Lögberg - 08.06.1916, Side 1

Lögberg - 08.06.1916, Side 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlua Ðúa til bjeztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 ln£ersoll 8t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FÍMTUDAGINN 8. JÚNÍ 1916 NÚMER 23 MESTA SJOORUSTA ER SÓGUR FARA AF Yfir þrjátíu stór herskip farast. Tíu þúsundir manna missa lífið Mannskæöasta sjóorusta sem nokkrar sögur geta um fór fram í Norðursjónum miövikudaginn 31. maí hjá ströndum Jótlands í Skage- rak firðinum. Var hún á milli Englendinga og ÞjóSverja. Orustan byrjaði kl. 4,15 e.h. á miðvikudaginn og stóð yfir til kl. 11 um kveldið. Er talið að um 150 skip að minsta kosti hafi tekið þátt í orustunni. Frásagnirnar eru hverjar gagn- stæðar annari bæði að þvi er orust- una sjálfa snertir og eins viðvíkj- andi skaðanum^ og þeim áhrifum sem hver þjóðin um sig segir að hún hafi á stríðið og framtiðar yfir- ráð á hafinu. Um skipafjölda og manntjón ber þó nokkurn veginn saman i stjómarskýrslunum frá Lundúnum og Berlin. ,Thomas Punt enskur skipsljóri á botnvörpuskipi var sjónarvottur að orustunni og segist honum svo frá: “Klukkan 2 e. h. sá eg stóran flota; voru í honum um 50 skip af ýmsum stærðum og tegundum; sýndust mér það vera þýzk skip, og héldu þau í norðaustur. Tveimur stundum síðar sást annar skipa- floti, er mér virtist vera brezkur. kom hann skyndilega að norðaust- an og ætlaði auðsjáanlega að stöðva þýzka flotann á för hans. Veður var dimt og því erfitt að sjá greinilega. Klukkan 4,15 heyrðist fyrsta skotið hér um bil í tveggja mílna fjarlægð. Svo liðu 15 mínútur og þá heyrðust fleiri skot og fáum augnablikum síðar var stöðug og áköf skothrið. Fjöldi seglskipa sást fara í gegn um orustusvæðið. Fyrst í stað sýndust mér ensku skipin minni en þau þýzku, en þeim til liðs komu brátt önnur stærri. Skömmr síðar sá eg tvo heljar- stóra reykjarstróka, og rétt á eftir stóðu tvö skip í björtu báli, eitt frá hvorum flotanna. Þegar þýzki flotinn flýði elti hinn brezki, en þá sá eg tvo fallbyssu- báta og þrjá neðansjávarbáta sem flýttu sér á undan flotanum, auð- sjáanlega í þeim tilgangi að ná i liðsauka fyrir þjóðverja; en þá sneri brezki flotinn aftur.” Hér fer á eftir skrá yfir þau skip sem vissar fréttir þykja um að hafi farist. FRA BRETUM. 1. Queen Mary, bvgð 1913, 27,- 000 smálestir. Þétta skip hafði 8 þrettán þumlunga faílbyssur, en skiþshöfnin voru 1000 manns. 2. Invincible (Ósigrandi) frá 1908, 17,250 smálestir, með 8 tólf þumlunga fallbyssur og 780 manns. 3. Infatigable (Óþreytandi) frá 1911, 18,750 smálestir með átta 12 þumlunga fallbyssur og 790 manns. 4., Defence (Vorn) frá 1909, 14,000 smálestir með fjórar 9 þum.1. fallbyssur o§ 850 manns. 5. Warrior fStríðandi) frá 1907, 13,550 smálestir með sex 9 þuml. ifallbyssur og 704 manns. 6. Black Prince frá 1906, 13.550 smálestir með sex 9 þumlunga fall- byssur og 704 manns. 7. Tipperary frá 1914, 1,850 smálestir með 160 manns'. 8. Ardent frá 1913, 935 smálest- ir með 100 manns. 9. Fortune frá 1913, 952 smá- lestir með 100 manns. 10. Sparrow Hawk frá 1912, 935 smálestir með ioö manns. 11. Turbulent frá 1914, 1,110 smálestir með 115 manns. Og þrjú sem ekki er víst með nöfn á, 935 smálestir hvert um sig með 100 manns. Þetta eru alls 14 herskip, 113,287 smálestir með 40 fallbyssur 8 þuml. og 5,703 manns. FRÁ ÞJÓÐVERJUM. 1. Eitt af keisara flotanum frá 1912, 24,700 smálestir með tíu 12 þumlunga fallbyssum og 1,088 manns. 2. Annað af keisara flotanum frá 1913, 24,700 smálestir með tíu 12 þuml. fallbyssur og 1,088 manns. 3. Derfflinger frá 1915, 28,000 smálestir með átti 12 þumlunga fallbyssum og 1000 manns. 4. Luzton frá 1915, 28,000 smá- lestir með átta 12 þumlunga fall- þyssum og 1000 manns. • 5. Pommern frá 1907, 13,040 smá'lestir með fjórar 11 þuml. fall- byssur og 786 manns. 6. Wiesbaden frá 1915, 4280 smálestir með 373 manns. 7. Frauenlobe frá 1904, 2,657 ^málestir með 281 manns. Og sex önnur 5,610 smálestir til samans með 600 manns. Þetta eru 13 skip alls' 130,987 smálestir með 40 fallbyssum yfir 10 þumlunga og 6,166 manns. Ekki er þó svo að skilja að allir hafi farist sem á skipunum voru, er álitið að um 2000 muni hafa bjargast alls af báðum, en nær 10,- 000 farist. Auk þess sem hér er sagt hafa óefað fleiri skip "farist, þótt ekki sé full sönnun fengin fyrir eða ábyggi- legar upplýsingar. Englendingar segja að um 33 skip muni alls hafa tapast á Þjóðverja hlið; þar á með- al hafi átta flúið inn á höfn í Dan- mörku, en verði að fara þaðan og þá séu þau komin í hendur Eng- lendinga. Aftur á móti segja Þjóðverjar að mikiu meira tjón hafi orðið á hlið Englendinga en hér er frá sagt. Yfir höfuð ber skýrslunum frá Berlín og Lundúnum svo illa sam- an að þær mega heita eins gagn- stæðar hverar öðrum og frekast má verða. Englendingar segja að í or- ustunni hafi verið svo að segja all- ur floti Þjóðverja ,en aðeins líti'll partur af sínum; Þjóðverjar hins vegar halda því fram að allur aðal- floti Englendinga hafi tekið þátt í slagnum en tiltölulega litill partur af sínum flota. Hvorirtveggja viðurkenna að þetta hafi verið afar mannksæð or- usta á báðar hliðar og stórkostleg og hvorirtveggja viðurkenna það einnig að það hafi ekki verið úrslita orusta; þessar tvær þjóðir hafi hvorki reynt sig til þrautar í henni og ekki lamast svo að veldi þeirra á sjónum sé hnekt. Bretar telja þó sigurinn sin meg- in, þar sem Þjóðverjar hafi flúið þegar þeir sáu meira lið koma og beri það vott um að þeir þori ekki að mæta enska flotanum þar sem hann sé allur sameinaður. Enn þá er ekki mögulegt að vita með vissu hversu margir farist hafi eða hverjir af sjóliðsforingjum þessara tveggja þjóða. Þó er það víst eftir stjómarskýrslunum á Englandi að þessir hafa látið lif sitt. Allir herforingjar af stóru skip- unum “Queen Mary”, “Invincible”, “Defence” 1 og “Indefatigable”. Allir að einum undanteknum af “Black Prince” og allir nema einn af “Warrior”. Einn af aðalherforingjum flotans hét Horace Hood, er talið víst að hann hafi verið á skipinu Invin- cible og látið lífið þar. Hann var 46 ára gamall og var hermálaritari þegar stríðið hófst; hann var mjög framarlega meðal flotaforingja Breta og hafði skipað margar trún- aðarstöður. Prowse hét skipstjórinn á “Queen Mary”, sömuleiðis mjög mikils metinn foringi í stríðinu. Auk þess sem fyr er getið hafa þessar fréttir komið nýlega. Englendingar mistu herskipið “Shark” með 92 mönnum og varð aðeins 7 þeirra bjargað eftir að þeir höfðu verið á fieka um langan tíma og voru nær dauða en lífi. Tvö loftskip sem þátt tóku í sjó- orustunni á Þjóðverja hlið voru skotin niður og’fórust bæði. Stríðsfréttír Frakkar skutu niður tvö loftskip fyrir Þjóðverjum 1. júni. Liebkneckt leiðtogi jafnaðar- manna á Þýzkalandi hefir verið kærður fyrir landráð; finnist hann sekur fyrir herréttinum er talið lík- legt að hann verði skotinn Brusatti yfirhershöfðingi ítala hefir verið rekinn frá stöðu sinni. Er hann sakaður um að hafa van- rækt að láta gera öruggar skot- grafir og hafi mikið tap stafað af þeirri vanrækslu. Austurríkismenn unnu í orustu við ítali á sunnudaginn. Þóku þéir þá 5,600 manns til fanga. Rússar unnu mikinn sigur á mánudaginn í orustu við landamæri Rúmena; er sagt að þeir hafi tekið þar 13,000 fanga. Þ jóðverjar gerðu hvassa hríð á herfykingar Frakka fyrir austan Meuse 2. þ. m.; náðu þeir skot- gröfum á einum stað, en Frakkar veittu svo öfluga mótstöðu að þeir unnu ekki á annarsstaðar og varð mikið mannfall á Þjóðverja hlið; ekki þó sagt hversu mikið. Orust- an stóð yfir í 48 klukkutíma við- stöðulaust. Sama dag stóð orusta milli ítala og Austurríkismanna i suðurhluta Arsa dalsins; varð allmikið mann- fall á báðar hliðar en svo að segja engir vinningar. itnska skipinu “Elmgrove” var sökt 2. júní af þýzkum neðansjáv- arbáti; mönnum var flestum bjarg- að. Skipunum “Baron Tweedmouth” og “Julia Park” og “Lady Ninian” frá Englandi hefir öllum verið sökt 3_f þýzkum neðansjávarbátum. Síðari fréttir af sjó- orustunni. Svo segja fréttir á mánudaginn að stærsta herskip Þjóðverja, sem Hinderburg heitir, hafi farist í or- ustunni miklu. Sömuleiðis segja fréttir frá Kaupmannahöfn að þeir hafi einnig mist skipið Seydlitz. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa 333 enskir foringjar farist í sjóorustunni, en 6,000 manns alls. Almennar fréttir. Þrjú hundruð kaupmenn eru að halda verzlunarþing hér í Winnipeg þessa dagana, byrjaði það á þriðjudaginn og endar í kveld. Percy Hagel er að ferðast um alla Manitoba til þess að flytja fyrir- lestra um meðferð á föngum hér í fylkinu. Flytur hann fyrirlestur á hverjum einasta degi á mismunandi stöðum þangað til 15 júní. Mál Dr. Simpsons kemur ekki fyrir fyr en í haust; annir eru svo miklar við Kellys og ráðherramál- in að þetta hefir orðið að samkomu- lagi beggja hliða. Samt er talið víst að hann verði kallaður sem vitni í hinum málunum. Edward ríkiserfingi Stór-Bret- lands ('Prince of Wales) er sagður trúlofaður elztu dóttur Victors Emmanuels ítalíu konungs. Hún heitir Jolanda og er 15 ára gömul; forkunnar fögur sögð og vel látin. H. C. Brewster, leiðtogi frjáls- lynda flokksins í British Columbia, hefir látið stefna Bowser stjóm- arformanni fyrir gerræði. Segir Brewster að þingvaldið hafi verið útrunnið 15. marz og séu því allar gerðir þess síðan ógildar, þar á meðal $18,000,000 fjárveiting til “Pacific Great Eastern” jámbraut- arfélagsins, og krefst þess að því fé sé skilað aftur og allar gerðir þingsins ónýttar síðan 15. marz. $108,738.46 hafa verið veittir af þjóðræknissjóðnum í Manitoba í maí mánuði. Hefir því verið skift á milli 7695 heimila og eru 4 að maðaltali á hverju heimili. Það eru því um 30,000 alls er sjóðsins hafa notið. Sagt er að haglstormur hafi eyði- lagt allmikið af ökrum á Þýzkalandi fyrra mánudag og muni það draga alllmikið úr þeim í striðinu. [ FARINN TIL ENGLANDS ] Einar Sigurður Anderson. bandmaður í 78. herdeildinni er fæddur fyrsta október 1892, að Gardar i North Dakota, sonur Sig- urðar Anderson málara og Hall- dóru Guðmundsdóttur að 545 Tor- onto stræti, Winnipeg. Hefir hann unnið við húsamálning; en jafn- framt var hann í hornleikara flokk Winnipeg borgar. Hann gekk i homleikaraflokkinn 10. ágúst. Mr. Einar S. Anderson fór himi 15. þessa mánaðar með 78. her- deildinni til Englands og sendir nú hérmeð kveðju sína öllum kunn- ingjum sínum og vinum. Fyrirlestur flytur Dr. GuðmundUr Finnbogason á eftirfylgjandi stöðum og tímum: Mouse River, N.-Dak., þriðju- daginn 13. júní, kl. 2 e. h. Vesturheims-söfnuði, Minnesota, föstudaginn 16. júní, kl. 2 e. h. Minneota, Minn., föstudaginn 16. júní, kl. 8 e. h. Lincoln söfnuði laugardaginn 17. júní kl. 2 e. h. Aðgangur verður ekki seldur en samskota leitað. \ Skólauppsögn og fyrir- lestur. Eins og auglýst hafði verið, fór fram skólauppsögn “Jóns Bjarna- sonar skóla á fimtudaginn var. Séra Runólfur Marteinsson flutti þar fyrst riðu; sagði sögu skólans, skýrði vöxt hans og við- gang á umliðnum árum o.s.frv. Kvað hann árangurinn að öllu leyti vera eins mikinn og meira að segja betri en við hefði verið búist í fyrstu og framtíðarvonirnar hinar björtustu. Var því næst sungið lagið “Guð vors lands” af sameiginlegum söng- flokkum “Fyrstu lút. kirkju og Skjaldborgar safnaða. Þá flutti Dr. Guðmundur Finn- bogason fyrirlestur um íslenzkt drenglyndi. Var það langt erindi, snjalt og í alla staði hið ágætasta, eins og vænta mátti. Því er eins varið með þennan fyrirlestur og hinn að hann verður væntanlega prentaður, og væri þvi ekki sanngjamt að birta útdrátt úr honum hér; annars mundi það hafa yerið gert. Á því er enginn efi að þeir sem á fyrirlestur þennan hlustuöu, fengu þar mikla og staðgóða hugsunar- fæðu. Að fyrirlestrinum enduðum flutti séra Stgr. Thorlaksson stutta ræðu; þakkaði Dr. Finnboga- syni fyrir kornuna og vænti mikilla áhrifa af hinum prýðilegu fyrir- lestrum hans. Mintist hann síðan á skólann í fortíð, nútið og framtíð og hvatti til samtaka honum til styrktar. Kirkjan var svo að segja troðfull. CANADAMENN SÝNA FRÁBŒRA HREYSTI, EN MARGIR FALLA — (•-----------------------— Kitchener lávarður ferst Ein mannskæðast orusta sem verið hefir síðan striðið hófst, stóð yfir í þrjá daga, 1., 2. og 3. júní, á milli Ypres og Hooge. Þjóðverjar höfðu hrakið bandamenn um 2000 fet á 9000 feta svæði. Canada her- inn réðst þar til atlögu og náði aft- ur miklu af þessu tapaða svæði. Er mikið látið af hreysti þeirra, en þeir urðu fyrir geysi miklu mann- falli. I fyrstu skýrslunni sem út var gefin voru taldir 101 canadisk- ir herforingjar á ýmsum stigum. Þar sem engin tilsvarandi nöfn eru i Íslenzkunni yfir tign þeirra, eru þau sett hér á Ensku. Þeir af foringjum sem féllu voru 1 Major- General, 1 Brigadier-General, 4 Lieutenant-Colonels, 8 Colonels, 8 Majors, 21 Captains, og 66 Lieut- enants. Þegar þessar fréttir flutt- ust voru engar skýrslur fáanlegar um það hversu margir liðsmenn hefðu fallið, en sjálfsagt var talið að þeir mundu vera afar margir. Fréttin segir að 200 til 600 hefðu verið herteknir. Churchill segir af sér. Sú frétt kemur frá Lundúnaborg að Winston Spencer Churchill hafi sagt af sér herforingjastöðu. Eins og kunnugt er var hann áður flota- málaráðherra og hafa sum blöðin margkrafist þess að hann tæki við því embætti aftur. Hann hefir verið sá sem mest hefir fylgt fram auknum flota og sjóliði; hélt hann þrumandi ræðu í þinginu þegar hann kom frá herstöðvunum eftir nokkurra mánaða burtuveru, og lýsti óánægju yfir gerðum stjómar- innar. Telja sum blöðin það lík- legt að hann muni taka við flota- málaráðum aftur. Laurier í liðsafnaði. Sir Wilfrid Laurier er á ferð í Quebec að safna liði meðal Frakka; heldur hann þar hvern fyrirlestur- inn á fætur öðrum þess efnis. Með- al annars farast honum orð á þessa leið: “England er að gera skyldu sína; fullkomna skyldu; England er að gera og mun gera alt það sem mögulegt er að vænta með sann- gimi.” Frakkar virðast vera kald- ir fyrir stríðinu og mælti Laurier þessi orð til þeirra er litlu létu sig málið varða áður; var það á fundi sem hann hélt á laugardaginn í Montreal til aðstoðar 178. frönsku canadisku herdeildinni. Kona Lauriers var þar með honum. “Hinum fransk-canadisku lönd- um mínum segi eg þetta”, mælti Laurier. “Vér getum ekki látið oss málið liggja í léttu rúmi. Stríðið snertir ekki einungis Evrópu, það snertir allan heiminn. Þetta er stríð fyrir frelsi og fyrir alt sem nokkurs er vert.” Var á skipinu “Hampshire” á leið til Rússlands ásamt öðrum hershöfðingjum, sem allir fórust. Frétt kom um það 6. júní að Kitchener lávarður, hermálaráð- herra Breta, hefði farizt á skipi er sökt var nálægt Orkneyjum á sunnudaginn. Skipið hét “Hamp- shire” og var Kitchener á ferð ásamt nokkrum öðrum hershöfð- ingjum til Rússlands. Talið er víst að allir sem á skipinu voru hafi farist. Kitchener er öllum nafnkunnur; hann vann sér stórfrægð í Suður- Afríku stríðinu og víðar. Hann var skipaður hermálaráðherra þeg- ar stríðið byrjaði. Skipið sem hann var á var all- stórt, um 10,850 smálestir með 655 manns. Winkler ráðherra verndar bœndur Járnbrautarfélögin hafa lýst því yfir að þau ætli sér að hækka flutn- ingsgjald á vörum í kælivögnum. Hefir Vanintine Winkler búnaðar- ráðherra sent eindregið mótmæla- bréf til járnbrautastjórnanna gegn þessu; kveður hann það vera áhugamál fylkisstjómarinnar að hjálpa bændum eftir megni og efla hag þeirra, en þetta sé til þess að eyðileggja að miklu leyti það sem stjómin ella geti gert þeim í hag. Er talið líklegt að stjómin sendi einnig nefnd á fund jámbrautar- konunganna í sameigingu við nefnd frá bændunum. Guðmundur Friðjónsson. í Wynyard Advance er kýrt frá því að íslendingadagsnefndin þar hafi ákveðið aö senda Guðmundi Friðjónssyni skeyti og biðja hann að koma vestur til þess aö fyltja ræðu annan ágúst. Þing á Irlandi tafarlaust Svo er sagt að Lloyd George hafi lagt það til eftir nákvæma rannsókn og samtal við leiðandi menn fra að írum sé veitt heima- stjóm og að þeir fái þing hjá sér tafarlaust. Eiga þeir að mynda fyrsta þingið og ráðaneytið sem nú eru fulltrúar íra í brezka þinginu. Það fylgir þó þessari tillögu að Ulstermenn séu undanskildir þessu og verði þeir i sams konar sambandi við Englendinga og verið hefir. Stóru málin. Ráðherramálin, Kellymálin og Simpson málið standa öll yfir í Winnipeg. Er það söguríkasta rannsókn sem nokkm sinni hefir átt sér stað hér í fylki. Beztuf?) lögmenn ríkisins hafa verið fengn- ir fyrir alla hina kærðu menn. Nýja verksmiðju á að setja á stofn hér í Winnipeg, þar sem bú- in verði til kvenföt. Stóreigna- maður frá New Ýork ætlar að láta reisa hana. Á skoðunarferð. T. C. Norris, Tho,s. H. Johnson, A. B. Hudson, V. Winkler og Edward Brown ráðherrar og þeir sem standa eiga fyrir fangelsisbú- garðinum fóru fyrra þriðjudag i skoðunarferð til þess' að yfirlíta land, sem þeiip stendur til boða fyrir búgarðinn. Thos. H. John- son grenslaðist sérstaklega eftir þvi á þinginu sem hann var á hvemig það land þyrfti að vera sem hentugt væri til þessa fyrirtækis. Halda margir að það þurfi að vera sem bezt og dýrast, en það er misskiln- ingur; skynsarrdegast er að taka það land sem allra mest þarf að nna á—með öðmm orðum að taka lélegt land og breyta því í gott land, þar sem vinnukrafturinn er svo að segja takmarkalaus. BITAR Samkvæmt Heimsk. eru það svo að segja landráð að halda hér við fslenzku. — En era það þá ekki landráð að vera ritstjóri Heims- kringlu? Styður það ekki viðhald fslenzkunnar að halda úti íslenzku blaði ? í fyrirlestri Dr. Guðmundar F'innbogasonar vom þessir bitar meðal annars: “Erum vér enn þá svo mikil rándýr að oss þyki unað- ur að lesa um vígaferli og mann- dráp ?” “Tveir kettir áttu oststykki; þeir gátu ekki komið sér saman um að skifta því. Þeir fólu því apa á hendur að gera það fyrir sig. Ap- inn bratit ostinn í tvo parta ójafna, beit af stærri partinum þangað til hann varð minni; síðan af hinum á sama hátt og svo framvegis, þang- að til aðeins var orðinn eftir einn biti örlítill og hann varð apinn að hafa i skiftalaun.” Þessa sögu sagði Guðmundur í sambandi við flokkadrátt og samvinnuleysi. Jafnaðarmenn láta til sín heyra. “Margt sem var talin heilög skylda i fyrri daga, væri talinn glæpur nú á dögum.” “Allar þjóðirnar í stríðinu eru jafnsaklausar; hver valdalaus mað- ur út af fyrir sig er eins og litið hjól í stjórnarvélinni, sem látið er snúast eftir geðþótta hinna fáu. þetta þarf að breytast.” Gustav Noske jafnaðarmaðurinn á Þýzkalandi flutti ræðu í þinginu í Berlin fyrra þriðjudag, þar sem hann hrósaði Wilson Bandaríkja- forseta fyrir friðar ræðu hans. Fór hann hörðum orðum um þá er reyndu að viðhalda ófriði og lengja stríðið, og mælti meðal annars ál þessa leið: “Þýzka þjóðin er því alls ekki meðmælt að halda áfram að fóma hundruðum þúsunda mannslífa fyr- ir heimskulega landvinninga- græðgi. Fólkið á striðsvellinum og heima fyrir æskir ekki frekari blóðsúthellinga. Þjóðin neitar að styrkja framhaldsstríð þangað til henni sé svo að segja blætt til ólífis. Það væri glæpur. Algerður og varanlegur friður þarf að komast á.” “Það er eftirtekta vert hvernig Forn-íslendingar komu fram gagn- vart f jandmönnum sínum; hvemig þeir sýndu þeim drenglyndi og lið- sintu þeim.” “Það er hægt að berjast sem drengur, en það má líka berjast sem ódrengur.” Jafnaðarstefaa. “Mönnum er hætt við því að týna sjálfum sér ef þeir gefa skoðartir sínar öðram á vald og slá af þeim hið minsta.” er það sem felst i frumvarpi, sem borið hefir verið upp í þinginu í Washington. Það er þess efnis að þjóðin stofni og eigi skipaflota. Á að veita til þess $5,000,000. Skipin eiga bæði að vera kaupför og her- gæzluskip. Flotanum á að stjóma nefnd manna með skrifara; eiga 5 manns að vera í nefndinni út- nefndir til sex ára með $10,000 taunum á ári. Frumvarp þetta mætir ákafri mótstöðu, sem eðlilegt er, þar sem það kemur í bága við einokunar- stefnu auðvaldsins. Þjóðeignar hugmyndin er alstaðar ofsótt af fjölda manns og á hvervetna mót- stöðu von. “Flest sannindi þessa tíma voru óvinsæl i fyrstu, en drenglyndir menn héldu þeim til streytu.” “Enginn getur svikið annan án þess að svikja sjálfan sig.” “Sá er mestur maðurinn sem þyngstar byrðar getur borið fyrir aðra—og gerir það.” "Dýrðlegasta drengh-ndis ein- kenni Fom-íselndinga kom fram þar sem kveldroði heiðins dreng- skapar blandaðist morgunroða kristins drengskapar.” “Fom-íslendingar virtu aldrei neinn mann eftir því hvað hann átti, heldur eftir þvi hvað hann var.” “Það er ein synd einstaklingsins að hann lætur alveg stjórnast af þeim sem við stýrið situr, hvort sem hann er vitur eða vitlaus.” Yuan Shi Kai, forseti Kínaveldis lézt 5. Júní.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.