Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1960, Blaðsíða 4
S>ér skáld frá útsævi aida við upprás töfrandi ljóma, þér hlustandi sáuð, er himnarnir skópust og hafdjúp leystust úr dróma. Og hjörtu yðar vér heyrum, því harpan var jarðríki gevmd. í hofskálum aldanna heyrast þau slá, en hinna þögnuð og nafnlaus geymd. ÞANNIG hefst kvæði Ste- fáns frá Hvítadal, Þér skáld .. iLöngum hefur verig af því g^ipað, hve mikil bókmennta- þjóð við höfum verið, íslend- ingar, og þetta er raunar enn rómað, minnsta kosti við há- tíþleg tækifæri. Og víst er um það, að sá eini varanlegi hróður, sem við höfum getið o^kur úti um heiminn, er bók- rnjenntunum tengdur, bó að raunar hafi meiri fregnir bor- izt héðan af öðru upp á síð- kastið, svo sem landhelgis- málinu og Keflavíkurgöng- unni. Gott bótti mér að vera ís- lendingur, þegar ég einn lánda minna var staddur á samkomu, bar sem voru á- hugasamir menntamenn af sjö hjóðlöndum og hinn mæti maður, rithöfundur, fræða- þulur og íslandsvinur í raun, Fredrik Pásche prófessor ságði í erindi. að bókmennta- afrek íslenzku þjóðarinnar vperu eitt af undrum menn- ingarsögunnar. Ég hef og njargoft orðið bess vís, þegar ég hef hitt erlendis skáld og fræðimenn, að beir hafa rek- ið upn stór augu, bá er þeir hafa heyrt, hve fámennir vi'ð værum, Frónbúar. Þeir hafa raunar vitsð, að við værum ekki stórþjóð — en bó haldið, að færri en ein eða tvær mill- jónir værum við ekki. Og hvers vegna? Ekki vegna þess. hve vel við höfum stað- ið okkur { landsleikjum í knattsnvrnu eða hverjar furðudísir fegurðar 0g holda- kvns haffl' verið sendar héðan úr bárujárns-Vetrargarðinum til «amkeppni á Langasandi, heldur vegna íslenzkra bók- mennta. Að þær skuli vera afrek slíkrar kotþjóðar — það virðist þeim raunar lyginni líkt! En hvað sem líður frama íslendinga erlendis sakir bók- menntahróðurs þeirra, þá er það staðreynd, sem skylt og hollt mundi að minnast, að hér mundi nú engin sjálfstæð menningarþjóð lifa og blómg- ast, ef ekki hefði notið við hins lifandi samhengis tungu, bókmennta og sögu og þar fneð þjóðin prýðzt þeirri í- þrótt, sem mesta getur, að sigra í þolhlaupi heillar ævi kotungshátt þann, sem er förunautur örbirgðarinnar, sigra skortinn með kúluvarpi íenninga og heita, sigrast á éinangrun og fásinni í svif- flugi á grænu klæði frásagn- grlistar og ímyndunarafls, — §g setia bað eina heimsmet, ^em íslendingi hefur enn auðnast að setja, — þá er Kol- beinn Jöklaskáld steypti myrkrahöfðingjanum af Þúfubjargi í sjó niður með legg rímsnilli sinnar. Svo spyr og svarar Tómas skáld Guðmundsson: En hvaðan kom beim sá styrk- ur, sem stórmenni brást? Hvað stefndi þeim hingað til viðnáms ofbeldi þungu? Oss grunar það jafnvel að orð eins og föðurlandsást hafi æði sjaldan legið þeim mönnum á tungu? En þeim var eðlisbundin sú blóðsins hneigð, er berst gegn ofríki og nauð- ung án hiks og kvíða, og því verður aldrei til samn- ings við óréttinn sveigð, að samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða. Já, hvaðan kom þjóðinni, alþýðunni þessi styrkur? Vitsmuna- og fræðimaður sá, sem gleggst hefur í stuttu viðurkennt það sem samvizku sína? Og sannarlega voru hvor tveggja höfuðsannindi þessa lögmáls viðurkennd á fyrsta þriðjungi bessarar ald- ar í orði og verki: íslenzka þjóðin ætti tungu og bók- menntum líf að launa — og að henni lægi líf við, að menning framtíðarinnar risi á traustum grunni fortíðar. Öll alþýða manna var sér þess meðvitandi, að eddan og sag- an höfðu verið sá lífsteinn í jörðu íslenzkrar þjóðarsálar, sem engar frosthörkur náðu að sprengia, engir hraun- straumar, ekkert öskufall að týna, engar mangaraklær fengu náð tangarhaldi á, eng- inn Stóridómur gat af nein- um breyskum manni dæmt. Og hún vissi meira. Hún vissi, að þegar Eggert sökk í brúðar örmum ofan í bláan Breiða- fjörð, þá dó ekki trú hans á gróðrarmagn og fegurð lands- ar og bændur á Alþingi réttu upp höndina með því, að Þor- steinri Erlingsson skyldi hljóta hinar frægu 600 krónur — Ó, kirkjunnar hornsteinn, þú Hel vítis bál, hafði hann sagt“. Og Á prestana og trúna vér treystum þó mest, að tjóðra og reyra okkur böndum: því það eru vopnin, sem bíta hér bezt í böðla og kúgara höndum. Já, sex hundruð krónur voru í þann tíð minnsta kosti 24 þús. krónur nú — og ef tekið er tillit til aukinna krafa allra stétta til lífsþæg- inda, húsnæðis, fata, fæðis, tómstunda, skemmtana og jafnvel ferðalaga, mundi ó- hætt að margfalda 600 krón- urnar með 60 — segja þær hafa jafngilt 36 þúsund krón- um nú! Og fyrir fyrra stríð komust skáldalaun þó nokk- Guðmundur Gíslason Hagalín: Stutt og hóg- vær ádrepa GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN flutti erindi það, er hér birtist, í utvarpið síðastliðinn mánudag í þættinum um daginn og veginn. Erindið vakti mikla athygli, enda gerir höfundur þess merkilegan samanburð á aðstöðu ís- lenzkra listamanna fyrr og nú. f leiðinni gerist hann nokk- uð harðorður í garft blaftanna, sem hljóta samkvæmt eftli málsins að láta rithöfundum eftir að skapa íslenzkar bók- menntir. Alþýðublaðið hefur fengið góðfúslegt leyfi höf- undar til að birta þetta erindi. máli skýrt rök íslenzkra ör- laga, Sigurður Nordal, og rist okkur íslendingum nýjar lög- málstöflur, segir: „Það væri engin fjarstæða að kalla íslendinga mestu bók menntaþjóð heimsins -—- ekki í þeim skilningi, að beir hafi skapað mest af fullkomnum verkum, þótt þeir hafi komizt furðulangt í því efni, heldur af því að engin þjóð önnur hefur að tiltölu gefið bók- menntum svo mikið af kröft- um sínum. svo mikið af ást sinni og alúð, engin þjóð leit- að þar svo almennt fróunar og sótt þangað þrek. Ef til vill á saga mannkynsins ekkert á- þreifanlegra dæmi þess, hver orkulind og ellilyf andleg starfsemi er, jafnvel þó að sum verkin, sem samin eru, lærð og lesin, sé hvorki höfug áð efni né algjör að formi“. Hann sagði ennfremur: „Menning framtíðar vorrar verður að rísa af traustum grundvelli fortíðar. Draumar vorir mega verða að því að skapi djarfari sem minnið er trúrra og margspakara“. Þegar Sigurður Nordal risti sínar lögmálstöflur, þótti sum um, sem hann hefði þar ekki nein ný sannindi að flvtja — þetta hefðu svo sem allir vit- að og viðurkennt. En hvenær hefur lögmál verið rist, án þess að áður hafi það átt sér svo ríka stoð í lífsreynslu kyn slóðanna, að þorri manna hafi ins og kraft íslenzkrar erfða- menningar —• ef þú étur ekki smér eða neitt, sem kraftur er, dugur^ allur drepst í þér, danskur ísleudingur — hún vissi að lífstrú hans og lands- trú hafði lifað og flogið yfir Breiðafjörð mannsaldranna, flogið í brjóst Bjama og Jón- asi — fjör kenni oss eldurinn,. frostið oss herði — og smá- vinir fagrir foldarskart — og Grími og Matthíasi og Stein- grími og Þorsteini og Hannesi Hafstein og Einari Benedikts- syni — og fylgt Stephani G. til Ameríku og flutt hann heim aftur. Og þessi vitneskja og við- urkenning kom í þann tíð iðu- lega fram í íslenzkum blöð- um, í ræðum á mannfundum og á Alþingi. Hugsið ykkur fjárráð þingsins í þann tíð og allt, sem vant var í þessu landi, þegar Matthíasi Joch- umssyni voru veitt heiðurs- verðlaun sem jöðruðu við laun gullborðalagðra sýslumanna þeirrar tíðar! Eða þegar prest- urra skálda upp í 1200 krón- ur — eða eftir sama mati og áður í 72 þúsund krónur á ári — eða 6000 á mánuði! Tök- um svo kreppuárin — árin milli 1931 og 39. Þá var á ný revrð að íslenzku þjóðinni ól sultar og atvinnuleysis. Upp- hæð fjárlaga var 15 milljónir — og allur útflutningur lands manna nam einum 40—50 milljónum! Og árið 1938 voru veittar til skálda og annarra listamanna um 102 þús. kr. á 15. og 18. gr. f járlaga — eða 5.7% af hverju þúsundi út- gjaldanna allra. Þá voru heið urslaun, hæstu laun, á fjár- lögum til slíkra manna kr. 5000. Mundi ekki of í lagt að margfalda bau með 15 nú sak- ir aukinnar dýrtíðar og 5 vegna aukinna krafa allra stétta til aðbúðar og lífsþæg- inda — eða alls með 20. Upp- hæðin væri þá kr. 100 þús. Þessara launa nutu Einar Benediktsson, Einar Kvaran, Indriði Einarsson, Helgi Pét- urss og Halldór Kiljan Lax- 4 8. júlí 1960 — Alþýðublaðið ness, og 60 þúsunda, samkv. sama reikningi, nokkrir merki isberar hinnar grózkuríku ís- lenzku myndlistar — eða þeir Ásgrímur Jónsson, Jón Ste- fánsson, Ásmundur Sveinsson og Ríkarður Jónsson. Þá voru laun Þórbergs Þórðarsonar 50 þús., Davíðs og Guðmundar Hagalíns 48 þús., Jóhannesar úr Kötlum 40 þús, og Jakoba Thorarensens og KristmannS Guðmundssonar 36 þúsund. Og árið 1938 var ákveðið I fjárlögum, að engum þeii’ra nýgræðinga, sem ekki voru þar tilgreindir, en úthlutað skyldi . styrkjum, skyldi skammtað minna en kr. 500 — eða sem svarar tíu þúsuncl krónum nú! Hverju er svo nú til að dreifa um áhuga á bókmennt- um og listum og viðurkenn- ingu á þeim? Lítum fyrst í blöðin. Hvað er þar mest róm- að? Ekki eru íþróttirnar sett- ar hjá. Ef einhver stekkur sentímeter hærra eða hleypur á sekúndubroti skemmri tíma en áður hefur verið gert bað árið inni í Laugardal á ÍS- landi, suður í Hollandi eða vestur í Kanada, bá er þesg snarléga við getið og birt mynd af afreksmanneskjunni — svo Sð ekki né nú talað una, þau ósköp, að sænskur slags- málahundur bíður lægri hlut fyrir blökkurisa vestur í Ame- ríku. Eða kvenholdið í blöð- unum og hinir hraðfjölgandi slagarasöngvarar! Eitt af blöð unum hefur ekki minnzt á bók menntir í marga mánuði, eu hve mörg tonn af þrýstnuna kvenmannslærum, kven- mannsbrjóstum og kvenröss- um það hefur birt á sama tíma, á bví mundi erfitt aS henda reiðúr, og heilar síður birtir það vikulega og stund- um vel það um slagarameist- ara, ferðir þeirra, hátterni og einkamál. „Rokkmeistari gift- ir sig!“ er stór sunnudagsfyr- irsögn í öðru, tvær miklar myndir fylgja, og sama dag i sama blaði andlitsflúruð á- sýnd af manni nokkrum ís- lenzkum, sem það kveður vera að syngja hið sjálfsagt heims- fræga og stórmerka lag og ljóð Running Bear. „Ekki mun þurfa að kynna konuna“, seg- ir það þriðja og birtir læri og brjóst og rass í ýmsum stell- ingum, áfast við skrumskælda ásýnd einhverrar flenni- krimmu. Hvað svo um mat Alþingis á bókmenntum og listum? Jú, Alþingi tók sig til og úthlutacS fyrir nokkrum árum tveimur víðfrægum rithöfundum heiS- urslaunum, sem eru að upp- hæð 32.300 krónur á ári — eða tæpur þriðjungur þess, sem þingi og stjórn kreppuár- anna þótti sæma sem hæsta skáldalaun, og í vetur var bætt við fyrir harðfylgi eins þingmanns úr hverjum flokki þriðja heiðurslaunaskáldinu við hlið þeirra Gunnars Gunn arssonar og Halldórs Kiljans Laxness, Ásmundi Jónssyni frá Skúfsstöðum — og honum skammtaðar 10 þúsund krón- Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.