Lögberg - 08.06.1916, Side 2

Lögberg - 08.06.1916, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNI 1916. ekki líta á utanáskriftina?” spurði KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj' umst það ac vera algjörlegf hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott if því það er oúiðtil úr safa- Tiikluenmildu tóbakslaufi. M U N N T Ó B A K Verðlaun handa konum í Manitoba. Um það var getiö í Lög- bergi nýlega aö búnaöarráð herrann ætl- aði sér að veita verölaun fyrir beztan uppdrátt sem s ý n i f y r i r- k o m u 1 a g á bændabýli. Verðlaunin veröa aöeins veitt konum í Manitoba og eiga uppdrættimir að sendast til skrifara í því heimilisfélagi fHome Economy Society), sem n'æst er hverri konu fyrir sig; eig'a þeir aö vera komnir til hans fyrir 15. júlí. Ekkert þarf að borga til aö geta tekið þátt i þessari verÖlauna kepni. Allir uppdrættimir veröa að vera á sérstökum, krossstrykuðum pappír og fæst hann fyrir ekkert hjá búnaðarskólanum. Leyft er þeim þaö sem um verðlaunin keppa að láta einhvern annan gera uppdráttinn fyrir sig eftir fyrirsögn. Uppdrátturinn á að sýna öll nútíöar þægindi. svo sem baðherbergi, þvotta- og hægindaklefa, vatnsgeymsluker í kjall- ara o. s. frv. 1 eldhúsinu á að sýna hvar þvottastaður á að vera, sömuleiðis eldavél, leirgeymsluskápur og fleira sem þeim kann aö detta í hug sem uppdrátt- inn býr tíl. í kjallaranum veröur aö sýna geymsluklefa fyrir eldiviö, staö fyrir hitavél, geymslustaö fyrir jarðarávexti o. s. frv. Stærð allra herbergja, skápa ogganga o.s.frv. verður að sýna, sömu- leiðis hvernig hurðir ljúkast upp. T v e n n verðlaun verða veitt, og verða hvor um sig $25 virði. Önnur eru te-áhöld ('“Queen Ann”) úr sérlega vönduðu efni, hin eru eldhúsáhöld (17 stykki) úr bezta “Sheffield” stáii meö fílabeins sköftum. Til frekari upplýsinga má skrifa “próf. J. L. Smith, Enginering De- irtment Manitoba Agricultural College, Winnipeg. Saga New York. ('Framh.) 25. júní 1776 var dagurinn sem Washington veitti því fyrst eftir- tekt að skip Englendinga voru að koma upp eftir Hudosn fljótinu. 2. júlí voru 130 skip af ýmsum stærðum skamt frá “Sandy Hook”. Fyrstu herdeildimar gengu á land, og bráðlega blöstu við augana raðir af hvítum tjöldum á “Stoton” eyj- unni. Þarna voru 31,000 valdir, rosknir og reyndir hermenn f“vet- erans”) undir yfirstjórn sjóliðsfor- ingja Howe. Herforingjar voru þeir, bróðir yfirforingjans Clinton Cornwallis, og Percy. Voru þeir tSldir með þeim allra beztu hers- höfðingjum, sem þá var völ á i Evrópu. • Nú skulum við lítillega athuga liðsafla þann s«n Washington hafði yfir að ráða. Sambandsher- inn er talinn að vera um 28,000, en þó ekki nema 20,000 vopnfærir menn ('others being on the sick list). Washíngton hershöfðingi haföi að- eins litla æfingu í smábardögum við Indiána, og mikill hluti af sjálf- boðaliðs herdeildunum höfðu aldrei á orustuvöll komið, og höfðu mjög litla æfingu í hemaði. Putmann Put gamli, eins og hann var venju- lega nefndur, haföi álíka reynslu og Washington, Knox ('bóksali) 26 ára, Green á svipuðum aldri; Charl- es Lee hafði einna mesta þekkingu og reynslu. En sagan segir að hann hafi verið Washington meira til hindrunar en hjálpar. Þá voru þeir Sullivan og Alexander Hamil- ton. Hamilton aðeins tvítugur, en talinn einn hinn atkvæða mesti af foringjum Washingtons, gáfaður og glæsilegur ofurhugi, sem fljótt vakti sérstaka eftirtekt. Útlitið var alls ekki sigurvænlegt fyrir Wash- ington, sem aldrei hafði stjórnað fjölmennum her. Þetta voru erfiðir og áhyggju- samir dagar fyrir New York búa. Þó hafði Washington hershöfðingi mest af því að segja, því nú þurfti að hugsa um margt, og eftir mörgu að líta í senn. New York búar margir hverjir tala um viðburði frá þessúm tímum með lotningu og alvöru. Þó geta þeir naumast að því gert að brosa, þegar þeir minnast á alla þá stmd- urgerð í klæðaburði, sem átti sér stað í herbúðum Washingtons. “Aldrei síðan á dögum Falstaffs hafa herdelldir komið fram á víg- völlinn, þar sem meiri sundurgerð hefir átt sér stað í vopnum og öðr- um útbúnaði. Búningamir voru með öllum litum regnbogans—vit- anlega varð að tjalda því sem til var.” Hinir ungu herforingjar keptust hver í kapp við annan að tefa herdeildir sínar. “Hefðir þú verið í New York þá, og séð fylk- ingar á hergöngu eftir strætum borgarinnar, eða þegar hermenn- irnir úr hinum ýmsu herdeildum komu saman eða voru á gangi, þá hefði það mint þig á býflugur.” Connecticut herdeildimar voru í gulleitum og Ijósrauðum treyjum og yfirhöfnum, Deloware í dökkblá- um, Maryland í grænum veiðiskyrt- um, New Jersey herdeildirnar voru klæddar í stuttar rauðar treyjur og lagröndóttar buxur, Pennsylvania herdeildirnar voru í brúnum ein- kennisbúningum með hvítum brydd- ingum og ein herdeildin þaðan í bláum yfirhöfnum með rauðum bryddingum. Hina grænu einkenn- isbúninga New York herdeildanna hefir verið minst á áður. Byssur voru af öllum mögulegum tegund- um, frá hinum minstu fuglabyss- um og löngu gæsabyssum (the long goos guns) til fallbyssanna sem þá voru notaðar, og víða eru til sýnis í New York. 'Þá má ekki alveg gleyma skipa- flota sambandshersins, sem saman- stóð af hvalveiðabátum, galeiðum, sem bæði mátti sigla og róa, ein- möstruðum skútum, og smærri bát- um af margskonar gerð og lögun. Benjamín Tupper hershöfðingi stjórnaði skipaflota þessum, sem vann sitt hlutverk vel, flutti að vistir og aðrar nauðsynjar, elti uppi njósnara Englendinga og liðhlaup- ara úr sambandshernum. Howe hershöfðingi var ekkert að flýta sér; er sagt að hann persónu- lega hafi verið vinveittur frelsis- riddurunum. Honum hafði verið veitt vald til að sættast við þá af uppreistarmönnum, sem fríviljug- lega gefust upp og gengju honum á vald, og áður en hann gerði áhlaup á Washington og herdeildir hans— sem hann skoðaði sem landa sína— þá vildi hann hafa tal af Washing- ton og yfirforingjum hans. 14. júli sendi hann menn á bát með bréf til Washingtons. Tupper sjó- liðsforingi varð var við ferðir þeirra og stöðvaði bátinn, sendi til aðalherstöðva Washingtons, og fóru tveir af foringjum hans, Joseph Reed og Knox, að mæta sendi- mönnum Englendinga. “Við höf- um bréf frá Howe aðalsmanni til “Mr. Washingtons” sögðu sendi- menn. “Það er enginn í herdeild- um okkar með þeirri utanáskrift” svaraði Reed herforingi. “Viltu þá sendimaður Englendinga. “Nei, við getum ekki tekið á móti þessu bréfi”, svaraði Reed. Og með það sneru Englendingar til baka til skipanna. Ámeríkumenn skoðuðu sig sem sjálfstæða þjóð, öllum óháða, — sem á heimtingu á fullum réttind- um. “Ef það var rétt skoðað, þá átti Washington eins mikinn rétt til að vera ávarpaður sem “General” (hershöfðingi — Commander-in- Chief), eins og Howe.” Ef Howe hefði skrifað utan á til Washing- tons þannig, þá hefði hann viður- kent sjálfstæðisyfirlýsingu (Declar- ation of Indipendence) Ameríku- manna. “Fyrir Washington eða herforingja hans að samþykkja að hann væri ávarpaður sem óbreytt- ur liðsmaður, var að sleppa þeim sjálfstæðis kröfum, sem þeir voru reiðubúnir að lifa og deyja fyrir. Eftir að Howe hershöfðingi hafði haldið -ráðstefnu með yfir- foringjum sínum, þá var það ákveð- ið að Patterson hershöfðingi væri sendur á fund Washingtons. Patterson “bað fyrirgefningar í nafni Howe hershöfðingja, á því hvernig skrifað hefði verið utan á bréf það sem áður var sent. Það hefði ekki verið meiningin að sýna yfirmanni þeirra lítilsvirðingu.” Nú framvísaði hann öðru bréfi, og var skrifað utan á það: “George Washington Esq., etc., etc., etc.”, sem meinti alt (evervthing), og hann vonaöist til að því yrði veitt móttaka. “Það er rétt” svaraði Washington, “en það meinar líka hvað sem er (anything),” og hann bætti því við að hann gæti ekki tek- ið á móti bréfum, sem .skrifað væri utan á eins og tH óbreittra liðs- manna, þegar það væri í sambandi við hans opinberu stöðu. Patter- son reyndi þá að útskýra efni bréfs- ins fyrir Washington. “Konungur óskaði eftir að vinna hylli og virðingu nýlendubúa, og hefði hann gefið þeim Howe hers- höfðingja og bróður hans Hows sjóliðsforingja vald til þess að fyr- irgefa framin brot.” Ameríkumenn þarfnast engrar fyrirgefningar, því þeir hafa engin afbrot unnið eða glæpi drýgt. Þeir hafa aðeins bar- ist fyrir réttindum sinum sem brezkir borgarar” svaraði Washing- ton. Þar með var þessari ráð- stefnu slitið. 1-8. ágást var öllum augljóst að bardagi var í nánd. Washington hélt mjög snjalla og áhrifamikla ræðu fyrir hermönnunum, þar sem hann áminti þá um að nú væri það undir þeim komið—á þeirra valdi að gera út um framtíð Ameríku. “Forlög—framtið og frelsi óbor- inna miljóna eru nú undir ykkur komin, næst guði--------tíminn er kominn,_— hugrekki ykkar og öll framkoma ræður úrslitum.----------- Hinir grimmu, miskunnarlausu (cruel unrelenting) óvinir vorir munu ekki hlífa okkur. Það er ekki nema um tvent að velja, djarfa framkomu eða hina auðvirðilegustu undirgefni og niðurlægingu.-------- Við verðum þessvegna að sigra eða deyja.” 22. ágúst í dögun settu Englend- ingar 15,000 hermenn í tíu herdeild- um á land í Grovesend vikinni, og var þá auðséð að þeir ætluðu sér að byrja atlöguna á Löngu eyjunni (Long Island). Washington gerði enga tilraun til að vama þeim landgöngu. Hann setti Putman yfir herinn á Löngu eyjunni, en var sjálfur í New York (Manhattan). Þaðan gat hann betur séð allar .hreyfingar óvinanna. Putman er Ij'st þannig: “Hann var mjög á- hrifamikill og eftirtektaverður og sópaði af honum. Hann hafði strangan heraga og er talinn einn áhrifamesti og einkennilegasti af foringjum sambandshersins. En líktist Miles Standish að því leyti að hann var mikið færari með sverðið en pennann.” Sjö ára frelsistsríðið hefst í Neiv York. IX. Þrjár leiðir voru opnar til virkj- anna í Brooklyn, og var Washing- ton mjög umhugað um að verja Englendingum að komast þar áfram, því hann skoðaði þessar leiðir sem lykilinn að víggirðingun- um. Sullivan herforingi var settur til varnar hér um bil þrjár mílur frá virkjunum, með 2500 hermenn. ,TiI þess að gefa greinilegri hug- mynd um fyrstu atlögu Englend- inga,“verður heppilegast að aðgreina þessar brautir með tölum, sem lágu í gegnum skóga og yfir hæðir í Brooklyn. Svo við köllum þær nr. 1, 2 og 3. 26. ágúst gerðu Englend- ingar tilraun til þess að komast eftir nr. 1 og 2. Nr. 3 var lengst til hægri, þar gerðu þeir enga til- raun til að komast til virkjanna í byrjun—ekki fyr en nóttina eftir. “Kapp er bezt með forsjá. “Ein- mitt þessa sömu nótt voru fimm ungir undirforingjar valdir til þess að vera á verði við nr. 3 (The Jamice Pass);. Eru þeir nafn- greindir: Van Wagner, hafði hann verið í bardaganunji við Quebec með Montgomery; Troup, Dunscomb, Gillibnd og Hoogland. Þeir voru allir þektir fyrir einlæga ættjarðar- ást og djarfa framgöngu. Þeir höfðu stranga skipun um að halda vörð á vissum stað á þessari leið. “Hefðu þeir hlýtt þeirri skipun, þá hefðu þeir afstýrt alvarlegum ósigri þarna í byrjun.” Þeir héldu á móti óvinunum eftir Jamica vegin- um (nr. 3); til þess þeim mun»fyrri að láta meginherinn vita hvað Eng- lendingum liði. Þeim kom ekki til hugar að óvinir þeirra kæmust á bak við þá—en þar reiknuðu þeir skakt.” Englendingar höfðu njósn- ara, því nú ætluðu þeir að senda herdeildir þarna áfram til þess að umkringja Sullivan hershöfðingja og þann hluta hersins sem honum fylgdi. Þessvegna komust Eng- lendingar á vak við hina fram- gjörnu verði, svo óvænt að þeir vissu ekki fyrri til en að þeir voru allir teknir til fanga, enginn þeirra slapp.” Þetta var meiri sig- ur en Howe hershöfðingi gerði sér grein fyrir í fyrstu. Fangarnir voru teknir til Clintons herforingja, sem spurði þá um alt mögulegt, jafnvel þótt þeir neituðu að gefa nokkrar upplýsingar viðvíkjandi Washington eða sambandshernum. “Ef öðruvísi stæði á, þá dirfðist þú ekki að smána okkur með þessum spurningum”, sagði Dunscomb.” Vorið okkar. Aths.: Ræða sú er þér fer á eftir er flutt af kornungum manni vestur í Saskatohewan. Kveður þar við annan tón en hjá flestum, hinna yngri manna og kennir meiri alvöru en alment gerist. Greinin er merkileg að því leyti að hún sýnir ákveðna lífsskoðun hjá æskumanni og hana sérlega heilbrigða. —Ritstj. Herra forseti. Heiðruðu tilheyr- endur! Af því að vorið hefir nú heilsað upp á oss, og má heita komið með öllum sínum einkennum, þá virðist liggja næst að segja eitthvað um það, minnast þess, og ef hægt væri, að fagna því með einhverju móti. En nú er það siður, að minsta kosti hjá okkur Löndunum, að hafa sam- komu í því skyni á hverju vori, og eru þá náttúrlega æfinlega haldnar ræður, og alt mögulegt, og þá kann- ske ómögulegt, sagt, í tilefni vorinu eða vorkomunni. Sýmst þá ekki ómögulegt að einhverntíma sé búið að segja alt sem hægt er um það efni; það hljóti að taka enda eins og hvað annað, efnið að þrjóta og tilbreytingin að verða lit- il sem engjn. En andagiftin er þá sáralítil, ef vorið getur ekki vakið hjá okkur nýtt efni og nýja krafta til andlegr- ar og efnalegrar starfsemi. Náttúran klæðist nýjum skrúða á hverju vori, allur gróður, jurtir og blóm, annaðhvort rakna við úr vetrardvalanum eða þá skapast að nýju. Og einmitt það, sú endur- fæðing náttúrunnar finst mér að ætti að minna okkur á að vér kann- ske líka hefðum gott af þv‘ að rakna við og hrista af oss vetrar- og skammdegis doðann. Eg hefi, eins og við fleiri, orðið að fara á mis við mentun og skóla- göngu, en leggja í þess stað hönd- ina á plóginn, og fæst eg ekki um það, það fylgir að sjálfsögðu frum- býlings árum hvers fyrir sig. En eg fer bara fram á að þið takið ekki til þess, þó eg fylgi ekki í ölln list- arinnar reglum. Það sem eg vildi segja eða flytja fram, verða að mestu mínar hugs- anir, heimaaldar, og eiga að því leyti sammerkt heimaalningnum að eigandann tekur sárt til þeirra. Maður hlýtur að taka það nærri ser að opna þó ekki sé nema að nokkru leyti sálarlíf sitt fyrir fjöldanum, en þess álít eg þó þurfa með. Það þarf að taka á öllum kröftum að öllu leyti, ef maður ætlar nokkru að orka. Eg vildi sérstáklega tala dálítið í minn hóp, við fólkið á mínu reki, unga fólkið. Mér finst að því koma vorið nærri mest við. Það er vor- gróður mannlífsins, og því framtið- arheill mannfélagsins undir þvi komin að sá gróður blómgist sem bezt, að ekki komi kyrkingur í þann gróður í vorhretunum, sem þó svo oft vill slæðast með blíð- viðrinu. — Eg vil biðja ykkur að muna eftir því að mig langar ekkert til að vera neitt að skikka aðra til eða tylla mér sjálfum á tá. Eg þykist hafa skilið að fyrsta s'kilyrðið til að kom- ast nokkuð áfram sé að sjá síría eig- in galla, að sjá hvað vesöldinni veld- ur, og það vildi eg að við reyndum öll, og vildi að oss tækist að eign- ast vorhugsanir, að hugsa betur, og þá með tímanum að gera betur en áður. Við megum ekki ímynda okkur að það sé alveg sama á hverju velt- ur. Þú ættir ekki að setja upp þennan háðssvip og glotta við tönn, og ekki heldur þennan spekings- svip, eins og þú vissir alt. Eg var að hugsa um hvar við værum stödd sem kölluð erum á Vesturheims máli yngri kyns'lóðin, og á eg þá sérstaklega við það sem eg þekki bezt til, hópinn héma í þessu bygðarlagi. Þó eg hins veg- ar þykist vita að líkt sé komið víð- ar. Mér datt í hug hvemig að vér værum að fara með vorið okkar, að búa okkur undir lífsstarfið, sumar- ið haustið og veturinn, hvort að við mundum vprða fær um að halda áfram starfinu þegar hinir gæfust upp, hvort að við hefðum þekkingu til þess að hagnýta okkur sem bezt afurðir og auðæfi landsins okkar, og hvort að við mundum verða fær um að bæta nokkuð þá galla, sem menn sjá nú víða i þjóðfélagslífi, á verzlun og stjórn þessa lands. Eða ætluðum við bara að láta það slarkast svona, líða með straumnum og þá kannske heldur hrekjast til baka. Kannske við vildum bara helzt hafa frið, sýnist alt þetta ó- þarfi, værum ekkert að bisa við að gera betur en hinir eða læra af þeirra reynslu. Kærðum okkur þá ekkert þótt við steyttum okkur á sömu steinunum og hjökkuðum í sama farið. Gæti líka verið að við sæjum nú reyndar ýmislegt sem þyrfti að lagfæra, en við þyrftum ekki endilega að spreyta okkur á því, það gætu einhverjir aðrir gert það! • Þeir sem mest fást um lögleysur og illa stjóm, hugsa oft ekki út í það að það er einmitt okkur að kenna, þér og mér, sem setjum hjá aðgerðarlausir.. Það er okkur að kenna þegar vér erum beittir órétti, Ef við reyndum að sjá hvers' við þyrftum með, og yrðum svo sam- taka um að koma því í framkvæmd, þá yrði líka valdið okkar megin. Eg veit reyndar vel að okkur er ekki sama, við þráum það víst öll að komast úr kreppunni og komast eitthvað áfram. En við megum "þá ekki eyða neinum tíma til ónýtis, og þá allra síst æskuárunum, vorinu okkar, þeim timanum sem við ætt- um að verja til að búa okkur sem bezt undir lífsstarfið, að búa okk- ur undir það að verða sannir og nýtir menn. En líka einmitt þeim tímanum, sem við látum þó mörg, oft, svo gálaust og gagnslaust hjá líða, við ættum þó einmitt þá að safna til ferðarinnar, að byrgja okkur upp af því sem við vitum bezt í nesti á lífsleiðinni, svo síður yrði hætt við að við gerðum glappa- skot eða lendum á gönuskeið. Eg kenni í brjósti um unga mann- inn, sem aðeins hugsar um það sem kallað er að “hafa góðan tíma”. Hann eyðir beztu árum æfinnar í glensi og glaumi, í staðinn fyrir að búa sig þá undir seinni tímann. Hann gáir ekki að því að hann er ekki hér til éinskis, að hann hefir verk að vinna og að hann ætti að keppa að því að leysa það sem bezt af hendi. Hann hefir ekki sett sér neitt ákveðið mark, en berst bara með straumnum stefnulaust. Hann skopast að allri alvöru, og honum þykir nærri skömm að láta á því bera að hann hafi áhuga fyr- ir nokkru alvarlegu málefni eða fyrirtæki. Okkur skortir tilfinnan- lega vilja og áhuga, áhugaleysið er að mínu áliti okkar mesti meinvætt- ur. Okkur finst hitt og annað ekki þess vert að sinna því eða eyða til þess kröftunum, en hugsum okkur þá heldur kannske að beita þeim fyrir alvöru seinna, þegar meira á liggur; en þar förum við vilt, við megum ekki hlaupa yfir neitt, við verðum að gá að smámununum, að byrja neðst, og feta okkur svo á- fram stall af stalli, og umfram alt að byrja strax. Það er auðvitað betra seint en aldrei, en þó verður mörgum svo margfalt minna úr verki, af því þeir notuðu ekki vorið sitt eins og mátt hefði. Það hlýt- ur að vera sárt fyrir aldraða mann- inn, sem ekki hefir gáð að sér, að horfa til baka og sjá starfið sitt alt- saman hrunið eins og spilaborg. Hann heyrir nærri köllin frá liðna tímanum, eymdarópin: illa notað- ar og eyðilagðar æskustundir. Það er sárt, en það er þó enn þá átakan- legra fyrir hann að sjá börnin sin, piltana og stúlkurnár, fara sömu leiðina, og við ættum þó sannarlega að reyna að forðast að vera orsök í nokkru þvíílku. Við hugsum nú kannske að við höfum þó liklegast leyfi til að biða eftir tækifærinu, að bíða þangað til hamingjan sýnir okkur þó svolítið framan í sig. En þá segja þeir okkur sem lengst hafa farið, að hamingjan búi í okkur sjáfum, að við verðum sjálf að skapa tækifær- in og að hamingja yfir höfuð, eða það sem eins oft er köllað “góð lukka”, hafi mjög lítið að segja í baráttu lífsins. Það að setja ,sér eitthvert mark og keppa að því hvað sem á gangi, það sé þúsund sinnum meira virði, en að hafa hlotið að vöggugjöf auðæfi og upphefð. Ekki er nú hægt að segja að vér sitjum algerlega auðum höndum, flest erum við eitthvað að hafast að, en hvað það er uppbyggilegt getur verið álitamál. Við lærum að vinna þessi vanalegu, daglegu störf, frá því fyrsta verðum við flest að vinna og það oft nokkuð strangt. Það skaðar heldur engan, heldur þvert á móti, er það eitt af því sjálf- sagði til þroska og framfara, en þó svo bezt að við sjáum eitthvað í vinnunni annað en eintómt púl og strit. Að við skoðum hana sem eitt- hvað annað en bara meðal til að hafa utan á okkur spjarirnar, svo og “góðan tíma”—fara á “spree” með afganginn. Nei, jafnvel þó vinnan gefi af sér góðan arð efna- lega, þá er ekki tilganginum heldur að fullu náð. Við þurfum að læra að hafa ánægju af vinnunni sjálfri, af því að eiga góða gripi og hirða þá vel, að hafa fallegan og hreinan akur, og í sem fæstum orðum, að hafa ánægju af því að framleiða og þroska sem bezt það sem landið og búskapurinn, eða sú atvinnugrein sém við stundum, gefur af sér, ekki að ens hagnaðarins vegna, heldúr líka af þH að hafa þá gjört sitt til að byggja' upp bygðina okkar og þjóðina alla, og vita til þess að það handtakið sem maður lagði til muni þó ekki vera einskis vert og ekki kannske gleymast fyrst. En því fer ver að vinnan verður oft eins og líflaust verk, sem engann hrífur og engan áhuga vekur. Vér göngum að henni oft aðeins vegna þess að vér teljum það óhjákvæmi- legt til að geta lifað, vér erum hálf- leið á henni, höfum óbeit á henni og leysum hana því oft ver af hendi en vera ætti. Þ'etta er eitt mesta ólagið, og kernur það að mínu áliti til af því að henni—vinnunni sam- fara er ekki það andlega fjör og sú tilbreyting sem unglingurinn þráir og verður að hafa ef hann á að ná réttum þroska. Við getum unnið alla daga vikunnar, en við erum þó til með að létta okkur upp stundum á kveldin og um helgar. En einmitt leikirnir okkar og skemtanir hafa svo mikil áhrif á framtíðina og líf- ið seinna meir; einmitt þá, ef eftir- litið er ekki gott og ekkert ákveðið við að vera, þá eyðum við timanum til ónýtis, og lendum þá lika ef til vill á þá leiðina, sem við óskum kannske síðar að hefði verið ófarin. Við eigum flest svo mikið lifs- fjör að við verður altaf að vera að hafast eitthvað að, en þá er um að gera að stefna i rétta átt. Hæfileika höfum við líka flest nóga til að starfa eitthvað sem um munar, að hverju helzt sem við beitum okkur. En við megum ekki gleyma því að timinn er svo stuttur að við meg- um ekki einu sinni við því að eyða frístundunum okkar tilgangslaust. Það er líka óþarfi, þær mundu engu síður færa okkur gleði og hressingu þó við verðum þeim til þess sem að einhverju leyti, fyr eða síðar, gæfi okkur eitthvað varan- legt í aðra hönd. Eg á ekki við peninga, eg álít að þú, bóndi góður, hafir ekki nema að örlitly leyti' upp- fylt kylduna við bamið þitt, þó þú leggir til síðu handa því þúsundir dollara á hverju ári. Það eru ekki peningarnir sem veita ánægj- una, ekki nema karakterinn, sálin hrein og Óskemd sitji fyrir. Við höfum heyrt þessu líkt áður, en við höfum aldrei heyrt neitt gott og þarflegt nógu oft, fyr en við höfum fest það algerlega á minnið og lært það alveg til hlýtar. Eg fer ekki fram á eintóma endalausa alvöru, eg vil að við skemtum okkur og sé- um glöð og kát. En eg vildi að við lærðum að njóta skemtananna, þægindanna og gleðinnar, án þess að verða fyrir það að nokkru minni menn. Eg ætlaði líka að tala dálitið við eldra fólkið, eins og fyrir okkar hönd, yngra fólksins. Eg hefi ekki verið beðinn um það, eða neitt af þessu, tek það alt upp hjá sjálfum mér. Eg finn að það er mikill vandi að tala við mér eldri og reyndari menn, um það sem ætti að vera al- vöru- og áhugamál allra manna. Það er vandi og kannske mér of- vaxið, en mér finst þó að þess þurfa með, mér finst vér þurfa að skiftast á skoðunum og skilja hvert annað sem bezt, yngri og eldri, að við þurfum að reyna til að vinna saman að því öllu sem betur má fara. Eg álit aö það ætti að vera okkar andlega vorvinna, mér sýn- jst að það mundi vera að fagna vorinu á réttan hátt, eg hefði vilj- ,að hjálpa til þess, og þess vegna held eg óhikað áfram. Dæmin, dagleg framkoma, sjálft lífið okkar er bezti kennarinn. Við sníðum okkur óhjákvæmilega að miklu leyti eftir því, og að sjálf- sögðu verður þá flíkin með liku lagi og sniðið. En eruð þið þá ánægð með það? eða vilduð þið að við breyttum eitthvað til? að við gerðum eitthvað svolítið betur? Við getum ekki neitað því að okkur sé í mörgu ábótavant og að við gætum bætt úr mörgu ef við gerðum okkar bezta, en okkur er þó ekki um alt að kenna, uppeldið gerir sitt til að móta okkur og mynda, og mér finst það vera sanngjamt að minnast á það, á skylduna ykkar, um leið og eg hefi bent á okkar bresti. Við höfum náttúrlega fyrir margt að þakka, okkur er flestum séð ríflega fyrir okkar daglegu þörfum, fæði og fötum. Við höf- um líka fult frjálsræði til að létta okkur upp, fara á dansa og skemt- anir, æn svo nær það oft ekki lengra. Það þarf að kaupa kú eða hest eða þá að bæta við landið, og þess vegna geturðu ekki farið á skóla, greyið mitt. Jafnvel þar sem tefnin eru nóg, máttu ekki missast frá verkunum. Það er svo mikið að gera heimá fyrir, en að fara á mis við mentunina er þó ekki það versta. Það versta er að mínu áliti að á heimilinu sjálfu verðurðu máske fyrir mjög litlum góðum áhrifum, jafnvel þar er litið, kannske ekkert gert til þess að lyfta huganum upp á við. Það er eins og það gleym- ist nærri stundum að okkur Var gefin sál og að eiginlega var þó al- rei ætlast til þess að hún sæti alveg á hakanum. Eg veit að þvi miður hefir kuldi og kæruleysi svo heltekið suma, að þelzt lítur út fyrir að þá gildi al- veg einu á hverju veltur, eða a.m.k. að þeir vilji lítið leggja í sölurnar til að bæta úr því sem aflaga fer, sumir virðast reyndar vera þannig gerðir frá því fyrsta, en aðrir hafa herst svo og kólnað af volki og von- brigðum lífsins, þeir voru ekki nógu miklir menn til að koma ó- skemdir úr deiglunni. Það er eins og ekkert andlegt hrífi þá lengur eða vekji hjá þeim áhuga. En það er þó steindauður maður sem ékki lifnar við með vorinu, vorið er ein- mitt svo vel fallið til að vekja og framleiða hjá okkur það bezta sem við eigum og með vorinu finst mér að við ættum öll að reyna að loft- hreinsa allan bæinn hátt og lágt. (Frh.). “Ókendum þér, þó aumur sé‘’ o.s.f. Þrjár ungar stúlkur settust inn í járnbrautarvagn í vetur. Það var í einhverju ófriðarlandinu. Á bekknum var fyrir gömul kona, og inn af henni sat roskinn maður í horninu. Gamla konan var heldur en ekki hjákátleg. Hún var alt af að telja á fingrum sér, og sagði um leið í sifellu: ‘ Einn, tveir, þrir. — Einn, tveir, þrír”. Annað heyrðist ekki til hennar. Ungu stúlkurnar fóru ag flissa, en hláturinn fór af þeim, er roskni maðurinn hvíslaði því að þeim, að gamla konan heíði átt þrjá sonu í stríðinu, og þeir væru allir fallnir, og nú væri hann að fara með hana á geðveikrahæli. (Nýtt Kbl.J. Ríkisstjórinn í Canada og kona hans ætla að ferðast um vestur- fylkin í sumar; er búist við að þau leggi af stað í endir þessa mánaðar.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.