Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.02.1913, Blaðsíða 2
14
ÞJÓÐVILJINN
XXVII., 4.-Ö.
ÞJÓÐVILJINN.
Vorð árgaoffsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a.,
erlendis 4 kr. 50 a. o«r í Ameríku doll.: 1,50.
Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg
ógiid nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag
júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni
borgi skuid sína yrir blaðið.
Kosning þriggja þingmanna
Hvað ráða verður.
Eins og getið er um hér að framan,
í þessu nr. blaðs vors, fara t’ram kosn-
ing þriggja alþingismanna 13. maí næstk.
Tvð tjördæmanna, er hór um ræðir
(Gullbringu og Kjósarsýsla og Barða-
strandasýsla), hafa að undanförnu verið
eindregin sjálfstæðiskjördæmi.
Þarf og væntanlega eigi að brýna það
fyrir kjósendum þar, að bregðast nú eigi
meVkinu, en kjósa eindregna sjálfstæðis-
menn.
Skylda þessi verður og kjördæmunum
því fremur brýn, þar sem svo leidinlega
tókst til, að því er þingmenn beggja
þessara kjördæma snertir, síra Jens heit-
inn Pálsson og Björn sáluga Jónsson, fyr
ráðherra), að þeir voru bendlaðir við
„bræðingtnn“, og gengu síðan í „sam-
bandsflokkinn“, þ, e. hurfu frá stefn-
unni, sem sjálfstæðisflokkurinn hafði áður
fylgt fram.
Einmitt þeirri stefnunm þarf nú að
koma sem skýrast fram, að kjósendur
vilji, að fyigt sé áfram, hiklaust og rögg-
samlega, eins og gert var á þingunum
1909 og 1911.
Að því er snertir Suður-Múlasýslu,
þar sem kjósa á þriðja þingmanninn, i
stað Jóns heitins Jónssonai í Múla, þá
hefir hún, því miður að undanförnu verið
ein af svörtu, ógeðslegu blettunum, að
því er til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
kemur.
Kjósendum þar, þ. e. meiri hlutanum,
enn aldrei orðið bað ljóst, að sú var þeim,
sem öllum, skyldan brýnust, að fyigja fram
þjóðarsjálfstæðinu.
Sunn-Mýlingar ættu því að nota tæki-
færið, og senda nú eindreginn sjálfstæðis-
mann á þingið.
Færi og eigi hvað sízt vel á þessu,
er litið er á danska. „ný-bræðinginn“,
sem ráðherrann kom /með úr siglingunni
í vetur.
Svarið, hvað hann snertir, ætti í öllum
þrem kjördæmunum að verða eitt og
sama, — að kosnir yrðu þeir einir, sem
öruggir sjálstæðismenn eru.
Suðiirlieiinsskautsf'aramir, sem lögðu
af stað frá Hamborg, á skipinu „Deutscb -
land“, 3. maí 1911, til þess að rannsaka
suðurheimsskautslöndin, komu á öndverðu
nýbyrjaða árinu (1913) til Buenos Aires
í Suður-Ameríku.
Foringi fararinnar var ofursti nokkur
frá Baiern, dr. WUhelm bildmerzX) nat’ui,
er áður h sfir ferðast í Thibet, og viðar,
og ritað bækur um ferðir sínar.
G-ert hafði verið ráð fyrir 3 lj., árs
fjarveru, og búist við, að kostnaðurinn
yrði nær milljón króna.
Suðurfararnir telja árangur fararinnar
orðinn góðan, — hafa fundið áður óþekkt
land, er þeir nefndu: „Luitpolds konungs
land“. — Enn fremur fundu þeir og ís
eða jökulflæmi mikið, og nefndu land
þetta, sem virðist í mcira lagi ógistilegt
— ekkert annað, en jöklam þakið fjall-
lendi — „Yilhjálm keisara II“.
Utlönci.
—o—
Tii viðbótar útlendu fréttunum, sem
getið var í síðasta nr. blaðs vors, má
geta þessara tíðinda:
Danmörk.
Að kvöldi 6. des. siðastl. varð elds-
voði í Terslev, og brunnu þar inni sex
tugir nautgripa, fullorðinn hesturogtvö
folöld.
Yonandi, að reykjarsvæla hafi kæft
gripina, áður en eldurinn náði þeim.
Töluvert uppþot varð 6. des. síðastl.,
i einum fyrirlestrasalanna í háskólanum
í Kaupmannahöfn, — pípnablástur og
ryskingar.
Tilefnið það, að dr. Kom ad Simonsen,
er þá átti að halda fyrirlestur, þótti
nokkru áður hafa niðrað dr. Geoig B) and-
es, eða eigí haldið virðingu hans svo á
lopti, sem skyldi.
Það var því áhangendum hans og
Brandesat, sem saman lenti, og lauk svo,
að dr. Simonsen gat eigi flutt fyrirlest-
urinn, — kvaðst þá mundu gera það
síðar.
Aðfaranóttina 8. des. síðastl. var blikk-
smiður nokkur í Holsteinsgöt.unni í Kaup-
mannahöfn myrtur í rúmi sínu.
Maður þessi hét Kock, og var kona
hans, Anna Kock, þegar grunuð um glæp-
inn, eða að hafa verið í vitorði um hann,
— hljóp uppdubbuð á lögreglustöðina,
án þess að hafa gert nokkrum i húsinu,
er þau bjuggu í, aðvart um morðið.
.Játaði hún þá og brátt, að maður
nokkur, Jtansen- Vinding að nafni, er hún
hafði fellt ákafan ástarhug til, hefði fram-
ið morðið, í samráði við hana.
Hansen-Vinding, er strokið hafði, náð-
ist nokkru siðar, og varð þá og að kann-
ast við glæp sinn.
En að þvi er snerti þrjú þúsund krón-
ur, er rænt, hafði verið frá þeim, er myrt-
ur var, hélt hann því enn ftain, er síð-
ast fréttist, að frú Anna Kock hefði gefið
sér féð.
Konan fremur barnaleg, og enginn
vafi á því, að það er ástin, sem leitt
hefir hana út í það, að gerast samsek,
að því er morð bónda hennar snertir.
Nokkru fyrir jólin gekkst blaðið „Poli-
tiken“ fyrir því, að haldm var st/ning á
bat naleikföngum, sem búin eru tiliDan-
mörku.
Kenndi þar margra grasa, og var sýn-
ingin afar-fjölsótt.
Ekki sízt varð börnunum, er þangað
komu, starsýnt á margt, sem þar var,
eins og geta má nærri, og hefir líklega
mörg langað til að eiga sumt af því, er
þau sáu.
Um miðjan des. siðastl. voru ofsa-
veður, og sjór gekk eigi óvíða á land
upp við vesturstrendur Jótlands.
Manntjón varð nokkuð, skemmdir töiu-
verðar á hafnarvirkjunum í Esbjerg, o.
fl. o. fl.
Nýlega varð það uppvíst, að stúdent
nokkur, sem verið hafði um tíma á hand-
bókasafni konungs — geymt i Ch't istians
VIII. höllinni í Kaupmannahöfn — hafði
stolið þar ýmsum sjaldgæfum bókum o.
fl., og gert sér fé úr.
Mælt er, að honum verði þó eigi refs-
að, en látinn koma sér undan til Ameríku.
A nýársdaginn komst sú venja á eigi
óviða í Danmörku, að tekið var að bæta
tveim aurum á reikninga þeirra, er eitt-
hvað kaupa í gistihúsum, eða öðrum
greiðasölustöðum, og er tvíeyringurinn
ætlaður fátækum börnum til glaðnings,
eða styrktar.
(fetur á þenna hátt safnast eigi all-
litið fé árlega, og að því orðið góður
styrkur, en enginn sá er á hótelli neytir
einhvers, er jafn óverulega upphæð lætur
sig nokkru muna.
Líkt hefir áður verið reynt á Þýzka-
landi, og ef til vill víðar, og þótt gefast
þar vel.
Grundvallarlagabreytingin, er áður
hefir verið drepið á í blaði voru, hefir
nú verið samþykkt í fólksþinginu, og
nefnd verið skipuð í landsþinginu, til að
íhuga málið.
Hægrimenn þar tóku málinu mjög
þunglega, og — meðal annara — hóf
gamli Estrup þar andmæli gegn því.
Vilja hægrimenn, að kosningarréttur-
inn til fólksþingsins sé bundinn við 30
ára aldur, sem nú er, eígi rýmka þar til
að neinu leyti, og að engmn hafi kosn-
mgarrétt til landsþingsins, nema hann
sé orðinn fertugur, og gjaldi einhverja
ákveðna upphæð í tekju- eða eigna-skatt.
Alóvíst því um rírslit málsins á þing-
inu.
En þá ætti Kl. Ber nteenVráðaneytið
sízt að horfa í það, að rjúfa landsþingið
tafarlaust, til að reyna að aptra því, að
þyi takist til lengdar, að hepta jafn þarf-
legar og sjálfsagðar umbætur, sem í frum-
varpinu ræðir um.
t .Jóladagsmorguninn (25. des. síðastl.)
andaðist rithöfundurinn Helga Johansen,
eða „Hannah Joel“, sem hún og nefndi
sig-
Hiín var fædd 1852.