Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 15
arclómsfullur fyrr og byrjaðu ekki á bvi núna. Þú ert mál- ari, Brent, ■—- ekkert annað“. „Takk“, svaraði hann stutt- ur í spuna og henti frakkan- um sínum á stól. „Ég vil fá eitthvað að drekka og svo get urðu svarað mér. Ef ekki...“ h' „Ef ekki?“ P „Þá geri ég það, sem ég hef j hugsað mér að gera“. „Og hvað er það?“ -jf „Flytja inn á vinnustofu ! mína á Quai de Béthune“. ; „Ég vissi ekki að þú hefðir i vinnustofu". j1. „Ég hef hana núna“. f' „Og hvar, er Quai de Bét- f hune?“ j „Á Ile St. Louis“. ! „Á miðri Signu?“ sagði hún j stríðnislega. „En skemmti- ! legt!“ j „Það er stórt, loftgott og I hentugt að öllu leyti. Gríðar- ! stórt vinnuherbergi — þrjú ■ svefnherbergi, tvö baðher- ! bergi og þiónar. Ég hef verið heppinn“. „Og hvernig náðirðu í þetta?“ „Myra hjálpaði mér. Myra Henderson, læknir á St. Ge- . orgs, manstu eftir henni?“ „Já!“ sagði 'Venetia fyrir- litlega, en Brent hlustaði ekki á hana. „Hún frétti um það hjá kon unni sem hún býr hjá. Mág- kona hennar á þetta“. „Þá er þetta allt innan fjöl- skyldunnar“, sagði Venetia enn fyrirlitlegar. „Þú myndir ekki tala þann- ig, ef þú vissir hve þetta er aílt erfitt“. „Hélztu að ég yrði hrifin?“ „Ég skil ekki hvers vegna þú ert það ekki!“ Hún var orðin öskureið. „Svo það gerirðu ekki! Þú siglir hingað inn eftir að líta ekki við mér í marga daga og svo heimtarðu að ég flytji með þér í íbúð sem þessi Henderson-kona hefur útveg- að þér“. „Hún hjálpaði mér_ að fá hana“, svaraði hann. „Ég verð að biðia þig að tala ekki illa um Myru!“ „Myru!“ skrækti hún. „Þú hefur verið að hitta hana bak við mig!“ Hann starði undrandi á hana. „Því ekki það? Þú hefur verið að hitta aðra að baki mér! Justin Brooks og Mark LovelT1. Hann lagði glasið frá sér og gekk til hennar og hristi hana duglega. „Skilurðu ekki að ég er að biðja þig um að giftast mér? Við skulum gleyma öllum gömlum vær- ingjum og gifta okkur áður en það er of seint“. Hún varð óttaslegin. „Við hvað áttu ... of seint?“ Hann vissi ekki sjálfur við hvað hann átti. En síðan hann hafði hitt Simon hafði hann fundið eitthvað nýtt í sjálfum sér, styrk og ákveðni, sem hann hafði ekki haft fyrr. Það gat ekki breytt áætlunum hans þó Venetia segði nei. „Viltu giftast mér, Venetia? Við erum jú enn trúlofuð“. „Ég hélt að þú værir bú- inn að gleyma því, Brent“, sagði hún bitur. Hann beygði sig að henni og kyssti hana fyrst blíðlega, svo með ástríðuþunga. Hann óskaði þess að hún verkaði ekki svona á hann, þá væri auðveldara fyrir hann að lifa án hennar. En sem stóð voru það tvö öfl, sem toguðust á um hann — ástríða hans til 'Venetiu og tilfinningarnar, sem hann bar í brjósti til Myru. Venetia ýtti honum frá sér. Hún fann að hann var að gefa mig og hvaða máli skiptir það eiginlega?“ „Það skiptir miklu máli! Það skiptir öllu máli! Elsk- arðu hana?“ „Heyrðu mig nú“, sagði hann þolinmóður. „Þú ásak- aðir mig einu sinni fyrir að ég' vildi fá að vita eitthvað um fortíð þína. Þú sagðir að ekkert af því sem hefði skeð áður en við kynntumst, skipti neinu máli. Éf ég man rétt, sagðistu aldrei hafa viljað vita neitt um fortíð mína. Því vilt þú þá vita það nú?“ Fagurt andlit hennar var þrjóskulegt. „Ég vil vita það!“ sagði hún. „Þú sagðir sjálf að þú bygg sig og þó hún hefði verið fús til að fyrirgefa honum daginn áður, þá var hún nú reið vegna Myru. „Ég verð að fá að Vita eitt áður en ég svara þér, Brent. Því hefurðu verið með Myru? Hvað er milli ykkar?“ „Ekkert núna“, svaraði hann hugsunarlaust og svo skildi hann hve heimskulegt þetta svar var. Hann hafði ekki sagt Venetiu að hann hefði eitt sinn verið trúlofað- ur Myru, en nú yrði hann að gera það. „Núna?“ sagði hún og græn augu hennar urðu mjó sem rifur. „Hvað áttu við með núna?“ Hann reyndi að sleppa við að svara. „Þú ert ekki búin að svara mér, 'Venetia11. „Og þú ekki mér! Ég vil vita sannleikann. Þú sagðir að það væri ekkert milli ykk- ar Myru Henderson núna, hvenær var eitthvað milli ykkar? Þekktust þið einu sinni eða hvað?“ Hann viðurkenndi það. „Ég hef ekki leynt þig neinu, Ve- netia. Ef þú hefðir hlustað á mig heima hjá Lady Lovell, hefðirðu heyrt hvemig og var við Myra kynntumst“. „Ég heyrði ekkert um það“. „Nei, þú hlustar aldrei á ist ekki við að ég hefði lifað eins og munkur!“ „Á ég að skilja það þannig, að þú sért ekki munkur hjá Myru?“ Hann strauk ringlaður hendinni gegnum hár sitt. „Vertu góð, Venetia! Ég skal segja þér allt, en reyndu þá að skilja mig. Ég jþekkti Myru ... ég þekki hana vel. Við vor- um satt að segja trúlofuð einu sinni!“ „Trúlofuði úg þú sagðir mér^ það ekki?“ „Ég sleit trúlofuninni þegar ég kynntist þér. Ég elskaði þig .... eða hélt að ég gerði það“. Efaðist Brent um að hann elskaði hana? „En hvers vegna ertu með henni núna fyrst þú elskar hana ekki leng ur?“ spurði hún rólega. „Ég vil fá að vita það, Brent“. Hann kunni ekki við þessa yfirheyrslu og hrukkaði enn- ið. Án þess að bíða eftir svari hans kalláði hún: „Því útveg- aði hún okkur íbúð? Því á ég Eftir Rona Randall aj|l| Ananas gjg Súklculaði i|gll Jarðarberja- ^ : 1 1! 1| tijC: ■■HII HHíUTKH^LíhÍÍ h: Karamellu BUÐINGAR ÓDÝR OG GÓÐUR ÁBÆTISRÉTTUR, Fæst í næstu búð. Söluumboð SKIPHOLT H.F., sími 23737. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. sími 24120, að búa á stað, sem hún hefur valið?“ „Venetia, hún hefur ekki valið staðinn. Hún vissi að mig vantaði íbúð með vinnu- stofu og hún lét mig aðeins vita þegar hún heyrði um stað, sem ég gæti kannske notað“. „En til hvers þurfum við þrjú svefnherbergi? Við verð- um ekki svo lengi hér í París að við þurfum gestaherbergi og það er eins gott að búa hér á hótelinu og leigja sér bara vinnustofu. Og hvað með sýn- inguna þína?“ „Ekkert í bráð“. „EKKERT! Ég hélt að þú hefðir komið hingað til að halda sýningu!“ Sýningin var þin hugmynd, Venetia. Ég verð að viður- kenna að mér fannst það góð hugmynd. Mér finnst það enn ... en tíminn er ekki kominn ... ég hef ekki nægar mynd- ir. Ég ætla að mála það, sem mig langar til, ekki aðeins leið inlegar heldri kerlingar. Og það er ástæðan fyrir þrem svefnherbergjum. Eitt er lof- að“. „Þó ekki handa Myru Hen- derson?“ spurði hún hæðnis- lega. „Vertu ékki svona hlægi- leg! Það er gamli kennarinn minn, Simon Beaumont, sem í á að búa þar. Myra fann h^nn .. veikan og fátækan á sjúkra- húsi. Það minnsta sem ég gefc gert er ag hugsa um hann“. „En hvers vegna?“ „Vegna þess að það gerir það enginn annar og vegna þess að hann tók mig að sér þegar ég var lítill snáði og gerði mig að því sem ég er. Þá var hann þekktur málari — ríkur og gjafmildur. Nú er hann gamall og yfirgefinn —• í orðsins fvllstu merkingu. Mér ber skylda til að hjálpa honum!“ ,.En mér ber engin skvlda til b°ss!“ skrækti hún. „Vitanlega ekki. Skyldan er rm'n og ég ber hana“. „Og þú ætlar að láta gaml- an karlskrögg búa hjá þér, —■ já, sjá fyrir honum?“ „Þangað til að hann getur séð fyrir sér sjálfur11. Hún starði á hann. Svo skellti hún upp úr. Var það nú bónorð! „Þetta er það frum legasta bónorð, sem ég hef fengið! Þú ert einstakur, kæri Brent! Var það þess vegna, sem bú baðst mín svona ó- vænt? Ætlaðirðu að giftast mér án bess að ég vissi sann- leikann?“ Hún hætti að hlæja og augu hennar urðu á ný mjó sem rifur: „Datt þér virkilega í hug að ég vilji búa Alþýðublaðð — 8. júlí 1960 jg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.