjórnarmenn og samtök þeirra hafa séð hvert stefnir í þessum efnum og hafa bent á leið, sem fara mætti til að forða algjöru hruni og upplausn. En þeim hefur ekki verið sinnt fyrr en nú, að núverandi fjármálaráð herra, Gunnar Thoroddsen, iiiigamuiiuiiiiiimiiiHii'O j Grein þessi \ ! er fekin úr ! n ■ ! nýútkomnu \ iheftiaf Sveit\ n n j arstjórnar- \ mál sem einnig fer með þann þátt sveitarstjórnarmálefna, sem að tekjuöflun sveitarfélaga snýr, hefur hafizt handa um að fá þau tekin til rækilegrar endurskoðunar. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt lofsverða viðleitni í því að reyna að mæta þeim ósk- um, sem sveitarfélögin hafa komið fram með í þessum efn- um á undanförnum árum, og án þess að hlutur nokkurs annars sé vanmetinn, má ó- hæt fullyrða, að það eru vafa- laust fyrst og fremst verk Gunnars Thoroddsen fjármála ráðherra, að svo röggsamlega og myndarlega hefur verið tekið á þessum málum nú, sem raun ber vitni. Gunnar Thoroddsen hefur einna mesta reynslu í þessum efnum allra núlifandi manna hérlendra, þar sem hann hef- ur um tuttugu ára skeið ver- ið borgarstjóri í Reykjavík og bví orðið daglega að glíma við þessi vandleystu og van- þakklátu mál. Tök hans á lausn þeirra nú bera þess merki, að hann skilur hvar skórinn kreppir og sér hvert stefnir og að ekki má láta lengur reka stjórnlaust í þess um málum. Af langri reynslu og nokkurri þekkingu á mál- efnum sveitarfélaganna full- yrði ég, að sú stefnubreyting sem núverandi ríkisstjórn beit ir sér fyrir í málefnum sveit- arféiaganna, mátti ekki síðar koma, ef ekki hefði átt verr að fara. Með hinum nýju lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er komið til móts við þá sjálf- sögðu kröfu sveitarfélaganna um nýjan, öruggan tekjustofn er hamrað hefur verið á árlega síðustu tíu árin. Er þar með fengin viðurkenning á því tvennu að sveitarfélögin þurfi nýjan tekjustofn og að hann sé óháður þeim tekjum, sem tilfalla heima í héraði. — Jöfnunarsjóðslögin, nú eru að sjálfsögðu aðeins bráða- birgðalög, eins og allar þessar ráðstafanir nú, og þann sjóð ber að efla að tekjum í fram- tíðinni og fá honum fleiri verkefni, s. s. jöfnun fram- færslukostnaðar, sem nú fell- ur niður, og hiálp til nauð- staddra sveitarfélaga o. fl. svipaðs eðlis. Sióðnum ætti að setja sérstaka stjórn, sem sveitarfélögin skipi að ein- hverju leyti. Með bráðabirgðabreytingu úts,varslaganna eru stigin fyrstu skrefin til að hverfa frá undanþágustefnunni með m. a. að láta alla sitja við sama borð við álagningu út- svaranna og með því að lög- festa hámark veltuútsvar- anna, sem hafa verið nauð- vörn gegn vaxandi undanþág um frá útsvörum og álögum á sveitarsjóðina af hálfu lög- gjafans. Það lætur því mjög einkennilega í eyrum sveitar- stjórnarmanna þegar þeir að- ilar, sem nú borga veltuút- svör, ráðast gegn hámarkslög festingu þeirra, í stað þess' að vera ofurseldir geðþótta nið- urjöfnunarnefnda í þessu efni, eins og nú er. Hitt er mannlegt — þó það sé ekki stórmannlegt — að þeir, sem hafa verið undanþegnir veltu- útsvörum til þessa, mæli nú gegn þeim og vilji láta aðra halda áfram að bera þær byrð ar fyrir sig, Með bráðabirgðabreyting- unni fæst nú einnig meira samræmi í álagningu útsvara en nokkurn tíma áður hefur átt sér stað. Álagningarreglur þær, sem nú er fylgt, eru ná- lega jafnmargar og sveitar- félögin, því hver hreppsnefnd og hver niðurjöfnunarnefnd býr sér sjálf til þessar reglur og víkja frá þeim eins og þeim ist hverju sinni, Afleiðingin er algjört ósamræmi í ólagningu útsvara í landinu. Öll menn- ingarríki eru fyrir löngu horf in frá þessu handahófslega á- lagningarfyrirkomulagi, og hafa í þess stað reynt að fá framtöl manna áreiðanleg og síðan lagt á eftir heildarregl- um. 'Víðast hvar er þetta orð- ið svo aðgreint, að allt aðr- ir aðilar leggja útsvörin á ení þeir sem yfirfara framtölin. í stað meira en 200 útsvarsstiga koma nú þrír slíkir stigar, og síðar ættu þeir að geta orðið aðeis tveir. Sjálfsagt var að íramkvæma þessa breytingu einmitt nú um leið og hinn nýi tekjustofn frá Jöfnunar- sjóði kemur til framkvæmda í fyrsta sinn, því þá gerir minna til þó einhverju skeiki hvað stigana snertir. Hinsveg ar fæst ómetanleg reynzla við álagninguna nú í ár, sem get- ur komið að miklum notum við framhald endurskoðunar á útsvarslöggj öfunni, en ætl- unin mun vera að reyna að ljúka þeirri endurskoðun á þessu ári. Ekki verður skilist svo við þessar hugleiðingar, að kom- izt verði hjá því að minnast á afgreiðslu fulltrúaráðsfund- ar Samþands íslenzkra sveit- arfélaga á útsvarsfrumvarp- inu, en frá því er sagt annars staðar í þessu hefti. Afgreiðsla fundarins hefur verið túlkuð á þann veg, að fulltrúaráðið hafi lagzt gegn frumvarpinu og lítt tekið und- ir þær breytingar, sem í því felast. í því efni ber fyrst á það að líta, að þetta mál var gert flokkspólitískt á fulltrúa- ráðsfundinum, sem ekki hefur fyrr komið fyrir á þeim fund- um og varð því afgreiðsla þess með öðrum hætti en venja hefur verið á fundum fulltrúaráðs og landsþinga. —• Framliald á 14. síðu. Jónas Guðmundsson: varslag Alþýðublaðið — 30. júní 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.