Lögberg - 05.08.1915, Page 1

Lögberg - 05.08.1915, Page 1
FENINGAR FYRIR BÆKUR.—Hæstu prísar og skærustu sklldingar borga'Sir fyrir 11. útg. Encyclo- pedia Britannica, Book of Knowledge, Stoddard’s Lectures, nýjar skáldsögur og skólabækur I bandi.— Bækur, frímerki, fáséSir gripir og myndir keyptar, seldar eSa teknar i skiftum. púsundir útvaldra bóka, nýrra og gamalla, fyrir hálfvirSi eSa minna. Stærsta úrval fornra og fágætra bóka vestanlands. Sérstök kjörkaup og kaupbætir um stundarsakir. — Allir velkomnir aS skoSa. “Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave. gegnt Grace Church. Ph. G. 3118. Két með stjórnareftirliti. Búnaðar stjórnardeild Canada lætur stimpla két af öllum skepnum, sem slátrað er 1 þeim stofnunum, sem hún hefir eftirlit með: „Canada approved." Vor aðferð er að selja aðeins két af heilbrigðum skepnum. GætiB að stimplinum. FORT GARRY MARKET C0M Limited 330-336 Garry 3t. Phone M. 9200 <28. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST 1915 NÚMER 32 MENNIRNIR SEM BJARGA HEIDRI06 NIG MANITOBA FVLKIS Neistar af stjórnmála- steðjanum. Fullerton og fiórtán fornir Rob- lins þingmenn eru nú dæmdir sekir um róg og tilraun til að spilla mann- orði góðra borgara. Slíkir óprúttn- ir hávaðamenn þurftu að fá ráðn- ingu. The New-independent-progressive- liberal-conservtive-party er það eðla nafn “nýja” flokksins. Forseti ísl. conservative klúbbsins gekst fyrir, að flokksfundur yrði haldinn á fimtudagskveldið var og auglýsti hann með gleiðletri á fremstu siðu í síðustu Heimskriuglu. Sama kvöldið héldu conservatívar fundi viðsvegar í borginni. Það var ekki seinna vænna. Daginn eftir var sak- aráburður Fullertons og hinna 14 út- völdu dæmdur dauður og ómerkur. Eftir það dugði ekki að bjóða fólki upp á dylgjur og lygi. „ Hin konunglega rannsóknarnefnd, ’sem kend er við Perdue, hefir dæmt ákærur hinna 14 útvöldu ástæöulaus- ar—með öðrurn orðum, hinir út- völdu höfðu farið með staðlausa lygi. Þegar niáttarviðirnir bila, hvers má þá vænta af sprekunum? Hvað kemur næst? Hjá hinum fornu Rómverjum var það siður, að brennimerkja þá menn, sem bárti unp lognar sakargiftir á aðra og gátu ekki sannað áburð sinn. Þeir voru brennimerktir á enni með stafnum “K”, upphafsstafn- um í orðinu kalumniator, og voru þannig gerðir ófærir um i að taka þátt í opinberum málum þar á eftir. Cicero segir, aö'fölskum ákærendum standi slíkur stuggur af þessu, að þeir hati jafnvel1 bókstafinn sjálfan og vildu fegnir að hann væri ekki til i stafrófinu. Sá, sem ber sakar- giftir á aðra og fær þær dæmdar markleysur, og ber svo eiðsvörnum dómurum á brýn, að þeir hafi hallað réttu máli, ætti skilið að sæta þess- ari refsingu, að vera brennimerktir líkamlega eins og ]>eir eru það í augum allra réttsýnna manna. Mrs. Nellie McClung ætlar að halda ræðu í Winnipeg á fimtudags- kveld. Hún kom frá Edmonton til þess að taka þátt í því þarfa verki, að steypa RoWinismus fyrir ættern- isstapa. Hún hjálpaði til í fyrra með snild og prýði. Hinir gömht forsprakkar con- servatíva flokksins bera ábyrgð á HON. EDW. BROWN, FJARMALARAÐIIERRA. STYDJID NORRIS OG BINDINDI Greiðið atkvæði með œrlegri og ötulli framfara stjórn. Standið í móti samtökum auðvalds og vínvaldsvið pólitíska stigamenn. Xú eru bornir út um bæinn sneplar íaeð þeim lygum, að stjórnin sé í samtökum við vínsalana, til að afla sér kosninga fylgis. Þetta er ósvífinn rógur, upp spunninn eins og aðrar sakargiftir conservatíva, til að vinna stjórninni mein. Vínveitingaleyfi eru ekki veitt af stjórninni, heldur af nefnd, sem á að vera óháð og er nú óháð stjórninni, þó að í tíð Robl- ins væri hún látin vinna pólitísk skítverk, eins og allir, sem sú stjórn gat náð tökum á. Dóms- málastjórinn, sem nú er, Hon. A. B. Hudson, kann sig svo vel, að Iiann gengur ekki inn á verksvið annara stjórnarvalda. Meðlimir vínleyfanefndarinnar eru allir alþektir conserva- tívar, í nefndina settir af Roblin — einn þeirra er McMeans, sem býður sig fram til þings í liði con servatíva, — og þeir bera fnlla ábyrgð gjörða sinna viðvíkjandi veitingaleyfum, en stjórnin ekki. Hún hefir ekki komið þar nærri, heldur er liér að eins um lygar ópnxttinna kosningaþjarka að gera. Hver sem greiðir atkvæði móti Norris-stjórninni, veitir fyrirgefning þeim syndum, sem drýgðar voru af Roblin-stjórninni gegn velsæmi og gegn liag fylkisins, sýnir vánþókn-' un sína á því; að svikum og þjófnaði á fylkisfé var komið upp, er því fylgjandi, að vinir og samverkamenn hinna ranglátu ráðsmanna haldi áfram að stjórna fylkinu. Hver sem styður Norris-stjórnina, veitir að hagsæld, framförum, velsæmi og heill allra góðra málefna í þessu fylki. Ef Norris-stjórnin kemst að, er þar með afþveginn að nokkru sá blettur, sem fallið liefir á fylki vort í augum allra landsmanna. Ef atkvæði ganga henni í mót, þýðir það, að fylkisbúar vilja að hin svívirðilegasta póliþisk spillng, lialdist framvegis. Vér viljum biðja alla landa vora að Ahuga, að þetta eru alvarlegir tímar. Nú ern strauma- og stefnumót í stjórnmálasögu fylkisins. Hver kjósandi þarf að hafa hugfast, livort hann vill fvlgja lagsbræðrum þeirra, seni orðið hafa uppvísir að dæmafáum ósóma, ellegar þeim, sem barist hafa djarflega og prúðlega fyrir að koma upp um svikarana, og með því bjargað heiðri og heill fylkisns. Höfum allir liugfasta hina gullnu reglu vors forna fyrirmyndar lýðveldis: með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Hver, sem þeirri reglu er samþykkur, gengnr í lið með Norris-stjórninni og greiðir hennar mönnum atk\Tæði sitt. þjófnaði fylkispeninga, í sambandi við þinghússbygginguna. Hinir nýju forsprakkar byrja sinn pólitiska feril með þvi að hnupla stefnuskrá liber- al flokksins. Eiga forsprakkar liberala skilið þökk, heiður og fylgi fylkisbúa fyrir að stöðva óheyrilegan þjófnað á fylk- isfé, eða á að fella þá frá völdum fyrir það <j>g veita lagsbræðrum og stuðningsmönnum hinnar spiltustu stjórnar völd á ný? Allir kjósend- ur ráðfæri sig við sína eigin sam- vizku um þetta. Thos. H. Johnson og A. B. Hud- son hættu til þess sinni pólitisku framtíð, að ganga í berliögg við hið grimmasta, óprúttnasta og illvígasta vald, sem sögur fara af i landi þessu. Þeir, ásamt öðrum forsprökkum lib- erala, munu ná aftur miljón dölum að minsta kosti af hinni stolnu fúlgu, og þeir koma i veg fyrir að annari miljón til væri stolið úr fylkissjóði í sambandi við þinghúsið. Eiga þeir skilið traust og fylgi fylkisbúa fyrir þetta ? Það er eftir að refsa sökudólgunum og sækja fé i hendur ranglátra ráðs- manna. Hvorum er betur trúandi til þess, Norris stjórninni, eða fornum vinum þeirra ranglátu? Kjósendur íhugi og svari. Þinghússhneykslið er kannað, en það er eftir að rannsaka Búnaðar- skóla-hn^ykslið, fletta ofan af Dóm- hús-farganinu, Vitfirringahælis-fjár- drættinum í Brandon, Talsímakaup- unum og mörgu öðru, sem áþekt er þinghússhneykslinu. Látið Norris og stjórn hans halda áfram því þarfa verki. Margir af þeiin þingmönnum, seni greiddu atkvæði gegn rannsókn þing- hússhneykslisins, eftir að almenning- ur var orðinn sannfærður um, að svik vöru í tafli, bjóða sig fram til þings með Aikins. Kjósendum er trúandi til að kyrrsetja þá óprúttnu og ófeimnu herra. Sómi fylkisins liggur við. Þegar þingmenn Roblins voru búnir að verja öllu afli til að standa i móti rannsókn þinghússhneykslis'- ins, settu þeir saman klögun yfir þeim mönnum, sem komð höfðu upp svikunum. Sú kæra er nú dæmd til dauða sem óhróður og tilraun til að spilla mannorði ærlegra manna. Hinn enski byggingameistari, val- inkunnur sómamaður, var svo gram- ur yfir aðförum Roblin-stjómarinn- ar í þinghússbyggingunni, að hann vildi ekki vinna með henni og fór sína leið. Hann skrifaði Sir James Aikins um aðfarirnar, sagðist aldrei hafa gert sér í hugarlund, að nokkrir menn í ábyrgðarstöðu mundu beita slíkum brögðum sem Roblin-stjórnin, og kvað sér hafa yerið tjáö af W. V. Horwood, að aukaverka fúlgan færi í kosningasjóð. Þetta vissi Aikins þannig alla tíð, meðan liberalar vorti að berjast við að koma upp svikun- um. Kjósendur svari, hvort slikum ntanni er trúandi fyrir að taka við stjórn að svo stöddu. Sómi fylkisins liggur við, að lags- bræðrum fjárdráttar og ræningja- höfðingjanna sé bægt frá þeirri virð- ingu, sem löggjafar starfinu er sam- fara. Heill og hagur fylkisins ligg- tir við, að þeim sé bægt frá féhirzlu fylkisins. Manitoba er blettuð af óráð- ven<lni þeirrar stjórnar, sem almenn- RON. VALENTINE WINKLER (búnaðarmálaráðgjafi.) HON. DR. R. S. TIIORNTON, ( mentainálaráðgja fi.) HON. DR. ARMSTRONG (fylkisritari.) HON. T. H. JOHNSON, VERKAMADARAÐGJAFI. ingur þoldi hér í rnörg mörg ár. Eina ráðið til að halda virðingu fylk- isins í augttm landsmanna, er að varpa félögum og fylgismönnum þeirrar spillingar á sorphauginn. Sir James Aikins , hefir alla tíð verið þarfur þjónn auðs og ofureflis félaga. Hann er oröinn of gamall til að skifta hömum og vinna í þarfir fólksins. Látið Norris og hans röska lið leiða fylkið á braut framfara og ærlegrar stjórnar. Bob Rogers, einn aðalstólpi óald- arinnar og spillingarinnar í ]>essu fylki, er nú að berjast fyrir sínu pólitíska lifi. Hann er orðinn á eft- ir tímanum. Pólitiskir bragðakarlar kunn að vera til eftirleiðis, en að hafa menn í háum stjórnarstöðöm, er ekki hafa annað til brunns að bera en krókaráð i kosningum—það tjáir ekki. ' Thos. H. Johnson hefir fjórum sinnum gengið á hólm í Winnipeg, við allar vondar vættir spiltrar stjómar og orðið þeim yfirsterkari. Hann hefir átt mikinn, ef ekki mestan þátt i því, að hrinda af stalli því fargi spill- ingar, lagaleysis og óstjómar, sem lá einsog mara á þessu fylki. Eitt höfuð þeirrar óvættar er af sniðiö, en hún er lífseig, og annað er að vaxa fram úr strjúpanum, tilbú- ið að spenna vort fagra fylki í sínu eitraða gini. Hin skæðustu samtök eru enn við lýði til að halda við þeirri stórþófnaðar og spillingar öld, sem staðið hefir hér að undanfömu. Þeir sem sogið hafa blóð og merg úr framkvæmd- um í fylkisins þarfir, með óheyri- legum fjárdráttar-samtökum, eru ennþá ólmir í völdin, til að halda áfram að ganga í opinberum eign- um og skifta þeim á milli stn. Þeir hinir sömu ganga nú ber- serksgang móti þeim, sem hata komið upp svikunum, og vilja alt til vinna, að bola þá frá. Sá sem harðast verður sótt á, er vafa- laust Hon. Thos. H. Johnson. Hann hefir verið afturháldinu ó- þægastur ljár i þúfu, snarpastur, sóknharðastur og ömggastur. Landar hafa oftlega veitt honum dygga fylgd; þeir gera það vafa- laust nú. Hann heldur fánanum á lofti í broddi fylkingar, svo hátt á loft, að gerla sér um alt fylkið. Nú er að skipa sér kringum hann. Foringinn er svo ömggur að ekki getur annan betri. Með slikum forsprakka er sigurinn vís, ef ekki bilar fylgdina. HON, A. B. IIUDSON. DÓMSMALARADGJAFI.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.