Lögberg - 07.10.1915, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1915
Fyrirlestur,
fluttur við setninsu bæmlanámsskeiðs
á Hólum í Hjaltadal, 22.
Marz 1915, af
S. Sisurðssyni, skólastjóra.
Skömmu fyrir síSastliðin alda-
mót byrjuðu menn erlendis að
halda þessi svonefndu búnaðar-
eSa bændanámsskeiö. — Á náms-
skeiöum þessum dvöldu menn viku
eða hálfsmánaðar tima. Þar voru
fluttir fyrirlestrar og rætt um ýms
búnaðarmálefni. Þetta þótti gef-
ast vel og veröa til leiöbeininga og
hvatninga, enda eru nú þess konar
námsskeiö mjög tíð erlendis.
Hið fyrsta búnaðarnámskeið hér
á landi var haldið hér á Holum
14.—30. marz 1903. Síðan hafa
námsskeið verið haldin hér öðru
hvoru; alls eru þau orðin 14 að
tölu. Hafa sótt þau samtals tæp
300 manna. — Hreyfing þessi
vakti eftirtekt. Búnaðarfélag Is-
lands fór að láta halda námsskeið
á Þjórsártúni og viðar. Við hina
búnaðarskólana var og farið að
halda námsskeið. Búnaðarsamband
og Ræktunarfélag Norðurlands
hafa og komið búnaðarnámsskeið-
um á fót, og sýslufélögin hafa
stutt þessa viðleitni. — Námsskeið
þessi eru því ekki orðin nein ný-
lunda. Þau hafa verið haldin í
flestum sýslum landsins og hafa
unnið sér allmikla hylli.
Tilgangur búnaðamámsskeið-
anna er í fyrsta lagi sá, að auka
viðkynningu manna. Þau gefa
mönnum tækifæri til að ræða sam-
an um eitt eða annað og bera sam-
an reynslu sína. Þetta hefir mesta
þýðingu, séu þátttakendur af
nokkuð víðlendu svæði. Þá víkk-
ar sjóndeildarhringinn og fróð-
leiksmolamir verða fleiri- —
í öðru lagi eiga menn að fræð-
ast af fyrirlestrum þeim, sem
haldnir eru. í þá er safnað ým-
islegum fróðleik, er mönnum má
alment að gagni verða. Vitanlega
verður hér eigi að ræða um itar-
lega kenslu, heldur um einfaldar
bendingar, til að hvetja menn og
örva til athygli og framtakssemi í
starfi sínu.
1 þriðja lagi eiga námsskeið
þessi að vera mönnum til hress-
ingar. — Bændurnir eru önnum
kafnir allan ársins hring. Margir *
þeirra era mjög afskektir og hafa
eigi tækifæri til að kynnast mikið.
Stuttur hvildartími frá daglegu
störfunum er þeim nauðsynlegur,
og til þess eru námsskeiðin hent.
ug-
Búnaðamámskeiðin eru einn
liður í þeirri framfaraviðleitni,
sem hefir gert vart vio srg, emicum
eftir 1S80, á ýmsum sviðum, t. d.
með stofnun búnaðarskólanna
/Ólafsdalsskóla o. fl. um i88öj
og bændaskólanna (1905), auknu
fjárframlagi til þeirra, bættum
húsakynnum, kenslukröftum og
kensluáhöldum. Búnaðarfélags-
skapurinn er orðinn víðtækari en
áður. Flest búnaðarfélög sveit-
anna, sem nú eru nálega alstaöar,
era stofnuð á þessum tíma. Bún-
aðarfélag Islands var stofnað 1899.
Verksvið þess er að efla búnaðar-
framfarir hvervetna a lanumu.
Það býður bændunum aðstoð ráðu-
nauta sinna, það sendir þeim bún-
aðarritgerðir, lætur gera tilraunir
með jarðrækt, styrkir búpenings-
sýningar, kynbótastofnanir o. ti-
Búnaðarsamböndin vinna meira
og minna í sömu stefnu. Þau eru
öll stofnuð síðan um aldamótin síð-
ustu: Ræktunarfélag Norðurlands
og Búnaðarsamband Austurlands
1903, Búnaðarsamband Vestur-
lands 1907 og Búnaðarsamband
Suðurlands 1908. öll hafa félög
þessi meiri og minni styrk af op-
inberu fé. Það verður því eigi
með sanni sagt, að ekki sé tals-
vert gert af hálfu hins opinbera tíl
að efla búnaðarframfarimar.
En hver er nú árangurinn af
búnaðamámsskeiðunum ? Hann
verður eigi sýndur með tölum.
Líklegt er, að hann sé nokkur. —
Á það má benda, að ýmsar hug-
myndir, sem á þeim hafa vaknað,
hafa síðar komið til framkvæmda
og haft þýðingu fyrir einstakling-
ana og þójðfélagsheildina. í þessu
efni má benda á það, að hugmynd-
in um stofnun Ræktunarfélags
Norðurlands var vakin á fyrsta
búnaðarnámskeiðinu á Hólum og
kom fyrst til umræðu á sama mán-
aðardegi og er í dag. Stofnun
búnaðarsambandanna fylgdi svo á
eftir stofnun Ræktunarfélagsins.
Öll þessi félög hafa mikið unnið
að búnaðarframförum. Þau hafa
látið gera tilraunir, útvegað verk-
færi, fræ og útsæði, komið á fót
verklegri kenslu, gefið út leiðbein-
andi búnaðarritgerðir, sent ráðu-
nauta sína út um svemmar o. fl.
Margir einstaklingar, sem dval-
ið hafa á búnaðarnámsskeiðum,
hafa tjáð mér, að þar hafi vaknað
hjá sér hugmynd um þetta eða
hitt, eða þeir hafi fengið hvöt til
ýmsra starfa, sem þeir siðar hafa
S ó Jj S K I N.
2
MAMMA.
Eftir Jane Taylor.
Hver bauð mér sv'angri brjóstið sitt,
við barm sinn hvíldi höfuð mitt
og kossum þrísti’ á kinnar blítt?
Hún mamma.
Hver söng við mig og sat mér hjá,
er svefnlaus ég í vöggu lá;
með þíðu vaggi þerði brá?
Hún mamma.
Hver átti sælu’ og sorgaspár,
er svefninn huldi mínar brár,
og horfði’ á mig með heilög tár ?
Hún mamma.
Og hvenær sem að sjúk eg lá,
hver signdi mig, og grátin þá
bað guð að dauðin gengi hjá?
Hún mamma.
Hv'er klæddi mína brúðu bezt?
Hver benti mér og kendi mest?
Hver sagði mér og sýndi flest?
Hún mamma.
Og ef eg meiddist eða datt,
hver aumkaðist og brosti glatt?
með sögu og kossi sárið batt?
Hún mamma.
Hver kendi bezt, er bam var eg,
að bæn til guðs er nauðsynleg?
Hver benti’ á gæfu’ og vizku veg?
Hún mamma.
Þó önnum hlaðist hundraðfalt,
í hjarta mínu geymd þú skalt,
því þú varst mér í öllu alt,
6, mamma.
Og líf og gæfu gefi mér
sá guð, sem skilur, veit og sér,
að lifi’ eg, skal eg launa þér,
ó, mamma.
Ef hár þitt gránar, þróttur þver,
en þrek og kraftar auðnast mér,
eg styrk og v'ernd skal veita þér,
ó, mamma.
Og er þér færist feigð á brá,
eg fyrri stunda minnist þá
og tárast þinni hvílu hjá,
ó, mamma.
Sig Júl. Jóhannesson.
Spékoppar og bros.
Einu sinni fyrir löngu, löngu síð-
an, var lítið barn að leika sér úti á
flöt. Það varð svo þreytt, að þaö
sofnaði. Þetta barn var sérstaklega
fallegt; alveg eins og englurrj, var
lýst. Það vildi svo til, að engill var
riðri á jörðinni og sá barnið þar
sem það svaf. Hann varð alvgg
hissa á því, hve fallegt það var og
hélt að það gæti varla verið jarð-
nesk veraT Hann laut niður að því
og snerti það þannig, að hann setti
góminn á þumlafingrinum neðarlega
á aðra kinnina rétt hjá munnvikinu
og góminn á visifingri á hina kinn-
ina í sama stað. Og hann sá og
fann að þetta v'ar sofandi barn. En
þegar hann kom upp í himininn aft-
ur( sagði hann frá því hversu þetta
barn væri dæmalaust fallegt. Annar
engill, sem var nokkuð forvitinn,
fór næsta morgun niður á jörðina til
þess að sjá það. Hann kom að hús-
inu þar sem barnið átti heima. Það
var bara svolítill torfkofi. Hann
fór upp í gluggatóftina og horfði
inn um gluggann og sá hvar barnið
lá sofandi í frúminu. Hann brosti
svo fast og með svo miklum krafti,
að geislarnir af brosi hans þrengd-
ust inn um gluggann og inn í húsið.
Þegar brosgeislar engilsins snertu
andlitið á sofandi barninu, þá var
komið í framkvæmd.
Gagnið af námsskeiðunum er
að sjálfsögðu mikið komið undir
kenslukröftunum, og þvi einnig,
hvernig þátttakendur nota sér þá
fróðleiksmola, sem á borð eru
bornir, í fyrirlestrum, á umræðu-
fundum eða í samræðum manna á
milli.
Að hverju stefna annars allar
þessar framfaratilraunir? Um
það má segja, að þar sé aðallega
haft tvent fyrir augum: að þroska
einstaklingana og bœta landið.
Um framfarir og framþróun er
mikið talað. Ah - sr og æ að
verða fullkomnara og betra en
það áður var, annars er afturför
og eyðilegging búin öllu lifandi. —
Einstaklingamir era að þroskast,
en gera jafnframt meiri kröfur
til lífsins. — Villimaðúrinn lætur
hverjum degi nægja sína þjáningu
og hugsar eigi fyrir morgundegin-
um. Hann verður þess vegna að
þola sult og önnur harmkvæli, þá
erfiðu dagana ber að höndum-
Mentamaðurinn gerir meiri Jcröf-
ur til lífsins. Hann vill hafa góð
föt, góð húsakynni og ýms önnur
þægindi. Hann ber umhyggja
fyrir morgundeginum, yrkir jörð-
ina ag gerir sér dýr hennar undir-
gefin, safnar sér forða af komi,
heyi m. m., býr sér til híbýli o. fl.,
sem getur orðið honum til lífs-
þæginda.
Starfstími einstaklinganna er
stuttur. Það sem hver og einn
getur unnið er lítið. Flestir koma
og fara án þess að skilja varan-
leg merki eftir sig. Nokkurra er
þó minst um langan aldur; þó
sjaldan hinna persónulega starfa
þeirra, heldur hugsjóna þeirra,
sem þeir hafa unnið fyrir og
fengið fjöldann til að vinna að með
sér. Á þann hátt hefir hver ein-
stakur þýðingu. Með því að
margir vinni að sameiginlegu
markmiði leggur hver og einn sinn
stein í einhverskonar byggingu; og
þótt steinarnir séu mismunandi
stórir, hefir hver þeirra sína þýð-
ingu. Og sé byggingin reist á
traustum grundvelli og vel og
samræmilega unnið að henni af
hverri kynslóðinni á eftir annari
og vandað til efnisins,. þá verður
ávöxtur starfsins varanlegur.
Þetta getur komið fram í ýmsum
myndum á hverju heimili, í hverju
sveitafélagi eða þjóðfélagi, sem
myndað er af einstaklingum menn-
ingar- og framfara-þjóðar.
í hverjum einstaklingi er vísir
til einhverra eiginleika, sem þurfa
að þroskast. Menningin á að miða
að því að þroska þá, svo að þau
öfl, sem í manninum búa, komi að
sem fylstum notum. Vekji hún
eigi hæfileikana til lífs og starfs,
er hún eigi sönn og hrindir fremur
aftur en fram.
Ávöxturinn af starfi einstak-
linganna í hverju þjóðfélagi verð-
ur sýnilegur af störfum þeim, sem
framkvæmd hafa verið. Ræktun
landanna, byggingar, listir, bók-
mentir o. fl- geta því verið eins-
konar mælikvarði fyrir þvi, á hve
háu menningarstigi þjóðin er.
Ástandið í þessum efnum er eins-
konar spegilmynd þjóðfélags-
starfanna á liðnum öldum. Sé.
landið vel ræktað, bæimir vel
hýstir, forn mannvirki varðveitt
og listir og bókmentir á háu stigi,
ber þetta alt vott um menningu og
starfsama ættjarðarást. Sé aftur
á móti landið lítt yrkt, byggingar
lélegar, listir litlar og bókmentir
fátæklegar, ber það vott um litla
rækt við landið eða menningu
forfeðranna.
Hvernig eru nú ástæöur íanas
vors í þessu efni? Feður vorir
hafa bygt það í rúm þúsund ár.
Hver er hinn sýnilegi ávöxtur af
starfi þeirra? Um það mætti
margt og mikið segja. En eg ætla
að eins að benda á nokkur aðnði.
Á landnámsöld var landið skógi
klætt á milli fjalls og fjöra — að
miklu leyti. En hvernig er það
nú? Skógarnir eru horfnir. Hvað
veldur þvi? Þ’ví valda náttúru-
öflin, svo sem eldgos og harðinli,
að nokkru leyti, en þó mest óskyn-
samleg meðferð á skógunum. Þeir
hafa eigi verið höggnir á réttan
hátt, og mikið beittir o. fl. —
Eyðileggingin er oorgleg. í
staðinn fyrir skógi klæddar hlíðar,
hæðir og hálsa blása nú við manni
auðnir: gróðurlítil svæði eða mel-
ar. Það, sem var prýði lanasms,
skjól og skjöldur annars gróðurs,
er nú horfið. — Það þarf að klæða
landið aftur. Þá verður það
byggilegra, fegurra og veðráttu-
farið betra. — Þetta kostar stari
margra kynslóða.
En hvað vora engjarnarT Lík-
ar því sem þær eru nú. Ámar
flæddu yfir þær í vatnavöxtum á
nokkrum stöðum. Þeir biettir
sýndu viðast hvar, að þar óx
þroskameiri jurtagróður heldur en
annarsstaðar- Þessa bendingu
náttúrunnar hafa menn horft á í
þúsund ár. En hve mikið er
gert að því að leiða vatnið yfir
engjarnar, láta það frjóvga þær
og vökva? Nokkuð er gert til
þess, einkum á síðustu áratugum,
en það er hverfandi lítið í saman-
burði við það, sem mætti gera.
Er það annars eigi athugavert,
að jöklar þeir er liggja á hálend-
inu, hafa frá ómunatíð mulið sund-
ur bergtegundirnar og amar tlutt
ógrynni jurtanærandi efna til sjáv-
ar? Að eins örlítill hluti þeirra
efna hefir orðið engjunum að not-
um. Meginhluti engjanna er sleg-
inn, heyið flutt burtu og eigi einu
sinni öskunni dreift aftur yfir
engjamar. Á þennan hátt tæmist
jarðvegurinn smátt og smátt að
næringarforða.
Þá eru túnin.
fyrir 1000 áram.
þau séu nær því
stærð. Hvemig
Þau voru engin
Nú má ætla, að
4 fermílur að
hafa þau verið
ræktuð ? — Víðast' hvar með því
að dreifa áburði yfir óbrotið land.
En nú er búið að slétta af þeim
nálægt 1250 dagsláttur, eða tæpa
400 hektara.
num fyrstur hafa sléttað tún hér
á landi, svo að nokkru munaði.
Það var í Búðardal vestra. Þar
hafa verið sléttaðar i túni um
10—12 dagsláttur á síðari hluta |
18. aldar. fMagnús var tæddur j
1732 og dó 1803). Stjórnin gatj
út lagaboð fi776) um skylduslétt-1
ur á hverju býli. — En bæði það j
dæmi Magnúsar og fleiri hafði lítil
áhrif.
Með framkvæmdum Torfa i
ólafsdal fer þúfnasléttan fyrst að
verða stórstigari. Hann byrjaði
skólann 1880. Þaðan hafa komið |
margir nýtir starfsmenn. Og j
Torfi fær mönnum í hendur ný og
betri verkfæri. Hann smiðar
undirristuspaða svo hundruðum
skiftir, 115 plóga, 93 herfi, 77
kerrur og 280 aktýgi- Þá lét hann
og fyrstur smíða hina skozkui ljái.
•— Það mun líka óhætt að segja,
að enginn einn maður hafi stutt
eins mikið að framförum jarð-
yrkjunnar og Torfi.
Framfarir i túnræktinni eru nú
að verða almennar. Heyaflinn
hefir lika aukist að miklum mun.
Um 1880 var hann 380,000 hestar
á ári, en nú er hann árlega 700,000
hestar.
Þá er garðyrkjan. Hana hafa
fornmenn stundað mjög lítið. Gísli
Magnússon (f. 1621, d. 1696J
sýndi með tilraunum norðan lands
og sunnan, að ýmsar garðjurtir
gætu þrifist hér til mikils hagnað-
ar fyrir land og lýð. Þessu var
því nær enginn gaumur gelinn. —
Svo kom Björn prófastur Hall-
dórsson (f. 1724, d. 1794). Hann
starfaði í sömu átt, gerði víðtækari
tilraunir og gaf út ágæt garðyrkju-
rit. Af þessu varð lítill almennur
árangur. Menn daufheyrðust enn
í heila öld. Þá kemur Schierbeck
landlæknir (1882). — Tilrauna-
stöðin í Reykjavik byrjar starf sitt
1899 og tilraunastöð Ræktunarfé-
lagsins 1903. Þessir nefndu ein-
nu stöku menn og félög vinna í sömu
átt. Og hvar er svo árangurinn af
tveggja alda starfi? Vér ræktum
sem svarar 3 skeppiun af jarðepl-
um og 2 sk. af rófum á mann-
Norðmenn rækta 2,4 tnr. og Þjóð-
verjar 7 tnr. af jarðeplum á mann
og ógrynni öll af rófum og öðram
garðjurtum. — Vér ræktum nær
eingöngu rófur og jarðepli.
Það er óreiknanlegt, hve mikið
væri hægt að spara kornkaup hér
á landi, ef vér hefðum manndáð
til að rækta svo mikið af garð-
ávöxtum, sem hægt væri að nota í
landinu.
Það er nefnt áður, að skógarnir
væru horfnir. Jón Þorláksson í
Skriðu sýndi (um 1800), hvernig
mætti rækta þá aftur. Trén i
Skriðu og viðar sanna gildi starfs-
aðferðar hans. En þau urðu að
standa og vaxa í nær heila öld,
áður en nokkuð var gert í sömu
átt. Með tilraunum Ræktunarfé-
lagsins er fyrst unnið á sama
grundvelli.
Þá eru húsakynnin. Hafa þau
batnað? Torfbæjunum er að
Nútíðar eldspýtur
eru afleiðingar af 60 ára reynslu í eldspýtna tilbún-
ingi á heimsmarkaðinum.
EDDY'S “Silent Parlor”
Eldspýtur ef rétt er haldið á og þeim strokið yfir
hrufótt efni, er ábyrgst að gefi stcðugt og bjart ljós.
The E. B. Eddy Company,
Limited,
HULL, CANADA
Magnús Ketilsson sýslumaður fækka. Hús úr timbri og steini
S ó Li S K I N.
eins og þeir kitluðu það og það
brosti. Og það er sagt, að það hafi
Verið fyrsta bros í þessum heimi-
Og þegar barnið brosti, sáust lautir
fyrir utan munnvikin beggja megin
neðarlega á kinnunum á því. Þessar
lautir voru förin eftir fingurna á
hinum englinum, þegar hann snerti
það daginn áður.
Svona er sagt, að spékopparnir og
brosið séu til orðin upphaflega. Þið
hafið tekið eftir því, hvað sumt fólk
er fallegt, sem hefir spékoppa, þeg-
ar það brosir.
Margföldun mað 9.
987,654,300
9,876,543
977,777,757
Galdurinn er a.ð eins að bæta aftan
við upphaflegu töluna einu 0 fyrir
hverja 9. Að bæta við tveimur 0
er sama sem að margfalda með
hundrað eða auka töluna hundrað
sinnum, og sé hún svo dregin frá
einu sinni, þá er hún aukin níutíu
og niu sinnum.
Ef margfalda á með þremur 9
(999), þá þarf að bæta við þremur
0, o.s.frv.
Það er auðvelt að margfalda með
sumum tölum, en erfitt með öðrum.
Þið haldið kannske, að erfiðast sé
að margfalda með 9, af því það er
hæsta talan, en það er ekki. Setjum
nú svo, að við ætlum að margfalda
34,875,695 með 9f þá er hægast að
bæta aftan við það 0 og draga sv'o
frá útkomunni mpphaflegu töluna:
348,756,950
34,875,695
313,881,255
Þegar við bætum núlli aftan við
tölu, þá margföldum við eiginlega
töluna með 10. Talan 9 er einum
minni en talan 10, eins og við vitum.
Þess vegna er það að margfalda
með 10 og draga svo töluna sjálfa
frá einu sinni sama sem að marg-
falda með 9.
Þessi aðferð er miklu fljótlegri ef
t.d. á að margfalda með 99 eða 999
eða hvaða tölu sem er með eintómum
9- Setjum svo, að við eigum að
margfalda 9,876,543 með 99; það
verður srona:
Islendingar fundu Ameríku.
Gamalt handrit hefir fundist, sem
skýrir frá því, að íslendingar hafi
fyrst fundið Grænland 877, en Eirík-
ur rauði hafi stofnað þar nýlendu
986. Þessi nýlenda var þar yfir
400 ár og sjást rústir þar enn þá af
byggingunum. Islendingar á Græn-
landi heyrðu frá þvi sagt af sjó-
mönnum, að stórt land v’æri þaðan
langt í vestur. Árið 1000 (sama árið
sem kristni var lögtekin á íslandi)
sigldi Leifur sonur Eiríks rauða til
þess að leita að þessu landi. Með
honum voru 35 manns. Sjóferðin
var ekki löng, eins og sjá má ef litið
er á landabréfið.
Fyrst kom Leifur að eyju, líklega
Nýfundnalandi, og kallaði hann það
Helluland. Þaðan sigldi hann til
Nýja Skotlands og nefndi hann það
skógland, og loksins kom hann á
land einhversstaðar við strönd Mas-
sachusetts ríkis; það kallaði hann
Vínland af því þar var fult af vín-
berjum. Hann var þar heilan vetur,
fermdi skip sitt með timbri og sigldi
aftur til Grænlands; þar sagði hann
eru a|S koma í staðinn, og heil þorp
og bæjir byggjast á þann hátt. •—
En svo þurfa kolin að fylgja með.
Menningin er eigi nógu mikil til
þess að breyta vatnsaflinu í raf-
magn, í ljós og hita. Nú liggur
nærri að menn króknl, et kol
vanta. Sú umkvörtun heyrist ekki
í gömlu torfbæjunum.
Á landnámstíð ráku landsmenn
sjálfir verzlunina. Þeir fluttui
vörur frá landi og að. Eimskipa-
félagið er nú að byrja með sin
skip- Aðeins að það sé eigi of
vel séð fyrir þægindum farþega
og lestarúmið rýrt með því um of.
Fiskiveiðar voru áður stundað-
ar á opnum bátum. Utvegurinn
var þá óviss. Seinna koma segl-
skipin, vélabátarnir og gufuskipin
með botnvörpumar. Aflinn vex
þá líka að miklum mun. Utflutt-
ar sjávarafurðir hafa aukist mjög
mikið. En þrátt fyrir þennan
mikla afla er þó vart hægt að fá
harðan fisk. Biskuparnir á 18.
öld fluttu árlega 250 vættir af
harðfiski heim að Hólum, Nú má
það gott heita, ef næst í 1—2 vætt-
ir af hertum steinbít af Vestfjörð-
um.
Verzlunin var lítil fyr á tímum.
Þá var mest hugsað um það, að
heimilin væru sem mest sjálf-
bjarga. Nú eru tímarnir aðrir;
alt er keypt og alt er selt.
Þá er og orðin mikil breyting á
starfsháttum. Áður vora menn
meira staðbundnir. jarðirnar
voru setnar af sömu ættum mann
fram af manni. Vinnufólkið var
þá margt og störfin mörg til að
vinna, svo að heimilin væra sem
mest sjálfbjarga. Menn voru
sendir á grasafjöll, til útróðra, eða
til að sækja söl o. fl. Þetta leiddi
til þess, að rnenn urðu duglegir og
þrautseigir, fastir við heimilin og
sveitina sina.
Nú er öldin önnur. — Að koma
eitthvað út í heiminn er nú talið
lífsskilyrði fyrir yngra fólkið, “því
heimskt er heimaalið barn.” Menn
flytja úr einum stað í annan-
Fjöldi fólks fer úr sveitunum í
kaupstaðina. Verulegum heimil-
um fækkar. Vinnufólkið er orðið
fátt, en lausafólk margt. Það
vinnur fyrir hærra kaupi, en “á
þá frítt” nokkum hluta úr árinu;,
sumt af því lifir þá aðgerðarlaust,
en sumt lærir eitthváð, t. d. að
dansa. — Við þetta verður los á
þjóðlífinu. Margir eiga ekkert
lieimili, sem þeir vilja starfa fyrir
— enga sveit kæra. En hvort ætt-
jarðarástin er komin á hærra stig,
læt eg ósagt.
En hvernig er mentunin? —
Menn vita meira en áður, eru víð-
sýnni. Áður var það aðallega
sögufróðleikurinn, sem menn sótt-
ust eftir. Nú virðist sú þrá vera
að hverfa. •— Eg var nýlega stadd-
ur í Reykjavík. Heyrði eg þá
sagt að Jón sagnfr. Jónsson væri
að halda sögufyrirlestra í háskól-
anum. Þangað máttu allir koma.
Eg fór þangað; bjóst eg við iullu
húsi og þrengslum. Nei, ekki var
það. — Þangað komu um 20
manns. Sagt var mér, að svo væri
oftar. — Þetta er sogupjöðin
gamla. — En á “Bíó” var húsfyllir
á hverju kveldi-
1 skólunum læra menn margt.
En vafasamt er, hvort vakmngin
er eins mikil og lærdómurinn. —
En þjóðin þarf um frami alt að
læra að skilja hlutverk sitt.
Hvað eigum vér frá eldri tím-
um, er sýnir starf liðinna kynslóða,
listfengi þeirra eða smekkvísi í
byggingum eða öðru? Allmikið
þesskonar hefir verið til. En
hvernig er það varðveitt? Þjóð-
menjasafnið hefir bjargað tals-
verðu af því. En til skamms tima
hafa menn ekki látið sig miklu
skifta fornmenjarnar eða minn-
ingar feðranna. Einn hefir rifið
það niður sem annar hefir bygt.
Flestir eiga hér óskift mál. Svo
hefir blindnin verið mikil. —
Átakanlegt dæmi er hér á Hólum.
Kirkjan ein af elztu dómkirkjum
á Norðurlöndum, hefir átt prýði-
lega vandaðan búning, sem varð-
veittist í henni fram í lbk 18. ald-
ar — og að mestu fram um 1880.
Nú er búið að rýja hana að mestu
skrauti hennar. — Hverjiii hafa
gert það? Biskup landsins gekk
þar í broddi fylkingar með kápuna
hans Jóns Arasonar. . Eigendur
kirkjunnar, sýslunefndirnar hér
norðanlands, fylgdu svo dæmi hans
Þær létu mölva og brjóta margt af
hinum innra og ytra Dtuiingi; vlö
það fengu eldabuskurnar færi á að
fullkomna eyðileggmgiuia.
Nokkru var þó bjargað á Þjóð-
menjasafnið. — Auðunarstofan,
sem stóð hér í 5 aldir, var rifin á
síðastliðinni öld. — Þetta er að-
eins eitt dæmi þess, hve hirðulaus-
ir menn hafa verið með að vernda
minningu og störf feðranna.
Ef menning og álit á að aukast
og eflast hjá einhverju þjóðfélagi,
riður á að vernda það, semi gert
hefir verið til að efla gagn og
heiður þess. Alt sem minnir á
liðinn tíma, og vel hetir verið gert,
á að vera mönnum heilagt. — Það
á að vekja hvöt til meiri framsókn-
ar, hvöt til að vinna eitthvað, sem
líka sé þeSs vert að gevmast i stað
þess að hverfa í djúp gleymskunn-
ar. — Hólar eiga margar söguleg-
ar endurminningar, en fá minnis-
merki þess, sem gerst hefir- Mundi
það hafa mikla þýðingu í menn-
ingarlegu tilliti að endUrreisa sumt
af því foma og fallna.
Margt mætti enn tina til um
fornt og nýtt. En tíminn leyfir
það eigi. Tilgangurinn er aðeins
sá, að minna á nokkur atriði.
Vér vitum öll vel hvernig landið
okkar er og hve ábótavant oss er
í mörgu. En hvað ber framtíðin
í skauti sínu? Á þessari þjóð að
auðnast það að eflast og mannast,
svo hún geti hagnýtt sér gæði
landsins — ræktað það, notað
fiskimiðin, breytt vatnskrafti i ijós,
hita og vinnuafl, bygt snotur húsa-
kynni, vegi og brýr — yfír höfuð
að gera það, sem þarf, til að efla
framleiðsluna og velliðan manna?
Vist getur þetta orðið. En vér
þurfum fyrst að hafa hugsjónir —
hugsjónir, sem vér viljum allir
leggja fram krafta vora til að
vinna fyrir. Hlutverkin era mörg.
Sé hvert þeirra trúlega unnið,
getur það orðið einn stemn i
byggingunni — stór eða lítill eft-
ir ástæðum, en getur þó gert sitt
gagn. Hér er verkeim tynr alia.
Leiðtogamir eiga að marka leið-
irnar, verkamennirnir að byggja
veginn vel, og það á að halda bygg-
ingunni áfrám, en eigi að rífa það
niður, sem búið er að byggja. —
Störfin era jafn þýðingarmikil,
hvort sem þau eru unnin af háum
eða lágurn. Það er talað um, að
ráðherrann hafi eytt óþarflega
miklu í símapeninga. En hvað er
um það að tala fyrir þjóðarheild-
ina í samanburði við það, að t. d.
mjaltakonurnar, fjármennirnir eða
þá húsmæðurnar vinna störf sín
eigi sómasamlega. Þau störf eru
margfalt þýðingarmein tynr
þjóðfélagið en ráðherrastörfin. —
í víngarði þjóðfélagsins er verk-
efni fyrir alla — jafnt unga sem
gamla, konur sem karla, fátæka
sem ríka. Allir þurfa að vinna
sameiginlega að framkvæmd ein-
hverrar hugsjónar, að hverju mark
miði, sem eflir hagsæld þjóðfélags-
ins.
Samfundir fleiri eða færri
manna eiga að glæða ættjarðarást-
ina, vekja hugsjónir, knýja fram
nýja krafta og leysa bundin öfl úr
læðingi. Hver einstaklingur hefir
matt í sér til að vinna eitthvert
gagn, skilji hann að eins hlutverk
sitt.
Að þessu markmiði eiga náms-
skeiðin áð vinna- — Isafold.
DODD’S KIDNEY PILLS,
Lækna gigt, nýrnaveiki, bakverk og alla
aðra nýrna «júkd4mt.
The Dodds Medicine Co., Lt.d,
Toronto, - Canada