Lögberg - 05.10.1916, Qupperneq 8
8
LoiiBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER 1916.
Ur bænum
Jón Bjömssan frá Baldur var
á ferö hér í bænum í vikunni sem
leið og dvaldi nokkra daga hjá son-
um sínum. Hann er nú hálfníræð-
ur, en furðanlega ern eftir aldri.
Trausti Vigfússon bóndi frá Bif-
röst var hér á ferð nýlega ásamt
dóttur sinni. Hann fór norður aft-
ur á föstudaginn var.
Sigtryggur Briem og Ingibjörg
Ingimundsson voru gefin saman i
hjónaband 27. september aö heimili
foreldra brúöarinnar, Mr. og Mrs.
G. Ingimundsson í Fort Rouge, af
séra N. Stgr. Thorlakssyni. Ungu
hjónin lögðu af stað daginn eftir
norður til Islendingafljóts og verð-
ur þar framtíðar heimili þeirra.
Brúðguminn er sonur Jóhanns
bónda Briem við íslendingafljót.
Kristján kaupm. Johnson frá
Baldur kom til bæjarins i vikunni
sem leið og dvaldi hér nokkra daga.
Með honum kom dóttir hans sér
til lækninga. Kristján sat hér bún-
aðarþing, sem hann hafði verið
kosinn fulltrúi á.
Mrs. Margrét Johnson frá Stony
Hill var á ferð í bænum á fimtu-
daginn að finna kunningjafólk sitt
hér.
Mrs. Friðný Sigurborg Stefenson
frá Selkirk var hér á ferð fyrir
helgina.
Menn eru mintir á hina ágætu
samkomu, sem kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar hefir undirbúið
og haldin verður i kirkjunni á
mánudagskveldið. Sjaldan eiga
menn kost á að njóta jafn mikilla
andlegra og Iíkamlegra góðgerða á
einu kveldi.
Bjami Loftson sunnan frá
Morden var hér á ferð í bænum á
þríðjudaginn og fór þangað út aft-
ur á miðvikudaginn. Hann hefir
dvalið í Morden í sumar við smíð-
ar.
Páll Jónsson frá Siglunesi var
hár á ferð núna í vikunni. Kom
hann vestan frá Argyle, þar sem
hann hefir verið í haust við upp-
skeru. Hann fór heim á þriðju-
daginn.
Nýlega er látinn Ólafur bóndi
Kristjánsson í Morden fBrowne)
bygðinni. Hann átti lengi heima í
Norður Dakota.
Geirfinnur Pétursson frá
Narrows kom hingað til bæjarins á
mánudaginn í verzlunarerindum og
fór heim aftur næsta dag.
Skeyti kom frá Árna Eggerts-
syni á þóðjudaginn frá New York
og sagði hann að Gullfoss hefði lagt
af stað 2. október (á mánudaginn).
Sömuleiðis kvað hann Goðafoss
leggja af stað frá íslandi 8. okt.
og frá New York aftur 2. nóv.
Fólkið var alt stöðvað á leiðinni og
því harðlega bönnuð för um Banda-
ríkin nema því aðeins að það hefði
læknisvottorð um heilbrigði. Tafði
þetta ferðina um heilan dag.
Séra F. J. Bergman fór suður til
Morden á þriðjudaginn til þess að
jarða Olaf sál. Kristjánsson. Hann
skrapp suður til Norður Dakota
um leið.
Séra Rúnólfur Marteinsson pré-
dikar í Skjaldborg á sunnudags
kveldið kl. 7.
Sigurður Einarsson tinsmiður
frá Helbre kom til bœjarins á
þriðjudaginn og dvelur hér um
tíma. Hann hefir fengið hér at-
•vinnu við iðn sína.
Agæt samkoma verður haldin í
Sðcjaldborg á þakklætishátíðar dag-
inn. Þar verður margt skemtilegt
að heyra, þar á meðal verður Goð-
mundur Kamban á skemtiskránni
og hefir hann aldrei komið hér
fram án þess að menn þyrptust að
til þess að hevra hann; mun svo
verða enn. Lesið skemtiskrána.
það er nóg til þess að þið hugsið
ykkur ekki lengi um að koma.
“Fjölnir” allur frá byrjun er til
söðu í ágætu bandi. H. S. Bardal
visar á.
Eiríkur bóndi Bjarnason frá t>ing-
vallanýlendu var á ferð í bænum ný-
lega; hann kom á fimtudaginn og
dvelur um tima hjá Sigfúsi Jóels-
syni og konu hans fdóttur sinnij.
Eirikur er fróður og hefir víða far-
ið; kann því frá mörgu að segja.
Hann sagðist hafa gaman af því að
lesa stríðsfréttirnar, einkum vegna
J>ess, að hann hefir einmitt verið á
þeim svæðum sem orusturnar eiga
sér stað; hann var lengi í förum
nleðfram ströndum Frakklands,
Þýzkalands, Rússlands, Danmerkur
og víðar; hefir verið í Hollandi,
Belgíu, Sviþjóð og víðar.
Mr. J. K. Jónasson kaupmaður frá
Dog Creek, kom til bæjarins á mánu-
daginn. Með honum voru þær syst-
ir konu hans og Ólöf Isberg ljós-
móðir. Þær fóru aftur á þriðjudag-
inn til Lundar og dvelja þar til
föstudags hjá foreldrum sínum, en
Jónas fer þá heim og mætir þeim
þar. Hann er hér í verzlunarerind-
uni.
Jón kaupm. V,'ium frá Foam Lake
kom til bæjarins í vikunni sem leið
í verzlunarerindum. Hann var hér
við jarðarför Kristins sál. Stefáns-
sonar. Ilann sagði stöðugar vætur
og óþurka þar vestra og þreskingu
því mjög seinfara.
Björn Þorbergsson kaupfélags-
stjóri frá Þingvallanýlendu, kom ti!
bæjarins á mánudaginn og dvaldi
hér nokkra daga. Hann kom ásamt
Eiríki Bjarnasyni með gripi til sölu
er bændur sendu í félagi. Búast
þeir við að fá fyrir þá hærra verð
á þann hátt.
Magnús Markússon er nýfluttur
og er áritun hans nú Komoca Apts.
Suite 1, á St. Paul Ave.
Otto Kristjánsson frá ísafirði og
Sigríður Marta Borgfjörð frá Ár-
borg voru gefin saman í hjónaband
í vikunni sem leið í Cypress River
hjá þeim hjónum Conrad Norman
og konu hans. Séra Friðrik Hall-
grímsson gifti. Ungu hjónin lögðu
áf stað héð'an frá Winnipeg til
Winnipegosis á mánudaginn; verð-
ur hann við fiskiveiðar norður á
vatninu í vetur.
Gott uppbúið herbergi til leigu
fyrir einn eða tvo karlmenn. Tal-
simi í húsinu. Ritstjóri visar á.
Goðmundur Kamban hafði fram-
sögn í Skjaldborg á mánudaginn til
ágóða fyrir gamalmennaheimilið
Betel á Gimli. Kirkjan var svo að
segja troðfull. Goðmundi tókst
snlldarlega að vanda. Hann sagði
fram flest af því semi hann hafði
áður flutt og ýmislegt fleira ágætt
og skemtilegt; þar á meðal stutta
sögu eftir sjálfan sig. Goðmundur
hefir þegar ferðast um ýmsar bygð-
ir Islendinga hér nyrðra og er nú
setn stendur vestur i Argylebygð.
Magnús Einarsson ('MiðhúsaJ fór
norður til Mikleyjar á mánudaginn til
v’etrarveru. Hann dvaldi þar í fyrra
vetur og féll svo vel, að hann vill
hvergi annarsstaðar vera á nieðan
kuldinn er.
Kristján Johnson frá Baldur hef-
ir verið hér um tíma á þingi með
þeim fulltrúum er setja fastar á-
kvarðanir urn flokkun á hveiti.
Hann hefir verið í þeirri nefnd svo
árum skiftir og kemur hún saman á
hverju hausti. Faðir Kristjáns var
með honum.
Miinneota Mjascot getur þess, að
fjöldi fólks hafi heimsótt þau S. S.
Hofteig ("yngraj og konu hans.
Þau voru að flytja til Canada og
ætla að setjast þar að. Við þessa
heimsókn töluðu margir, þar á
meðal Gunnar Björnsson, Jón Run-
ólfsson, María Árnason, Björn Gísla-
son, Dr. Th. Thordarson o. fl.
Sama blað getur þess, að dáið
hafi 25. Sept. Guðrún Severson,
ekkja Jens Seversonar, 68 ára göm-
ul. Hún átti 5 böm á lífi.
Þorsteinn Bergmann kom norðan
frá Mikley á mánudaginn að leita
sér lækninga hjá Dr. Björnssyni —
Hann sagði engar fréttir þaðan að
norðan, en góða líðan yfirleitt.
Hann fór norður aftur á þriðjudag-
inn.
Páll Guðmundsson, sem heima
hefir átt i Hollyvvood byggingunni,
er nú fluttur í Suite 10 í Bella Vista
að 597 Ellice Ave.
Sérstök þakkargerðar-guðs-
þjónusta verður í Fyrstu lút-
ersku kirkju næsta sunnudags-
kvöld.
Einar J. Skafel frá Mözart er
nýkominn til bæjarins. Hann stund-
ar nám við háskólann í vetur.
Þau Pétur Fjeldsted og kona hans
frá Gimli eru flutt hingað til bæjar-
ins. Pétur er ágætur málari og hef-
ir fengið hér vinnu. Þau eiga heima
í Ivanhoe byggingunni á Wellington
götu.
Guðrún Stefánsson, ekkja Kristins
sál. Stefánssonar, biður Lögberg að
flytja þeim öllum sitt hjartans
þakklæti, sem að einhverju leyti
sýndu vináttu- og virðingarmerki við
lát og jarðarför manns hennar, og
fyrir alla þá hluttekningu er hún
hafi orðið aðnjótandi af fólki fjær
og nær.
Ef einhver hefir til sölu sögnna
"Elenóra” eftir Gunnstein Eyjólfs-
son, er hann beðinn að láta ritstjóra
Lögbergs vita um það.
Ólafur S. Thorgeirsson fékk bréf
heiinan frá íslandi, þar sem sú frétt
er sögð, að Kristján Erlendsson,
sonur Erlendar Erlendssonar á Ein-
hamri, sé nýlátinn. Bréfið er skrif-
að 7. Sept. Erlendur sál. var bræðr-
ungur við þá Magnús og Wilhelm
Paulson. Var hann um nokkurn
tima hér vestra bæði í Winnipeg og
víðar, og vann fyrir C.P.R.. Hann
var mesti myndar og gáfumaður.
1 bréfi til föður síns segist Leon-
ard Magnússon Ieggja af stað til
Frakklands þann 21. Sept., eftir 5
mánaða dvöl á Englandi.
Mrs. M. J. Borgfjörð frá Hólum
í Saskatchewan hefir dvalið hér í
bænum í vikutíma, og skrapp norður
að Gimli til að heimsækja systur
sína þar, Mrs. Chiswell. Hún fór
vestur aftur í gær og með henni Mál-
fríður Borgfjörð tenglamóðir henn-
ar, sem dvalið hefir hér alllengi hjá
Ingibjörgu Dalmann dóttur sinni.
Sagt er að 223. herdeildin eigi að
sendast til Englands eftir 20. þ.m.
Koma þær fréttir mörgum á óvart,
þar sem ákveðið hafði verið að
deildin yrði hér vetrarlangt. Er
þetta undarlegt fyrir þá sök, að aðrar
deildir, sem fyr voru stofnaðar, eru
kyrrar og verða. Þessi deild hefir
enn ekki nema 700 manns af 1100,
sem hún þarf, og fari hún nú verð-
ur henni að sjálfsögðu allri sundrað.
Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin
Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar.
Hanstbarátta gegn illgresi.
Sá bóndi sem hefir illgresi í |
akri sínum ætti að reyna að,
plægja sem allra mest að haustinu.
Eitt allra áhrifamesta ráðið til
|>ess að eyðileggja villihafra og svo
að segja allar tegundir illgresis er
það að plægja grunt eða skera
fdiskaj að haustinu alt það land,
sem á að sá í seint næsta ár eða
hvíla.
Eðlilegi tími ársins fyrir illgresi
að frjófgast er í Maímánuði, og ef
illgresi er að haustinu grafið í 1—2
þumlunga djúpri mold1, en ekki
grafið of djúpt, þá getur það skot-
ið frjóöngum um sama leyti næsta
vor og hveitið byrjar að vaxa.
Á meðan illgresið er örlítið er
hægt að eyðileggja það með því að-
eins að s'kera (diska) akurinn, eða
herfa það eða plægja, og verður
það þá miklu viðráðanlegra síðar,
hvert sem sáð er í akurinn byggi
eða hann er hvíldur það sem eftir
er ársins.
Ef aftur á móti ekkert er skift
sér af akrinum í haust, verður mik-
ið eftir af illgresi í frjóknöppum
nokkra þumlunga fyrir ofan svörð ;
sömuleiðis í hánni og á yfirborðinu
í moldinni. Mjög oft má finna
þessi sæði óútsprungin í byrjun
júnímánaðar, af því þau hafa ekki
getað framleitt nýjar plöntur fyr
en þau voru grafin í moldinni. Af-
leiðingarnar verða þær að þegar
plægt er þar sem sæðin eru, þá
annaðhvort liggja þau í moldinni
aðgerðalaus í heilt ár eða jurtin vex
upp í akrinum eða plægingunni ef
hvílt er.
Verkstofu Tals.:
Gapry 2154
Heim. Tals.:
Garry 2949
Jafnvel þar sem árstíðar illgresi
er eða sílifandi illgresi, svo sem
sáðþistill og Canada þistill og alt
vex hvað innan um annað, þá er
gmnn haustplæging til mikillar
hjálpar. Árstíða illgresið hefir
þegar byrjað, og ef það er snemma
eyðilagt, eins og bent hefir verið á
að ofan, og ef bóndinn vill síður
plægja næsta ár, þá getur hann
haldið áfram eftir fyrsta júní og
haldið þistlinum í skefjum með því
að nota gæsafóta rifvél í hvert
skifti sem það sést að illgresið er
farið að vaxa. M_eð því að fara
hálfum þumlungi dýpra i hvert
skifti sem plægt er eða rifið upp,
fara vélablöðin í gegn um jarðveg-
inn, og séu þau beitt þá skera þau
plönturnar svo að þær missa gróðr-
armagn.
Það hefir verið sannað að ef
akrinum er haldið í mold (svörtum)
alt sumarið, er jafnvel hægt að eyði-
leggja versta sáðþistil. En það er
mjög áríðandi að aldrei sé verkið
vanrækt.
1 þeim hlutum Manitoba, þar
sem mest er illgresi, er það mjög
æskilegt að minna sé ræktað af
landi, og að það land sem ræktað
er sé jiannig höndlað að illgresið
eyðileggist sem mest og fljótast.
. Ef sumir þeir akrar sem nú fram-
leiða bæði hveiti og illgresi væru
notaðir fyrir engi og sáð í þá grasi,
til }>ess að koma i veg fyrir að ill-
gresið margfaldaðist í j>eim í nokk-
ur ár, þá mætti hreinsa aðra akra
svo ]>ar hyrfi illgresi.
G. L. Stephenson
Plumber
Allskonar rafmasnsáhöld, svo sem
straujánia víra, allar tegundir af
glösum og aflvaka (batterls).
VINNUSTQFA: 676 HOME STREET
WINNIPEG
BRÚKIÐ RAFURMAGNS
ÞVOTTAVÉL Á MÁNU-
DÖGUM
Sparið yður ómak það að þvo með
höndum. Kaupið eina ráfurmagns-
þvottavél og tengið við rafmagnsljósið
í húsinu. Vér sýnum þær í búð vorri.
Winnipeg Electric Railway Co.
322 Main St. - Tals. M. 2522
Mrs. J. B. Skaftason Iagði af
stað í gær áleiðis til Evrópu. Fer
hún eins' og fyr var frá sagt, til
Kaupmannahafnar að heimsækja
Dr. Valtý bróður sinn og síðar til
Englands og dvejur þar hjá manni
sínum, sem er gjaldmeístari 108.
herd'eildarinnar.
Björn Stefánsson prentari landi
vor úr 44. herdeildinni var sendur
frá Englandi til Frakklands ásamt
nokkrum herforingjum. Hann er
fyrsti íslendingur með hárri tign
sem í striðið hefir farið éLeuiten-
antj.
18. septeml>er féll á Frakklandi
maður sem Sidney Cuzner hét.
Hann var íslenzkur í aðra ættina;
er móðir hans dóttir Halldórs
Reykjalíns Frá Mountain. Cuzner
var prentari að iðn, sé'rlega mynd-
arlegur maður. Hann var í ' 27.
deildinni og hafði verið nákvæm-
lega ár í skotgröfunum þegar hann
féll.
María Magnússon piano kennari
á heima að 940 Ingersoll. Talsimi
G. 1310. Þeir sem kenslu óska gefi
sig fram sem fyrst.
Maður í Alberta fékk 52 mæla
hveitis af ekrunni að meðaltali af
1000 ekrum. Það er mesta upp-
skera í heimi.
Þakklætissamkoma Fyrsta lút.
safnaðar verður óefað ágæt. Ræðu-
mennina þekkja allir að 'því að þeir
hafa eitbhvað uppbyggilegt að
flytja og söngfólkið sem þar skemt-
ir er trygging fyrir góðri skemtun
og uppbyggilegri.
Mánudagskveldið var, 2. okt.,
voru þau Skúli Hjörleifsson frá
Winnipeg Bearh og Ósk L. Lárus-
son frá Gimli gefin saman í hjóna-
band af séra Birni B. Jónssyni að.
heimili hans, 659 William Ave.
Margt verður að bíða næsta blaðs
sakir rúmleysis og eru hlutaðeig-
endur beðnir afsökunar á Iþví.
30. f. m. lézt hér í bænum W.
Frank Merrill. Hafði hann átt
heima í Winnipeg um 30 ár og var
kvæntur islenzkri konu. Eru þau
hjón alþekt hér í bænum. Jarðar-
förin fór fram í gær frá útfarar-
stofu Bardals. Séra Björn B.
Jönsson jarðsöng.
STAKA.
Örfum skauztu oft til mín
ófyrirsynju, það eg sver;
ef eg kem við kaunin þín,
kenna máttu sjálfum þér.
J. K. Jónsson.
ÞAKKLŒTISHÁTÍÐ
í
FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU
undir umsjón kvenfélagsins
Mánudaginn 9. Október, klukkan 7 e. h.
Byrjar í kirkjunni með stuttri guðsþjónustu. Kveld-
verður í sunnudagáskólasalnum með eftirfylgjandi
skemtiskrá yfir borðum:
1. Piano Duet.Mrs. B. H. Olson og Miss S. Fredrickson
2. Ræða (5 mín.J ............... Dr. B. J. Brandson
3. Solo—“Bænin” éeftir beiðnij . Miss H. Friðfinnsson
4. Violin Solo ......\........ Miss Violet Johnston
5. Ræða (5 mín.J ........^.. Dr. Jón Stefánsson
6. Solo .......;......,.......i.... Mrs. S. K. Hall
7. Duet ...............t.... Mr. og Mrs. Alex Johnson
8. Ræða (5 mín.J .................. Mr. M. Paulson
9. Vocal Duet . .... Miss Herman og Miss E. Thorwaldson
10. Ræða (5. mín.J ..................... Ónfendur
11. Chorus ......................... Ungar stúlkur.
Aðgangur 35c. Byrjar kl. 7
Ef eitthvað gengur að úríuu
þínu þá er þér langbezt að seada
það til hans G. Thomas. Haun er
i Bardals byggingunni og j>ú mátt
trúa því að úrin kasta eiílibelgn-
um í höndunum á honum.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
“granite” legsteinunum “góðu”
stöðugt við hendina handa öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, sem hafa verið að biðja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina i sumar, að finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur.
Yðar einlægur.
A. S. Bardal.
Syrpa er nýlega komin út. Flytur
hún margt fróðlegt og skemtilegt.
Sagan “Ofsóknir” eftir Kristófer
Jansson, sem Einar Páll Jónsson
)>ýðir, er stórkostleg og tilkomu-
mikil og prýðis vel þýdd. Syrpa
fer dagbatnandi i öllum skilningi
og á það sannarkga skilið að hún
sé vel keypt.
Framsögn Goðmundar Kamb-
ans í Narrowsbygð verður á
fimtudaginn 12. þ. m. en ekki 10.
eins og ákveðið hafði verið.
G. J. Goodmundsson fékk bréf ný-
lega sunnan frá Minneapolis með
þeirri frétt að Sigurjón Ólafsson
trésmiður, sem hér var í bænum
nokkur ár, hafi slasast þar syðra um
síðustu mánaðamót. Varð hann fyr-
ir flutningsv'agni og meiddist mikið;
meira. Sigurjón liggur á spitala í
Minneapolis.
-------♦«»
Skúli þingmaður Sigfússon kom
til bæjarins á þriðjudaginn bæði í
verzlunarerindum og stjórnmálaer-
indum. Hann fór heim aftur í gær.
Þann 29. Sept. síðastl. urðu þau
Mr. og Mrs. Goodman, 783 McDer-
mot AVe., fyrir þeirri þungu sorg,
að missa mjög skýran ög efnilegan
yngsta son sinn, Herbert Jón, nálega
10 ára; dó hann úr barnaveiki eða
hjartað bilaði. Var hann jarðaður
kl. fjögur á sunnudaginn prívat, því
likið mátti ekki koma í húsið, en
húskveðju hélt séra B. B. Jónsson
og var stór vinahópur viðstaddur.
Undirrskrifuð biðja Lögberg að
færa öllum sem gáfu blóm eða á
annan hátt sýndu syrgjendunum
hlitttekmingu, sitt innilegasta hjart-
ans þakklæti.
Mr. og Mrs. J. Goodman
og systktni.
Vöflujárn, Kleinujárn,
Ullarkambar.
ÞAKKLÆTISHÁTlÐ
----------1---------
Skjaldborg, Mánudaginn 9. Oktob.
P R ó G R A M.
1. Samsöngur.......................
2. Ávarp forseta...................
3. Recitation.......Miss Lára Johnson
4. Fiólín spil......Mr. Gunnl. Oddson
5. Ræða............Mr. Olafur Andersoii
6. Piano spil.......Próf. Jónas Pálsson
7. Upplestur........Miss Ásta Austman
8. Einsöngur.........Mrs. P. S. Dalman
9. óákveðið.........Próf. R. Marteinson
10. Fjórraddaður söngur.......'....
11. óákveðið . . ...Mr. Goðm. Kamban.
Kaffiveitingar.
Byrjar kl. 8 e. h. Inngangur 25c.
Vöflnjám, eins og myndin sýnir,
kosta $1.50 auk flutnings-
gjalds.
Klelnujám úr látúni meS svörtu
skafti, sem er þægilegt I hendi.
Kosta 25c.
lllarkanil>ar. peir kosta $1.25.
Pústgjald innan Manitoba Hc,
Sask. 16c., Alberta 20c.
Ntúlkaniliar. Kosta $1.50. Flutn-
ingsgjald sama og hinna.
J. G. Thorgeirsson.
662 Ross Ave. Winnipeg
Phone G. 4138
ROYAL CROWN SÁPA
er hreinust og bezt
Verðmætir hlutir gefnir í skiftum fyrir
COUPONS og UMBÚÐIR
Byrjið strax að safna þeim. Yður mun blöskra hversu
fljótt þeir koma.
Þér skuldið sjálfum yður það að brúka þá aápu
sem hefir reynst yður best að undanförnu.
Sendið eftir verðlaunalista. Hann kostar ekkert.
Verðlaunalistinn söm gefinn var út fyrir Maí 1916
er fallinn úr gildi. Skrifið til
THE R0YAL CR0WN S0APS
Limited
PREMIUM DEPARTMENT ■ WINNIPEG, M AN.
UNDRAVERÐ Fyrirmyndar HRAÐRITUN
—i—
WINNIPEG BUSINESS COLLEGE
THE HOU8TON-IATOM SCHOOL
Þetta er gamli skólinn með nýja laginu, sem helzta
fólk þessa lands hefir sótt í síðastliðin 34 ár. Núverandi
skólastjóri Geo. S. Houston hefir margra ára reynzlu við
verzlunarskóla og er einn ]>eirra sem gæfusamíega hafa
komist áfram í Vesturlandinu. Hann tekur þátt í mörg-
um stórkostlegum fyrirtækjum, og er því fær um að út-
vega nemendum sínum góðar stöður að afloknu námi.
Mr, Houston er eigandi og stjórnandi hins undraverða
Paragon hraðritunarkerfis sem hefírverið notað í Regina
skólanum „The Federal" og nú lætur hann Winnipeg-
Business College njóta þess kerfis sem hægt er að læra
á fáum dögum. Haust-tímabilið er nú byrjað.
George S. Houston, Skóla.tjóri
VÉR
KENNUM
GREGG
Hraðritun
SUCCESS
VÉR
KENNUM
PITMAN
Hraðritun
BUSINESS C0LLEGE
Limited
H0RNI P0RTAGE OG EDM0NT0N ST.
WINNIPEG, - MANIT0BA
ÚTIBUS-SKOLAR FRÁ HAFI TIL HAFS
TÆKIFÆRI
pað er mikil eftirsókn
eftir nemendum, sem út-
skrifast af skóla vorum.
— Hundruð bókhaldara,
hraðritara, skrifara og
búðarmanna er þörf fyr-
ir. Búið yður undir þau
störf. Verið tilbúin að
nota tækifærin, er þau
berja á dyr hjá yður.
Látið nám koma yður á
hillu hagnaðar. Ef þér
gerið það, munu ekki að
eins þér, heldur foreldr-
ar og vinir njóta góðs af.
— The Success College
getur leitt yður á þann
veg. Skrifist í skólann
nú þegar.
YFIRBURÐIR
Beztu meðmæli eru með-
mæli fjöldans. Hinn ár-
legi nemendafjöldi í Suc-
cess skóla fer langt
fram yfir alla aðra verzl-
unarskóla í Winnipeg til
samans. Kensla vor er
bygð á háum hugmynd-
um og nýjustu aðferð-
um. ódýrir prívatskólar
eru dýrastir að lokum.
Hjá oss eru námsgreinar
kendar af hæfustu kenn-
urum og skólastofur og
áhöld eru hin beztu. —
Lærið á Success skólan-
um. Sá skóli hefir lifað
nafn sitt. Success verð-
ur fremst í flokki.
F. G. Garbutt, Pres.
D. F. Ferguson, Prin.
SUCCESS-NEMANDI HELDCR IIAMARKI I VJEIiRITlTN
INNRITIST HVENÆR SEM ER
Skrifið eftir bæklingi
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
Limited
SAFETY
Öryggishnífar
skerptir
RAZO
Ef þér er ant um aí fá góöa
brýnslu, þá höfum við sérstaklega
gott tækifæri aö brýna fyrir þig
rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör-
yggisblöB eru endurbrýnd og “Dup-
lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein-
föld blöC 25c. tylftina. Ef rakhníf-
ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur
sýna þér hversu auövelt þaC er aC
raka þegar vér höfum endurbrýnt
blöíin. — Einföld blöí einnig lög-
uS og bætt. — Einnig brýnum viB
skæri fyrir lOc.—75c.
Tht Razor & Shear Sharpening Co.
4. lofti, 614 Builder* Ejcchange Grinding Dpt.
333i Portage Atí., Winnipeg
Málverk.
Handmálaðar
1 i t my nd i.r
“Pastel” og olíumálverk] af
mönnum og landslagi
býr tilog selur með sanngjörnu verði.
Þorsteiin Þ. Þorsteinsson,
732 McGee St. Tals. G. 4997
Hárkambar, greiður
Vér höfum mjög fullkomið upp-
Jag of hárkömbum og greiðum úr
allskonar efni og af öllum stærðum.
SmágerSir kambar og greiöur, vasa-
greiöur, barnakamba, rakaragrtúöur,
kvengreiöur o.s.frv. Komiö til vor
]>egar þér þurfiö kamba eöa greiö-
ur. Vér getum áeiðanlega gert vö-
ur ánægö meö voru mikla úrvali og
sanngjarna veröi.
whaleyslYfjabúð
Phone Sherbr. 258 og 1130
Horni Sargent Ave. og Agnes St.
Klæðskerar og saumakonur alls
konar geta fengið vinnu viö kvenn-
föt, yfirhafnir og kjóla. Gott kaup
og stööug atvinna. Komið og spyrj-
ist fyrir hjá
The Faultless Ladies IVear Co. Ltd.,
Cor. McDermot & Lydia St.
Norsk-Ameriska Linan
Nýtízku gufuskip sigla frá
New York sem segir:
“Krlstlaníafjord” 7. Okt.
“Bprgensfjord” 28. okt.
NorðvesíurUnds farþegar geta ferðast
með Ðurlington og Baltimore og Ohio
járnbrautum. Farbrje'f tra l»-
landi eru seld til hvaða staða sem er
I Bandarfkjunum og Canada. — Snúið
yður til
HOBE & CO., G.N.W.A.
123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða
H. S. BARDAL,
892 Skerbrooke Street, Winnipeg.