Lögberg - 25.11.1915, Page 2
f
LÖGBERG, FIMTUDaGINN 25. NÓVEMBER 1915.
Minni Sigtryggs Jónas-
sonar
Flutt af Bjama Marteinssyni
ii. nóv. 1915.
Kæru vinir,
Mér er bæöi ljúft og óljúft að
inna af hendi hér í kveld, það verk
er nefndin, sem stendur fyrir
þessu samsæti, fól mér að vinna.
Ljúft, af því að mér er sérlegu
vel viS heiSursgestinn og ann hon-
um mikiS og starfi því er hann
hefir leyst af hendi, en óljúft af
því eg finn til þess aS eg geri um-
talsefninu, sem er heiSursgestur-
inn sjálfur, ekki þau skil, sem
hann og starf hans verSskuldar.
Starf, sem ekki er takmarkaS inn-
an þess svæSis, sem kallaS er Nýja
Island, heldur líka í stórum mæli
grípur inn í vestur-íslenzkt land-
nám í heild sinni og þá starfsemi,
svo að segja á öllum svæSum, sem
hiS vesaurflutta þjóSarbrot hefir
fengist viS.
Veturinn 1875—76 flaug sú
fregn sveit úr sveit, yfir fjöll og
firnindi á Islandi, aS íslenzkur
umboSsmaSur frá stjórninni í
Canada væri kominn til landsins
og ferSaðist um og héldi opinbera
fundi til aS segja fólkinu frá gæð-
um landsins í vestrinu. Og þó sér-
staklega þeirri nýjung aS íslenzk
nýlenda væri sett á sioin a strönd-
um stöSuvatns eins mikils, sem
héti Winnipegvatn.
Á þorranum þenna vetur var
einn slikur fundur á Eiöum i
EiSaþinghá í SuSur-Múlasýslu.
Eg var þá lítill drenghnokki aö al-
ast upp hjá foreldrum mínum í
Gilsárteigi, sem er þar allskamt frá.
Af ástæSum, sem mér eru nú
óljósar, var eg á þessum fundi og
man töluvert glögglega hvaS þar
fór fram. Umboðsmaðurinn sem
hér ræSir um var Sigtryggur Jón-
asson, sem er heiöurskestur vor
hér í kveld.
Þarna var þaS sem eg sá Sig-
trygg Jónasson í fýsrta sinni.
Hann var þá i blóma æekunnar,
frískur á fæti og fjörugur í anda,
fullur af lífsglöSum vonum og al-
vörugefnum áhuga fyrir velferS
þjóöar sinnar. Fyrir velferS
þjóöar sinnar segi eg af ásettu
ráöi af þeirri ástæöu aö sjálfur er
eg sannfærSur um þaS og hefi ætíS
veriS, og ef eg skil rétt hugsanir
og stefnu Sigtr. Jónassonar, eins
og slíkar hugsanir hafa i verkinu
birst síöan, hefir hann verið þeirr-
ar skoöunar aS vesturflutningam-
ir og öll sú hreyfing sem þeir
komu af staS i íslenzku þjóSlífi,
hafi oröiS og veriS ákveðnar til
þess aS verSa íslenzku þjóðinni
heima til blessunar. Þrátt fyrir
þaS þó ýmsir af vinum vorum og
bræSrum á ættjörSunni ómögulega
geti samrýmt ættjarðarást og vest- * 1 2 3 4
urflutninga. Margar sannanir
mætti færa fram fyrir þessari
skoSun, en þessa einu verð eg aö
láta nægja í kveld. Hún er bygð
á þjóöareynslu liðinna alda, og hún
er þessi: AS hreifingin ein Hlaut
aS skapa nýtt lif, það nýja líf hlaut
að framleiða nýjar hugsanir, og
hinar nýju hugsanif aftur á móti
aö geta af sér nýja starfsemi, en !
starfsemi flytur velliðan í skauti i
sínu.
Sigtr. Jónasson kom af stað hinni j
fyrstu virkilegu vesturfarar-
hreyfingu. Fjöldi víðsvegar um
land skrásetti sig til jvesturfarar
þessa vetur, 1875—76. Margir,
aö líkindum allflestir, fóru hingaö
til nýja íslands fyrst í staö, en ’
nokkrir fóru þó í aðrar bygöir.
AllgóSa eftirtekt hefi eg veitt
jæim viöburSum, sem gerst hafa
meðal Vestur-Islendinga frá því
landnám hófst til þessa dags, og
eðlilega Nýja Isl. sérstaklega og
|)ví, sem þar hefir gerst. En viö-
burði þá getur maður naumlega
haft í huganum án j>ess aS fyrir
manni verði nafn Sigtr. Jónassoti-
ar. Hann hefir veriö j>etm vjö-
buröum svo náknýttur aS í land-
námssögunni hlýtur hann að skipa
eitt af hinum hæstu sætum.
Ef maöur vill nú tala um hann
rétt, hlutdrægnislaust og sann-
gjarnlega, þá held eg því fram
aS sagan sartni að Sigtr. Jónasson
hafi haft í ríkum mæli nokkra eig-
inleika, sem eg ætla nú að nefna og
sem einmitt hafa gert hann að ein-
um af hinum mikilhæfustu mönn-
um meðal vor V.-Isl. Einkenni,
sem hafa veríð sérkenni allra mik-
ilmenna á öllum timum, hvar sem
leitaö er.
Þá er þaS fyrst aS Sig-
tryggur Jónasson hefir verið
ákveffinn maður. Hann hefir haft
alveg ákveðna og fasta stefnu í
öllu þvi sem hann hefir starfaö að.
Aldrei verið að fálma fyrir sér,
hikandi i hvaSa átt skyldi stefna.
Á öllum svæöum starfsemi meðal
vor hér vestra hefir hann unniö,
og alstaöar hefír þetta einkenni
sýnt sig. Fasta ákveðna stefnan í
stjórnmálum, kirkjumálum, í þjóö-
erfiisbaráttunni hér og ákveðinn
einnig í því hvaö gera þyrtti
heimaþjóSinni til framfara og um-
bóta.
I ööru lagi hefir hann verið
saarfsamur maöur. ÆtíS starfandi.
I starfseminni hefir komiö í ljós
annar eiginleiki, sem hann hefir
haft til að bera og sem allflestum
reglulegum starfsmonnum er eig-
inlegur, en þaS er djarfleiki og
árœöi. ÞaS hefir sannarlega
j þurft meira • en meöalmanns
, dirfsku aS leggja út í og hvetja til
j að leggja út í blaðaútgáfu fyrir-
tæki á allra fyrstu landnámstíö-
j inni, þegar allsleysi fólksins var á
sinu allra hæsta stigi meö torfær
ur og öröugleika allskonar teg-
unda fyrir framan sig, sem fyrir-
fram virtust kveöa upp dauðadóm
yfir fyrirtækinu. — Já, fyrirtækiö
hætti — þaö dó ekki — aðeins
hætti um stund, reis aftur og aft-
i ur, hné, reis svo enn á ný — og
lifir —. En veröur þaS þá með
sönnu sagt aö hin fyrsta tilraun
, hafi verið til einskis? Nei. Fyrst
j og fremst minti það Vestur-ís-
lendinginn á það aö hann ætti ætt-
jörSu fyrir austan hafið, sem hann
| ætti ekki aS gleyma, aS hann ætti
fagra tungu og gullvægar bók-
mentir, sem hann ætti að leggja
j rækt viö, jafnvel hér í Nýja íslandi.
j að hann ætti mörg fögur þjóSar-
j einkenni, sem ættu ekki aS úrætt-
. ast, og loks hélt þaS við lestrar- og
mentafýsn fólksins og var um leið
band á milli vor og bræöra vorra
á ættjörSunni.
Svo var þaö líka meira en með-
almanns áræði aö leggja út í aö
kaupa sögunarmylnu og gufubát.
Útí hvorttveggja var samt lagt á
þessum allsleysis tíma. Fýrir
hvorttveggja var sár þörf. Myln-
an gaf atvinnu, sem fólkiö þurfti
endilega aö fá og báturínn bætti að
sumrinu til úr allra sárustu sam-
göngujjörfinni við umheiminn.
I þriðja lagi hefir Sigtr. Jónas-
sog vériö sérlega óeigingjarn maö-
ur. ÞaS er naumlega hægt að
hugsa sér svo öfgafullan mann aö
hann álíti aö útí þessi tvö fyrir-
tæki sem eg hefi nefnt, hafi veriö
lagt meS gróðahugsun efst á baugi'
og aS peningalegur gróöi hafi'
veriS fyrsta og aðalhvöt þeirra
manna, sem fyrir því stóöu. Nei,
sannarlega getur þaö ekki hafa
veriS. En þarfir fólksins kröfS-
ust þessa. Rækt viS tungu og
þjóðerni hins fyrra, hinar daglegu
líkamlegu þarfir hins síöara. Eg
held aö ekki sé auövelt aö finna
ástæðu til aS álíta, hvar sem maður
lítur á starf hans í fjörutíu ár, að
hann hafi fyrst og fremst veriS að
þyggja kastala auðs og þæginda
fyrir sjálfan sig, heldur miklu
fremur veriö brautryðjandi ins
komandi tíma — án launa —.
I fjóröa lagi hefir Sigtr. Jónas-
son veriö velviljaður maöur. Eg
hugsa aö landnámsmennirnir hinir
eklri geti sérstaklega borið honúm
það. Hinir yngri alveg eins, ef
þeir vildu leggja hlutdrægni til
hliðar og dærna fordómalaust.
Meö þeirri læztu eftirtekt, sem eg
hefi getaS veitt starfi hans, verð
eg að segja aö hann hafi ætíS
viIjaS þjóöflokki sínum vel, alt
hið bezta sem hann gat hugsað og
unnið. Hefir aldrei ráðlagt ann-
að og aldrei starfað annaS en þaö,
sem hann var fyllilega sannfæröur
um aö væri landi og lýS fyrir
beztu og heillavænlegast í bráS og
lengd.
Þessi liugsun leiSir mig þá að
hinu fimta, sem eg hafði í hugan-
um, sem er þaö aö hann hafi ætíð
veriö einlœgur viS þau málefni,
sem hann hefir barist fyrir. HefSi
vinátta hans við Nýja Island ekki
veriS einlæg\ heföi hún ekki orðiS
eins endingargóð og raun hefir á
orðiS. HefSi hann ekki verið ein-
lægur sonur ættjarðar sinnar heföi
hann ekki bent henni á eins mörg
góS ráö og hann hefir gert til um-
bóta og framfara heimalandinu.
Hann vakti fyrstur manna upp
járnbrautarmáliS á Islandi og þó
vér sjáum ekki á yfirboröinu að
tillögur hans í því máli hafi borið
mikinn árangur, þá getum vér aö
hinu leytinu ekki hiklaust neitaö,
aS stofnun Eimskipafélagsins sé
beinn ávöxtur af því er hann
hefir sáö meS ræðum sínum um
járnbrautarmálið þar heima og
ritgerðum sínum slíks efnis í Lög-
bergi á Jæss fyrstu árum. Avextir
af starfi eins eða annars eru ekki
ávalt öllum ljósir þegar í staS,
heldur tekur oft langan tima aö
þeir verSi opinberir og eign hvers
manns.
Þegar eg bauö yöur velkomin
hér i kveld, minti eg á að vér
værum hér allir samankomnir á
sameiginlegum grundvelli, sem Is-
lendingar og larldnámsmenn í nýju
landi, en ekki sundurskiftir stjóm-
mála flokksmenn. Eg vona svo
góðs til yðar að þér bregöið mér
ekki um að eg sé að brjóta mitt
eigiS bÞSorS þó eg nú múinist þess
aö Sigtr. Jónasson er hinn fyrsti
íslendingur, sem hlotnaðist sá
heiSur að vera meðlimur löggjaf-
arþings fyrir vestan haf. Og einn-
ig þar var hann samur við sig:
Einlægur, velviljaöur, óeigingjarn
vinur.
Nafnið Sigtryggur Jónasson
veröur þvi uppi og lifir í land-
námssögu Vestur-Islendinga, á
sama hátt og nöfn margra hinna
frægu ættfeðra vorra sem numdu
land á íslandi fyrir meir en þús-
und árum síðan.
Málefni kvenna
Konur og atkvœðisréttur.
■ Eftir séra Önnu Shaw.
ÞaS hefir veriö meS sanni sagt
að “hinn langi þrældómur kvenna
j sé svartasta blaösíSan í sögu
mannfélagsins”. Þegar lesin er
framfarasaga þjóSanna á þeim
timum, sem hnefaréturiíin réði
lögum og lofum; þegar líkamlegt
dýrsafl var stjórnandi valdið og
hinn minni máttur varS altaf og
alstaSar aö lúta, þá sést glögt
ástæðan fyrir því að konan varð aö
sitja og standa eins og maðurinn
vildi vera láta.
Nú er sá tími kominn þegar það
er ekki viðurkent — ekki í orSi
aö minsta kosti — að afliS sé rétt-
læti. Þegar þeirri kenningu var
hrundið af stóli tóku bæði þjóðir
og flokkar innan þjóöfélaganna,
aS hefjast handa og heimta þau
réttindi, sem ]>eim haföi áður ver-
ið svnjaS um. Loksins kemur
konan til sögunnar og hefur
samskonar baráttu.
Svo oldum skifti hafði hún ver-
ið öörum imdirgefin í orSum, at-
höfnum og hugsunum. Réttlæti
og frelsi fyrir sjálfa sig þekti hún
tæpast, en til meðvitundar um það
hefir hún vaknað smátt og smátt.
Ofsóknir og fyrirlitning hefir
ávalt veriö hlutskffti þeirra, sem
brotið hafa ísinn og krafist rétt-
indabóta, í hverju landi og á hvaöa
tíma sem veriö hefir. Sérstaklega
hefir þaS falliS þeim i skaut er
hafa hafiö sig yfir fjöldann til
þess aö krefjast stjórnarfarslegs
jafnréttis.
ÞaS er eftirtekta verður sann-
leikur, aS þær konur flestar, sem
fyrir þessu máli hafa barist, hafa
verið sérlegum gáfum gæddar
bæöi að afidlegum þroska og fyr-
irmynd í heimilisstjóm. ÞaS er
sannarlegur virkileiki að flestar
konur sem fyrir jafnrétti systra
sinna hafa barist og lagt til þess
tíma og fyrirhöfn, hafa sjálfar
verið fyrirmyndar mæöur. og
ágætis eiginkonur.
Heimilisstjórnin og hluttaka í
málum út á við hata svo margar
þeirra sameinaS aS furSu gegnir.
I raun og veru dást þeir er á
horfa og hlusta aS dugnaSi þeirra
og áhrifum, jafnvel þótt þeir geri
alt sem í þeirra valdi stendur til
þess að tefja mál þeirra og reyni
aS veikja vopn þeirra meS upp-
gerðar fyrirlitningu.
Þeir sem sekastir hafa veriS um
það aS rangfæra orö þeirra á allar
lundir, hafa meS sjálfum sér orS-
ið að bera fyrir þeim djúpa lotn-
ingu.
Nú er þó svo langt komiö, þrátt
fyrir alt, að þær hafa sýnt hnefa-
réttinum í tvo heimana. Þeir hafa
fullvissaS mennina um þaö að þær
liætta aldrei fyr en öllum réttar-
farslegum mismun milli karla og
kvenna sé úr vegi rutt, hvaö sem
|>að kosti og hversu mikið sem á
móti verði unnið.
Fyrsta manneskja i Bandaríkj-
unum, sem hélt fram atkvæöisrétti
kvenna, eftir því sem menn frek-
ast vita, var Abigail Adams.
Hún var kona sem fram úr
skaraði í heimilisstjórn og þátt-
töku sinni í félagsmálum. Hún
var kona eins af forsetum Banda-
ríkjanna og móSir annars.
I bréfi sem hún skrifar manni
sínum, John Adams, 31. marz
1776, áöur en stjómarskrá Banda-
ríkjanna var samin, segir hún
meðal annars; hálfpartinn í spaugi,
en þó með auSsæjum alvöruþunga;
“I þessum nýju lögum, sem þiö
verðið nú að semja, vonast eg til
aS þiS munið eftir kvenfólkinu og
verSið örlátari og sanngjarnari í
þeirra garS, en forfeður ykkar
hafa veriS. Veitið ekki bóndanum
ejns ótakmarkað einveldi yfir
konunni. — Ef þiS veröið ekki
sérlega sanngjarnir viö okkur
kvenfólkið, þá erum viö ákveönar
i því að gera uppretsn, og teljum
okkur ekki skylt að hlýða neinum
lögum, sem við höfum ekki tekið
þátt í aS búa til, beinlínis eða
óbeinlínis”.
ÁkveSin barátta fyrir jafnrétti
kvenna er samt sem áöur ekki
nema um 75 ára gömul.
Fyrsta kvenréttindaræöa var
flutt 1847 í bænum Garduer í rík-
inú Massachusettes. Kona sú sem
hana flutti hét Lucy Stone, og
hélt hún hana í kirkju bróöur síns.
Fyrsta kvenréttindaþing var
haldið 1848, í Seneca Falls i New
York riki, og var boöað til þess af
Lusretin Matt og Elizabetu Cady
Stanton.
Það sem á þvi þingi gerðist var
prentað og um þaS ritaS í flestum
blöðum landsins. Mátti svo heita
aS blööin væru öll samtaka í því
aS minnast á þaS meö háði, fyrir-
litningu og rangfærslum. Meira
að segja það var gert ao umræou-
efni í kirkjum og fordæmt niöur
fyrir allar hellur af prestunum.
Konurnar sem til þingsins
stofnuöu voru hjartanlega sann-
færðar um réttmæti málsstaðar
síns og datt það ekki í hug aö
Ieiðandi menn landsins mundu gera
sig seka í slíkum rangfærslum sem
raun varS á.
Áskorun um jafnrétti hafði ver-
ið undirskrifuS á þinginu af
hundraS mönnum og. konum; en
þegar ofsóknirnar dundu á frá
blööum og prédikunarstólum, þá
létu margir stryka út nöfn sín og
höfðu ekki hug til aö standa við
skoöanir sinar. Mótmæli blaöanna
voru vandlega geymd af andstæð-
ingum málsins, og það undarleg-
asta er að nákvæmlega sömu ástæð-
urnar eru haföar á móti kvenfrelsi
enn þann dag í dag, sem þá voru
fram bornar.
En þrátt fyrir þetta var áskor-
unin frá þinginu send út um alt
land og gróf hún dýpra um sig í
hugsun margra merkiskvenna, en
flestir gerðu sér grein fyrir í svip-
inn. Kvenréttindaþing voru ha’din
skömmu siöar í Massachusettes,
Ohio, Indiana, Pensylvania og
víösvegar í New York riki. Og
þegar þessi kvenréttinda alda reis
og varð ekki bæld niöur með háði.
þá tóku blöSin, prestarntr og fólk-
ið í heild sinni höndum saman til
þess aö fjandskapast gegn henni
af alefli. Skrilsflokkar leiðandí
manna brutust inn í húsin þar sem
fundimir voru haldnir og réöust
jafnvel á þessar friðsamlegu kon-
ur með likamlegu ofbeldi.
ÁstæSurnar í mismunandi lönd-
um hafa verið eftir skoðun fólks-
ins í hverju landi fyrir sig.
Á Englandi og í nýlendum þess
var það rótgróin skoðun aS at-
kvæðisréturinn heyrði aðeins til
búendum og skattgreiSendum.
Þess vegna hafa kvenréttindakon-
ur sýnt fram á ranglæti þar í því
því aS leyfa ekki atkvæði þeim
konum sem hús halda og skatta
gjalda.
1) Bandarikjunum er atkvæöi
fremur skoSaS sem persónuréttur,
þar er hugsunin sú að allir eigi
heimting á því aS ráðgast sé við
þá um alt, er þeim sjálfum við
kemur; það er þeirra meðfæddur
réttur.
Lögin sem hann á að hlýöá >á
hann að taka þátt í að semja og
gjöldin sem á hann eru lögð á
hann aö hjálpa til aS ákveöa;
hvorttveggja í gegnum kosninga-
fulltrúa. AtkvæSiS var til þess
að hann gæti látið í ljósi vilja sinn
og skoöun.
Þeir sem kvenréttindum fylgdu
ráku ihaldsmennina í vörðurnar
meö tilvitnunum úr "JKrelsisskrá”
Bandarikjanna og “Jafnréttislög-
unum” á Englandi Þar segir svo
að “stjórnin hljóti vald sitt til aö
stjórna aöeins frá þeim sem
stjórnað sé”. “Nú er kionum
stjómað alveg eins og mönnum”.
sögðu þeir, “þess vegna er sú
stjórn i raun réttri valdalaus,
samkvæmt stjórnarskránni, sem
ekki er kosin bæði af körlum og
konum.”
“Skatta álögur án þátttöku í
fulltrúakosningu, er harðstjórn,”
segir stjómarskráin. “Konur
verða að greiöa skatta, þess vegna
eiga þær heimting á fulltrúakosn-
ingu.”
Ef eignarréttur lands er skilyröi
til atkvæöis, þá eiga jarðeigandi
konur heimting á þvi. Ef atkvæð-
isréttur er meðfæddur hverjum
einstaklingi, þá eiga konur hann aS
sjálfsögðu.”
Enn fremur var því haldið fram
að atkvæöisréttur kæmi konum til
aS lesa félagsfræði og fylgjast bet-
ur með í opinberum málum. ÞaS
mundi skerpa skilning þeirra, auka
þekkingu þeirra, gera þær níösýnni'
og vtrari og nytsarpari í mannfé-
laginu; þaS mundi gera þær fær-
ari konur og betri mæSur.
0Frh.;.
Björn Jónsson
látion
Kaupmannahafnar
Munntóbak
Búið til úr hin-
um beztu, elstu,
safa- mestu tó-
baksblöðum, er
ábyrgst að vera
algjörlega hreint
Hjá öllum tóbakssölum
Þetta er tóbaks-askjan sem
hefir aÖ innihalda heimsins
bezta munntóbak.
Hann dó aS heimili bróður síns
Halldórs Jónssonar, 545 Pacific Ave.
Winnipeg, Man., aS morgni, kl. 9, þ.
8. þ.m. Banameiniö var krabbi í
maganum. HafSi liðiS mikið yfir
heilt ár, en reyndi að bera það meö
þreki til síðustu stundar.
Björn sál. var fæddur aS Hólum í
Hjaltadal 13. dag MarzmánaSar ár-
iS 1867 Hann ólst upp með foreldr-
um sínum, Jóni Benediktssyni Vig-
fússonar prófasts á Hólum og Sig-
ríSi Halldórsdóttur prófasts á SauSa-
nesi. Frá 13 til 17 ára eða því sem
næst um fjögur ár, var hann í vist
með frænda sínum Vilhjálmi Bjarn-
arsyni í Kaupangi við EyjafjörS,
bróður Þórhalls' Bjarnarsonar bisk-
ups íslands ‘ frá Laufási, og nam tré-
smíði af honum. ÁriS 1887 fluttist
hann til Canada ásamt föður sínum
og þremur bræðrum, Halldóri búsett-
um, sem áSur er sagt, í Winnipeg;
Beneclikt víð íslendingafljót, Man.,
og Gunnari, búsettum nærri West-
bourne, Man.
Um fleiri ára skeiS vann Björn
heit. aS ýmsum störfum í Winnipeg í
og víSar. Fyrir 11 árum flutti hann
út á land og bjó um 3—4 ár í hinni;
éþáj sv'okölluðu Marshland bygð; en
fyrir 6 árum síSan nam h$inn heim-
ilisréttarland 4ýí mílu beint vestur
af Westbourne, Man., og bjó þar þar
til heilsa hans og kraftar þrutu.
JarSarförin fór fram frá Fyrstu
Lútersku kirkju í Winnipeg þ. 10.
þ.m., og var hann jarðsunginn af
séra Birni B. Jónssyni, presti þeirr-
ar kirkju, í Brookside grafreit.
Björn sál. kvongaöist aldrei og
átti ekkert afkvæmi, en hafði ráSs-
konu um mörg ár, Maríu Sigurðar-
dóttur aS nafni.
Bjöm sál. var fríður sýnum og i
hærra lagi á vöxt; á fyrri árum fim-
ur og frár og næstum afburöamaö-
ur aS karlmensku; en þunglyndi á-
sótti hann viS og við. Hann var
tryggur i lund og dyggur i öllum
verkum, greindur og vel upplýstur,
oröheldinn og orðgætinn; elskaði
ganfla fósturlandiS, Island, og sögu
þess, enda átti hann og las allar ís-
lendingasögurnar, sem hægt var aS
fa hér vestan hafs.
Björn sál. var góðgjarn og örlátur
við þá, sem bágt áttu; í einu orði
sagt: hann var mannkostamaöur.
H. J.
þar sem þetta samsærisfélag hefir
aSra endastöð sina. Lemm var
fluttur til Regina fyrra þriSjudag
og kærSur um aö hjálpa útlendum
óvinum til þess aS komast frá
Canada.
Kvenréttindi feld.
Atkvæða voru greidd í nokkrum
ríkjum Bandaríkjanna fyrir
skömmu um kvenréttindamáliS,
þar á meSal í New York, Pensyl
vania og Massachusette og var
það felt víðast meS miklum meiri-
hluta. Brennivínssalarnir voru
þeir, sem aðallega beittu sér gegn
málinu; þótti óvænlega horfast ef
konur fengju atkvæöi.
Nobelsverðlaunin
fyrir eðlisfræSi hafa verið veitt í
ár þýzkum manni er Max von
Lane heitir og er prófessor í
Frankfort við Main. Hefir hann
gert uppgötvanir mjög merkilegar
viövíkjandi endursendun geislum
frá gimsteinum.
Önnur verSlaun í eSlisfræði fékk
prófessor Theodore William
Richard við Harvard háskólann í
Ameríku fyrir það að álcveða
ódeilisþunga í frumefnum.
Vínsölubann í Banda-
ríkjunum.
Þar komst á vínsölubann í þeim
um og á þeim tima, ir: er
Ríki Ar
Maine 1851
Kansas 1880
Noröur Dakota . . 1889
Georgia 1907
Oklahama 1907
Mississippi 1908
NorSur Karolina .. 1908
Tennesse 1909
Vestur Virginia .. 1912
Virginia 1914
Colorado 1914
Oregon 19H
Washington .. .. 1914
Arizona 1914
Albania 1915
Arkansas 1915
Iowa !9I5
Idaho ^915
Suöur Karolina .. 1915
í næsta mánuði verða greidd
atkvæöi um vínsölubann í Ohio
og 1916 veröa greidd atkvæSi um
iþaö í Montana, Nebraska, Suður
Dakota og'Vermont og í héraðinu
Alaska.
Konu neitað um lögfrœðispróf.
Mrs. Annie Langstaff.útskrifaðri
með hæsta vitnisburði í lögum af
McGill háskólanum var neitaS um
aö fá að taka fylkispróf og
stunda lögfræSi í Quebec nýlega.
AstæSan sem dómaramir bygSu
úrskuröinn á var sú aS hún væri
kona. ASeins einn af 5 dómur-
um voru* meS því að hún ætti
heimting á því aS fá að leýsa
prófiS af hendi.
Neðanjarðar braut
Samsæri mikiö hefir komist upp
þar sem menn hafa verið i félagi
meS þaS að flytja ÞjóSverja og
Austurríkismenn frá Canada til
Bandaríkjanna. Höfðu þeir graf-
iS göng á löngu svæði milli vest-
urhluta Noröur Dakota og Canada
og fluttu eftir henni fólk suSur í
Bandariki. NorSvestur lögreglu-
liSið hefir tekiö fastan mann er
Geo Lemm heitir og sakaður er
um þetta. Er hann frá Estevan í
Canada. Sagt er aS Þjóöverjar
og Austurríkismenn, sem komast
vildu til Bandaríkjanná frá Can-
ada hafi borgaö honum stórfé til
að flytja sig yfir linuna. Noovan
heitir staSurinn í Noröur Dakota,
Stökur
Eftir Magnús Einarsson.
I.
Lífsins fyrir handan höf
horfnir vinir sveima.
Ég fæ enga jólagjöf,
ég á hvergi heima.
II.
Eg hef lífsins skundað skeið
að skapanorna ráSum;
nú er eg á norSurleiS
og niður kannske bráðum.
III. v
Þur mér finnast þessi jól,
þrauta tvinnast strengur,
elda linna engin sól
aS mér hlynnir lengur.
Þýfi og lautum óláns i
ekkert tauta dugar,
mörg þótt þrauta’ og skúra ský
skyggi’ á brautir hugar.
HæSasjóli, sendu mér
sanna njólu friöar;
guðs af bólum gengin er
gleðisól til viðar.
Eitt slysið enn.
Point Boberts, 15. nóv. 1915.
Unglings piltur, hér á Tangan-
um, varð fyrir skoti úr byssu hinn
9. þ. m., og varö það hans bani.
Þeir voru fjórir saman, á bát, ung-
lingar, og voru aö skjóta fugla.
en er þeir lentu, ætlaði piltur þessi
aö ná byssu sinni úr bátnum, en
einhvem veginn hafSi bógurinn
spenst upp, svo að skotið hljóp úr,
og í handlegg piltinum. Var það
sár all-mikiö og blæddi mjög.
BundiS var um, eftir beztu þekk-
ing þegar er til fólks náSist, sem
var eftir litla stund, en mikiS
hafði þó blætt áður. Læknir kom
eftir eitthvaS rúma klukkustund,
og kvað það eitt til að taka pilt-
inn á spítala, en það er æði vegur,
og ekki nær en í New Westminster
B. C., og þar andaðist hann nálægt
miðnætti. Pilturinn hét Jóhann
Ólafur, sonur Gunnlaugs Jóhanns-
sonar trésmiös og konu hans
Ragnhildar Sveinsdóttur, sem hing-
að fluttu síSastliSiö sumar. Hann
var tæplega 18 ára og einkar gervi-
legur og mjög vel látinn af öllum.
er honum kyntust; áhugasamur og
tápmikill, en þó prúður í fram-
komu. Vonandi verður slys þetta
einhverjum ungling áminning um
að fara varlega meS byssu sína, og
tekiö hafa piltar þeir, er við vorui
að þessu sinni, sér þaS allnærri,
án þess þó aS þeir ættu þar sök
á aö neinu leyti. HroSalegt hve
afar-mörg slys hljótast af byssunni
og öðrum skotfærum, sem teljast
mega til gáleysis.
Sigurður Magnússon.
Reglur um umbúning sendinga
til hermanna.
Pósstjórnin í Ottawa gerir kunn-
ugt, að fólki er lagt á hjarta aö búa
vel um sendingar til hermannanna,
því án þess er ekki hægt að treysta
því, aS þeir fái sendingarnar í góðu
lagi.
Böglar, sem sendir eru í aðrar álf-
ur, þurfa að hafa betri umbúSir en
þeir, sem að eins eru sendir innan
Canada, og sérstaklega er þaS svo
meS þaS, sem sent er til hermann-
anna. Þeir sem illa búa um þaö, sem
þeir senda, eiga það á hættu, að þaö
skemmist eSa glatist.
Þunnir papírskassar eins og þeir,
sem hafSir eru utan umi skó, eða
þunnir viðarkassar, eru óhæfir; ekki
er heldur gagn í eitiföldum umbúða-
pappír.
Umbúöir eins og hér segir, eru
ráðlagöar:
1. Sterkir, tvöfaldir pappírskassar
helzt úr hrufu pappa, með loki, sem
hylur allar hliðar og gafla.
2. Sterkir viðarkassar.
3. Margfaldur sterkur umbúða-
pappír.
4. Til frekari tryggingar er gott
að sauma utan um bögla annað hvort
léreft eöa vaxdúk.
Utanáskrift þarf aS vera skrifuð
á böggulinn með bleki, helzt í tv’eim
stöðum.
Utanáskrift þess, er sendir, ætti og
aS vera rituð utan á sendinguna, til
þess að hægt sé aö endursenda það,
ef það kemst ekki til skila. /
SömuleiSis ætti þaS að vera skrif-
aS á sendinguna hvað í henni er.
Þegar eitthvaS er sent til þeirra,
sem eru í MiSjarSarhafs hernum,
þurfa umbúSir aS vera sérlega vand-
aðar; höglamir þurfa þá að vera
eins nærri því að vera hnöttóttir og
hægt er, og vel stoppaöir meS tré-
spónum, samanbögluSum pappír eða
öðru *þessháttar.
Utan um böglana þarf þá aS v'era
saumaður vel sterkur dúkur. Málm-
eSa tréstokkar með skörpum hornum
eru óhæfilegir; þeir geta skemt aðra
bögla í flutningnum. Ekkert ætti aS
senda, sem skemst getur á leiðinni,
og alt sem getur bráðnaS eða klest,
svo sem brjóstsykur, súkkulaði o.s.
frv., ætti aS vera í málmkössum. —
Böglum, sem aö eins eru í þunnum
pappírskössum eSa einföldum pappír,
verSur ekki veitt móttaka.
CANADIAN NORTHERN RAILWAY
Beinar Ferðir Alla Leið
---TIL---
VANCOUVER
Byrjar 21. Nóvember
Rafmagnslýstir vagnar
Fer frá WINNIPEG á Sunnudögum, Miðvikudögum og
Fö8tudögum kl. 10.30 e.h.
Fer frá PORTAGE la PRAIRIE á Mánudögum, Fimtu^
dögum og Laugardögum kl' 12.23 f..h
Fer frá DAUPHIN á Mánudögum, Miðvikudögum og
Laug rdögum kl. 4.45 f h.
Fer frá SASKATOON á Mánudögum, Miðvikudögum
og Laugardögum kl. 3.28 e.h.
Fer frá EDMONTON á Priðjudögum, Föstudögum og
Sunnudögum kl. 8 f.m.
Sama góða fyrirkomulaglð á lestum vorum til Toronto ov Austur-Canada
Farbréf, svefnvagnapantanir og aðrar upplýsingar fást hjá umboðsmönn-
um Canadif n Northern.
\