Lögberg - 25.03.1915, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.03.1915, Blaðsíða 5
LÖGBERU, FIMTUDAGINN 25. MARZ 1915. 5 ■ Srrktr á Frakklandi. — Herlið Frakka hiö serkneska úr Afríku, er kulsælt á vígvelli. Hér er sýnd ein sveit af þeirra liöi, en hver maöur hefir sveipaö aö sér ábreiöu eöa brekani, til aö halda sér hlýjum. Umboðsmenn Lögbergs J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garöar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Svb. Loptsson, Churchbridge, Sask. Paul Bjamason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olgeir Friöriksson, Glenboro. Man. Albert Oliver, Brú P.O., Man. Chr. Benediktsson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kristján Pétursson, Siglunes, Man. Oliver Johnson, Winnipegosis, M. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guöbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. SigurÖsson, Burnt Lake, Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B.C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts, Wash. meö sama skipi í næstkomandi óktóber mánuöi. Herra Ámi Eggertsson veröur því viÖ því búinn, eins fljótt og liann fær farseöla formin frá fs- landi aö selja farbréf alla leiö frá Winnipeg til íslands og eins aö veita móttöku fargjöldum til fólks á íslandi sem fólk hér kynni aö vilja senda því og á því veröi sem aö framan er auglýst. Geta má þess aö umboöstnenn Gullfoss í New York eru þeir Bennett & Hroslef, 18 Broadway. Meö þessu er vonaö aö svaraö sé flestum þeim spurningum sem hlutasölu nefndinni hér og blööun- um hefir borist um þetta efni. B. L. Baldwinson, ritari. Skipatökur Englend- . inga. milli Islands og Færeyja. ESns og áöur hefir veriö frá skýrt hér í blaöinu, hafa Englend- ingar 5 vetur tekið þrjú skip, sem hafa flutt hesta héöan til Danmerk- ] ur: Kong Helge, Botniu og Es- bjerg og skipaö hestunum á land í Leith. Enskur sjóliösforingi haföi tekiö viö stjóminni á “Kong Helge”, og fórst honum svo lag- 'ega aö leggja að bryggjunni í Leith, aö skipiö rakst á bryggjuna °g stór-skemdist og annaö ekkerið tupaöist. Tók alllangan tima aö gera viö skipiö. Englendingar höfðu fyrst heimtaö aö hinir dönsku eigendur ‘hestanna borguöu Uppskipun á hestunum og fóöur þeirra í landi, en þvi hafa eigend- Urnir mótmælt. Mun hestunum s'ðan hafa veriö skilaö aftur, því Rnglendingar hafa oröiö aö viö- uhkenna. aö hestamir væm eigi ^tlaöir til útflutnings frá Dan- 'uörku Hafa bæöi útgeröhrmienn skipanna og eigendur hestanna 'crafizt skaöabóta. Aasberg skipstjóri á Botniu ter i^essum oröum um feröina t sam- 'aTi viö danskan blaðamann: betta er hin versta tslandsferð t>eim 179, sem eg hefi fariö. — ^ ið fóram frá Seyðisfirði 20. des- umber meö 280 hesta, 200 smá- esta stykkjafann og 10—20 far- Pega. Kl. 7 um kveldiö, þegar viö v°rum milli Færeyja og íslands, 'orum viö stöövaöir af enska beiti- skipinu "Virginia”. Veöur var stilt og bjart og Englendingar settu ut bát og sendu liðsforingja yfir um1 hl okkar. Hann skoöaöi skips-l skjölin og skipaöi oss svo aö liggja kyrrum, þangaö til “Virginia” heföi fengið skipun frá foringja- skipinu. Aö fjómm klukkustund- um liðnum kom báturinn aftur og meö honum Grey liösforingi og 10 vopnaðir sjóliöar. Og nú var okk- ur skipað aö halda til Kirkwall. Grey liösforingi var mjög kurteys, og spuröi hvort skipverjar vildu vinna aö skipstjóminni, og sam- þyktum við það. Sigldum viö samhliöa beitiskipinu í 28 klukku- stundir. Daginn eftir drógu Eng- lendingar upp brezka fánann fyrir ofan póstflaggiö okkar. Eg mót- mælti þvi. en Grey liðsforingi sagöi aö þetta væri fyrirskipað, og svo varö aö vera. Viö komum til Kirkwall að kveldi hins 22.; toll- þjónamir komu um borð og tóku skipsskjölin, og þá var brezki fán- inn dreginn niöur. Eg fór til hafnarstjórans og mótmælti þess- um aöförum; sagöi honum meöal anhars aö í svona kyrru veöri væri of-lítið loft í lestinni, og tveir hest- amir væm dauðir. Eg fór því fram á aö skipiö hraöaöi feröinni til Leith. Seinna um daginn feng- um við skipsskjölin aftur og skip- un um aö fara til Leith. Þangaö komum við seint á aöfangadags- kveld. Á jóladaginn var hestunum skipaö i Iand, og fékk eg kvittun fyrir þeim — 278 — og |>á var loks vandræðunum lokiö. T Noröursjónum fórum viö fratnhjá sprengidufli í reki, og komum hingaö til Kaupmanna- hafnar aö kveldi hins 29. desem- ber.” — Austri. Frá Gimli. Viö undirritaðar álítutn okkur skylt að geta þess, aö í vetur hefir herra Jóhannes Sigurðsson kaupmaö- ur hér á Gimli afhent okkur eitt hundraö dollara í peningum, til út- býtingar meöal fátæklinga á Gimli og i grendinni. Við höfum nú aö mestu afgreitt þetta, eftir okkar greind og samvizku, og erum þess fullvisar, aö hugheilustu þakklætis- tilfinningar frá þiggjendum fylgja línum þessunt og einnig aö sá, sem ekki lætur einn vatnsdrykk ólaunaö- an, metur gjöfina aö verðugleikum. Mr. Sigurðsson gat þess, aö gjöfin væri frá verzlunarfélagi sinu, Sig- urdson-Thorvaldsson Co. Þietta sýnir réttan skilning á því, aö sælla er aö gefa en þiggja. Elísabet Polson. Ingibjörg Frímannsson. Sterkur (Islendingur. Herra ritstjóri Lögbergs:— í síðasta blaði þinu er þess get-1 iö aö maður nokkur hafi boriö kvígii á baki sér, sem viktað hafi 300 pund; og er þaö hér um bil 273 pund dönsk. Eg get nú sagt þér sögu af manni sem uppi var um miöja 19 öldina og geröi alveg hiö sama, nema þaö aö hann bar byröi sína mikið lengri og ógreiðari veg. Sagan er svona: Maður hét Stefán og var Ólafs- son. Var hann austfirzkur aö ætt og uppmna. Hann var tröll aö vexti og ramur aö afli, og á líkum aldri og þeir synir Hjörleifs sterka, Ámi, Stefán og Guömundur. Stefán Ólafsson var latur til vinnu og var þvi oft í ferðalögurm og seldi dót a'f ýmsu tagi, svo sem koparkjálka, bitla og sylgjur, er þénuðu til reiöbeizla geröar. Líka sagöi Stefán sögur. því aö hann var maöUr skýr og kunni vel frá aö segja. Var því ætíö velkominn gestur hjá öllum heldri mönnum sem ætíö dáöu þá menn er segja kunnu frá einhverju er á sér haföi sögu blæ. Eitt sinn fór Stefán Ólafsson suðurfyrir Lónsheiðt með dót sitt. Þá er hann var á suðurleið gisti hann hjá séra Þórarni Erlendssyni, sem þá var prestur á Hofi x Álfta- firöi, þar sem Síðu-Hallur bjó til foma. Stefán var nokkra daga hjá presti í mesta yfirlæti og sagði sögur. Þótti mikið til hans koma vegna afls og atgervi, enda hafði hann þangað aldrei fyr komið. Áður hann fór suður baö séra Þórarinn hann aö koma meö tvæ- vetra kvígu fyrir sig frá Bæ í Lóni, þá er hann kæmi til baka austur. Hafði prestur fengið kviguna upp i landskuld hjá ein- hverjum þar í Lóninu. Stefáni gekk feröin vel suður til Homafjaröar, dvaldi þar í nokkrar vikur og var hvarvetna vel tekiö þar sem hann kom. En þaö var siður hans aö gista aldrei nema á efna heimilum og vora þau mörg á þeim áram þar á Síöunni, því af- komendur Jóns Helgasonar sýslu- maiuis vora þá orönir nokkuö fjölmennir og hafa jafnan þar mestu ráöiö í síðast liðin 140 ár. Þá Stefán fór austur tók hann með sér kvíguna og var hún hon- um ekki þægur ljár í þúfu. Þá er kom á miöja Lónsheiði gafst hún upp eöa vildi ekki ganga einu feti framar. Stefán tók þá kvíg- una á bak sér og bar til bygöa. Skildi hann hana þar eftir og hélt nú út að Hofi og sagöi presti aö hann heföi skilið kvigu skömmina eftir á næsta bæ viö heiðina. Næsta dag sendi prestur tvo af vinnumönnum sínum aö sækja gripinn og var honum komið heim á prestssetriö. Stefán hvíldi sig i nokkra daga eftir bagga buröinn og er sagt aö prestur muni hafa horgað honum i vel fyrir ferðina. Þaö mun hafa veriö í þessari sömu ferð að Stefán Ólafsson glímdi eöa átti aö hafa glínit viö Skála-Brand. Skála-Brandur er sá mesti draugur sem uppi hefir veriö á Austurlandi. Hann var franskur sjómaöur þá er hann var í lifanda lifi og hét að réttu lagi Briand. En Siguröur i Snæhvammi vakti hann upp til þess að drepa mann, er hann átti sökótt viö. Eg hefi skrifaö upp söguna af Skála-Brandi og gat þar um við- ureign þeirra Brands og Stefáns, Saga þessi er sú bezta draugasaga er nokkra sinni hefir myndast á Tslandi og er 20—30 blaösíöur, 6x9 þúmlunga aö stærö. Eg hefi skrif- aö upp nokkur hundruð blaösíöur af sögum af ýmsu tagi og kemur fyrsta hteftiö af þeim fyrir almenn- ings sjónir um næstu mánaða mót og ef almenningur vill svo vel gjöra og kaupa þetta hefti læt eg annað koma strax á eftir. Séra Þorsteinn sem prestur var i Berufirði og eg var vinnumaður hjá áður en eg fór til Ameríku, var sonur séra Þórarins Erlendsson- ar á Hofi 5 Álftafiröi; sagöi hann mér aö þaö væri satt aö Stefán heföi borið kvíguna, því honum mætti maöur sem fór suður þá er vStefán fór austur. Líka sagöi prestur mér að Stefán heföi veriö sá sterklegasti maður sem hann hefði nokkum tima séö. Antonius Eiríksson viö Riverton í Nýja Islandi og er nú því sem næst tíræöur, segir mér.hiö sama og séra Þorsteinn aö Stefán hafi veriö hár og digur og ramur aö afli. Antonius var Vinnumaöur hjá Stefáni Ólafssyni þá er hann flutti i Víðirdal, sem enginn maðúr hafði áöur bygt. En þeir höföu flutt þaöan skömmu áöur en snjóflóöiö drap fjölskyldtt þá er flutti þang- aö þá er Stefán fór, alt nema eina stúlku 16 ára. — Um snjóflóöiö í Víöirdal má lesa í Sagnabálki mín- i um, þá er hann kemur út. WiiAipeg, 20. marz 1915. S. J. Austmann. F réttabréf. Blaine, Wash., 15. Marz 1915. Tíðarfarið hefir verið hiö unaös- legasta allan þennan vetur, tiltölu- lega litlar rigningar og kuldar nær því engir og naumast hægt aö segja, að viö höfum séö snjókorn falla úr lofti þennan vetur. Það var dálítill frostkafli seinni partinn af síðast- liðnum Desember og Janúar. en síðan stundum frost á nóttum en þýtt á daginn. Er þessi vetur sá allra bezti, siöan eg kom hér á ströndina 1907. Um heilsufar fólks er mér ekki vel kunnugt, því eg er enginn læknir, og er því ekki hlaupið til min þó ein- hver verði sjúkur. En utan að mér hefi eg heyrt, að töluverður krank- leiki hafi átt sér staö, einkum af slæmu kvefi og La Grippe. Samt heflr enginn dáiö af þ<eim sjúkdóm- um, aö því er mér er kunnugt. Þann 20. Febr. s.l. andaöist hér í bænum að heimili sínu Kristján Friðriksson, eftir nokkurra mánaöa heilsuleysi, afleiöingar af slagi. Hann mun hafa verið fæddur 1. Janúarmán. 1851, aö Húsabakka í Suður Þingeyjarsýslu. Fluttist til Ameríku 1883 og dvaldi í Selkirk. Giftist ekkjunni Unu Jóhann- esdóttur 1.901 og fluttu þau vestur ári síðar. Þ.au voru harnlaus, en ólu ttpp fósturbarn. — Ilan nvar jarösunginn 22. Febrúar af séra Sigurði Ólafssyni. Þann 6. þ.m. uröu þau hjón, Mr. og Mrs. Chris. Davie, fyrir þeirri sorg, aö missa elza son sinn; hét hann Richard Howard Davie, fædd- ur 23. Sept. 1909. Hann var veik- ur í 10 vikur og var orsökin slag, að því er 5 læknum bar saman um. Alt var reynt, sem mögulegt var, en hinn kaldhjartaði dauöi slepti eigi herfangi sínu. Hann var jarðsung- inn 8. þ.m. af séra Sigurði Ólafs- syni. Eg ætla að leiða það hjá mér, aö ! segja nokkuö um afkomu landa ] minna hér, fjárhagslega, því það er mála sannast, aö inn í þær sakir ] hefi eg ekki hnýst. En hitt veit eg, að atvinnudeyfð er hér mikil, svo aö meiri hlutirin hafa ekkert aö starfa sem gefi þeim eiginlega nokkurn arö í aöra hönd. Eru þó flestir þeir j landar, sem hér búa, þeim lífsskil- yrðum háöir, að þurfa að Jeita hér | atvinnu annarsstaðar en hjá sjálfum j sér, ti! að eignast peninga; en allir þurfa meira og minna á þeim að halda, eins og öllum er kunnugt. Samt sem áöur hefir nú í seinni tíð, þrátt fyrir atvinnudeyföina, ver- iö töluvert mikiö um samkomur. Þann 6. Febr. hélt söngfélagið “Minerva” konsert . Var þaö góð og hressandi skemtun, enda eru það einar þær beztu skemtanir, sem haldnar eru hér af íslendingum, þeg- i ar söngfélagiö býður upp á skemtun. Einnig var leikinn í sambandi v'iö söngsamkomu, stuttur leikur í tveim þátum, sem heitir: “Happiö.” Það er óhætt aö segja, aö rétt allir leik- endurnir leystu sitt hlutverk snild- arlega af hendi. Sérstaklega var auðséð að hreppstjórinn var vel leikinn, einnig dóttir hans. Ef aö landar hér gætu oftar sýnt héf leiki, mundi þaö verða vinsælt, því auðséð er, aö leikhæfileikar eru hér til, ef aö blessað fólkiö æföi þá. Það er helzt var hægt aö setja út á þennan leik, voru tjöldin, sem sjálf- sagt v'oru fremur óeölileg til aö sýna hreppstjóra heimili á íslandi. En til þ'ess munu alls ekki hafa verið kringumstæöur, aö geta sýnt þess- ! konar tjöld. Söngflokkurinn “Min- j erva” á verulegar þakkir skiliö fyr- j ir alla sína framkomu hér, og þó einkum söngstjórinn og kona hans, j sem. vissulega hafa mikið á sig lagt fyrir þá hugsjón sína, aö sjá um aö Blaine-lslendingar þyrftu ekki aö j vera sönglausir viö öll tækifæri. Söngstjórinn er hr. Jón Mgnússon, drengur hinn bezti og lipurmenni í hvívetna. Er hiö sama aö segja um konu hans, aö hún er ágætiskona og manni sínum mjög samhení að hjálpa meö hiö fagra og göfuga áform | hans, aö efla og glæöa söngment hjá löndum hér, sem til þess haf» nokkra hæfiletka; enda er hún ágæt söng- kona Þann 6. Febr. hélt kvenfélagið “Framsókn” sína aöra miðsvetrar- samkomu. Var það hin gerðarleg- asta samkoma. sem eg hefi verið á hér í Blaine; haföi auösjáanlega verið vandað til hennar meö góðum undirbúningi, og á sama tima auö- séö, að þar hafði verið að unnið með skörungsskap og góöri þekk- ingu á hvaö bezt væri aö bjóöa fólk- inu. Samkoman byrjaði meö því, að forsetinn. sem var Mrs. Ólafía Johnson, bað gesti aö setjast til borðs og taka til snæöings, því eftir endilöngum salnum, sem er sá stærsti hér í bæ, voru þrjár boröaraöir, hlaðin svo vel alíslenzkunt réttum, að vel mátti segja, aö þau svignuöu undir þeim. Þegar allir voru búnir aö raða sér v'iö borðin. gekk forset- inn fram og aftur á milli boröanna og flutti vel og skörulega boröræðu eða borðbæn, og er enginn efi á þvi að það minkaði ekki lyst fólksins eöa ánægjtma, með aö taka hressilega til matar síns, eftir aö vera þjxið meö gautngæfni að hlýöa á (þvi á tneðan dirfðist enginn aö hreyfa hníf eöa gaffalj jafn góöa og skörulega fram flutta borðbæn. Ferst Mrs. Johnson einstaklega vel að stjóma samkomu. Eftir að allir v'oru búnir aö seöja líkama sinn af hinum margvislegu réttum, sem eins og áður er sagt, voru allir íslenzkir, byrjaöi aðal skemtiskráin, sem aðallega laut i þá átt að hressa og lifga andann og endurnæra sálina. Eg ætla aö leyfa mér aö taka þaö fram, aö ræöa hr. Magnúsar Jónssonar: Minni Blaine, sem var i ritgerðar formi, var vel samin og lýsti því, aö þar er maö- ur, sem, af leikmanni til, er ágætlega vel pennafær, og auösjáanlega eft- tektarsamur maður á alt sem er og gerist i kringum hann. Þá var veruleg nautn aö því, fyrir okkur gamla fólkið, að sjá hvað kvöldvakan í islenzkri baöstofu var vel leikin. Húsfreyjan, sem var Mrs. Sigríður Líndal, lék sitt hlut- skifti vel, enda er hún görnul hús- freyja af íslandi og hefir getaö æft vel fólkiö, sem meö henni var. Þar var ull táin, kembd og spunnin, þráö- urinn hespaður og hespan uppgerö; einnig var prjónaö, þæft og rímur kveðriar, og heimasætan vann aö hannyrðum. Þetta alt minti mann á kv'öldvökur í sveit á íslandi, og veit eg, að það hefir vakið margar hlýj- ar endurminningar hjá fullorðna fólkinu, einktim þar öll vinnubrögð* in voru vel sýnd. Aö eins virtist, aö kvæðamaðurinn, sem var húsbónd- inn sjálfur fSigurður ÞóröarsonJ, kvæði ekki nógu skörulcga; bætti þó upp, þegar heimasætan fór aö kveöa með honum. Þá get eg eigi stilt mig urn aö minnast á, hve töfrandi þaö var, aö sjá Fjallkonuna. Mrs. Matthildur Sveinsson kom frám i gerfi hennar. Er það tiguleg kona og v'el til þess fallin, aö leysa slíkt hlutverk af hendi, enda geröi hún CflNAOfl. FINES! THEflms ALLA pESSA V’IKXJ i WAI.KKK Mats. daclega kl. S WILXiIAMSON SUBMARINK KXPKDITION Julea Verne’a órar færClr I verulelka búning. Myndlr teknar I djúpl hafs- ins. Margra mflna ferSalag og botni hafsins. Fyrstu og elnu neðansjávar hreyfimyndir. Kveld og Laugard. Mats.... 25c Gallery ................... lOc Matinees önnur kvöld...... 15c Börn .................... lOc Gallery ................. lOc AIjI.A NÆSTU V IKU Mat. á Miðvd. og Daugd. Verður leikin hinn áhrifamikli og fagri leikur A. H. Woods — “THE YELLOW TICKET’' — Lelkur meö afar mlklum og sorgleg- um atburðum, sem sýndir eru yíir- hylmingarlaust og náttúrlega. Sá leikur er til þess falllnn að horfa 4 hann, heyra hann, njóta hans og tala um hann og muna hann. Sætasala byrjar 4 föstudags morgun 26. Marz kl. 10, 1 lelkhúsi. VerCiC er Kvcld $1.50 til 25c. Mats. $1 til 25c. Sórstakt matince á föstudaginn langa um næsta hllfa mánuð Sérstök sala á lokkum Hárlokkar sem áður kostuðu $3 og QC $4, kosta nú.......................I/OC Skriflegum pöntunum sérstakur gaumur gefinn. Send eftir verörská Manitoba Hair Coods Co. M Person ráðsm. M •• 1 • Ap* timbur, fjalviður af öllum Nyjar VOrubirgðir tegundum, geirettur ogals konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís- legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir aðsýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG það mæta vel, bæöi aö búningi og í framkomu. Var hún í blágrænum kyrtli, með skrautlegum silfurlegg- í ingum og silfurbelti um mitti, meö j skautafald á höföi og silfurspöng um I enni. T hægri hendi hélt hún á ís- j lenzka fálka-flagginu, en haföi j sprota í vinstri hendi. Avarpaöi! Fjallkonan börnin sín, sem þarna; voru samankomin, og flutti þeim langt og fagurt kvæöi, sem einn af skáldjöfrum hennar haföi eitt sinn ort. Hafi hún heiður og þökk, hin tigna fjalladrotning af eyjunni sögu- frægu, fyrir aö heimsækja okkur á þessu móti. Eftir að öll skemtiskráin var bú- in, voru borð upp tekin og salurinn hreinsaöur, svo að unga fólkið gæti dansaö. En þeir, sem ekki gátu tek- ið þritt í því, fóru að spila, tefla og ræða saman, en sumir fóru aö hafa sig heim. Var fólk aö skemta sér þarna til kl. 3 um nóttina. Nokkrir af elztu kunningjum Mr. og Mrs. Magnúsar Friörikssonar tóku sig sarnan og geröu þeim heim- sókn á heiðursdegi þeirra 2. þ.m., er þau höföu lifað saman í hjónabandi í 25 ár. Voru þar sarnan komnir um 20 aökomandi. Haföi hr. Andrés Dantelsson orö fyrir gestum og á- varpaði hann silfurbrúöhjónin meö v'el orðaðri og skörulegri ræöu, aö því er mér er sagt. Var þeim af þessum vinum þeirra gefiö fallegt og vandað silfur-íe/t. j Þann 26. þ.m. var þeim Mr. og j | Mrs. Sigurði Bárðarson homöopata i j gerð skyndi heimsókn. Var þar j j fjölmenni, sjálfsagt um 95 manns, | hæði úr bænum og úr bygðinni hér í j j kring. Þarf eg ekki að lýsa því, að j húsráð voru alveg tekin af þeim [ hjónum. Stefán Guðmundsson hafði j j orð fyrir gestunum og þakkaði Mr. Bárðarson, í nafni viðstaddra og allra, sem til hans þekkja, fyrir vel unnið æfistarf, og ávarpaði húsfrú Bárðarson einnig mæta vel. Af- henti hann svo þeim hjónum, í nafni tslendinga í Blaine og nágrenninu: honum vandaða meðalatösku, og v'ar á henni silfurskjöldur og á hann grafið með gotnesku letri: “Til Sig- urðar Bárðarsonar. Frá íslendingum í Blaine. 1915.”; en húsfrú Bárðar- son afhenti hann mikinn og vandað- an ruggustól. Þökkuðu þau hjón svo j hvort í sínu lagi, meö hlýjum og heppilegum oröum heimsókn- ina bg hlýhug þann, sem þeim væri sýndur. Kváðust þau mundu fyrir- gefa heimsóknina, þó fjölmenn væri, enda heföi þeim margt annað veriö meira á móti skapi í lífinu, heldur en það aö gesti heföi aö garöi borið. Enda er þaö mála sannast, því þau hjón hafa ætíö verið mjög gestrisin og svarið sig þar með eins og í svo mörgu ööru, að vera sannir íslend- ingar. Voru sv'o þ<ar á eftir margar /•æöur fluttar, allar í heiðurs og þakklætisskyni við þau hjón. Viö þetta tækifæri voru fluttar aö j minsta kosti 8 ræður, bæöi af körl- j j um og konum, og frumort kvæöi i fltitti Mrs. M. T. Benedictson. Ætla eg svo ekki aö fjölyrða meira rim þessa heimsókn, aö eins geta Jtess, að þarna var fólk að skemta ' sér upp á margvíslegan máta til kl. 3 um nóttina. Þ.ó vil eg ekki hlaupa fram hjá því, að þar voru rímur j kveðnar af hr. Guðjóni M,. Johnson. Er það ein sú allra bezta kvæðarödd frá karlntanni, sem eg hefi heyrt, sem hr. Guðjóni er gefin. Enda var gerður góður rómur aö þeirri Skemtun. F.g þarf auövitaö ekki aö taka það fram, aö þarna v'ora rausn- arlegar veitingar fram reiddar, er gestir færðu með sér. Nokkrum dögum eftir að séra Sig- ! urður Ólafsson kom heim frá því að sækja vígslu sina til forseta kirkju- félagsins, séra Bjöms B. Jónssonar, hélt söfnuðurinn honutn fjölment samsæti i kirkjunni. Voru allir þangað velkomnir, hvort sem þeir tilheyröu söfnuðinum eða ekki. Ræður fluttu þeir: forseti safnaöar- ins, Freeman K. Sigfússon; Þorgils Ásmundsson. Andrés Daníelsson, Kristján Casper og Magnús Jónsson, og svo að sjálfsögðu presturinn sjálfur. Söngflokkur safnaðarins söng þrisvar og einsöng söng Miss Theodora Thordarson. Rausnar- legar veitingar voru frant bornar í næsta húsi við kirkjuna. Séra Sig- urður Ólasson, er þegar orðinn vin- sæll maður hér, fyrir framúrskar- andi lipurð í hviv'etna. Man eg svo ekki fleira til að tína, og bið lesendur blaösins velvirðingar á, hvað þetta er orðiö langt mál. /. P. fsdal. Til Athugunar fyrir Bændur RECORD RJÓMASKILVINDAN ER HIN BEZTA OO ÓDÝRASTA 27- OALLONA HAND-SKILVINDA, SEM TIL ER I HEIMI. Kecord skllvinðan skllur 27 gallónur á klukkustund. Hún er hæfllega stór fyrir bðnda, sem hefir eina til fimm kýr. Record er nákvæmlega af sömu gerC og allra dýrustu skilvindur og skilvindur af þeirrl gerC eru notaCar á fyrir- myndarbúum bæCI I Canada og Bandarlkjunum. En auk þess er Record skil- vlndan búin til úr hinu allra vandaCsta efni 1 hlnum beztu verksmiCJum I SvIÞJóC. í SvIþjóC eru beztu skilvlndu verksmiCJur helmsins og flest- ar dýrustu skllvlndur, sem eru seldar 1 Canada og Bandartkj- um, eru búnar til þar. Ef þér vtlJlC fá góCa rjöma- skilvindu, og haflC fimm kýr' eCa færri, þá jafnast engin skilvinda á viC Record skil- vinduna—hún þrtborgar sig 4 fyrsta ári. Hún sparar yCur ait þaC 6- mak og umstang, sem þvl fylg- ir aC kæla mjölkina. eins og áCur tiCkaClst. A örfáum minútum getlC þér skiliC rjömann úr mjólkinni og gert þaC miklu betur og auk þess haft volga undanrennlngu handa kálfum og svínum. Vér erum einkasalar fyrir þessa miklu svensku RECORD CREAM SEPARATORS verksmiCju. MeC þvl aC skifta við oss fáið þér skil- vindurnar lægsta verSi. fvf )>á er aC eins einn milliliCur milli yðar og verksmiCjunnar. Oss vantar ötula umboCsmenn I íslenzku nýlendunum. Vorir auðvcldu borgunarskilmálar: VerCiC er $30.00 og 5% afsláttur gegn borgun út I hönd. Auk þess geta kaupendur borgaC þær smátt og smátt, ef þeim kemur þaC betur. Ef þér getiC sent verCiC alt I einu, þa munum vér senda yður skti- vinduna samstundis. Vér borgum flutningsgjald fyrir fram innan takmarka Canada. Vorir auCveldu borgunarskilmálar gera yCur þaC mögulegt, aC fá skilvinduna samstundis og láta hana borga fyrir sig sjálfa. Minnlst þess, að vér kærum oss ekki um aC selja yCur skilvindu, nema þér þurfið á henni aC halda. Vér erum þess fullvísir, aC þér ver'ðiS algerlega ánægðir með RKCORD skilvinduna. Hún er af beztu gerð, búin til úr vandaCasta efni. VerksmiCjan þar sem hún er búin til, fær almanna lof og vélin er seld svo að segja meC verksmiCjuverCi—óllkt þvl, sem tlCkast um flestar aðrar skllvindur á markaCi Canada. BorgiC ekki þrefalt verC, heldur kaupiC beint frá oss. YCar meC yirCingu, ;The Swedish Canadian Sales Límited P. O. Box 724 WINNIPEG Tais. Garry 117 Snjóflóð. Sextán meun fórust, 24 meidd- j ust og 34 era ófundnir, er snjóflóö hljóp á námumanna bóöir viö Howe Sound í British Columbia. Náman er uppi í miöju fjalli. um 5000 fet yfir sjávarmál, þaöan ligg- ur jámbraut til strandar og fór hún líka í flóöið. Þaö branaði úr hömram fjallsins snemma á mánu- dags morgun, er mennirnir sváfu í búðum sinum og tók flesta með sér niður fjallið, til strandar. Nokkur íbúðarhús stóðu nálægt námunni. þau lentu í flóöinu og fórust þar konur og börn. Skip er sent frá Vancouver meö læknum og hjúkrunarfóiki, aö líkua þetm sem meiddir era. +♦+♦+♦+♦+♦+♦ +♦+++♦+♦+♦ ♦+ ♦ | LiCllMIUdlil t t t !• 4-I* ♦■•I'♦•!•♦+•♦• 4* ♦+♦4'♦4' Leikhúsin DOMINION. “TI19 Squaw Man” verður leik- inn næstu viku í Dominion leikhús- inu. Mr. Wm. Faversham vann mest álit Jiegar hann lék aöalhlut- verkiö i þessum leik. Dustin Farn nm festaöi aö flestu leyti i fótspor hans. læk bann aðalhlutverkið í leik jiessum er var fyrst sýnd- ur í Wlnnipeg, Þessi leikur hefir verið valinn nú til ]>ess að gefú. Winnipeg búunt færi á að sjá Frank Camp, hinn ágæta leikara. er leikur aðalhlutverkið. — Leik- urinn er saga af ensku göfug-' menni. sem- flýr larid sitt meö smánarorð á baki til ]>ess aö koma bróöur sínum úr . klípti er liaföi unnið ást þeirrar konu er hinn fyr- nefndi hafði unnað Imgástum. Hann flýr vestur um haf og sköminti seinna keimir sonur Sqttaw mannsins til sögtmnar. Mjög áhrifamikill leikur. — Leik- urinn verður sýnlttr alla næstu viku með “matinees” einsog venju- lega á þriðjttdag, föstudag og laug- ardag. PANTAGES. 1 WALKER. Ef þér eigið ekki barn sjálf þá fáið J>að lánað hjá kunningjal yðar, eða stelið þvi, ef ekki Vrll betur, til þess að sýna þvx neöansjávar myndimar sem sýndar eru á Walk- er þessa viku. Á engu læra böm tneira né betur en því, aö fá aö sjá þá hluti sem þau etga aö kynn- ast. Á engan h(átt geta þau betur kynst hafinu og undrum þess, en meö því aö sjá þessar myndir. Tvær sýningar daglega, kl. 3 og kl. 8J4 og auk þess kl. 11 f. m. á laugardaginn fyrir skólabörn. “The Yellow Tickct” veröur sýnt alla næstu viku. “Matinees” á miðv.dag og Iaugardag. “The Yellow Ticket” var sýnt heilt ár i sama leikhúsinu í New York. Nafn sitt dregur hann af meöferö þeirra sem taldir eru afhrak ver- aldar í Rússlandi. Byrjaö aö selja sæti á föstudags- morguninn i þessari viku. Þér hafiö oft heyrt talaö um og jafnvel séö menn, sem hafa gert sig aö öputn, en þér hafið sjaldan, eða aldrei, séð apa, sem hefir orbiö aö manni. Þetta hefir J>ó Ricrard the Great gert; hann leikttr alla næstu vikn í Pantages leikhúsinu. Hann ber mjallahvíta skyrtu og fer á hjólum. Hann rnatast meö miljónamæringum og lítur út sem ibvgginn öldungur. Eini gallinn á honum er aö hann gehvr ekki takað, látbragðið skilst. — Miss Win- ona Winters er önnur persóna sem vekur mikla athygli í leik sem heit- ir “Cónscience’’. Kannast borgar- búar vel viö hana. t öörum ágaet- um sýningum leika þau Florence Raufield. Bames og Robinson. — “Mistress Nell” er álitin einn af áhrifamestu smáleikjum sem sýnd- ir hafa verið á þessum vetri. Mary 1 Pickford leikur aöal hlutverkið1 og tekur öllum fram í fjöri og yndi og ástúö og gleði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.