Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 8
mennmgunni KANADAMAÐURINN Wil- liain Apacwald — fyrrver- andi gullgrafari, nú 114 ára gamall — hefur nú yfirgefið heimili sitt og setzt að í frumskógum Kanada í mót- maelaskyni við menninguna. Hann hefur hvað eftir annað skrifað kanadísku stjórninni og krafizt þess að lögð væru niður útvörp, sjón vörp og aðrar „uppáfinn- ingar djöfulsins“ og „skemmtitæki skrattans”. Þegar hann fékk engu á- gengt með kvörtimum sín- um, kvaddi hann öll börnin sín, barnabörnin, barna- barnabörnin, venzlamenn 'og vini, ríkisstjórn og aðra málsmetandi menn, slengdi bakpokanum sínum á bakið í vonzku og hélt norður til hinna þögulu skóga. ☆ — ÞaS var tími til konv inn aS setja upp hættumerki hérna. ÞaS var hér, sem ég hitti konuna mína. ☆ STELLA FELIX & Co„ sem skemmtu í Iido í fyrra hafa loks sungið inn á hljómplötu. Er það fyrsta platan þeirra, og þótti hún ekki koma vonum fyrr, því Stella og Kúbumennirnir hennar hafa skemmt víða um heim, hvarvetna við hrifningu áheyrenda. Vegna veðmáls ÞESSI UNGA kona er kannski full léttklædd i gustinum á flugvellinum, en hún vann alla vega stórt veðmál. Hún veðjaði sem sagt við kunningjakonu sína um að hún gæti farið frá París til London, klædd bikinifötum ein- göngu. „AUMINGJA Ava Gardner“ gæti ein- hver freistast til að segja. Já, hún hefur ekki átt sjö dagana sæla um ævina, þótt hún þyki allra kvenna fríSust og æsilegust. Nú er hún komin á þann aldur, að hún er farin að óttast ellina og hræðast hrukkurn- ar. Svo gömul er hún orðin, þótt einhverjum finnist ef til vill það hafa verið í gær, sem Ava var ógnarlítil, — flöktandi smástjarna í Hollywood, sem fæst- ir lögðu liinn minnsta hug að. Æðsta ósk hennar hefur ætíð ver- ið að vera húsmóðir, eiga góðan mann og mörg börn. Þessi draumur hefur ekki rætzt, þótt hún hafi þrisvar lofað því fyrir altarinu, að vera góð eiginkona til dauða- dags, hvernig, sem ævikjör hennar og mannsins sem stóð við hlið hennar yrðu. Hin ómótstæðilegi BiMWWWIWWWWWiWWWWMWWWWWWMMWWWMWWW óhamingjusama, // aumingia nmwvwvwwMwwwiwwtwwwwwwvw Ava Gardner ^m^vwwwwwwwwwwwwwwwww ætlaði Ava )f.ldrei að verða kvikmyndadís. Hún ætlaði sér að reyna að komast í venjulegt skrif- stofustarf, og hana dreymdi um að hitta góð- an og aðlaðandi mann, sem hún mundi giftast. Ava Gardner er sögð mjög fögur kona. Hún hef ur drottningarlega ftram- komu og töfrandi persónu leika. En lífið hefur ekki hlíft henni við vonbrigð- um. Og til að hefna sín, er Ava fillitslaus við sjálfa sig og aðra. Hún nær öllu, sem hún vill, hlutverkum jafnt sem karlmönnum, ■— en það eina, sem hún aldrei fær, er hamingjan. Ava var sú sjöunda í röðinni af sjö systkinum. Hún fæddist á aðfanga- dagskvöldi árið 1922 á fá- tæklegum bóndabæ í Suð- ur-Karólínu. Þar ólst hún UPP, og þegar í bernsku var hún fágætlega falleg. Hún var fallegri en allar hinar systurnar sex. Samt Ava í „Hin nakta Maja“. >þ En 'Syo jílutti hún tiil systur sinnar, Beatrice, sem var gift ljósmyndara í New York. Hann sá strax hverja möguleika Ava hafði og hann tók af henni ljósmyndir, sem hann stillti út í glugga' ljósmyndavinnustcLu sinn ar. Þar kom einhver kvik- myndamaður auga á hana ■—- og þar með var gert út um hennar örlög. Hin barnalega, einfaldlega og heimaalda Ava kom til Hollywood. Hún fékk smá hlutverk í mörgum mynd- um,, en hún kunni ekki vel við sig í hinu ískalda andrúmslofti, sem ríkir í kvikmyndabænum, og hún hafði minnimáttarkennd meðal gagnrýninna stór- stjarna. Ava varð sorg- mædd og svartsýn á lífið. En svo kom leikarinn Mickey Rooney til sögunn ar eins og frelsandi eng- ill. Mickey snerist í kring um Övu eins og skoppara kringla og kætti hana með furðulegum uppátækjum. Hann var frægur, og það hreif hana, að hann var svo hrifinn af henni. Mic- key kenndi Övu góða fram komu og sagði henni, -— hvernig hún skyldi klæða sig. Hún var eins og þakk- látur lítill hvolpur, sem herrann klappar, og hélt að Mickey væri hennar stóra ást. Þau giftu sig, og draumur Övu hafði rætzt. Hún hafði eignazt mann og ætlaði sér að lifa eðlilegu og hamingjusömu lífi. — En þau áttu ekki skap saman hjónin. Eftir aðeins, árs hjónaband, skildu þau. Það liðu þrjú ár, áður en hún þorði að treysta aftur á tilfinningar sínar. í þetta sinn hét brúðgum- inn Artie Shaw, sem þekktur var fyrir kvenna- hylli sína. Hann var gáf- aður og hélt áfram að kenna Övu, það sem Mic- key hafði verið hálfnað- ur með. Ava átti að verða fullkomin, bæði að sjá og heyra. En árið 1946 fór þetta hjónaband út um þúf ur. Hina fullkomnu ham- ingju reyndist ekki eins auðvelt að finna og Ava hafði einu sinni haldið. enginn hafa leyf hlæja að hénni. Og Hollywoodb’ götvuðu brátt, að ekki lengur á barnaleg stelpa landi. Ava var dáð uð af frægum 1 hún fékk stórhlui áður en nokkur á var hún orðin kvi kmy ndahúsgest heim allan. Það var þá, að 1 Frank Sinatra, S£ verið giftur æski Ava Gardner ósk Það hafði verið erfitt fyrir Övu að ganga í gegn um allt þetta. En hún var orðin harðari og sjálfsör- uggari. Hér eftir skyldi ' sinni, Nancy, í tí var líka eftirl myndahúsgesta frægðarinnar. F yfir sig hrifinn fögru Övu og yf sína vegna hem og Ava voru sí unda sælu himr þreyttu hvort það kom niður j köstum Franks. slöku við bæði s leiklistina. Auk uðu vinsældir h þegar hann hljó] unni. Þetta er því, að hann ks £j 3. júlí 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.