Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 3
Þernur fara í verkfall S AMNIN GAUMLEIT ANIR hafa staðið að undanförnu á milli Kvennadeildar Félags framreiðslumanna og Eimskipa félags Islands h.f., um kaup og kjör Jierna á sklpum félagsins. Samningar hafa gengið treg- lega og báðir aðilar vísað deil- unni til sáttasemjara. Verkfall hefur verið boðað 15. júlí n. k. Sem fyrr segir hafa samn- ingaumleitanir gengið erfið- lega í deilu þessari, og báðir aðilar urðu sammála á síðasta samningafundi að vísa deil- unni til sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsonar. Félag framreiðslumanna hef- ur jafnframt boðað vinnustöðv un á skipum Eimskipafélags íslands h.f. frá og með 15. b. m. hafi samningar ekki tekizt fyr- ir bann tíma. Samningaumleitanir við Skipaútgerð ríkisins eru í und- irbúningi og munu sennilega hefjast næstu daga. Þernur gerðust fyrir rúmu ári sérstök deild í Félagi fram- reiðslumanna. Þær náðu þá sín um fyrstu samningum, sem í aðalatriðum voru staðfesting á LONDON, 7. júlí. — f dag var lagt fyrir neðri málstofu brezka þingsins frumvarp til laga um stofnun lýðveldis á Kýpur. Verður málinu sennilega hraðað. því kaupi og þeim kjörum, sem þær höfðu haft án samninga. UHWVmMUVMHHHMMVMV ;! ÞAÐ á að reisa tíu metra | J háa höggmynd af Leonar- j! do da Vinci við alþjóða- I; flugvöllinn í Róm. Þetta er ekki nema sjálfsögð ráð ;! stöfun, þegar haft er hug í j fast, að listamaðurinn ;! annálaði var að auki bygg ;! ingarmeistari, verkfræð- ; J ingur og uppfinninga- ;! maður, sem talsvert velti ;! fyrir sér flugtækjum. Á ; J myndinni er verið að i! flytja parta af minnis- j! merkinu á staðinn. WHMHUUWVHHIHHHHMV SAMNINGANEFND Fé- lags íslenzkra atvinnuflug manna óskaði eftir fundi með flugfélögunum í fyrradag. Ekki var sátta- semjari ríkisins á þeim fundi. Engar fregnir hafa bor- izt af fundinum. Verjast flugmennirnir allra frétta af launamálum sínum meðan þeir eru að átta sig á öllum aðstæðum, að því er Sveinbjörn Dag- finnsson, lögfræðingur F. Í.A., tjáði blaðinu £ gær. Sigga Vigga .... ' <—?/*=7y uSANNlEIKURiHN EA SÁ, SlöGA MÍN, HVA£> SEM HVER SEGIR, M) ÍG DREKK MIWNA NÚNÁ EN ÞEGAR ÍG DRAKK HElPÁ’ b... EF þetta kapphlaup manna um netaveiðar í Mývatni heldur áfram, má búast við, að það hafi mjög alvarlegar aíleiðingar fyr- ir fuglalíf vatnsins og geti jafnvel leitt til gereyðing- ar þess. Þetta er því mjög alvarlegt mál, sem ekki verður komizt hjá að gefa nánari gaum. leitt til þess, að vegalengdir eru þar úx sögunni, segir dr. Finn- ur, auk iþess sem menn hafi stór aukið netakost og teki'ð í notk- un nælonnet. Þegar netaveiðarnar eru stundaðar af mestu kappi, er vatnið hólfað sundur með neta trossum og nú mun það m. a. ekki orðið óalgengt, að fleiri íuglar fáist í umvitjun en sil- ungar. Að lokum bendir dr. Finnur Guðmundsson á, að engin lög eða lagafyrirmæli séu til um það, hve mikill netakostur megi vera í Mývatni í einu. Hér sé því vart um annað að ræða en samkomulagsleiðina eða frjáls samtök bænda í Mýatnssveit um takmörkun netanna. Telur dr. Finnur eðlilegt, að Náttúru- verndarráð béiti sér fyrir því í samráði við fuglafriðunarnefnd og veiðimálastjóra, að reynt verði að ná samkomulagi um slíka takmörkun netaveiðanna. Á þessa leið kemst dr. Finn- ur Guðmundsson að orði í grein, sem hann ritar í nýútkomi'ð hefti af Náttúrufræðingnum og nefnist: Fugladauði á Mývatni af völdum netaveiða. í upphafi greinarinnar bend- ir dr. Finnur á, að Mývatn sé eitt fiskauðugasta vatn landsins og þar hafi silungur verið veidd ur í net öldum saman. En Mý- vatn er líka frægt fyrir auðugt fuglalíf og mun andavarp hvergi meira en þar. Frá upp- hafi hefur meira eða mi'nna af öndum farizt í netum Mývatns- bænda, segir í greininni, en lengst af hefur fugladauði' af þessum sökum ekki verið svo mikill, að fuglalíf vatnsins í heild hafi ibeði'ð alvarlegan 'hnekki við það. Á þessu hefur hins vegar orð ið miki'l breyting á síðustu ár- um með tilkomu utanborðsmót- ora og nælonneta. Vélvæðing bátaflotans á Mývatni hefur Austan gjóla en veiðiveður SIGLIFFIKÐI í gær. Austan- gjóla var á síldarmiðunum í gærkvöldi Og nótt, en þó veiði- veður. Hvassara var á austur- svæðinu. Eftirtalin níu skjp fengu síld við Grímsey, samtals 3370 mál, í gærkvöldi og í nótí: Eldborg GK 700 HrafnSveinbjarnarson GK 600 Einar Hálídáns ÍS 450 Jón Fi'nnsson GK 400 Helga RE 250 Smári ÞH 400 Sjöfn VE 150 Hannes Hafstein EA 120 Böðvar AK 300 Síldin er söltuð og er síldar- fiotinn dreifður á svæðinu frá Kolbeinsey að Grímsey Oa upp á Grímseyjarsund. í dag er vitað um eitt skip, sem fékk gott kast, Vörður EA 800 tunnur. Ekkert er enn leit- að úr lofti, því að lágskýjað er yfir öllum síldarmiðunum. DREGIÐ var í gærkvöldi um þriðja Volkswagen-bíl inn í Happdrætti Alþýðu- blaðisins. Vinningsnúmer- in verða birt í Alþýðublað | inu á sunnudag. WMMMWWWMWMWMIMIMI Alþýðublaðið — 8. júlf 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.