Lögberg - 27.09.1917, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1917
Kvöldstund á íslandi.
1 fríSri hlííS und fjalli háu
eg foröum sat um aftan stund,
þar við mér brostu blómin smáu
svo björt, en dreiíð um harða grund.
Og þar var ofurlítill ladkur
er liðaðist um bjarkar hlíö,
hann var svo hraður, hreinn og
sprækur
og hjalaði við b'ómin frítS.
A lágum bakka lindarinnar
eg ljósan hnitti rósakrans.
Eg fann hve Ijúft mér lék um kinnar
hin létta snerting andvarans.
Þar vildi’ eg fegin alla æfi
mér una þar hjá laekjarnið,
«r brýtur leið afS svöium sævi
og sameinast við hafdjúpið.
Þá vissi’ eg ei að vonir stranda
og völt er mannleg ákvarðan,
því eg var bara barn í anda
með bikar lifsins ótæmdan.
M. tslcifssoH.
Sjálfstœðismálið.
Framsöguræða Magnúsar péturs-
sonar um skipun nefndar til að íhuga,
hvemig vér bevt megum ná fullvcldi
í öllum vorum málum:
Það er næsta óþarft aö fjölyrða
mikiS um þessa tillögu, því þaö mætti
segja að orðalag hennar segði alt sem
segja þarf, en það mun samt viðkunn-
anlegra að láta henni fylgja nokkur
orS.
Eg býst viö þvi að hv. alþingis-
menn flestir hafi látið á sér heyra og
heyrt það annarsstaðar frá, að aðal-
starfsvið þessa þings væri það, að sjá
um að þjóðin hefði nóg að bíta og
brenna og myndi því þar að mestu
markaður bás, en iitt myndi hægt að
hugsa um annað en yfirstandandi og
yfirvofandi þjóðarvandræði. Þetta er
auðvitað að mestu rétt. En þó teldi
eg það ekki vansæmdarlaust þessu
þingi ef það liti ekki nokkuð lengra
og hefði ekki ofurlítið víðari sjón-
deildarhring.
Undanfarin ár höfum við verið að
reyna það tvent að mér finst, að verfa
londsréttindt vor og að ná undir oss
þeim málum, sem Danir umboðslaust
og þvi ranglega hafa farið með fyrir
okkar hönd. Erfiðlega hefir þessi
barátta gengið, og hefir það þá ekki
sizt valdið árangursleysinu að vér
höfum lítt getað orðið sammála
um það hingað til hversu vér ætt-
um að krefjast eða á hvern hátt
vér ættum að fá kröfum okkar fram-
gengt.
Eg ætla samt að gera ráð fyrir því
að fyrir öllum eða aliflestum úr öllum
flokicum hafi blasað sama endatak-
markið, fullkomin yfirráð yfir öllum
okkar málum og algert fuUveldi. Að
vísu virðist svo sem þetta endatak-
mark hafi í sumra augum verið nokk-
urskonar Utopia, eða eftirsóknarvert
draumaland.
Til hafa einnig verið þeir menn,
sem álitið hafa þetta endatakmark
skýjaborg eina, en óhugsandi er að
þeir hafi verið margir.
Nú verður að áiíta að rás viðburð-
anna hafi sparkað oss miklu nær
markinu, sem innanlandsreipdráttur
og skilningleysi Dana hafa bægt oss
frá, því ekki er hægt að neita því, að
sem stendur höfum vér miklu meira
sjálfstæði en verið hefir, eða ef það
er ekki sjálfstæði þá er það þó að
minsta kosti sjálfrœði. Sjálfstæði í
orði hefir oss að vísu ekki aukist, en
því meira á borði.
En þessu sjálfstæði er þannig var-
ið, að ef vér ekki erum vel vakandi
og á varðbergi, þá ber það oss ekki
að sjálfstœðinu, — heldur mun sækja
aftur í sama horfið þegar núverandi
ófriðarástand líður hjá. En samband
vort við Dani, eins og það hefir ver-
ið, er auðvitað alveg óviðunandi og
getur ekki komið til mála að nokkur
íslendingur láti sér detta í hug að búa
við það framvegis, og megum við því
ekki láta undir höfuð leggjast að
ráða þegar ráðum okkar í þessu efni
hvað gera skuli, svo ekkert tæk.færi
gangi úr greipum vorum.
Eg býst við því, og það gera einnig
margir menn fróðari mér og getspak-
ari um slíka hluti, að þegar friður
verður saminn, þá muni þjóðirnar
koma sér saman um einhverja þá
skipttn Ianda og ríkja t Norðurálfunni
sem ætluð ■ erði til frambúðar, og
muni erfiðara, ef ekki ómögulegt síð-
armeir að fá komið til leiðar nokk-
urri breytingu á þeirri skipun. Við
vænanlega friðarsamninga getur því
orðið tcekifœri til þess að fö 'óllum
kröfum okkar framgngt, bara ef við
stöndum aUir saman og höfum lag á
að koma ár okkar fyrir borð.
Að þá sé tœkifœrið er margt sem
bendir til, og þá ekki sízt það, að nú
virðist vera los á öllum landa og ríkja-
samböndum og stóru ófriðarþjóðirn-
ar, sem mestu hljóta að ráða um slíkt
hafa hvað eftir annað lýst yfir þvi að
smáþjóðirnar eigi sjálfar að ráða
samböndum sínum og stjórn og að
hvert þjóðerni hafi þar jafnan rétt
til þess að segja til hvernig það vilji
að því sé stjórnað.
•Það Viðist því liggja í augum uppi
að þar með sé viðurkent, að vér höf-
um sjálfir rétt til að kveða á hvort
vér viljum vera i sambandi við önn-
ur ríki eða standa einir, og þá einnig
rétt til að ákveða í hverskonar sam-
bandi, ef um samband yrði samkomu-
lag.
Það getur varla verið nokkrum
vafa undirorpið að Danir viðurkenni
þetta einnig nú orðið, því hvorir-
tveRgja. Danir og íslendingar, munu
nú orðið nokkru fróðari um nauðsyn
og nytsemi saml>ands landanna, held-
ur en var fyrir ófriðinn.
íslendingar munu nú allir hafa
sannfærst um, að vér höfum bæði getu
og gáfur til þess að fara með öll okk-
ar mál, án íhlutunar annara, og augu
Ðana ættu einnig að hafa opnast fyrir
því, að það eitt að þeir að fullu við-
urkenni þetta getur haldið við sam-
bandi milli ríkjanna Islands og Dan-
merkur.
Það hefir verið gert ráð fyrir því,
að þetta þing gerði verulega gang-
skör að því að fá íslenzkan siglinga-
fána, og er það auðvitað svo sjálf-
sagt, að naumast ætti að þurfa mikið
um það að ræða. — Að sjálfsögðu
erum vér einhuga um það. Mirista
kosti bendir tillagan einmitt til þess.
En fáninn er ekki nema eitt sþor í
áttina, og þvi alls ekki takandi i mál,
að þingið ekki ráði ráðum sínum um
hin önnur fullveldismálin.
Vér tillögumenn teljum auðvitað
sjálfsagt að þessi tillaga verði sam-
þykt i einu hljóði, því fyrsta og helzta
skilyrðið til þess að koma fram vilja
okkar er, að vér stöndum óskiftir.
Enda déttur víst engum annað i hug,
þar sem tillaga þessi er í fullu sam-
ræmi við yfirlýsingu ráðaneytisins
þegar það tók við stjórn landsins,
þar sem hæstv. forsætisráðherra þá
lýsti því yfir, að stjórnin vildi vinna
að því af fremsta megni, að þjóðin
næði fullum yfirráðum yfir öllum sín-
um rnálurn. Nú vona eg að verði
tækifæri fyrir hæstvirta stjórn að
sýna að henni hafi verið full alvara.
Ef eg hefði getað við það ráðið
þá hefði eg kosið helzt að samhljóða
tillaga hefði jafnsnemma komið fram
í hæstvirtri efri deild, en þó eg hafi
borið mál á það við einstaka menn úr
efri deild, þá hefir enn ekki orðið úr
því, en eg er þess fullviss, að þess
verði ekki langt að bíða frá jafn-
völdu liði eins og þar er samankomið.
Sú deild mun aldrei verða eftirbátur
í því að sýna að vér viljum standa
einhuga og samtaka í þvl að ná öllum
vorum málum í eigin hendur og fá
viðurkenningu fullveldis vors.
Engum getur heldur komið á óvart
þó þessi tillaga kæmi fram og öllum
ætti að vera það gleðiefni. Samþykt-
ir á héraðsfundum í Strandasýslu og
reyndar víðar, bentu ótvírætt í þá átt,
að þessu yrði hreyft. Og eg vildi að
endingu óska þess, að allir hv. alþing-
ismenn gætu orðið jafn einhuga og
óskiftir í þessu eins og kjósendur
minir eru. Þá verður góður árang-
ur af þessari nefndarskipun og drengi-
legur afspurnar utanlands og innan.
—ísafold
Gjalir í jólasjóð 223. kerdeildar
Frá Iestrarfélaginu “Morgun-
stjarnan”, Mikley........ $15.00
Afhent af Br. Josephson,
Skálholt.................. 26.25
Árborg....................... 5.00
IJsti yfir gefendur frá Skálholt.
Tryggvi Olafsson.............$1.00
Mrs. Berglaug Olafsson .. .. 1.00
Abegail C. Olafsson........ 1.00
Gunnar Olafsson.............. 1.00
Halldóra Lilja Anderson.........25
Ingólfur Árnason................50
Mrs. María Árnason..............50
Mr. og Mrs. B. Heiðman .. .. 2.00
Mr. og Mrs. G. Heiðman .. .. 1.00
Mr. og Mrs. Ben. Heiðman .. 1.00
Mr. og Mrs Árni Paulson .. .50
Mrs. Sigurveig Oleson...........25
Árni Paulson....................25
J. S. Heiðmann............... 1.00
Mr. og Mrs. S. A. Sigurðsson.. 2.00
Mrs. Kristín Swanson............50
Ingibjörg Swanson...............50
Sveinn Swanson..................10
Guðm. Johnson...................50
Mr. og Mrs. S. Björnson .. .. 2.00
Björg Bjömsson............... 1.00
Guðrún Björnsson............. 1.00
Björn Björnsson.............. 1.00
Jón Olafsson.................. .50
Steigrímur Ólafsson.............50
Reimar Olafsson.................50
Mr. og Mrs. Br. Josephson .. 3.00
Anna Thordarson.............. 1.00
C. A. Oleson....................50
Chris. Swanson............... 1.00
Alls $26.25
Listi yfir gefendur frá Arborg.
Mrs. Th. Sigurdson, Framnes $1.00
Mrs. M. Gíslason, Framnes .. .50
G. Vigfússon, Framnes...............50
Mrs. G. Stefánsson, Árborg .. 1.00
Th. Gíslason, Árborg............. 1.00
B. Hjörleifsson, Riverton .. 1.00
Samtals $5.00
Listi yfir gefendur frá Riverton.
Kvennfélagið Djörfung .. .. $10.00
Mrs. H. Hallson............... 1.00
Mrs. B. Hjörleifsson.......... 1.00
Mrs. H. Sigmundsson........... 1.00
Mrs. S. Thorvaldsson.......... 5.00
Mrs. W. Rockett............... 1.00
Mrs. V. Hálfdánsson .. .. .. 1.00
Hálfdán Sigmundsson .. .. 1.00
Lauga Austman................. .50
Mrs. S. Olson................ .50
Mrs. Björg Björnsson.............25
Mrs. Björg Halladóttir...........25
Mrs. Th. Thorarinsson............50
Miss Steinunn Thotarinsson.. .25
Mrs. P. Vídalín............. 1.00
Mrs. H. Anderson ................50
Petur Arnason................. 1.00
H. Hallsson,.............. .. 1.00
Bergrós Hallsson............... .50
Anna Hallsson................. .50
Solveig Hallsson............... .50
Mrs. W. J. Gíslason........... 1.00
J. T. Jónasson................ 1.00
Lárus Th. Bjömsson............. .50
Tomas Jónasson................. .50
Mrs. J. S Pálsson............. 2.00
B. Hjörleifsson .. ........... 1.00
Mrs. G. Sigurdson........... 1.00
Mrs. Siðtr. Briem............. 1.00
Mrs. G. Johnson............... 1.00
Mrs. Th. Johnson............... .50
Miss Júlíana Johnson........... .25
Magnús Eyjólfsson............. ..50
Guðjón Thorkelsson........... 1.00
Miss Sigríður Pálsson.......... .50
Miss Christianson.............. .50
Marinó Briem................... .50
Mrs. J. Briem.................. .50
Mrs. Helga Jónasson........... 1.00
Mrs. Chris Olafsson........... 1.00
Mrs. G. Guttormsson........... 1.00
Victor Eyjólfsson............. 1.00
Olafur Olafsson................ .50
Rina Eastman................... .50
Mrs. S. Isfeld................. .25
Mrs. B. K. Benson............. 1.00
Mrs. H. Yo"tie................ 1.00
Mrs. Jonas Magnússon.......... 1.00
Mrs. S. Sigurðsson............ 2.00
Mrs. Sopher................... 1.00
Samtals $52.75
Viljugir að semja frið.
Eins og lesendur “Lögbergs” muna
sendi páfinn í Róm friðaruppástungu
til allra þjóða fyrir skömmu; bæði
stríðs þjóðanna og hinna hlutlausu.
Þar á meðal voru þær tillögur að
allar þjóðir legðu niður herbúnað
og allar deilur sem upp kæmu milli
þjóða skyldu dæmdar af alþjóða
dómstóli.
Fyrsti stjórnandi til þess að svara
þessari uppástungu, án þess þó að
spyrja þjóð sína ráða, var forseti
Bandaríkjanna og þvemeitaði hann
með öllu að taka þessum skilyrðum;
kvað þá skilmála eina hugsanlega að
bandamenn ynnu og réðu sættum.
Englendingar voru næstir að sv'ara og
svo komu allir bandamenn á eftir, en
Þjóöve-jar og Austurríkismenn hafa
svarað játandi; kveðast þeir fúsir til
að leggja öll mál í gerðardóm, fram-
vegis og leggja niður herútbúnað ef
hinar þjóðirnar gerðu það sama.
Þýzkaland og Austurríki hafa svarað
hvort í sínu iagi og eru bæði svörin
ákveðin að því leyti að þessar þjóðir
kveðast albúnar til friðarsamninga,
en taka það fram að ef hinir vilji
halda áfram þá verði þeir að taka
því. í svarinu frá Þýzkalandi er
langur kafli til þess að sýna fram á
að keisarinn hafi viljað forðast þetta
stríð, en verið neyddur út í það. Um
það er hætt við að margir verði ósam-
dóma. Sv'örin eru birt í “Free Press”
og “Tribune” á laugardaginn.
“Edinburg Tribune”.
21. september birtist í því blaði rit-
stjórnargrein um stjórriarfarið í
Bandaríkjunuin. Er þar vel og drengi-
lega tekið svari bænda og sýnt fram
á það nversu illa og óhöndulega
stjórninni hefir farist að því er það
snertir að hafa himil á vöruverði.
eina varan sem fa'.t verð hefir verið
sett á og bannað að hækka, er hveiti,
og tekur blaðið það fram að þetta sé
ranglátt. Bændur hafi að undanförnu
haft mjög litla og lélega uppskeru og
lágt verð; en nú þegar þeir fyrst hafi
haft tækifæri til þess að fá hátt verð,
þá taki stjórnin t taumana og fyrir-
bjóði verðhækkun á vöru þeirra.
Þetta segir blaðið að væri réttlátt,
gott og blessað ef sama væri ge t við
aðra vöru; en þvi sé ekki að fagna.
Auðfélögin leiki þar lausum hala og
hækki alla vöru dagsdaglega. Bænd-
urnir segir blaðið að séu einu fram-
leiðendurnir, sem ekki hafi myndað
samvinnufélög í því skyni að halda
vöru sinni í hærra verði. Þetta segir
blaðið að stjórnin hafi notað sér og
ráðist á bændurna — ráðist á garðinn
þar sem hann sé lægstur.
Annað atriði athugar blaðið rétti-
lega. Það eru stríðslánin. Því var
lýst yfir þegar Bandaríkin fóru í stríð-
ið að alt yrði borgað jafnótt, en
reyndin hefir orðið önnur. Stjó-nin
hefir tekið lán, ekki í miljónatali held-
ur þúsundir miljóna og kastað þann-
ig þungri byrði á komandi kynslóðir
í stað þess að herskylda auð jafn-
framt því sem hún herskyldaði menn,
eins og hún átti að sjálfsögðu að gera
og borga alt jafnótt.
Afturhaldinu nóg boðið.
Joseph Flavelle heitir maður; í
fyrra var hann ge-ður “Sir” fyrir
framúrskarandi mikil störf í þjóð-
ræknisskyni. Þessi maður varð þó
uppvís að því um líkt leyti að hann
hefði þjakað svo kjörum þjóðarinnar
með járntengum auðsins í skjóli stríðs
og þjóðrækni að slíks eru tæplega
dæmi. Hafði hann þannig samkvæmt
úrskurði dóma-a tetóð margar miljón-
ir dala á þann hátt að setja okurverð
á egg og svínakjöt, sem hann geymdi
til þess að skortur yrði á þvl í land-
inu og eftirsókn svo mikil að borgað
yrði fyrir það hvað sem upp væri sett
Þetta er eitt með ljótustu landráðum
sem hér hafa verið framin og þó hafa
þau verið bæði mö-g og ófögur.
Þessi Flavelle var formaður skotfæra-
nefndanna og í stað þess að Borden
léti taka hann fastan þegar þetta
komst upp, rannsaka iriál hans og
Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf.
IT/* .. 1 • Ya tímbur, fialviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, 8eirettur og ai.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar tíl vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limit.d
HENRY AYE. EAST
WINNIPEG
OVANALEG
Loðfata-Sala
með
25-35%
afslætti frá vanalegu söluverði
Hudson Seal yfirhöfn—
vanalega $200, fyrir .. $150
Hudson Seal yfirhöfn—
vanal. $300, fyrir......$200
Svört tóuskinna “sets”—
vanal. $125, fyrir......$75
Cross Fox Sets—
vanal. $150, fyrir........$95
Taupe Wolf Sets—
vanal. $75, fyrir ....... $50
Beaver Muffs sem vanal.
seljast á $40. fyrir .... $25
Red Fox Sets—vanalega
seld á $90, fyrir ....... $70
$40 til $50 “Black Wolf Sets”,
falleg, löng, silki áferð, vel loðin.
50 klæðis yfirhafnir — sýnis-
hom umboðsmanna, fyrir $12.50
Lftil niðurborgun á einhverjum hlut
fnst geymdur þar'til þér eruð til-
búin að taka hann.
Orðtœki vort: „Minni ágóði, meiri
verzlun“. Abyrgð vor fylgir vörunni
DOUGLAS ,& CO.
Sem búa til beztu loðföt
372 PORTAGE AVE. WINNIPEG
dæma hann í tukthús lét hann sem
ekkert væri og hafði hann áfram í
þessari trúnaðarstöðu.
Á föstudaginn héldu afturhaldsmenn
í Riverdale í Ontario fund og skor-
uðu á Robert Borden að reka Flavelle
frá stöðunin og skipa annan mann,
sem engar slíkar glæpakærur hafi
gegn sér. Sami fundur skoraði einn-
ig á Borden að reka Hanna umsjón-
armann vista hér í Canada og taka
svo undir stjórnarumráð alla vista-
geymslu. Þetta sýnir það að jafnvel
afturhaldsmenn sjálfir eru svo óá-
nægðir með þann afskaplega fjár-
drátt og öll þau svik er Borden lætur
viðgangast að þeir geta ekki staðist
lengur.
Þetta var ærlega gert og Borden
makleg málagjöld, þvi aldrei hefir
maður haldið verndarhendi yfir eins
mö gum og ófyrirleitnum skálkum og
hann.
.. Jón Hallgrímsson látinn.
Föstudaginn 14. sept. andaðist að
heimili sínu í Vatna-bygð Jón Hall-
grímsson, einn af frutnbyggjum Wyn-
yards-héraðs. Hann var merkur mað-
ur maður og vel látinn. Jón var
fæddur 1. maí 1848 á íslandi, en flutt-
ist vestur 1873; var hann fyrstu 5
árin í Ontario, en að þeim tíma liðn-
um fékk hann sér land og reisti bú í
Norður Dakota. Þar bjó hann um
tuttugu ára skeið. Þar næst flutti
hann v'estur að Kyrrahafi og var þar
í nokkur ár. En 1905 flutti hann í
hina nýju Islendinga bygð í Senbat-
dölum, tók þar land og bjó þar til
dauðadags. 1882 kvæntist Jón ungfrú
Sigríði Bergmann systir Sigfúsar
Bergtnann bæjarstjóra í Wynyard,
áttu þau saman 10 börn; þrjú dóu i
æsku en sjö eru á lífi. Er Valgeir
kaupmaður í Wynvard sonur þeirra,
en Líndal Hallgrímsson hér í bænum
er bróðursonur Jóns sál.
I
IðLIIIK
8 ó t, 8 K I N
*
og geðþótta, eins og kristalsglerið, sem endur-
speglar og breytir sólarljósinu í marga mismun-
andi liti. Við erum nokkurs konar kristallar, við
breytum því góða og guðlega sem streymir til
okkar í mismunandi liti á mismunandi hátt.
Stundum segja menn einn lit ljótan og annan
fallegan. En við gömlu Sólskinsbömin vitum að
allir litimir, hvort sem þeir em bláir, rauðir, gulir
eða grænir hafa sama uppruna og era allir fagrir.
Af því erum við kölluð Sólskinsböm að við trúum
og treystum að eins á það góða. Sama má segja
um ykkur ungu Sólskinsbörnin, þið elskið aðeins
það góða og gðfuga í breytni manna. Nú skal eg
segja þér af hvaða ástæðu þið eruð hingað komin
og hvemig stendur á þessari gleðistund hjá okkur.
Fyrlr tveimur árum var sólskinshús þetta miklu
minna en það er nú, þá var ekki búið að stækka
það. pá voru mörg Sólskinrböm hingað og þang-
að úti um bygðir íslendinga, sem vildu koma hing-
að en gátu ekki. petta. þótti mörgum leiðinlegt,
en ekkert var gert. pá- var það að þið ungu Sól-
skinsbömin byrjuðuð að safna peningum til þess
að stækka þetta "Himnaríki á jörðu”. Peningam-
ir komu inn úr öllum :ttum og sjóðurinn stækkaði
svo fljótt að hægt var að fara að byggja eftir tólf
mánuði; og nú er alt búið og mörg Sólskinsböm
hafa fengið inngöngu og lofa Guð sinn fyrir þetta
Himnaríki á jörðu. — Nú í dag erum við ungu og
gömlu Sólskinsbömin að minnast sameiginlega
tveggja ára afmælis þess dags er byrjað var að
safna”.
— Gamla konan hætti að taia. Mér leið svo
vel að eg hoppaði af gleði og klappaði saman lóf-
unum. En þá datt mér nokkuð í hug, sem breytti
gleði minni í sorg, það var eins og þegar ský
dregst fyrir sól. Mér fanst eg ætla að hníga niður
á gólfið og tár komu í augun á mér. ó mamma
mín, mér fanst eg ekki eiga skilið að gleðjast mcð
hinum bömunum, það var svo lítið sem eg gaf.
pá tók gamla konan mig upp í fang sér og kysti
mig þangað til mér fór að líða betur, þá fanst
mér þetta vera hún amma mín, þó mundi eg að
hún var dáin. pessi hugsun kom mér til að líta
upp og þá sá eg að gamla konan var brosandi og
var að byrja að tala. “Elsku bamið mitt”, sagði
hún, um leið og hún kysti seinasta tárið af kinn
minni. “Eg veit hvað hryggir þig. Vertu glöð
og láttu svona hugsanir aldrei hryggja þig aftur.
Við gömlu Sólskinsbörnin dæmum ekki gefendur
eftir stærð gjafa þeirra, heldur eftir sólargeisl-
unum sem fylgja gjöfunum, því sólargeislamir eru
molar af sálunum sjálfum sem gefa. Við elskum
sólskinið umfram alt annað. Með þínum tíu cent-
um komu svo margir sólskinsgeislar til okkar að
okkur varð bjart fyrir augum og við lofuðum guð
fyrir blessuð litlu sólskinsbömin”.
Eg gat ekki stjómað sjálfri mér lengur,
mamma, eg stökk upp um hálsinn á henni og kysti
hana hundrað kossa í einu, en samt fanst mér eg
sjá tár í augum hennar — þá fanst mér alt í einu
að það vera þú, mamma mín, og rétt í því kallaðir
þú á mig.”
Anna litla stundi þungan, horfði beint framan
í móður sína, greip um háls hennar og sagði: “ó
mamma, hvað það væri gaman ef þessi draumur
fengi að rætast. Heldur þú að það sé mögulegt,
mamma mín?”
Eg veit ekki, Anna mín. sagði mamma henn-
ar um leð og hún tók kaffibollann og það sem
eftir var af sykurmolunum. “þcgar þú ert búin
að klæða þig skulum við ganga norður til hans
Dr. Brandsonar og biðja hann að hjálpa okkur til
að láta þennan draum þinn rætast.
O. Eggertsson.
VEIKUR HESTUR LEITAR SÉR LÆKNIS.
Pýtt.
Eg hefi þekt fáein skynsöm hross og hefi heyrt
og lesið um fleiri. Eg las nýlega sögu af hesti sem
braut hesthúshurðina í mola til þess að geta kom-
ist út, og fór svo nærri mílu til hestalæknis til
þess að fá aðhjúkrun.
Læknir nokkur sem heitir Dr. R. C. Lew og er
dýralæknir á heima nálægt Mascantah, 111. segir
sögu af hesti nokkmm sem maður að nafni F.
Kissell átti; hann átti líka heima nálægt þessum
bæ. Heimili Kissels er hér um bil þrjá fjórðu
parta úr mílu frá heimili Dr. Lews. Segir hann
að eitt sinn sem oftar þegar búið var að vinna
hesti þessum mikið allan daginn. þá lét Kissell
hann inn í hesthús og lokaði dyrunum, eins og
vant var. petta var miðvikudagskveld, en klukk-
an þrjú um nóttina vaknaði Dr. Lew við hávaða
úti í kring um húsið og fór því strax út; fann
hann þá hest Kissels og sá að hann var mikið
veikur. Hann rannsakaði strax veiki skepnunnar
og var þess brátt var að það var iðrakveisa, sem
að hestinum gekk og veitti honum aðhjúkrun.
Ef vesalings skepnan hefði ekki haft vit á því
að leita sér læknishjálpar, hefði hann verið dauð-
ur fyrir morgun. þegar Dr. Lew hafði komið
hestinum úr lífshættu, mundi hann fyrst eftir því
að komið hafði verið með hann til sín fyrir mánuði
síðan með sömu veiki.
Á fimtudagsmorguninn sá Kissell að hesturinn
hefði brotið hesthúshurðina og einnig sterka girð-
ingu, til þess að geta komist sem fyrst til dýra-
læknisins. Álit Kissells og Dr. Lew var það að
hesturinn hefði munað eftir því þegar farið var
með hann áður til læknisins og að hann hefði
haft vit á að það mundi vera eirimitt staðurinn
sem hann þyrfti að komast til sem fyrst til þess
að fá bót meina sinna.
Eg heyrði einu sinni sagt frá hesti sem var ilt
í fæti, sem jámsmiður læknaði og jámaði hann
síðan. En ári seinna gekk hesturinn sjálfur inn í
smiðjuna og lagði fótinn upp á steðjann fyrir
framan jámsmiðinn. Skoðaði hann fótinn og
sá þá að skeifan var týnd og fótur orðinn sár, og
hafði hesturinn því auðsjáanlega komið til baka
til þess að fá gert við fótinn.
Kæm böm! það er fallegt að elska hrossin og
hugsa vel til þeirra, þau eiga svo oft bágt og mega
draga svo margan þunga. Ef þið hugsið oft hlýtt
til þeirra, þá má vera að sú hugsun verði til þess
að vekja meðaumkvun hjá einhverjum óvorkun-
sömum húsbónda þeirra og komi honum til þess
að reiða svipuna ekki eins hátt, þegar hann ætlar
að berja einhvem þeirra. Eg er dýravinur og
elska öll böm sem eg sé að em góð við dýrin og
kvikindi líka.
Ykkar einlæg
Indó.
V ------------------
Sólskins -s j óðurinn
„Margt smátt gerir eitt stórt.”
Frá Winnipegosis, Man.:
Ólafur Thorleifsson.........
Sigríður Thorleifson........
GuSrún Svava Thorleifson ..
Ólína Margrét Thorleifson ..
Thorleifur Ingvar Thorleifson
Frá Churchbridge, Sask.:
Vilborg Magnússon.............
Ágúst M. Magnússon..........
Wellenberg Magnússon........
Jórunn Hinriksson...........
GuSrún Hinriksson...........
G. Jónína Hinriksson........
Albert Hinriksson...........
Guðmundur Hinriksson .. ..
Valdimar Hinriksson .. .. ..
Dýrfinna Hinriksson.........
Magnús Thorlaksson..........
Sveinbjörn Gunnarsson .. ..
Gunnar Gunnarsson...........
Ingunn Gunnarsson...........
Eyjólfur Gunaarsson.........
Sveinbjörn Finnsson.........
Sólveig Finnsson............
Anna Thorgeirsson .. .... .
Jónína Thorgeirsson..........
Skarphéðinn Hannesson .. ..
Thorbergur Thorbergson .. ..
Helga S. Thorbergson........
Guð rún J. Thorbergson .. ..
Stefania SigurÍSsson.........
Jónína Gunnarsson...........
Bjarni Bjarnason.............
Ei íkur Bjarnason........1.
Oddný Bjarnason.............
Kristín Bjarnason .. .... ..
Kristbjörg Halldórsson .. ..
Ingibjörg Anderson..........
Ragnar G. Guttormsson .. ..
Fjóla M. Guttormsson........
Jón L. Guttormsson..........
Helga G. Guttormsson........
Anna Hjálmarsson............
GutSrún Árnason .. .........
Árni Árnason ...............
Baldur ólson................
Margrét Ólson...............
Árni Árnason................
Ingibjörg Árnason .. ... .., ..
Guðrún Finnsson .. ....... ..
.......$ .25
}........ .25
...........25
...........25
., .. ... .25
.. .. ..$1.00
........1.00
.......1.00
...........25
.......... 25
...........10
....... T0
.......... A0
....... TO
...........10
...........25
......... .25
...........15
...........15
...........15
...........25
......... .25
....... .50
...........25
.. .. .. 1.00
.. .. .. 1.00
......... .50
...... .. .50
........1.00
...........25
...........25
...........25
...........25
......... .25
....... 1.00
...........10
...........10
í....... .10
...........10
...........10
...........25
...........50
...........50
...........50
...........50
........ .25
...........25
....... .25