Lögberg - 10.12.1914, Page 14
14
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1914.
THOS. VATNSDAL
VIÐARSALI
Bcinið öllum bréfum til aðalskrifstof-
unnar: WADENA, Sask.
Viðarsölustaðir að
WADENA og ELFROS, Sa.k.
THOS. VATNSDAL
Verzlar með bygginga-efni alskonar:
Trjáviður—Spruce, Pine, Fir, Cedar. Lath—úr
furu og greni. Þakspónn—úr Cedar. Listar—hverju
nafni sem nefnast. Tígulsteinn—úrvals steinar til reyk-
háfa og harður tígulsteinn. Portland Cement. Hard
Wall Plaster. Kelly lsland kalk. Gluggar og umbún-
aður af öllum tegundum. Hurðir—stórmikið úrval.
Þakpappi—tjöru og bygginga pappír. Þófi—Comfort
Felt, Monarch Fibre, Eddy’s Sheathing.
AÆTLANIR GERÐAR
WADENA,
Sask.
Hvað leiðbeindi mér
Eg neitaði öllum biðlum, þangað til einu sinni
eg GAT það ekki.
Piltarnir sóttu aldrei mjög mikið eftir
inér, því að eg var hvorki verulega falleg
né auðug, og eg var ekki að neinu leyti
ginnandi í viðmóti, eins og sumar stúlkur
eru. En eg var ekki lieldur rangeygð,
hafði ekki lierðakistil, gekk ekki mjög
klaufalega og hafði gaman af að njóta
lífsms, svo að eg eignaðist fjölda vina.
Eg var nítján ára gömul þegar rauð-
hærði skólakennarinn bað mín. Eg hélt
að hann væri vinur minn og ekkert frekar.
Eg var kenslukona í ofurlitlum sveitar-
skóla í na*sta héraði við liann. Þegar nem-
endur hans fóru úr skólanum á daginn, þá
flvtti hann sér að sópa gólfið, kom svo á
flugferð á hjólinu sínu til mín og sópaði
líka gólfið fvrir mig; þetta gerði hann á
hverjum degi Við fórum saman á kenn-
arafund, sem haldinn var í ættborg minni.
Hann heimsótti mig oft og var mér á
margan hátt til mikillar skemtunar þenn-
an fyrsta vetur, sem eg var að heiman.
Um vorið játaði hann mér ást sína og bað
mig um að giftast sér.
Þetta var fyrsta bónorðið og mér varð
dálítið órótt innanbrjósts. Mér fanst eg
varla vita, hvað eg átti af mér að gera.
Eftir því sem eg frekast veit, var hann vel
verður ástar og trausts hverrar konu, sem
vera skyldi. Hann var vel greindur og
mentaður, siðpníður og stiltur.
En eg giftist honum ekki, vegna þess
eg gat það ekki. Eg elskakði hann ekki.
Mér þótti mikið koma til vináttu hans, og
eg mat enn þá meira ástarjátningu hans.
En þó að eg væri ekki eldri en þetta, þá
var eg svo heppin, að eg fann og hafði vit
á að kannast við það, að instu strengir
hjarta míns voru með öllu ósnortnir.
Þetta ytra “eg”, sem hefir ánægju af að
umgangast viðfeldið fólk, hafði notið sam-
fundanna við hann í ríkum mæli. En innri
maður minn, sá hlutinn, sem lifir í landi
drauma og hugsjóna og ver sig gegn öll-
um fagurgala, hve sætur sem hann kann
að vera, sagði “nei”. Og hann hélt áfram
að segja “nei”, þangaÖ til eg einsetti mér
að segja alt af nei—nema ef til þess kæmi,
að eg gæti það ekki.
Þannig fór fyrir rauðhærða skóla-
kennaranum og eins fór fyrir manninum
fre New England, eldfjöruga háskóla stú-
dentinum, ríka ekkjumanninum og ráð-
setta og vingjarnlega lögmanninum. Allir
jiessir menn báðu mig að giftast sér og eg
hafði ekkert út á þá að setja. Ekkert var
heldur út á þá að setja, sem eg sá að báru
söinu óskina í brjósti, ekkert nema það, að
enginn þeirra var rétti maðurinn. Þeir
I voru allir hreinlyndir og heiðvirðir menn
í alla staði, engir gallar, s em styngju í
augu ættfólks míns eða vina minna. Hver
og einn þeirra hefði vel getað séð fyrir
mér og einn þeirra mjög vel. Eg reið út
og skautaði með einum þeirra, dansaði og
fór í bifreiÖ með öðrum, eg hoppaði og
lék mér með lögmanninum í mörg ár og eg
naut samvistar við þá alla og sérhvern
þeirra í ríkum mæli. En engum þeirra
tókst að snerta instu og dýpstu strengi
hjarta míns.
Það var eins og eg hefði aldrei með mér
nema hýðið af sjálfri mér, þegar eg var í
félagsskap þessara manna, en skildi eftir
innri manninn heima. En eg var sann-
fæið um, að þegar rétti maðurinn kæmi,
þá mundi hann kalla mig alla og óskifta til
dyranna, einkum bezta hluta minn, Draum-
konuna mína. Og þangað til þessi hluti
persónu minnar, sem einmitt er hjarta
mitt og sál mín, þangað til hann gat komið
til dyranna með útbreiddum örmum og
svarað hiklaust og brosandi ástamáli bið-
ilsins, var hann ekki minn og eg ekki hans.
Þess vegna hélt eg áfram að segja
“nei“ og beið. Lögmaðurinn sagði — ja,
hann sagði bara, að hann ætlaÖi líka að
bíða. En þá kom Ned. Eg kenni í brjósti I
um lögmanninn! Og þegar Ned klappaði
létt að dyrum hins allra helgasta, sjá! þá
kom hún, eg sjálf, til dyranna, með út-
breiddum örmum og bros á brá og bauð
hann velkominn. Eg kannaðist við þann
svip, því að eg sá hann einu sinni í spegl-
um mínum eftir að hann var farinn!
Eg hafði flust í annan enn mi nni bæ,
í öðrum hluta landsins—og þar var hann.
Mér geÖjaÖist vel að útliti hans og fram-
komu í fyrsta skifti sem eg sá hann, en þó
var það ekki ást við fyrstu sýn. Fyrst
vorum við bara góðir kunningjar; en sá
kunningsskapur varð brátt að eins konar
viðfeldnum félagsskap. Við höfðum gam-
an af að segja hvort öðru skrítlur, eða lesa
Emerson úti í skógi, eða brjóta heilann um
það, hverju hvinur stjarnanna mundi
vera Hkur, því að við vissum að þær voru
á fleygiferð—ef við bara gætum heyrt
hann!
Við töluðum um alla hluti í jörð og á
og jafnvel um' pólitík. Hann benti mér á
og las með mér ritstjórnargreinar, sem
honum þóttu snjallar og sannfærandi og
við lásum bæði sögur og Ijóð. .Eg vissi
aldrei með vissu, hvort okkur báðum féll
sama greinin eða Ijóðið vel í geð, af því að
okkur geðjaðist vel hvort að öðru, eða við
drógumst hvort að öðru vegna þess, að við
vorum “skotin.” Eg held að hvort hafi
styrkt annað. Við vorum jafnan samhuga,
hvort sem við töluðum saman eða þögðum,
lékum okkur eða dáðumst að einhverju —
alstaðar og ávalt vorum við samhuga.
Buffalo Bill bauð okkur einu sinni
heim og við skemtum okkur þar fram und-
ir kvöld. Við urðum samferða heim.
Sólin var að síga til viðar og geislar henn-
ar virtust tengja okkur ósýnilegum töfra-
þráðum. Við námum staðar á lítilli hæð.
Eg hafði nýlega fengið ágætt bréf frá
prestinum í átthögum mínum og við lásum
það saman. Þá var það, að okkur báðum
fanst svo undur auðvelt að nálgast hvort
annaÖ; hvert orð, hver hreyfing, hvert við-
vik dró okkur saman. AS lokum fanst mér
ekkert vera orðið eftir af mér heima; eg
var öll hjá honum. Nú fór það bezta í mér
ekki lengur í felur, af þeirri einföldu á-
stæðu, að það bezta í honum bauð mér til
sín. Hann dró alt það bezta fram í dags-
ljósið; sál hans var mér eins og opin bók.
Alt það bezta, sem til var í hinu sólroðna
hjarta hans, blasti við mér.
Mér fanst hann stundum reka mig eða
draga mig með harðri hendi út um f jöll og
hæðir. En þegar við komum upp á efsta
tindinn eða kambinn, færðist blíðublærinn
aftur yfir andlit hans, þegar hann leit það-
an náttúruna í allri dýrð sinni, hvort sem
hún var græn eða bleik eða mjöllu drifin.
Við hlupum og klifruðum og ókum saman.
Stundum talaði hann við mig eins og hann
að eins þekti mig frá öÖruin og ekkert
meira, en stundum var hann eins forvitinn
og spurull um alt eins og lítill drengur og
talaði um það eins og hann væri barn.
Stundum stanzaði hann í hvert skifti sem
liann heyrÖi fugl syngja, og kallaði:
“heyrðu!” Stundum stikluðum við á
steinum yfir læki og stönsuÖum á þeim
stærstu og sléttustu til þess að hlusta á
“eilífðarmál” lækjarins. Stundum busl-
uðum við í grunnum lækjum og skeyttum
ekkert um steinana í botninum. Þegar drop-
arnir glitruðu í sólskininu, þá gat eg sagt
við Ned, þó að mig sviði í fæturna af
kulda: “Þeir eru yndislegir. Guð er
hérna líka.” Við elskuðum alla náttúruna
og við sannfærðumst um það með Brown-
ing, að guði mundi þykja vænt um að við
elskuðum jörð hans svo mikiÖ.
Vegna þess að við elskuðum náttúruna
svona mikið, þó dró hún okkur að sér.
Aldrei hafði eg áður kvnst jafn indælum
leikbróður. Honum þótti gaman að öllu,
sem mér þótti gaman að. Enginn trúir
því, sem hefir ekki revnt, hve mikil nautn
er í því að njóta bæði leiksins og leikbróð-
ursins, ekki sízt þegar það skín út úr
hverju o*ði hans og athöfn, að hann felur
ekkert af sjálfum sér.
Eg held að þetta hafi veriÖ aðal að-
dráttaraflið á milli okkar; við földum ekk-
ert, drógum ekkert undan, þóttumst ekki
vera neitt, sem við ekki vorum. Og það
var alt af eitthvað göfugt, eitthvað háleitt
á bak við alt sem við sögðum oar írerðum.
F<r sannfæ-ðist um það með sjálfri mér,
að það væri nauðsynlegt að missa ekki
sjónar á þessu æðra markmiði. Því þegar
hann var fjarstaddur, þá lifði eg í þessum
æðra heimi og var ánægð. Eg var alin upp
við strang-trúnað og samvizkuseroi í stóru
og smáu. En aldrei sagði samvizkan mér,
að ástin á honum mundi leiða mig frá guði.
Því að þegar eg hugsaði um hann, þá varð
eg að hugsa hærra en eg hafði nokkurn
tíma áður gert, og mér fanst eg verða að
njóta návistar hans til þess að draumar
mfnir um meiri göfgi, meiri andlega feg-
urð, gætu ræzt.
Sá er beztur garðvrkjumaður, sem
finnur og elskar hvert sofandi blóm — og
vekur það. Þegar Ned kom inn í blóm-
garð lífs míns, opnuðust hinir smæstu
blómknappar. sem höfðu legið þar lokaðir
í mörg ár. Greinarnar tóku að vaxa og
þegar þær litu hann, litu þær upp í sólskin-
ið—í áttina ti! guðs.
Það setur vel vorið, að sumum mönn-
um takist að láta öðrum sýnast þar vera
ást, sem ekkert er—ekkert nema, þegar frá
l'ður, aska iðrunar og dauðra vona. Þeir
eru eins og indverskir trúðar, sem geta
látið fólki sýnast jurtir snretta á svip-
stundu. En þeir stefna ald-'ei að neinu
öðru marki. Góður garðvrkjumaður ger-
ir bað. Það aretur oft viliað til. að hann
virðist ætla að iramra af nlöntnnni dauðri.
En ha^n er ávalt æuðs mee’in, þeim megin
sem lífið er, en aldr°i jarðar megin, og
hvert ilmandi ástablóm getur sýnt honum
lotning. Þetta gerði Ned. Eg bar lotn-
ingu fyrir honum. Hann var hvorki heims-
frægi höfundurinn né prófessorinn, eins
og eg hafði fiá æskuárum hugsað mér að
hann skyldi verða; hann var bara maður
með stórri, “sólkrýndri” sál. Og konan,
sem þráði að verða góð og göfug, til þess
að verðskulda þá virðing, sem hann sýndi
henni, beygÖi sig í lotningu fyrir göfgi
hans og drenglyndi.
Þannig snart Ned mig, þegar hann
kom, hann og ást hans. Þannig vissi eg,
að hann var sá fyrirheitni—sá útvaldi.
Eg hafði notið margra gleðistunda með
öðrum mönuum. Hann gerði flest af því
sem hinir höfðu gert: talaði við mig, gekk
og ók með mér, fór með mér þangað sem
eitthvað var að heyra og sjá og borða og
drekka; en hann var sá eini, sem hrærði
hin djúpu vötn og snart dyrabjöllu helgi-
dómsins. Á þessu þekti eg hann. Ast hans
var eins og silkihjúpur, sem ofinn hafði
verið á heilögum stað-einhverjum stað,
líkum hans eigin hjarta. Þegar hann bað
mig um að koma til sín, þá var það eins og
hann bæði mig að stíga unp á heilagt fjall,
eitt af fjöllum guðs. Á þessu þekti eg líka,
að hann var maðurinn.
Ást hans óx upp úr’ jarðvegi vináttu
og kunninarsskapar. Köld hugsunin saeði
mér því, að hann hlyti að vera rétti mað-
urinn.
Nærvera hans færði mér dýpri husrar-
ró en með orðum verði Ivst og svo mikla
gleði, að eg trúði varla að mér hefði fallið
hún í skaut. Eg var altaf róleg, þegar eg
var hjá honum, og þegar eg fór til hans,
'eftir að hafa verið með öðrum, þá var það
eins og að fara heim. Tilfinningarnar
sögðu mér því líka, að hann væri maður-
inn.
Hann vafðist inn í hverja hugsun mína
og von. Alt það bezta, sem í mér var, tók
á móti honum, þegar hann kom, og bar sem
hann var. bar var guð nálægur. Sál mín
vissi bvf líka. að bann var maðurinn.
Þesrar aðrir báðu mín sagði eg “Nei. ”
En beæar hanu bað mín. var ekkert “Nei”
til f alÞi veröldinni—ekkert orð nema eitt,
eilíft “Já”. — Enginn efast á Sínaí fjalli.
Afhs.—Þessari ritgerð er lauslega snú-
ið úr ensku. Höfundurinn hlaut verðlaun
fvrir bana hiá einu helzta kvenblaði f þess-
ari álfu, en lætur nafns s'ns ekki getiÖ.
* * *
SÖGUR
TIL AÐ LESA UM JÓLIN.
A R KET |-f( )TEL
VÍ6 sölutorgiC og C.ity Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Allar upplýsingar
gefnarviðvíkjandi verzlun-
skóla vorum. Skrifið eftir
Catalogue til
W/NNIPEG, - MANITOBA
Vinna fyrir 60 menn
Sextiu manns geta fengiS aSgang
að læra rakaraiSn undir eins. Til
oess að verða fullnuma þarf að eins
8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup
borgað meðan verið er að læra. Nem-
endur fii staði að enduðu námi fyrir
$16 til $20 á vtku. Vér höfum hundr-
uð af stöðum þar sem þér getið byrj-
að á eigin reikning. Kftirspurn eftir
rökuriiin er irfiulegn inikil. Skriflð
eftir ókeypis lista eða komið ef þér
eigið hægt með. Til þess að verða
góðir takarar verðið þér að skrifast
út frá Alþjóða rakarafélagf__
International Barber College
Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan
við Main St., Winnipeg.
j FURNITURE
»■ l ii. *
OVERLAND
»• ♦ <
Bókin “Gamlar sögur,” sem áður hef-
ir verið getið um Viér í blaðirra, er sérstak
lega vel fallin til þess að lesa liana um
jólin. Hún er nú til sölu víðsvegar út um
bygÖir Islendinga og er vonast eftir að
henni veiði vel tekið hvarvetna, ekki sízt
fyrir það, að allur arður, sem verða kann
af sölu bókarinnar, rennur í sjóð hins fyr-
irhugaða Gamalmennahælis Islendinga.—
Þeir, sem bókina liafa til sölu eru þessir
vinir vorir og málefnisins:
The Columbia Press, YVinipeg.
H. S. Bardal, Winnipeg.
Jónas Jóhannesson, Winnipeg.
Gunnlaugur Jóliannsson, W.peg.
S. Sigurjónsson, Winnipeg.
G. J. Reykdal, Blaine, Wash.
A. Frederickson, Vancouver .
Rev. Fr. Hallgrímsson, Baldur.
Olgeir Frederickson, Glenboro.
Hernit Christopherson, Baldur.
Rev. C. J. Olson, Gimli.
Jón Pétursson, Gimli.
Iv. Valgarðsson, Gimli.
Jóliann Briem, Icel. River.
Bjarni Marteinsson, Hnausa.
Rev. Jóh. Bjainason, Árborg.
A. F. Reykdal, Arborg.
Miss G. Guttrmsson, Ilúsavick.
Jóhann Vigfússon, Selkirk.
Valdimar Eir*'ksson, Lundar.
Geo. Fremnan, Vestfold.
Bjarni Pétursson, Árnes.
Jón Ilalldórsson, Lundar.
Helgi Ásbjörnsson, Hecla, Man.
J. A. Vopni, Harlington.
Rev. P. Hjáímsson, Markerville.
S. S. Anderson, Kandahar.
Torfi Steinsson, Kandahar.
John A. Johnson, Mozart.
Rev. G. Guttormsson, Churchbridge.
Gísli Egilsson, Lögberg.
Rev. H. Sisrmar, Wvnyard.
W. H. Paulson, Leslie.
G. B. Björnsson. Minneota.
Rev. K. K. Ólafsson, Mountain.
Arni Árnason, Hensel.
Skapti Sigvaldason, Ivauhoe.
S. S. Hofteig, Cottonwood.
J. K. Ólafsson, Gardar.
TTelgi Thorláksson Hensil.
Jón Jónsson, Hallson.
G. V. Leifur. Pembina.
S. J. ísfeld, Minneota.
G. Breckman, Lundar.
Jón TTalldórsson, Sinclair.
Paul Tborsteinsson, Point Roberts.
Torfi Björnsson, Brandon.
•T. Einarsson, Lögberg.
Thomas Bjö^nsson, Geysir.
S. Johnson, Bantry.
Þeir, sem ekki geta hæglega náð til þess-
ara manna, en vilja eignast þessa bók,
geri svo vel og sendi 50 cent til The Col-
umbia Press, Winnineg, P.O. Box 3172,
og skal bókin þá send þeim tafarlaust.
John J. Vopni.
Arlegar Jóla-
Ferðir
Fimm
mánaða
farbréf
NIÐURSETT FARGJOLD
TIL
AUSTUR HAFNA
í sambandi við farmiða til
Gamla landsins
DAGLEGA—Nov. 7. til Des. 31.
Nákvæmar upplýsingar gefnar
þeim sem æskja þess af öllum Can-
adian Northern agentum eða
R. CREELfVl/\fí, Cen. Passenger Agent
WINNIPEC
Fyrir hátíðirnar
Notið Það heima. til að gleðj-
ast með vinum yðar eða gefið
Kaupið kassa, pott eða mö k
E. L. Drewry, Ltd.
WINNIPEG
Isabel CleaningS' Pressing
Establishment
J. W. QUINN, eigandi
Kunna manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
ViðgercSir og breyt-
ingar á fatnaði.
Garry 1098 83 isabel St.
Horni McDermot