Lögberg - 25.08.1910, Page 6
LÖGttERG, FIMTUDAGIN.N 25. ÁGÚST 1910.
Olíkir erfingjar.
eftir
GUY BOOTHBY.
“Þaö er marg-t oröiö hre)rtt í Weldersham,
góöa mín,” sagði hann. “Þessi nýi húsibóndi er
mesti svíöingur og nánös. Eg á að segja öllum
gömlu mönnunum upp vistinni styrktarlaust. Þess
verður líklega ekki langt aö biða, aö hann segi mcr
upp líka. Eg held helzt aö hann hafi maurapoka í
hjartastað.”
•‘Við skulum aldrei kæra okkur,” sagöi kona
hans. “Þú veizt vel, aö þú hefir alt af gert skyldu
þína. Þó að hann segi okkur upp, þá verðum við
aldrei á vergangi, sem betur fer.”
“Eg er ekki að kvíða því, en eg er armæddur
yfir þessari meðferð á gamla fólkinu. Það verður
hart fyrir það, þegar haustið og kuldSnn kamur."
“Það er nærri því ótrúlegt að maður, sem alt i
einu hefir komist til auðs og metorða, skuli beita
slíkri harðýðgi við undirmenn sina. Eg á bágt með
að skilja í slíku lunda^lagi.”
“'Það er vegna þess, að þú ert góður og dreng-
lundaður,” svaraði kona hans. “Þú heldur að adir
séu eins og þú. En nýi lávarðurnn er harðhjartað-
ur maður; það er auðséð á honum. Hann hugsar
ekki um neitt nema að græða fé.”
Þá um kveldið fékk Richard bréf með póstin-
um. Hvað sem það fjallaði um. þá fékk það honum
mikillar ánægju. Hann lét það ekki uppi við kven-
fólkið, en gat þess aðeins að hann ætti von á kunn-
ingja sínum er mundi dvelja þar hjá sér svo sem
einn dag. Dorothy vissi, að frændi hennar átti ekki
sérlega marga kunningja, ef hann ætti þá nokkurn,
og bjóst ekki við neinu góðu.
“Það verður gaman fyrir þig að sýna þessutn
kunntngja þínum þennan fallega búgarð,” sagði
Mrs. Maddison vingjarnlega. “Á eg að láta undir-
búa herborgi handa honum?”
“Nei, hann kvaðst verða að fara aftur um hæ!
með lestinni,” svaraði Richard. “Hann er frá Ástr-
alíu og heitir Banfield.”
Von var á vini hans með lestinni, sem kom kl.
11, og hálftima fyrir ók Rtchard af stað til að mæta
honum. Hann hafði látið í veðri vaká, að þessi
aðkomumaður væri vinur sinn, en ef frændkcnur
hans hefðu verið viðstaddar þegar lestin kom, mundu
þær skjótt hafa orðiö þess áskynja, að Richard þekti
ekki þenna vin sinn þegar hann kom út úr vagninum
með hinum farþegunum. En hann beið við vagn-
tlyrnar þangað til hávaxinn freknóttur maður kom
út og vék sér að Richard og sagði:
“Er þetta ekki Weldersham greifinn?”
“Jú, og eg býst við að þér séúð rr. Banfield?”
svaraði Richard og rétti honum höndina.
“Já ,nafn mitt er það,” svaraði hinn. ““Eg
fékk símskeytið frá yður í gærkveld og er nú kom-
inn hingað eftir því. Hér er dásamlega fagurt út-
sýni.”
“Já, það er yndislegt!” sagði Richard, “en þér
hafið þó ekki enn þá sáð það fallegasta.”
Síðan stigu þeir upp í vagninn og óku af stað
gegn um þorpið til kastalans.
Mr. Banfeild hafði verið þrjá mánuði á Eng-
landi og alla þá stund hafði hann verið a)ð leita sér
að bústað sem honum fyndist sér og sínum hæfileg-
ur. Hann sagði Richard frá því á leiðinni, að hann
hefði ferðast um mjög víða og skoðað marga kast-
a!a, sem líkastir voru gömlum gripahússhjöllum, og
engan þeirra getað notað.
“Eg verð að ná í einhvern bústað, sem verður
méh til hæfilegrar sæmdar og viðurkenningár í þessu
landi,” sagði hann, “og það segi eg yður satt að eg
sé ekki í skildinginn, ef eg finn þaö, sem mér
líkar.”
Þetta var maður eftir Richards hjarta. Hatm
þóttist sjá það í hendi sinni, að ef hann settist að
í Weldersham, þá mundi hann borga vel fyrir það.
Eoks komu þeir að hliðinu, og opnaði það fyrir
fæim gömul kona og hreinlega búin. Nýlendumaðf-
urinn varð heldur en ekki léttbrýnn þegar þangað
kom. Hann sá Iöngu álmviðar trjágöngin og veiði-
dýrin með mestu spekt inni í kjarrinu, grasbrekk-
urnar, sem lágu upp að stóru skógarbeltunum og
hinn fagra kastala sem nú blasti við augum.
“Þetta er langfallegasti staður, sem eg hefi séð
liér enn þá,’ ’sagði hann í hrifningu. “Þið megið
drjúgt um tala heimilin ykkar auðmennimir hér á
Bretlandi . Eg sé mest eftir því að hafa ekki haft
konu mína með mér til að sýna henni þessa fegurð.
Henni mundi hafa fundist mikið til um hana.”
“Okkur hefði verið það mjög mikil ánægja, ef
Mrs. Banfield hefði komið líka,” flýtti Richard sér
að segja. 1 ■ ! ’i
“Og mér hefir verið sagt, að einn forfeðra yðar
hafi varið þennan kastala fyrir Cromwell og mönn-
um hans ? Hver hlið kastalans var það, sem áhlaup-
ið var gert á?”
Þetta kom Richard nokkuð á óvart. Hann
hafði aldrei eytt miklum tíma í að lesa sögu ættar
sinnar Hann hugsaði sig þvi ofurlitla stund um
og sagði svo með allri þeirri alvöru, sem hann átti
yfir að ráða:
“Það var hin hliðin; ef yður langar til að skoða
hana, þá er mér ánægja að koma þangað með yður,
að afloknuoi miðdegisverði.”
Nú voru þeir komnir að útidyrunum og Rich-
ard bauð gesti sínum að stíga út úr vagninum. Mr.
Banfield var einkar ánægður og lék við hvem sinn
fingur. )
Mrs. Maddison og Dorothy tóku honum mjög
kurteislega, eins og öllum gestum yfirleitt, en hin
síðamefnda var alls ekkert vingjamleg i viðmóti.
Hún þóttist vita það, að eitthvað annað byggi undir
komu Banfields, en þegar var komið fram, og sá
gmnur hennar var alt af að styrkjast.
Þegar staðið var upp undan borðum gengu þeir
Richard og Banfield út að skoða peningshúsin,
heimajöiðina og alla garðana. Þegar þeir komu
aftur var Mr. Banfield búinn að sjá alt t kastalan-
um, sem nökkurs var um vert og var hinn ánægð-
asti. Hann fór af stað með lestinni kl. 6 og þegar
hann var farinn þóttist Richard hafa mikið og þarft
verk af hendi leyst. 'Tveim dögum seinna fékk
hann á ný bréf með póstinum. Hann brosti svo á-
nægjulega meðan hnan var að lesa það, að auðséð
var að efni þess var svo sem honum likaði.
Eftir morgunverð heimtaði Richard vagn sinn
og ók til Weldersham til að ráðfæra sig við Mr.
Margetson. Gamli lagjmaðuririn tók 'kveðju hantíV
en alls' ekki neitt vingjarnlega, en bauð honum
sætu
“Hvað viljið þér mér í dag?” spurði liann og
settist sjálfur niður við skrifborð sitt.
“Eg er kominn til að ræða við yður alvarlegt
mál,” svaraði Richard, en gat þó ekki varist því að
!hik kom á hanu, því að hann hafði óljósan grun um
að lögmanninum mundi ekki getast sem bezt að
erindinu.
“Ef eg get á nokkurn hátt gert yður nokkuð til
þægðar, þá er eg fús til þess,” svaraði Margetson.
“Hvaða mál er þetta, sem yður liggu-r svo þungt
a hjarta?”
Richard slé'tti úr glófum sínrnn á hnénu á sér,
fitlaði við stólibríkurnar stundarkorn, en tók svo
loks til máls og sagði:
“Eins og yður er kunnugt, Mr. Margetson, er
eg ekki áburðarmikill fnaður eða rikilátur. Kring-
umstæður mínar hafa verið þannig, að eg hefi ávalt
orðið að lifa mjög rólegu lifi hingað til, og hefir
sú venja sennilega orðið mitt annað eðli.”
Lögmaðurinn kinkaði kolli alvarlegur en þagði.
“Yður er ef til vill kunnugt um það,” mælti
Richard enn fremur, ‘að Weldersham kastalinn er
stór þygging og það kostar allmikið viðhald á henni,
og er sannast að segja alt of stór handa piparsveini.
Eg þekki fólkið þar í kring ekki neitt, og langar
ekkert til að kynnast því. (>g það sem enn er að'
athuga: eg mundi aldrei vera þar meir en hálfs-
mánaðartíma á ári.”
“Eg býst því við að þér séuð að hugsa um að
loka kaistalanum,” sagði lögmaðurinn, “og nota
;jann ekki nema endur og eins.”
“Eg hefi enn annað í hyggju," svaraði' Richard
og herti sig upp. “Eg er að hugsa um að leigja
sastalann!”
“Að leigja Weldersham kastala!” endurtók lög-
maðurinn öldungis forviða. “Þér ldjótið að vera
að gera að gamni yðar!”
“Nei, mér hefir aldrei verið annað meitá al-
vara,” svaraði Richard. “Eg hefi náð í ágætan
leiguliða, vellrtkan Ástraliumann. Eg ætlaði að
finna yður í dag til þess að biðja yður að gera allar
nauðsynlegar ráðstafanir fyrir mína hönd þessu til
undirbúnings.”
Mr. Margetson félst svo mikið til um þessar
fréttir, að hann visst ekktr hvað hann átti að gera.
Honum fanst það svo ógurleg fjarstæða, að Rich-
ard skyldi ætla að fara að leigja kastalann, með all-
ar þær tekjur sem ‘hann hafði, að hatrn átti ekkert
orð yfir það. Slíkt hafði aldrei heyrst í sögu ætt-
arinnar áður fyrri, alð jætta forna aðalsmannasetur
væri fengið i hendur erlendum auðmanni.
“En þér hljótið að hafa næg efni til að standa
jafnréttur þó að þér lokið kastalanum,” sagði lmnn.
"Þáð er alt annað betra en að fá hann i hendur ó-
kunnugum manni."
“Eg sé ekki á hverju sú óbeit er ibygð,’ ’svaraði
Richard þóttalega. “Maður þessi er fús til að leigja
kastalann fyrir fimm þúsund pund sterling á ári,
og mér mundS virðast eg tæpast tneð öllum mjalla,
ef eg léti slí'kt tækifæri ganga mér úr greipum. Eg
liefi ennfremur fengið mönnum umboð á að leigja
hús mitt í borginni, og ef mér hepnast eins vel að
leigja það, þá er eg ánægður.”
Margetson sá, að öll mótmæli voru árangurs-
laus, og engin tölug tiuiga mundi fá Richard ofan
af þessu. Hann lofaðist því til að annast hina lög-
legu hlið þessa máls, og fylgdS 'því næst skjólstæð-
ingi sínum út í vagninn. Þegar hann var farinn,
hringdi hann á æðsta skrifara sinn og sagði • við
hann:
“Þetta eru ill tíðindi. Aldrei hefði eg getað
iinyndað mér að nokkur Weldersham mundi leyfa
sér að legja þetta höfðingjasetur. Eg á bágt meö
að trúa því enn þá.”
“Það er mesta hörmung, aö hann skyldi nokkr
um tíma öðlast hafnbótina,” svaraði skrifarinn.
X. KAPITULI.
Nærri tvö ár voru liðin síðan stálgreifinn lézt,
og meir cn átján mánuðir síðan þeim sinnaðist
Rtchard og Dorothy frænku hans. Og þenna tíma
hafði Richard greifa hepnast að auka auð sinn stór-
fengilega. Eignum hans var nú stjómað á < mjög
hagfræðilegan hátt. Mr. Banfield var leigður Weld-
ersham kastalinn. Þó að hann væri auðugur varð
hann ekki eins vinsæll í landinu eins og haún hafði
buist við. Húsið í biorginni var leigt miljónamanni
frá Suður-Afríku, og voru um hann margar sögur.
Richard leigði sér sjálfur lítið hús í útjaðri Lundúna
cg sat þar önnum kafinn við að reikna út, hvemig
hanm gæti grætt sem mest fé á eignura sínum á ári
hverju.
Hann eyddi litlu í skemtanir eins og annað. í
einum klúbb var hann að eins; aldrei fór hann á
veiðar, aldrei fékst hann við laxveiði eða tamdi sér
skotfimi. Hann skeytti ekkert um veðreiðar, og
ekki kom hann nokkum tírna á sjó, því að haýtn var
ákaflega sjóveikur. Sumir undruðust, að hann
skyldi aldrei kvongast; en þeir hinir sömu þektu
hann ekki nægilega vel. Sannlei'kurinn var sá, að
við arftökuna hafði alt það, sem nýtilegt var í hon-
um farið forgörðum. Hann lifð.i ekki fyrir annað
en peninga sína og til að sitja um færi til að auka
auð sinn. Uppáhaldsbækur hans voru b^nkabókin
hans og Financial Times. Aldrei varla fór liann
annað að heiman en í kauphöllina til að hafa tal af
verzlunarmiðli sínum. Sá maður hafði oft orð á því
hvað skjólstæðingur sinn væri frámunalega sihkur
°g fégjarn. Það var haft eftir honum, “að Welders-
ham greifinn hefði innyfli úr messing, steinhjarta
og ekki meiri meðaukvun en rotta.“
Um Mrs. Maddison og Dorothy dóttur hennar
er ekki margt að segja. Þær urðu vitanlega húsi-
viltar þegar Richard leigði kastalann ,og fastréðu að
fara brott af Englandi og vera erlendis vetrarlangt.
Um vorið komu þær aftur.til Englandis og settust
að í Suður eKnsington. Richard nmndi vel eftir
ráðningunni, sem hann hafði fengið hjá Dorothy
og lét aldrei sjá sig á þeim slóðum og varð aldrei á
vegi þeirra frá því þær fluttu frá Weldérsham.
“Hún hafði enga heimild til að tala til min eins
og hún gerði,” sagði hann við sjálfan sig með miklu
stærilæti þegar honum kom í hug samtal þeirra.
“Maður skyldi halda, að hver væri sjálfráður um að
fara svo með eignir sínar sem honum sýndSst. Hvað
skyldi líka hafa orðið úr mér ef eg hefði átt að búa
einn í öllu þvi gímaldi? Það var Vitaskuld! ekki
nema rétt af frænda mínum á gamalsaldri og sömu-
leiðis fyrir mig ef eg væri kvæntur. En ef eg ætti
að halda mig þar eins og mönnum þætti full sæmi-
legt, þjá mundi eg fara á hausinn. Eins og á stóð
get eg eklci séð að mér hefði verið hægt að gera,
nokkuð, sem hyggilagra var en að leigja Banfield
kastalann. Hann er ágætur leiguliði og ríkur
maður.”
Einu sinni í Marztnánuði vildi svo til, að Rich-
ard átti erindi vestur í borgina. Hann þurfti frá
Piccadilly til Bond strætis. Þegar hann var kominn
miðja vegu þar í milli varð honum litið á hlut nokk-
urn t búðarglugga og fór að skoða hann. En hon-
um til mikillar gremju rakst Dorothy frænka hans
þar á hann. Hann varð kafrjóður og mundi hafa!
reynt að hafa sig á brott ef þess hefði verið nokkur
kostur.
‘Nei, komdu sæll, Richardy” sagði bún. “Eg
ætla ekki að láta þig sleppa fram hjá mér þegjandi.
Viltu ekki bíða við og heilsa mér almennilega ?”
Richard tautaði einhverja lélega afsökun og var
býsna ólundarlegur á svipinn.
“Af mér er það að seg ja,” sagði hún, “að eg er
við beztu heilsu og líður ágætlega. Eg veit að þér
þykir líka vænt um að heyra að mamma er lika viði
góða heilsu. Eg vona að þú hafir annars verið
frískur, Richard?”
Hann vissi að hún var að hæða sig og það
gramdist honum.
“Eg verð aldrei veikur,” sagði hann. “En eg
á mjög annrikt og þvt held eg að eg tefji ekki lengur
fyrir þér.”
“Þig langar meðal annara orða til að losna við
mig,’ ’svaraði hún. “En eg ætla nú ekki að ltða þér
það. Eg hefi nú ekki séð þig svo lengi, að eg neyðist
til að refsa þér með því að hafa þig heim með mér
og láta þ’g drekka te með mér. Hvert eiigum við
að fara?”
Richard hefði v'iljað gefa stórfé til að geta íátið
sér detta í hug eitthvert afsökunarefni, en vegna
þess að honum datt ékkert ráð í hug, kvaðst hann
fús að verða við ósk hennar. En samt vissi hann
ekki hvert halnn ætti að fara með hana.
“Eg er hræcfd um að þú sért ekki vanur við að
vera mikið með kvenfólki,” sagði hún. “Eg verð
víst að ráða förinni. Komdu þá!”
Innan stundar komu þau inn í snoturt tesöluhús
og' settust þar við eitt ‘borðið. Þeimi var fært teið.
Dorothy skenkti i bollana handa þeim, settist síðan
niður og leit á Richard mjög alvarlegum augum.
“Hvernig stendur á því, að þú skulir aldrei hafa
heimsótt okkur. Richard?” spurði hún. Það er ekki
fallegt að hirða ekkert ttm ættingja sína.”
“Eg hefi haft mörgu að sinna,” svaraði hann
hikandi. “Þess utan kem eg varla noikkurn tíma í
saankvæmi.”
“Kannske þú vltir jafnvel ekki hvar við eigum
heima?” spurði hún með sömu ertninni.
Ójú, eg veit það. Margetson sagði mér
það.” svaraði hann.
“Og eg veit hvar þú átt heima,” svak'aði hún.
“Eg á samt bágt með að skilja t því hvernig þú getur
gert þér að góðu að búa t öðru eins húsi, jafnríkur
maður/’ sagði hún.
“Eg felli mig einstaklega vel við það,” svaraði
hann. “Eg lifi mjög rólega og hirði ekki um nieina
tilbreytni.”
“En hvað sem þv'í líður, þá er það engin afsök;-
un á því að þú hefir ekki komið til okkar,” sagði hún.
“En heyrðu nú Richard. Við mamma búumst við að
sjá þig heima hjá oklcur á sunnudagskveldið kenmr,
kl. 4. Og ef þú kemur ekki, þá skal eg heimsækja
þig sjlálf og hafa með mér einar þrjátíu stúlkur. Eg
veit að þág langar ekkert til þess. Er það því ekki
fastráðið að þú komir?”
En þó að Richard tæki það afar nærri sér að
verða við beiðni hennar þá sá hann samt, að ekki var
ttm annað að gera, en að lofast til að heimsækja þær
Dorothy og móður hennar.
“Mér ér það sönn ánægja að koma,” sagði hann
loksins.
“Þetta held eg sé nú ekki allur sannleikur,”
VEGGJA - GIPS
Vér leggjum alt kapp á aö búa til
TRAUSTJVEL FINGERT GIPS.
<WVv—•
„Empire“
Cementsveggja Gips,
Viðar Gips
Fullgerðar Gips,
o. fl. o. fl.
Einungis búið til hjá
Manitobd Gypsum ío., Ltd.
WINNIIPEG, MAN.
Okrifið eftir bók um þetta efni, yður
^ mun þykja gaman að henni.
sagði Dorothy og kinkaði til hans kolli um leið og
hún tók upp glófa sína, “en það er nóg í bráðina.”
Þegar Richard' var búinn að bprga, fóru þau út
úr tesöluhúsinu og hann fylgdi henni til Piccadilly.
Þar kom hann Dorothy í strætisvagn og hélt síðan
heimleiðis sjálfur, og fór að hugsa um það með
sjálfum sér, að þrátt fyrir alt vœri húln samt allra
fallegasta stúlka, og að hún gæti verið einstaklega
yndisleg þegar hún vildi það við hafa. Hann tók
sér það mjög nærri að hún skyldi ekki sýna sér meiri
virðingu en hún gerði. Þá mintist hann og jæss, að
hún átti 10,000 pund sterl., og að móður sinni látinni
mundi hún eignast 20,000.
Hann stóð dyggilega við loforð sitt og kom kl. 4
á sunnudagskvöldið til húss þeirra í Suður Kensing-
ton, Mrs. Maddison og dóttur hennar. Hann fylgdi
vinnukonunni eftir upp stigann og inni í gestasalinn.
Hann hafði beðið þess heitt og innilega að hann
fyndi frænkur sínar einar heima. En honum til mik-
illar gremju sá hann að þar voru fyrir tvær aðkomu-
konur, sem liann þekti e'kki, og enn fremur Dorset
lávarður. Richard þekti hann að vísu,, en með
sjálfum sér var hann þess með vitandi að honum var
ekki ver við nokkurn mann t víðri veröld en Dorset
láyafrð.
Mrs. Maddison tók Richard mjög vingjarnlega,
og Dorothy var full með glensi og kátínu. Enginin
mintist á Weldersham kastalann og ekki heldur á hús
Richards í borginni, frekar en það hefði aidrei verið
til. Richard hafði mjög rnikið gaman af heimsóknr
inni, en við þvi hafði hann þó alls ekki búist, og fór
svo a!ð han nlofaðist til að koma þangað næsta sunnu-
dagskveld.
“Það er svo sem auðséð, að þær eru að keppast
við að gera mér alt til hæfisi nú eftir að eg er orðinn
greifi af Weldersham,” sagði hann við sjálfan sig,
þegar hann fór út úr húsi þeirra um kveldið. “Ef
eg væri bara Richard Sandridge eins og eg var
mundi mér ekki vera veitt að neinu leyti meiri athygli
en áður.”
Ef hann hefði heyrt á tal fólksins eftir að hann
var farinn, mundi honum hafa sýnst annað.
“Eg hélt að yður þætti ekkert sérlega vœnt um
frænda yðar,” sagði Dorset lávarður þegar þau voru
orðin ein sér, Dorset lávarður og Dorothy.
“Eg vil nú ekki kannast við, að mér þyki neitt
innilega vænt um_hann,” sagði hún. “Samt sem áður
vorkenni eg honum. Það hlýtur að vera aurna lífið
sem hann lifir.”
“Ef hann lifir aumu lífi, þá er þ|að honum sjálf-
um að kenna,” svaraði Dorset lávarður. ‘Tlann er
svo ríkur, að hann ætti að geta bylt sér hvernig svo
sem honum sýnist. Eg get ekki kent í brjósti um
mann, sem lifir eins og hann.”
“Aumingja Richard!”
Dorset lávarður leit yfir á pianóið. Þar stóð
mynd af fornvini hans Reggie. Dorothy leit í sömu
átt. Því næst stóð hann á fætur og gekk yfir þangað
sem myndin stóð.
“'Þ’ama er maðurinn, sem hefði átt að fá auðinn,”
sagði hann. “Aumingja Reggie! “Þér getið ekki
ímyndað yður, hve mikið eg sé eftir honum, og það
enn þá!”
Varirnar á Dorothy titruðu. Hún roðnaði, og
gekk líka yfir að pianoánu.
„Dorset lávarður!” mælti hún. “Eg býst við að
yður finnist það barnaskapur af mér, en þó segi eg
yður það satt, að eg trúi því ekkt enn þann dag í dag
að Reggie sé dáinn. Eg veit ekki hvernig á því
stendur að eg skuli halda þetta, og veit ekki hvers-
vegna það er svo fast í huga mínum að hann sé á lífi.
En eg get ekki að því gert, að mér finst að við hljófc-
um að eiga eftir að sjá liann lifand*.
“Eg vildi gefa aleigu mína til þess að svo yröi,”
svaraði haún. En eg get samt ekki voniað neitt
slí'kt. Ef hann væri á lífi, þá mundi hann áreiðanlega
hafa gert okkur aðvart um það. Þlað væri ólíkt
Reggie að láta okkur ekki vita hvar hann væri„ ef
hann væri á lífi.”