Lögberg - 10.12.1914, Page 3

Lögberg - 10.12.1914, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1914. 3 Bjarga fFramh. frá 2. blsj Auðbjörg var jafn fáfróÖ um alla fjár- gæzlu. Faðir hennar hafði tekið við öllu, sem hún vann fyrir, nema því sem hún þurfti til fata, og það var lítið. Hún sá þó strax, að eina skjólið, sem móðir henn- ar hafði í að hlaupa, var hjá henni. En henni var ofvaxið að skilja, hvernig hún ætti að vinna fyrir svo miklu, að þeim báð- um dygði til fata og matar og til að borga skuldirnar. Hún ákvað þó strax, að láta móður sína aldrei fara á vonarvöl á meðan heils- an dygði og heitur blóðdropi rynni í henn- ar eigin æðum. Með því örugga áformi lagði hún á stað til að leita fyrir sér, hvernig sem þeim ásetningi yrði fram- gengt. Henni fanst liggja beinast við, að leita ráða hjá Margréti, og það gerði hún. A- rangurinn af því samtali varð sá, að Mar- grét lofaði eða bauðst til að borga henni örlítið hærra kaup, en hún hafði áður gert. Bjarga varð svo glöð af þessu, að hún hafði litla matarlyst um kvöldið. Björgu fanst hún hafa himin höndum tekið; hún vann með nýju þreki, nýjum á- huga. Lífsmagn þroskaáranna var þegar vaknað og henni sýndust flestir vegir fæi ir. A daginn hlakkaði hún til að koma heim til móður sinnar að kveldi og segja henni hvað hún hefði saumað þann daginn og hvað hún ætti í vændum að gera. En á kvöldin hlakkaði hún til að vakna næsta morgun og vinna meira en nokkru sinni áður og reyna að gera það betur en fyr. Þær voru báðar ánægðar með hlutskifti sitt og töldu sér f járhagslega borgið. Svo ófróðar voru þær um hve mikið kostaði að yiðlialda lífinu, að köld reynsl- an varð að færa þeim heim sanninn um það, að kaup það, sem Bjarga vann fyrir, dugði ekki til að framfleyta þeim. Þegar allir reikningar komu: frá kaupmönnum, frá kirkju og presti, vegagjald, fátækra- gjald, brunabótagjald, afborganir af göml- um skuldum og fleira, sem borga þurfti, þá reyndist buddan létt. Talsvert vantaði til þess. að þær gæhi staðið i skilum. Nú komu nýjar áhyggjur og kuldatím- ar; þa»r spöruðu föt og fæði sem mest þær gátu; en ekkert dugði. Móðir Björgu gat ekkert gert, sem fjárfangavon var að. Bjarga varð því að vinna meira; það var eina úrræðið. Margrét veitti henni vinnu ákveðinn tíma á hverjum degi og borgaði henni á- kveðið kaup fyrir það. Alt sem Auðbjörg ávann við að afkasta miklu var því að eins það. að hún átti því vísara að fá að slíta kröftum sínum og heilsu í þjónustu Mar- grétar. Hún varð að gæta ])ess vandlega, að það breyttist ekki. En auk þess varð hún að finna einhver ráð til þess að vinna meira, slíta sér enn meira. Eftir fráfall Árna hafði Margrét tekið að hafa aftur orð á þvý livílík ágætis saumakna Bjarga væri. Sá orðrómur lék á, að saumaskapur Margrétar hefði mikið batnað á síðustu árum. Var Björgu þakk- að það að mestu. Var hún því víða kunn og alstaðar vel kynt. Mæðgurnar höfðu lítið haft af þessu að segja, ]>ví að sjaldan hafði ]>að borist þeim til eyrna. Nú rak neyðin þær til að leita fyrir sér í blindni einmitt á þeim stöðum, sem jarðvegurinn ])annig var talsvert ruddur. Mæðsmrnar höfðu komið sér saman um það, að Bjarga skyldi reyna að taka sauma heim til sm og vinna að þeim á kvöldin og lielgum dögum. Það var liart aðgöngu fyrir unga stúlku, að setjast við vinnu að nýju á kvöldin að loknu löngu og erfiðu dagsverki, og mega aldrei unna sér hvíld- ar. ^n Bjarga kveið ekkert fyrir því. Þörfin og viljinn breyttu því í langþráðan leik.. Þegar hún færði þetta í tal við Mar- gréti, lofaði hún að útvega lienni alla þá vinnu, sem hún gæti.. Enn var þó ein þraut óunnin. Hvernig átti hún að láta fólk vita ])etta? 1 öllum bremur búðunum hafði hún séð, að bæði Marg"ét og aðrir auglvstu iðn sína o. fl. Uenni datt í hug að nota sama ráðið. Báð- ar mæðgurnar sátu við heilt kvöld að semja auglýsinguna. Næsta morgun hafði Bjarga með sér þrjú blöð með. bláum strykum, sem þetta var skrifað á: “ Auglýsing. Undirituð tekur að sér að sauma og snýða fut á kallmenn, kvinnfólk og bödn, sanngjant virð, komeð á kvöld- en og helgum dugum. Auðbjörq Arnadóttir, (á Tlólnum.)” Auðbjörg horfði lengi á hvert blað eftir að það var fullgert, til að vera viss um, að hvergi væri nein stafvilla. Bjarga fékk að festa unp auglýsing- arnar um morguninn í búðunum. Hún gerði það með hálfum hug og skjálfandi höndum. Nafn hennar hafði aldrei áður verið til svnis á gatnamótum. Hún hefði aldrei haft hug til bess, ef nevðin hefði ekki knúð jafn miskunnarlaust og hún gerði. Búðarmennirnir voru líka liprir og hjálpuðu henni Það hughrevsti hanaí. Þegar hún var búin að festa upp allar augb'singarnar, fór hxin til viuuu sinnar. Hún var venju fremur fálát og á- hvggjufull þennan dag. Henni fanst hún hafa gert rangt; hún var farin að kenpa við Marsrréti, þá konu, sem hafði hiálpað henni meira en nokkur annar og ef til vill meira, en allir aðrir til samans. Henni var órótt. Hún gat ekki varist að líta venju fremur oft út um gluggann. Allir, sem voru á leið frá búðunum, virt- ust horfa þansrað, sjálfsagt vegna bess, að þeir höfðu lesið auglýsinguna. Hún færði sig fjær glugganum og faust hún varla vita hvað hún átti af sér að gera. Loksins kom kvöldið. ITún bæði bráði nð koma heim og kveið fyrir því; þráði, að einhver, sem þyrfti á hjálp hennar að halda, hefði séð nafn hennar, en kveið fyr- ir að verða að taka á móti þeim upp á eig- in spýtur. Þegar Bjarga kom heim, biðu hennar þar tvær stúlkur. Það voru fyrstu viðskiftavinir hennar. Þessar stúlkur þurftu að láta sauma svo margt og laga, að Bjarga hafði nóg að gera í mörg kvöld; auglýsingin hafði borið betri árangur, en Bjarga hafði búist við. Upp frá þessu hafði hún meira að gera á kvöldum og helgum dögum, en hún gat yfir komist. Hún setti upp heldur lægri borgun en Margrét; en margir borguðu henni eins mikið og þeir vissu að Margrét mundi setja upp fyrir samskonar verk. Með því að vinna alla daga, jafnt helga sem rúmlielga, og vaka fram undir mið- nætti við vinnu á hverju kveldi, tókst Björgu að vinna þeim fyrir sæmilegu fæði og forða þeim frá skuldum. Móðir Björgu hafði um mörg ár fundið til óeðlilegrar þreytu og verkja í augunum. Fráfall manns hennar hafði bakað henni marga vökunótt og hrygðar-stund. Aug- un fóru ekki varhluta þeirrar áreynslu. Sjón hennar fór óðum þverrandi. “Ekki veit eg hvað úr okkur verður, Bjarga mín, ef eg missi alveg sjónina,” sagði hún einu sinni við Björgu. “Okkur legst eitthvað til,” svaraði Bjarga, “og við skulum vona það bezta.” Svo sleptu þær því tali. Bjarga hélt áfram að sauma og móðir hennar lauk við hús- verkin. En ekki leið á löngu þangað til Bjarga varð að taka við þeim líka. Þegar rúm tvö ár voru liðin frá því Árni druknaði var móðir hennar orðin steinblind. Hún hafði sjaldan minst á sjóndepurð sína, og gert það heima við, sem gera þurfti. En þegar hún sá varla skifti dags og nætur varð hún að láta staðar numið. Þegar hún í fyrsta skifti treysti sér ekki til að fást við eldinn og Bjarga varð sjálf að hita kvöldkaffið þegay hún kom heim frá vinnunni, þá sagði móðir hennar: “Hvað eigum við nú til bragðs að taka, Bjarga mín?” Bjarga leit upp frá hálfdrukknum kaffibollanum og starði á móður sína. Hún hafði aldrei triiað, að þetta mundi koma fyrir, og því ekki hugsað út í hve þröngt yrði um vik ef móðir hennar gæti ekki^ gert húsverkin. Eftir stundarþögn sagð*i hún: “Eg bý til matinn á kvöldin; það tefur mig ekki til muna. ” “En hver þvær fötiri og ræstir húsið?” “Eg geri það líka; eg geri það alt, mamma,” sagði Bjarga. Iíún sá engin önnur ráð. Og Bjarga efndi það loforð; hún gerði það alt. Hún bara hvíldi sig og svaf minna, en vakti og vann meira. Bjarga var enn ekki nema rúmlega tvítug. Alvara og erfiði h'fsins höfðu þó merkt Iiana skýrt og greinilega. Síðasti snefill æskublómans var horfinn. En þróttur vinnustælingarinnar var eftir. Móðir Björgu var ein heima á daginn, nema þegar gamlar konur neðan úr þorp- inu komu til að tala við hana báðum til skemtunar og dægrastyttingar. En Björgu fanst tíminn líða óðfluga og dag- arnir vera of stuttir. Þegar Bjarga var sezt við vinnu sína heima á kvöldin, liafði gamla konan oft orð á því, að Bjarga legði of mikið á sig hennar vegna. Hún sagði, að það væri skaðlegt fyiir Björgu að vinna svona hlífðarlaust. Hún fyndi kannske ekki mikið til þess enn á. En því fyr mundi ellin sækja hana heim. Og hver yrði þá til að hjálpa Björgu. Bjarga svaraði venju- lega engu öðru en því, að henni svndist þetta svo sjálfsögð skylda, að það næði engri átt að kvarta undan þv'. Þetta voru líka einu sjáanlegu úrræðin. Stundum mintust þær á bræðurna. Tlvað þeir þyrftu lítið að leggja af mörk- um til þess að mæðgunum gæti liðið bæri- lega. • En þær vissu sjaldan hvar þeir voru niður komnir. Enda gilti það einu. Ekki muudu þeir breyta um stefnu eða bæta ráð sitt. Af óljósri afspurn vissu þær, að fé þeirra fór aðra leið. Þessar samræður vöktu Björgu til ýmsra hugleiðinga, sem bökuðu henni ó- róa. Hvers vegna var móðir hennar að minnast á skammæri verkatímans og það, ;ið begar kraftar þrvtu, bá ætti Bjarga envan að? Nvr, óþektur heimur opnaðist fvrir henni. TTvin evgði sjálfa sig, þrotna að heilsu og kröftum, einmana og vfir- gefna, langt út í hyldýpi tímans. Bilið ])aðan sem hún var nú stödd og þaugað til hún lenti þar, var þoku hulið. En allar götur vissu þangað. Það fór hrollur um hana. Henni fanst hún vera ógæfusam- asta olnbogobarn heimsins, sem örlögin rækju harðri hendi að ákveðnu marki, sem ekki vrði umflúið. Heni fanst híin vera aumt vinnudvr, sem kennske vrði að lifa lengi eftir að það gat orðið nokkrum að liði. Hvers vegna var móðir hennar að minna hana á þetta? Hún hafði víst gert það f grandleysi og góðum tilgangi. Ekki hafði hún líkt henni við vinnudvr. En Björgu fanst samt hún vera það. Það rifj- aðist einnig upp fvrir henni, að fyrst þeg- ar hún kom fram á leikvöll lífsins, þekti hana enginn; seinna var kýmt og hent gaman að henni. En það stóð ekki lengi. Einmitt vegna bess, hve notagildi hennar kom snemma f Ijós. Enginn hafði hugsað um hana eða litið á hana frá öðru sjónar- miði en því. hyílíkt gæða vinnudvr hún var. Bara að hún væri ekki nema dvr, svo að þessar hugsanir kveldu hana ekki. Bjarga reyndi að hrinda þessum hugs- fFramh. á 6. blsj Brennivínsbannið á Rússlandi. Fyrir rúmum áratug tók Rúss- lands stjórn aö sér ti.búning og sölu áfengra drykkja á Rússlandi, einkum hins nafnkenda, skæöa rússneska brennivíns, Vodka, og þegar fram liöu stundir, varö sú verzlun svo arösöm og umsvifa- mikil, aö stjórnin græddi á henni um 700.000,000 rúblur á ári. | Jafnframt fór drykkjuskapur ákaf- lega mikiö í vöxt, svo að betri menn sáu, aö til vandræöa horfb'i. MeSal verkalýösins fór drykkju- skapur ákaflega í vöxt, vegna þess aö hægt var aö afla sér áfengis, víniö var ósvikiö og sölustaöirnir vel hirtir og þokkalegir, hlýir á vetuma, svalir á sumrin og höföu því aödráttarafl fyrir þá, sem freistingunni gáfu rúm. Bæði karlar og kvenfólk af verkamanna stétt sóttu þessa staði, og svo ramt kvaö aö aösókn þeirra, aö hávaöi allra verkamanna í borgum vöröu hálfum laugardögum og sunnudögunum til þess aö drekka | og hina daga vikunnar voru þeirl eftir sig, svo að varla voru vinnu-j færir. Svo segja þ-ir sem kunn-j ugir eru, að hávaði fullorðins fólks sem sást á ferli á götunum j á sunnudögum í þeim parti Péturs- borgar þarsem verkamenn eiga heima, liafi reikaö á fótum, bæði karlmenn og kvenfólk. En nú er þessu ööm vísi varið. Nú sést ekki dmkkinn maður neinsstaöar í Rússlandi. Jafn- skjótt og keisara voru fengin al- ræðisvöld, eftir að stríöiö 1 ófst, aftók hann sölu áfengra drykkja um alt ríki sitt. Mikið haföi veriö talað um þetta áöur, bæöi á þ'ngi og annars staðar og forsprakkar bindindismanna reynt að fá hátt-: standandi embættismenn og ráö-i herra í lið með sér, en ekkert varö aðgert, því að öllum kom samaní um, að ríkiö mundi ekki þola þann tekjumissi, sem afnámi vínsö'.unn- ar væri samfara, og enginn þóttist geta fundið tekjustofn til aö vinna upp skakkann. Arlegar tekjur Rússaveldis eru um 3000 miljón rúblur, og vínsölutekjumar því j nálega fjóröi partur af öllum rík-i isins tekjum. Öllum landstjómar- mönnum ægöi við að svifta ríkis- sjóö alt í einu slikum tekjum og því drógust aðgerðir á langinn. Loks kom striöið og hjó þá keis- arin á bnútinn með þessum orö-, um: “Burt með brennivínið, fjár- málin munu greiðast af sjálfu sér á eftir". Jafnframt setti hann nefnd til þess að greiða úr fjár-1 málunum, og þykir hún eiga erftt verk af hendi aö vnna. Búist er við að hún ráði til aö leggja á tekjuskatt, í likingu við þann s m margar þjóöir liafa tekið ef.ir Frökkum, að því meiri tekjur sem maður hefir, því hærra hundraðs-j gjald greiöi hann af þeim. annan skatt þungan á erfðafé og þar fram eftir götunum. + + + + + + + + ■*■*■*■■*■*■■*■•*■*■■*■■*■■*■■*■*■■*■•*■* ♦ ♦ : Manitoba Hairgoods Co. : ♦ ♦ ♦ 344 Portage Avenue [One Block West of Eaton*s) ♦ 4 I Phone Main 1662 - Winnipeg * ♦ ________________________________________________________________ > ♦ ------------------------------------------------------------------ . : Til Kvenfólksins 4 ________ 4 Vér viljum vekja athygli yðar á nokkrum sérstökum varmngi, l er Manitoba Hairgoods Compiny hefir að bjóða, en ♦ það fjelag hefur rekið atv nnu hér í Winnipeg * í síðastlíðin átján ár. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ * * * * * * * * * * ♦ ♦ -♦ * * * * * * * * * * * * ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ -♦ -♦ ♦ Vér kunnum allra manna bezt að búa til allskonar hárbúnað og haddprýði og höfum alla tíð nýjustu enska, franska og ameríska tízku á þeim varningi. Salir vorir, þar sem hár er sett upp og hörund prýtt, eru nýmóðins og í alla staði samkvæmir heilsufræðinnar kröfum. Þar starfar að eins reyndasta fólk og prísarnir hjá oss eru sanngjarnari en annarsstaðar í Winnipeg, eins og þessi skrá ber með sér:— Höfuðbað (shampoo) í mjúku vatni og hárskýfing $0.50 Höfuðbað og haddbúnaður með marcel waves. . . . $1.00 Haddbúnaður með marcel waves................$0.50 Hárskurður og sviða.........................$0.40 Manicure, 50c. Tólf sinnum................ $5.00 Face Massage 50c og $1.00 Sex sinnum.......$5.00 Vér kunnum allra manna bezt að fara með hársvörð. Ef hár yðar er að losna, þá bíðið ekki þar til orðið er um seinan, heldur komið til vor áður en hár yðar er orðið of þunt til þess að vera höfuðprýði. Vér getum stöðvað losið með því að beita hand- og rafmagns- lækningu við svörðinn, sem vér erum frægir fyrir. Sú lækning kostar 75c. í hvert sinn sem henni er beitt. Eða, ef átta sinnum er viðhöfð, ásamt höfuðbaði og haddskrýfing, þá kostar það $5.00. Þetta er ódýrara heldur en að brúka tilbúið hár. Alt vort hár er af beztu tegund, og eru munirnir úr því tilbúnir hér í Winnipeg af voru eigin starfsfólki.. Alt þetta hár er af manneskjum, klipt af lifandi fólki og vandlega hreinsað eftir hollustu kröfum nútímans. Þaulæft fólk er haft til að setja það í stellingar og er frá- gangur og verklag á höddum og hármunum frábærlega vandað. Verðið er það lægsta sem í Winnipeg gefst: Transformations, full stærð.........$15.00 og upp Pompadours.......................... 5.00 og upp Parted Waves úr 20 þuml. hári....... 5.00 og upp Ef þér ka-rii’) yður ekki um að eyða mikliini |>eniní>uin á hadda, þá höfmn vér nokkra sérstaka prísa: 22 þumi. hadd- ur, er kosta mundi $5.00 I öðr- um búðum, að eins $2.50; 26 þuml. haddur að eins $5.00. — Combinffs, 50c. ún/.an, ininsta verð $1.00. Spyrjið eftir verði á vorum frába-ru liöddum. — Hárkoilnr og hvirfilpúðar $15.00 og þar yfir. Spyrjið eftir verð- lista. Vér höfum birgðir af kömb- um, greiðum, sylgjiint og mörg- um öðrum smáum þarfagripum laglegum fyrir lítið verð...... Klippið úr blaðinu og komið með meðfylgjandi miða, og fáið fjórðungs afslátt af öllum prís- um. LÖGBERG Klippið úr og komið með þennan miða H. nn er 25c virði Manitoba Hairgoo 's Co. Manitoba ***************** Hairgoods Company W. Person, Raðsmaður. Bjór og brennivín má aðeins selja á þsim stööum, sem rika fólk- iö sækir til og svo eru fínir og dýrir, að efnalítið fólk lítur ekki við þeim. En þungum skatti veröur að svara ríkissjóði af þeim drykkj- um, sem þar eru seldir. Aö öðru leyti er það talinn einn kostur á banni keisarans, að þvi er rækilega framfylgt um alt hans ríki. — Látinn er aðmíráll A. T. Mahan, frægur maður í Banda- rikjum og raunar um allan heim, fyrir ritverk sin um sjóflota og áhrif þeirra á veraldarsöguna. j Hann varð 74 ára gamall. Sagt er að ritverk hans hafi haft mikil áhrif á herskipasmíðar þjóðanna nú á dögum. Veljið hentugar J0LAGJAFIR GEFIÐ nytsamlega muni, sem koma sér vel þessi jólin. Gefið karlmanni nokkuð. sem hann getur verið í, eitthvað, sem hann getur brúkað á hverjum degi. Slíkar gjafir eru ekki dýrar - að minsta kosti ekki hér. Hvaða karlmanni mundi ekki þykja vænt um Fit-Reform klæðnað eða yfirhöfn? Falleg ensk Worsted föt, blá, grá eða brún eða væna, varma Chinchilla eða Whitneys yfirhöfn? Þér þurfið ekki að borga meir en $16.00 fyrir eina slíka—eða alt að $40.00. Sama hvað verðið er, þér eigið víst að fá bezta andvirði peninganna hér, af öllum stöðum í Canada. Vér höfum haft sér- stakan viðbúnað við mikilli jólaverzlun í ár, og höfum óendanlega mikið úrval af sniðum og áferð úr að velja. TIL WINNIPEGBÚA Vér, undírritaðir bakarar, leyfum oss hér með, aö vekja athygli yðar á þeim atriðum, sem hér fara á eftir:— Síðastliðið ár hefir hveititunnan hækkaö um hálfan annan til tvo dollars í verði. Alt annað, sem til brauðgerðar þarf, hefir hækkað tiltölulega jafn- mikið í verði. Sykurverð hefir t. d. þvínær tvöfaldast; fóður hefir hækk- að að sama skapi; í stuttu máli, alt, sem vér þurfum aö kaupa, hefir hækkað í verði að miklum mun. Á ftindi, sem bakarar borgarinnar héldu nýlega, var þetta mál tekið til rækilegrar íhugunar. Héldu sumir því stranglega fram, að vér þyrft- um og ættum tafarlaust að færa verð hvers hleifs upp í sex cent, sem og er fyllilega réttmætt og hefir verið gert í flestum bæjum og borgum lands- ins. En nteð því að margir munu nú eiga erfitt uppdráttar, og með því að vér vitum, að brauð er á borðum á hverju einasta heimili þrisvar á dag, þá var það að lokum ákveöið, að gera alt sem unt væri til þess að selja brauð sama verði og áður, fintm cent hvert, að minsta kosti yfir Vetrarmánuðina. Af þessari ákvörðun, að selja lirauðið á FIMM cent, leiðir það, að vér fáum ekkert í aðra hönd; í raun og veru sköðumst vér. Til þess að draga úr því tapi og liðka um eftir föngum, höfum vér orðið að gera þær verðbreytingar sem hér segir:— í heildsölu hækkar verðið um fimm cent á hverju dollars virði, og framvegis verða engir miðar prentaðir handa heildsölumönnum, til þess að spara óþarfan prentunarkostnað. Hingað til hafa húsmæður fengið brauð fyrir mismunandi verð, eftir því hve mikið hefir veriö keypt. Þessu v'erður breytt, og framvegis verður hvert brauð selt fyrir fimm sent, eða tuttugu brauðmiðar fyrir dollarinn (ef miðar eru keyptir). Margir hafa haldið, að bakarar seldu að eins fyrir borgun út í hönd. Þetta er alt annað en rétt; hver sem lítur í bækur bakara, getur sann- færst um það. Þeir hafa tapað mjög tniklu á lánsverzlun sinni. Til þess að hjálpa oss til þess að halda þessu lága verði, þá verðum vér að minna borgara bæjarins á það, að þótt oss langi ekki til að gera neinum erfitt um vik og vitum, aö mörgum verkamönnum er borgað mán- aðarlega en ekki vikulega og þeir þess vegna eiga erfitt með að borga út í hönd, þá verður bakarinn að fá borgun sína skilvíslega, ef fimm centa verðið á að geta haldist. Að lokum leyfum vér oss að æskja aðstoðar allra, æðri sem lægri, við það sem að ofan er á minst. Þótt vér getum ekki haldið út á v'ígvöllinn, þá viljum vér á þennan hátt reyna að létta byrði þeirra, sem heima bíða, eftir beztu föngum. Þessar breytingar ganga í gildi 1. Desember 1914. SÉRSTÖK VILDARBOí) 20% afsláttur af öllum heimatreyjum, siðum og stuttum, alfatnaði, yfirhöfnum og kjólfötum. ~]fitJRNS & 291 Portage Avenue ( Næst Maeitoba Hall) Undirritað fyrir hönd eftirfarandi verzlunarhúsa: Speirs-Pnrnell Ilnking Co. Canada Bread Co. AVinnipeg Bakery Wm. Crone. W. R. Milton I.eclit/ier & Co. Ogston & Stewart N. Segal Gennain & Co. V. Bockwold C. Gosseli & Co. Mackenzie Bros. Jolin Mncdonald It. Hardyman N. Shlaln R. Nightingale T). M. Bradcn H. I/idster E. E. Beese C. J. Hiscock C. Thom A. Markovit/. Thompson & Son 1{. E. Diinhar William ltobertson George de Faye Pnrity Bakery W. Hensley F. Baudahn Farish & i.amburn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.