Lögberg - 05.07.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.07.1906, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FiMTUDAGlNN 5. JÚLÍ 1906 GULLEYJAN skáldsaga eftir ROBERT LOUIS STEVENSON. „Enginn hinna hér á eynni, hefir heyrt getið um Darby,“ sagöi Jón, „hann þekti enginn nerna viö skip- verjar Flints.“ Síöan hrópaði hann með miklum erf- iöismunum. „Heyriö þið félagar! Eg er kominn hingað til þess að ná í gullið, og eg ætla hvorki að íáta lifandi menn eða vofur hamla mér frá að finna það. Eg var aldrei hræddur við Flint í lifanda lífi, og eg óttast hann heldur ekki dattðan. Sjö hundruð þúsund pund sterl. eru tæpa mílu héðan. Hafið þið nokkurn tíma heyrt getið um gróðamann, sem slepti þvt tækifæri, enda þótt gamall sjómanns ræfill reyndi að hræða hann á brott frá björginni, og því síður, þar sem sá sjómaður er fyrir löngu dauður nú.‘“ En orð hans voru svo langt frá feví að hug- hreysta fé'.aga hans, að þegar hann nefndi dauða sjóræningjann, fóru þeir að skjálfa á ný af hræðslu. „Farðu varlega, Jón!“ sagði Merry. „Það skyldi enginn leyfa sér að móðga vofu." Því næst þögnuðu allir, yfir komnir af hjátrúar- hræðslunni. Að sjálfsögðu hefðu þeir flúið burt, hefðu þeir þorað að hreyfa sig; en það þorðu þeir ekki, Þeir þorðu ekki að skilja hópinn, og þeir hnöppuðu sig kringum Silfra. Þeim fanst einhver léttir i því, þar eð hann var þeirra kjarkmestur. Þeg- ar frá leið jókst honum lika hugur. „Vofu eða vofu ekki,“ hrópaði hann, „en eg hefi aldrei heyrt getið um bergmál af rödd nokkurr- ar vofu. En þið heyrðuð sjálfir að rödd þessarar vofu var eftirstæling, eftir rödd Flints. Eg er alveg viss um það.“ Mér fyrir mitt leyti virtist þessi skýring lítis virði. En undarlegt er það, hvað fráleitustu rök- semdir slá skjótt á strengi hjátrúarinnar, og svo fór nú, því Georg Merry félst strax á þetta og mælti: „Þú hefir rétt að mæla, Jón, og ert sannarleg hughreystingarhella hvað, sem á dynur. Og þegar eg fer að hugsa betur um þetta, þá var röddin býsna lík Flints, en samt var það ekki rödd hans. Eg er viss um að eg hefi séð og heyrt til þessarar hermi- kráku einhvern tima áður, þó eg komi því ekki fyrir mig í svipinn. Röddin var líkust—“ „Rödd Ben Gunns,“ greip Silfri fram í. „Já, það er alveg satt,“ hrópaði Morgan og reis á hnén. „Þetta hefir verið Ben Gunn!“ „Það gerir minstan mun,“ mælti Dick. „Ben Gunn er ekki lifandi á ferð hér frekar en Flint.“ En eldri sjóræningjarnir hlógu háðslega og Georg Merry svaraði: „Jú, það er mikill munur á því, Ben Gunn hræð- ist enginn, hvorki dauðan eða lifandi.“ Það sætti mikilli furðu, hve þeim hafði skjótt vaxið hugur aftur, eftir að þeir Silfri og Morgan komu með þessa ályktan sína um Ben Gunn. Sjóræn- ingjarnir fóru nú að tala saman eins og ekkert hefði í skorist, og hlustuðu þó þess á milli hvort nokkuð heyrðist meira innan úr skóginum. Og þegar ekkert heyrðist þaðan framar, köstuðu þeir graftólunum á bak sér, og !ögðu á stað upp eftir brekkunni. Fór Merry á undan og bar kompásinn, til þess að sjá um, að við stefndum í rétta átt, miðað við Beinagrindar evna. Og eg sá nú að það var satt sem sjóræninginn sagði, „að Ben Gunn hræddist enginn, hvorki dauð- an eða lifandi. ' Dick hélt á biblíunni og horfði óttasleginn í al'- ar áttir á göngunni; en enginn virtist sinna því, og Silfri dró dár að hræðslu lians og sagði: „Eg sagði þér það í gær, að eftir að þú .lést spiHa biblíujni, væri ekki neitt að marka gvardaga, sem framdir væru við hana, eins og hún er nú. Hvaða mark heldurðu vofa mundi þá taka á hénni? Nei, þú mátt ver^ viss um, að hún er enginn vernd- argripur lengur.“ En Dick lét sér ekki segjast, hann var jafn hræddur og áður; og duldist mér ekki, að það var meira en óttinn einn, sem gekk að honum. Hann var ekki með sjálfum sér. Hann var búinn að fá megna hitasótt, eins og Livesey læknir hafði sagt fyrir. Það var ljómandi fallegt útsýni þaðan, sem við vorum nú, því að víð klifruðum alt af hærra og hærra upp eftir Sjónarhólsfellinu. Við vorum komnir að fyrsta háa trénu af þrem- ur, sem eg hefi áður minst á. En eftir athugunum reyndist það ekki rétta tréð, og heldur ekki það næsta. Þriðja tréð var nærri því tvö hundruð feta hátt. og umhverfis rætur þess voru þéttir, lágvaxnir kjarrskógarrunnar. Tréð var ljómandi fallegt, bol- urinn þráðbeinn, og greinarnar allaufgaðar, titrandi í andvaranum, breiddust út frá trjátoppunum nær því jafnt í allar áttir. En það var ekki hið tignarlega útlit trésins, sem vakti athvgli fylgdarmanna minna, heldur vitneskjan um það, að sjö hundruð þúsund punda væru grafin einhvers staðar rétt hjá því. Umhugsunin um þann fjá.rsjóð varð svo rík í huga þeirra, þegar þeir nálguðust staðinn, að óttinn veik gersamlega fyrir henni. Augun sýndust að loga í höfðum þeirra, og þeir urðu léttfættari og hrað- stígari eftir þvt sem nær dró trénu. Allar hugar- hræringar þeirra eins og runnu saman í einum brennipunkti, og brennipunkturipn var gullið, som lá nú rétt við fætur þeirra og hafði verið geymt þama árum saman, handa þcim. Silfri braust áfram á hækjunni, svo hart sem hann gat. Hann var í áköfum geðæsingi, því var- irnar og nasaopin slcúlfu eins og á ólmum villihesti. Hann kipti illúðlega, hvað eftir annað, í taugina, sem hann leiddi mig í, og leit til mín, öðru hvoru, blóð- þyrstum hefndaraugum. Hann gerði sér ekki fram- ar neitt far um að dylja mig þess, er honum bjó í skapi, enda las eg hugrenningar hans eins og opna bók. — Þegar hann átti jafn-skamt til gullsins og nú gleymdi hann öllu öðru. Loforð lians mér til handa og aðvaranir læknisins votu honum fyllilega úr minni liðin þá stundina. Nú sá eg, að hann mundi ekki efast um, að finna gullið, komast síðan að þvi, hvar Hispaniola væri og ná henni á sitt vald, t.a.m. í myrkri að næturlagi, drepa alla heiðvirða menn á eynni og sigla síðan á brott eins og hann hafði ætlað sér í fyrstu, hlaðinn gfulli og glæpum. Eins og gefur að skilja varð mér mikið um, þeg- ar eg komst að þessu, og var því ekki að undra, þótt mér veitti erfitt aðfylgjast með hinum æstu gullsleit- endum, til fjársjóðafylgsnisins, sem að líkindum rnundi verða dauðastaður minn. Eg hrasaði oftar en einu sinni, og þá var það, að Silfri kipti svo hrana- lega í taugina, sem eg hefi áður minst á, og leit til mín heiftaraugum. Dick var orðinn á eftir, og þuldi hann fyrirbænir og formælingar í sífellu, því að hann var búinn að fá hálfgert óráð af veikinni. Þetta jók töluvert á hið ömurlega ástand mitt, og til þess að kóróna alt þetta, svifu ógnarmyndir blóðbaðsins, sem framið hafði verið á þessum stöðum, mér fyrir hug- skotssjónum, þegar sjóræningjaforinginn átti að hafa unnið á hinum sex fylgdarmönnum sinum — hann, sem dáið hafði við Savanna æpandi og syngjandi og biðjandi Derby um vín í andlátinu. Hallfleytta g<-as- flötin, sem við vorum að fara yfir, uppi á hjallanitn neðan við stóra tréð, var nú friðleg og þögul; en þegar Flint var þar siðast, mundi hún hafa skolfið a’’ banaorgtjm hinna deyjandi sjóræningja, að því er eg ímyndaði mér, og af hinni stöðugu umhugsan fanst mér jafnvel eg heyra endurhljóm þeirra ná- veina. Við vorum nú komnir fast að kjarrsk^g'.r- þykninu, sem breiddist umhverfis stóra tréð. „Húrra, áfram allir i senn!“ hrópaði Meriy *g tók undir sig sprett og hinir á eftir. Alt t einu stönzuðu þeir, eftir að þeir voru komnir svo sem tíu faðma inn í skógarþyknið. Þeir ráku upp lágt væl. Silfri, sem var á eftir, herti sig a’t h\að hann gat, og eftir fáar sekúndur náðum við hinum, þar sem þeir höfðu numið staðar. Þeii stóðu á barmi gryfju nokkurrar eigi lítii’ar, en auðséð var, að hún var ekki nýgrafin, því að hrun- ið hafði víða úr börmunum á henni og botninn á henni var grasgróinn. Þar lá niðri skaftið af brx- inni reku, og fjalir úr skipskössum dreifðar um ad- an gryfjubotninn. Á einni þessari fjöl sá eg að brennimerkt hafði verið nafnið „Rostungurinn", — ?að var nafnið á gamla sjóræningjaskipi Flints. Það var auðráðin gáta, að einhver hafði fundið jarðhúsið og rænt það, — sjö hundruð þusund pund- in voru horfin! XXXIII. KAPITULI. Orslitin á gullsleitinni. — Bjargráö. Eg hefi aldrei séð eins mikil vonbrigði á nokkr- um mönnum og á sjóræningjunum i þetta sinn. Það var eins og hver og einn þeirra hefði stirðnað upp af skyndilegum rafmagsstraumi. Silfri var sá eini, sem áhrifin verkuðu ekki á nema rétt í svipinn. Enda þótt hann hefði algerlega verið yfirbugaður af gullgræðginni, og hefði einskis látið ófreistað til að metta þá fýsn sína, mun hann, með fram vegna hætt- unnar, sem þessu var samfara, fyrir sjálfan hann, hafa verið miklu fljótari að átta sig en ella. „Jim,“ hvíslaði hann, „taktu við þessu, og bústu að verja þig, þvi ekki mun af veita“. Og hann rétti mér tvíhleypta skammbyssu. Þegar í stað fór hann að þoka sér með hægð norður á við, og án þess að nokkur hinna tæki eftir því, var hann búinn að draga mig með sér yfir á hinn gryfjubarminn, svo hún lá nú á milli okkar og hinna fimm. Þar drap hann höfði þegjandi til mín eins og vildi segja, að við værum nú í mikilli hættu staddir, og mér blandaðist heldur ekki hugur um það. Hann leit nú einstaklega vingjarnlega til mín, og eg var svo utan við mig af þessum sífeldu umskiftum, að eg gat ekki að mér gert að hvísla að honum: „Svo þú hefir þá haft vistaskifti enn þá einu sinni.“ Hann hafði engan tíma tif að svara. Sjóræn- ingjarnir þustu með ópum og óhljóðum ofan í gryfj-. una, og fóru að krafsa upp jarðveginn með fing- unum, og köstuðu frá sér fjalastúfunum meðan þeir voru að því starfi. Morgan fann einn gullpening. Hann, rétti peninginn upp til sýnis og jós úr sér mikl- um formælingarstraum um leið. Það var tveggja gin- en peningur, og gekk hann hönd úr hendi til athug- unar. „Tvær gieur að eins“, hrópaði Merry og stælti hnefann framan í Silfra. „Eru þetta sjö hundruð þúsund pundin þín? Þetta er maðurinn, sem vel var treystandi til að gera samninga við óvinina. Þetta er maðurinn, sem aldrei bar kápuna á báðum öxlum. Það ætti að vera í síðasta sinni, sem noikkur ætti líf sitt undir óþokkaskap þínum.“ „Haldið þið áfram að krafsa upp gryfjubotninn, piltar," sagði Silfri, „hver veit nema þið finnið dá- lítið af vísundahnetum (buffalo-nuts) líka.“ „Vísundahnetum,“ öskraði Merry. „Heyrið þið hvað hann segir, piltar? Ykkur er óhætt að trúa því að hann hefir vitað um þetta löngu áður. Lítið þið framan í hann núna, og þá munuð þið sjá, að eg er ekki að gera honum neinar getsakir.“ „Aumingja Merry", sagði Silfri, „ertu að fiska eftir kafteins titlinum í annað sinn? Þú ert ið- inn við kolann.“ Orð Silfra höfðu n* engin áhrif á sjóræningj- ana. Þeir voru allir á bandi MetYys. Þeir fóru nú að tinast upp úr grifjunni og gutu hefnigjörnum augum til okkar. Eg tók eftir því, og það var ekki Iítils virði fyrir okkur, og þeir fóru allir upp á gryfju- barminn hinu megin, svo hún lá enn á milli okkar og óvinanna. Þarna stóðum við tveir öíru megin en fimm hinu megin. En enginn þeirra hafði þo enn í fuilu tré að hefja áhlaupið. Silfri hreyfði sig ekki, en hann aðgætti þá mjög gaumgæfilega. Hann stóð al- veg uppréttur og studdist við hækjuna að vanda; hann var kaldur og rólegur. A'Idrei sá eg það betur en þá, hvaða kjarkmaður hann var. . Loksins virtist svo sem Merry hefði komist að þeirri niðurstöðu, að þörf væri á ræðustúf til hvatn- ingar félögum sínum, og því sagði hann: „Sjáið þið piltar! þarna standa tveir svikararn- ir,. Annar þeirra ei'gamla illyrmið á hækjunni.hann sem hefir dregið okkur í allan þenna vanda með svikalOforðum sínum, og tálvonum. Hinn er litli óþokkinn, sem hefir gert okkur hvern óleikimi á fæt- ur öðrum, hann ætla eg að ásjá. — Svona piltar—“ Hann lyfti upp handleggnum, um leið og hann slepti síðasta orðinu, og ætlaði auðsjáanlega að hefja skothríðina á okkur. F.n á sama vetfangi heyrðist —krakk! krakk! krakk! — því þrjú byssuskot riðu af innan úr skógarþykninu á bak við okkur. Merry stakst á öfuðið ofan í gryfjuna. Maðurinn með bindið um höfuðið hringsnerist eins og snarkringla og félí svo um koll, og lá þar dauður, en hinir þrír sneru á flótta og hlupu undan sem fætur toguðu. En áður en hendi væri veifað hafði Silfri hleypt af báðum skammbysjuhlaupum sínum á Merry sem barðist við dauðann á gryfjubotninum. Og þegar hann brá upp augunum í síðasta sinn og leit á Silfra mælti hann ofur rólega. „Eg býst við Georg að eg hafi loksins jafnað reikninginn við þig.“ í sama bili og þetta skeði þustu þeir, læknirinn, Grey og Ben Gunn út úr skóginum og hlupu til okk- ar með rjúkandi byssurnar í höndunum. „Áfram!“ hrópaði læknirinn. „Herðið ykkur alt hvað þið getið, piltar! Við verðum að sjá um að þeir komist ekki í bátana." Og við þutum á stað og ruddumst gegnurn þetta runnana, axlarháa, svo fljott sem við gátum. Silfri vildi gjarnan verða okkur samferða, það leyndi sér ekki. Hann hljóp svo hart á hækjunni, að brjóstvöðvarnir á honum voru rétt komnir að því að springa.og margur heilfættur maður mundi ekki hafa farið harðara, minsta kosti heldur læknirinn það. Þegar við komurn á neðsta hjallann ofan við höfnina var hann «-kki nema svo sem fjóra faðma á eftir okkur. „Læknir,“ hrópaði hann másandi. „Sjáðu til! Skkert liggur á!“ Og það var satt við hefðum ekki þurft að flýta okkur svona mikið. Við sáum að sjórærtingjarnir hcldu í sömu átt og áður, en þeir stefndu alls ekki til bátanna. Við settumst því niður til að kasta mæð- inni. Bátarnir láu við árósinn skamt fyrir neðan okk- ur. Silfri kom til okkar í hægðum sínum. „Þú komst eins og þú værir kallaður, herra læknir, mælti hann; „það mátti ekki seinna vera, til að bjarga lífi mínu og drengsins. En hvað sé eg. Er þetta Ben Gunn? Nú er eg alveg hissa.“ »Já, eg er Ben Gunn,“ svaraði liðbrautinginn, og var auðsjáanlega lítið gefið um þessa kveðju. „Hvernig líður þér, Jón Silfri?" spurði hann loksins. „Ben! Ben! mér líður vel, eg er þér innilega þakklátur, þú hefir gert meira fyrir mig en eg á skilið." Læknirinn sendi Grey eftir öxinni, sem við höfðum týnt á hlaupunum eftir sjóræningjunum, og á leiðinni niður að ósnum þar, sem bátarnir lágu, sagði hann okkur t fám orðum, alt sem á dagana hafði drifið í fjarveru minni. Silfri var mjög hug- fanginn af þeirri sögu, og Ben Gunn, liðbrautinginn og hálfgbjáninn var aðalmaðurinn í henni. Ben hafði fundið beinagrindina einu sinni þeg- ar hann var að flökta um þessar stöðvar, og hafði þannig leíðst til að uppgötva hvar gullið var grafið. Hann hafði fundið það jarðhúsið, scm peningarnir voru í, og það var rekubrotið hans, sem við fundum ’ gryfjunni. Gullið hafðt hann borið á bakinu og sel- flutt það úr fylgsninu, við rætur háa trésins, i dá- lítinn helli, sem hann hafði fundið í norðausturhorni eyjarinnar, og þar hafði gullið verið geymt tryggi- lega í tvo mánuði, þegar við komum þangað á His- paniola. Þegar læknirinn hafði komist að leyndarmáli Bens Gunn, kveldið eftir áhlaupið, og þegar liann morguninn eftir sá að skipið var horfið af höfninni, hafði hann farið til Silfra, og fengið honum uppdrátt- inn í hendur, því að uppdrátturinn var þá einskis vtrði, þar eð búið var að tiytja burtu alt gullið. Enn fremur fékk hann Silfra í hendur vistirnar allar, því að Ben Gunn hafði gnægð af söltuðu geitakjöti í helli sínum. Hann hafði fengið sjóræningjunum í hendur bjálkaliúsið og alt sem í því var, gegn því, að hann og fylgismenn hans fengju að fara þaðan óá- reittir, þangað, sem þeir vildu, en það var til norð- austurtangans á eynni (þó Silfri vissi ekkert um það), þar sem var hálent, og heilnæmasti staðurinn á allri gulleynni, enda vildu þeir vera þar við hend- ina, til að gæta að fjárhlutnum. „Eg tók það nærri mér að gera þessa samninga, án þess að vita nokkuð hvað þér liði, Jim,“ sagði læknirinn. „En þetta hlaut eg að gera, til þess aö tryggja líf og limi félaga minna, sem höfðu gert skyldu sína allan þessan hörmungatíma, og þú hefð- ir hka getað notið hlunnindanna, hefðir þú verið hjá okkur.“ Þegar hann komst að þvt um morguninn livar eg var niður kominn, hafði hann brugðtð við, undir eins og hann skildi við okkur Silfra, hraðað ferð sinni til hellisins, og skilið friðdómarann þar eftir, til að gæta kafteinsins. Tekið með sér Grey og Ben Gunn, og lagt síðan á stað, þvert yfir eyna, til þess að vera við hendina, hjá háa furutrénu, þegar sjó- ræningjarnir kæmu þangað. En þar sem hann hafði séð það fyrir, að sjéræningjarnir mundu verða fyrri en hann á áfangastaðinn, hafði hann sent Ben Gunn á undan sér, því hann var ákaflega frár á fæti, til þess að gera alt, sem hann gæti að því að tefja fyrir ræningjahópnum. Honum hafði tekist það vonum, framar, með því að Ieika gamla Flint, eins og frá- sögiiin hér á undan ber tneð sér, að minsta kosti dvaldist för þeirra svo, að Livesey og Grey komust að trénu í tæka tíð. „Hepni var það fyrir mig,“ mælti Silfri, að eg hafði Havvkins bundinn við mig, annars hefðuð þiö líklega látið hina vargana rífa mig í sig.“ „Það er hætt við því, Silfri!" mælti Livesey brosandi. t Þegar hér var komið, höfðum við náð niður til bátanna. Læknirinn braut botninn úr öðrum með öx- inni, sem Grey kom með. Síðan stigum við allir í hinn og lögðum á stað áleiðis umhvertis eyna til Norðursundsins. Það var átta til ntu r^ilna ferð. Silfri var sett- ur undir eina árina, þó hann væri kúfuppgefinn und- “ -eigi síður en við hinir, og litlu síðar bárumst við svifhratt fram með ströndum Gulleyjarinnar. Þegar við komum að norðausturhorninu á eynni, sáum við svarta mynnið á helli Bens Gunn. Við sáum og greinilega að þar stóð maður á verði, rétt fyrir utan, með byssu í hendinni. Það var frið- dómarinn; við veifuðum vasaklútunum okkar til hans í kveðju skyni, og kölluðum til hans, og fór Silfri þar að dæmi okkar, og enginn hrópaði hjartanlegar en einmitt hann. Eftir að við höfðum róið liðugar þrjár mílur áfram þaðan, og vorum komnir nærri því á móts við rnynnið á Norðursundinu, mættum við Hispaniolu, sem kom vaggandi á bylgjunum á mótt okkur undan falli og vindi. Hún hafði að Iíkindum Iosnað á sið- asta flóðinu, og hefði mikill stormur verið eða hart fall, voru engar likur til þess, að við hefðum séð hana nokkurn tíma framar, nema ef svo skyldi hafa viljað til, að hana hefði borið upp að klettunum einhvers staðar við eyna og hún hefði brotnað þar. Auðsjá- anlega var það mikil hepni, að við gátum farið aö leita hennar einmitt á þessari stundu. Með litlum erfiðismunum lögðum við að henni og koynumst um borð. Síðan sigldum við til þeirrar vikurinnar, sem næst lá, helji Bens Gunnn, og hann nefndi Geitavík, og þar lögðum við skipinu við atkeri á tveggja faðma dýpi. Þar stigum við á land og sendum Grey aftur með hátinn út á slclpið til að gæta þess.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.