Lögberg - 06.02.1919, Side 3

Lögberg - 06.02.1919, Side 3
 Mercy Merrlck Eftir VILKIE COLLNIS. Hann svaraði brosandi. ‘ ‘ Eg segi lienni að lænkirinn sé félagi minn sem vær i betur fær um en eg, að veita henni heilræði og aðstoð. ‘ ‘ Þér vitið að eg hata alla pretti, þó í góð- um tilgangi séu gerðir. Eg varð nú samt að láta lögmennina ráða, ef eg vildi ekki tefja fyrir þessu máliefni, sem gat leitt til ills. “Þegar þau voru búin að tala saman, kom læknirinn til mín. Skoðun hans var í fám orðum: “Eftir nákvæma rannsókn á stúlkunni fann hann ýms mer'ki sinnisveikinnar. En hve alvar- legt þetta tilfelli var, gat hann ekki sagt um að svo stöddu. Hann sagði meðal annars: “Við vitum eiginlega ekkert um þá hug- mynd hennar, sem snertir Mercy Merrick, en þá gátu verðum við að ráða. Eg er á sömu skoðun og unga stúlkan að 'því er snertir rannsókn kon- súlsins. Fáið vissu fyrir hvort Mercy Merrick er til eða ekki, og þá skal eg strax segja yður mína skoðun um veiki hennar.” “Þessi orð liafa knúð mig til að ferðast til meginlandsinis til að leita að Mercy Merrick.” “ Lögmaðurinn, vinur minn, segist ekki vita hvort eg sé með réttu ráði, og bendir mér á að fá lögreglunni mál þetta í hendur, og þannig losa mig og yður við öll ómök þar að lútandi. ‘ ‘ Þér eruð máske á sömu skoðun. En eins og þér hafið oft sagt, kæra frænka, haga eg mér á minn eigin hátt. Eg hefi álhuga á þessu mál- efni. 0g yfirgefa stúlku, sem mér er falin á hendur, get eg ekki látið í annara umsjá, meðan nokkur von er um uppgötvan, sem getur veitt henni vit sitt aftur.” . “Eg fer með lestinni í kvöld. Fyrst fer eg til Manheim, að finna konsúlinn og læknana. Svo ætla eg að finna þýzka læknirinn, og að því búnu leita uppi herbúðasjúkrabús hinna frönsku hennanna, og ef til vill komast að leyndarmál- inu um Mercy Merrick á þann hátt. “Þegar eg kem aftur, kem egstrax til yðar og læt yður vita um árangur ferðarinnar.” “Þér þurfið ekki að vera ihræddar um að vesalinigs stúlkan heimsækji yður. Samkvæmt bendingu minni er hún að slcrifa vinum sínum í Canada, og húsmóðir hennar, sem er reynd og áreiðanleg, gætir hennar. < “Þegar yður finst viðeigandi, bið eg vður að segja ungfrú Roseberry frá þessu, flytja henni kveðju mína og heillaóskir. — Og að síð- ustu bið eg yður enn að afsaka, að eg þáði ekki heimboð yðar.” Lafði Janet braut bréfið saman, alls ekki ánægð með innihald þess. Hún sat og liugsaði um það. “Eitt af tvennu”, hugsaði hún. “Annað- hvort hefir lögmaðurinn rétt með sinnisásig- komulag hans, eða hann hefir aðra ástæðu til þessarar ferðar. En hver getur sú ástæða verið ? ’ ’ Aftur og aftur gerði lafðin sér þessa spurn- ingu, en árangurslaust. Morguninn eftir fór lafði Janet og lags- mær hennar til Brighton. Horaee hafði beðið um að mega fylgja þeirn, en samkvæmt ósk Merrys, var honum harðlega neitað um það. Af Hvaða ástæðu — vissi enginn, og Merey neitaði að segja hver hún var. Júlían 'kemnr aftur. Ein vika er liðin. Lafðin neytir morgunverðar í borðsalnum, en nú er hún einsömul. Hún horfir ýmist á blaðið, sem hún hélt á, eða ó köttinn, sem hún er að gefa mat. Hún var hálfnuð með greinina sem hún var að lesa, og lítur all-hnuggin til kattarins. “Að öllu yfirveguðu, Tom”, segir hún ró- leg, “þá vildi eg mega vera í þínum sporum.” Kötturinn hrökk við, því barið var að dyrum. Lafði Janet kallaði: “kom inn”, og sneri sér kæruleysislega við til að sjá hver kæmi — það var Júlían Gray. “Ert það þú sjálfur eða svipur þinn?” sagði hún. Hún sá strax að Jvilían var fölari en hann var vanur að yera, og óvanalega órólegur. Hann settist hjá henni, kysti hendi hennar, en neitaði að borða. Lafði Janet horfði á frænda sinn, einráðin i því að fá að vita leyndarmál hans, en ásetti sér , að bíða unz hann væri búinn að segja henni frá ferð sinni. Júlían varð því að rjúfa þögnina og §egja sögu sína. “Eg kom í gærkveldi úr ferðalagi mínu”, sagði hann. “Hvernig líður yður, frænka? og hvernig líður ungfrú Roseberry? Er hún alt- af vesöl eftir þenna viðburð----” “Já, af hverju ætti hún annars að vera veik? J]g get aldrei fyrirgefið >ér Júlían, að þú komst með þessa brjáluðu svikadrós inn í mitt hús.” “Kæra frænka! Enginn getur verið sorg- mæddari en eg yfir þessu óhappi. Hafið þér ráðgast um við lækni?” “ Já, og samkvæmt hans ráðleggingu fór eg raeð hana niður að sjónum.” “Hefir loftbreytingin ekki gert henni neitt gott ? ’ ’ “Ekki hið minsta. Hún virðist hafa liaft gagnstæð áhrif. Stundum situr hún túnunum saman föl eins og dauðinn, og horfir vít í bláinn án þess að tala eitt orð. Annað veifið kemur f jör í andlit hennar, og hún virtiist ætla að segja eitthvað — en svo hættir hún við það, eins og hún sé hrædd við að tala. Það á eg bágt með að þola. En það sem mér fellur sárast, Júlían, er J^ÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1919 8 það, að hún virðist ekkert traust bera tíl mín, eða þyikja vænt um mig, eins og hún gerði þó áður, ihún virðist jafnvel vera hrædd við mig. 1 fóm orðum —en það er okkar á milli, Júlían — er eg hrædd um að liún losni aldrei við þessa hræðslu, sem kom henni til að falla í öngvit. Það er eitfclivað, og það alvarlegt, sem að henni gengur, en hvað það er, það er mér ofvaxið að vita.” “Getur læknirinn ekkert gert?” “Læknirinn?” endurtók hún liáðslega. “Nei, hann þekkir ekki þessa veiki fremur en eg. En við skulum hætta að tala um þetta, segðu mér heldur hvers vegna þú fórst til útlanda?” Júlían leit til hennar undrandi. Loksins sagði hann: “Eg sagði yður það í bréfi mínu. Hafið þér ekki fengið það?” Jú, og það var langt bréf, en gaf mér þó enga upplýsingu um það, sem eg vildi vita.” “Og.Írvað var það?” “Eg vil vita”, sagði hún, “hvers vegna þú fórst sjálfur að gera rannsóknir á meginlandinu Þú veizt lrvar gamli skyndiboðinn rninn er, og hefir sjálfur sagt að hann væri áreiðanlegur. Svaraðu mér hreinskilnislega — gaztu ekki sent hann fyrir þig?” “Eg hefði auðvitað getað sent hann”, svar- aði Jú'lían hikandi. Því gerðir þú það þá ekki?” “Eg lrafði miínar ástæður til að fara s jálfur. ’ ’ “Eg skil það.” “Eg hefi ástæður, sem eg ógjarnan vil nefna”, svaraði Júlian. “Ó, nýtt leyndarmál. Og eflaust einhver stúlka í sambandi við það. Þökk fyrir, þettá er mér nóg. En fynst þú ert nú kominn heim, viltu þá ekki setjast að hérna?” Aftur varð Júlían í vandræðum með svar, og aftur leit lafðin út fyrir að geta beðið eftir því vikutíma. ‘ ‘ Eg bið yður að veita þakklæti mínu mót- töku og afsökunum líka”, sagði Júlían. “Mjög kurteist”, sagði hún. “En, Júlían, aðferð þín verður að eins skilin á einn hátt — það er auðséð að þú flýr hús mitt. Er hér nokk- ur, sem þú vilt forðast? Erþað eg?” “En lafði Janet, því spyrjið þér þannig?” Lafðin sagði enn fremur: “Er það þá Grace Rosöberrv ?” Nú þvarr þolinmæði Júlíans. “Fyrst þér viljið endilega vita það. Já, það er ungfrú Rosöberry.” “Þú getur ekki liðið hana?” sagði lafði Janet alveg hissa. “Ef eg sé hana aftur, verð eg sá aumasti imaður á jörðinni. Eg verð svikari gagnvart mínum gamla og góða vini. Látið þér okkur ekki sjást, ef þér viljið að eg haldi fullu viti.” Þú átt þó ekki við að þú sért ástfanginn af Graee?” sagði frænka hans forvitin og undrandi Júlían þaut á fætur. “Eg veit ekki hvernig eg á að segja yður það”, sagði liann. “Enginn kvenmaður hefir nokkru sinni vakið sömu tilfinningar hjá mér og hún, þessi fáu augnablik sem eg sá hana í fyrsta skifti. 1 því skyni að gHeyma henni fór eg til meginlandsins, en það varð gagnslaust. Hún er ávalt standandl fyrir hugskotssjónum mínum, dag og nótt, og án hennar er mér lífið einskis virði. Geymið þér þetta leyndarmál, frænka, og látið Horace ekki vifca um það. Eg verð og vil sigra tilfinningar mínar. Leyfið mér nú að fara.” Hann greip hattinn sinn. Lafði Janet þreif til hans við dyrnar. “ Nei, þú færð ekki að fara. Komdu hingað til mín.” Hún leiddi liann aftur til sætis á sama stað. “Fáðu þér sæti”, sagði hún brosandi. “Eg álít að jafn naifnkunnurmaður og þú, Júlían, ætti að geta ráðið við sig.” Júlían hló beyskjulega. “Gerðu boð eftir sjólfstjórn minni, hún er uppi á lofti hjá henni, en ekki í mínum vörzlum. Verið þér sælar framka.” Hann stóð upp. Lafði Janet þrýsti honum niður á stólinn og sagði: “Eg krefst þess að þú sért kyr, þó ekki sé nema nokkrar mínútur. Eg hefi nokkuð að segja þér.” “Snertir það ungfrú Roseberry?” “Nei, iþað snertir þessa voðalegu stúlku, sem hrætldi 'ungfrú Roseberrv. Ertu svo á- nægður?” Júlían kinkaði bolii og settist. Þessi ^túlka hefir ekki eingöngu lirætt Grace — iliún Ihefir líka gert mig hrædda.” “Yðui*.” sagði Júlían. “Hún gerir engum mein, sá besalingur.” “Sagðir þú sá vesalingur”, spurði lafðin. “ Já.” “Getur það verið að þú kennir í brjósti um hana?” “Já, sannarlega.” “Eg fyrirlít þær manneskjur sem ekki geta liatað aðrar. Ef þú hefðir verið einn af hinum gömlu Rómverjum, myndir þú hafa vorkent Neró”, sagði hún. “Það hefði eg eflaust getað”, svaraði Júlí- an rólegur. Allir syndarar eru verðir meðaumk- unar. Neró hefir verið ógæfusamur maður.” “Ógæfusamur?” hrópaði lafðin. “Maður sem rændi og myrti meðbræður sína sér til á- nægj u ? En eg Ihefi nú gleymt lwað það var, sem eg ætlaði að segja þér.” Júlían þekti lundarfar frænku sinnar, og kunni mjög vel að stilla hana. “Eg hefi nokkuð að segja yður, frænka. Þér liafið enn ekki heyrt alt um meginlands- ferð mína.” “Eg vissi að við höfðum gleymt einhverju” sagði hún. “Láttu mig nú heyra það.” “Eins og eg sagði yður, leitaði eg uppi jiýzka læknirinn sem gerði holdskurðinn á stúlk- unni, og eg fann hann. Hann sagði mér að liann hefði einu sinni áður gert samskonar holdskurð, sjúklingnum hefði batnað líkamlega, en orðið sinnisveikur.” ‘ ‘ Þýðingarmikil bending fyrir þá, sem álíta stúlkuna með fullu viti”, sagði hún. “En frétt- ir þú nokkuð um Mercy Merrick?” “Nei.” “Yarst þú einskis vísari um hana?” “Alls einskis. Frönsku mennirnir voru fangiar Þjóðverja, og franski læknirinn dauður. Eg fann samt tvo prússneska hermenn, sem höfðu verið í litla kofanum, og þeir sögðu, að þar hefði engin svartklædd hjúkrunarkona verið.” “Við verðum að álíta að engin Mercy Mer- rick sé til, ’ ’ sagði Lafðin. “Nema ef enski læknirinu getur rétt til,” svaraði Júlían, “að hin ókunna stúlka sé sjálf Mercy Merrick.” Lafði Janet lyfti .hendinni upp, til merkis um að hún hefði athugasemd að gjöra við þetta. “Þú og læknirinn virðist hafa gjört alt ykkur til ánægju,” sagði hún. “En það er eitt atriði, sem ykkur hefir sézt yfir.” “Og það er?” “Þú tekur þér ekki nærri, Júlían, að þessi hrjálaða stúlka segir að Grace sé hin týnda hjúkrunarstúlka, og að hún sjálf sé Grace. En þú hefir ekki skýrt frá því, hvernig þessi hugs- nn ’hefir lifnað hjá henni; og það, sem er undar- legra, hvernig hún þekkir nafn mitt og áritan mína, jafnframt því sem hún þekkir nákvæmlega skjöl Graee og kringumstæður hennar? Eg skil þetta ekki, en móske hinn hyggni vinur þinn, læknirinn, geti gefið upplýsingar um það.” “A eg að segja yður hvað hann sagði í morgun, þegar eg fann hann.” “Tekur það langan tíma?” “ A að gizka tvær mínútur. ’ ’ “Segðu þá frá því.” “Læknirinn segir að iþað hefði getað skeð á tvennan hátt. Annaðhvort bafi ungfrú Rose- berry fcalað um yður og kringumstæður sínar, meðan þær voru í franska kofanum, eða að hún hafi náð skjölum hennar. Eruð þér á sömu skoðun?” Nú fór lafði Janet í fyrsta skifti að finna til áhuga á þessu málefni. “Algjörlega,” sagði hún. “Eg efast ekki um að Grace hefir getað minst á ýmislegt í hugs unarleysi, sem eldri og hyggmari manneskjur liefðu ekki minst á.” “Jæja. Eruð þér líka samþykkar þvú. að hin síðasta hugsun stúlkunnar, þegar hún varð fyrir sprengikúlunni, hafi verið eðliseining og ástand ungfrii Roseberry? Þér álítið það lík- lega. Gott. Hvað skeður svo ? Særða stúlk- an er aftur vakin til lífstilveru sinnar með hold- skurði, en talar sífolt óráð á sjúkrákúsinu í Mannheim. Meðan óráð þetta stóð yfir, festist eðliseining ungfrú Roseberry í huga hennar á þann hátt, að hún sé sjálf Grace Roseberry, og afleiðingin af þessu verður sú, að hún heldur á- fram að skifta nm þessar persónur. Hún seg- ist vera Grace RosPberry, en að hin stúlkan sé Mercy Merrick. Þetta er ólit læknisins. Hvað segið þér um það?” “Það fullnægir mér ekki alvesr.” saa-ði lafð in, og eftir augnabliks umhugsun sagði hún: “Hvar er hún nú, þessi vesalings ógæfu- sama manneskja? Er hún enn í Lomdon?” “ Já.” “Og enn frjáls manneskja?” “ Já. Altaf hjá sömu konunni. ’ ’ “Einmitt það. Svaraðu mér nú: Hvern- ig get eg komið í veg fyrir að hún nái ekki inn- göngu í þetta hús aftur? Hveniig á esr að vernda Grace og sjálfa mig fyrir henni?” “Hvorug ykkar þarf að óttaát þessa stúlku, ’ ’ sagði Júlían. ‘ ‘ Eg hefi sannfært hana um að henni er gagnslaust að koma hingað.” “Afsakið,” sagði Horace, sem komið hafði inn án þess að þau sæu hann, og heyi*t síðustu orðin, “en það er ekki tilfellið.” “Hamingjan góðia, Hiorace,” sagði lafðin, “hvaðan komið þér?” Og hvað meinið þér?” ‘ ‘ Eg á við það, að stúlkan, sem þið talið um, hefir komið hingað — í framherbergið lafði J anet. ’ ’ Lafði Janet leit til frænda síns; en hann sagði kuggandi: ‘ ‘ Það er ómögulegt; það hlýtur að vera mis gáningur. ’ ’ “Það er enginn misgáningur, ” sagði Hor- ade. “Eg endurtek það sem dvravörður sagði mér. Það eru ekki meira en þrír dagar síðan að þessi persóna kom til að spyrja eftir áritun lafðinnar við sjóinn. Hann neitaði auðvitað að segja henni hana.” “Heyrir þii, Júlían?” sagði lafði Janet. “Já,” svaraði hann rólegur, “en þér þurf- ið engu að kvíða. Komi lnín til að gjöra ykkur ónæði, þá er það á mínu valdi að binda enda á það.” “A hvern hátt?” spurði Horace háðslega. “Ef við seljum hana lögreglunni í hendur, verður það hneyksli fyrir okkur.” ‘ ‘ Eg ihefi séð um að það skuli ekki koma fyr- ir,” svaraði Júlían Imugginn. “Áður en eg kom hingað i morgun, átti eg tal við yfirmann lög- reglunnar, og okkur samdi svo um, að ef eg sendi nafnspjald mifct til lögreglustöðvarinnar, skyldi lögreglulþjónn í borgarabúningi koma þangað, sem eg nefndi. Lögreglulæknirinn skyldi svo skoða hana og ákveða um, hvort þörf væri að setja liana í hald.” “Hvers vegna fæ eg fyrst að \dta þetta nú?” sagði lafðin. Júlían svaraði breinskilnislega en sorg- þrunginn: “ Af því eg hélt, kæra frænka, að ekki yrði nauðsynlegt að grípa til þessara ráða, enda þó að lögmaðurinn og læknirinn haldi eins og þér, að hún sé ekki með öllum mjalla. Eg gjörði þetta á móti vilja mínum, yðar vegna, því eg kenni í brjósti um þessa vesalings stúlku.” Meira gat hann ekki sagt. 'Stóð upp og greip hatt sinn. > Óverkuð skinnvara Húðir, Ull, Seneca-rætur ■.... Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu og hæsta verði og fljótri borgun. Skrifið eftir verðlista. B. LEVINSON & BROS. 281-3 Alexande Ave. - WINNIPEG j R S.Robinson Stofnntt 1883 Gærnr Kuplr oi nlm Höfatfetóll $250.000.00 Ctlkú: Sesttti, Wnsh., 0. S. A. Edmontpn, Alta. Lo Pn. Mu. Kenora, Ont RAW FURS $ 1.60 1.20 12.00 No. 1 Afar-otðr «22.00 Fín Ulfa No. 1 Afar-stðr 20.00 Ull No. 1 Stor Vetrar Rotta No. 1 Stór H&ust Rotta No. 1 Afar-stór Svört Mlnk Smærri og lakari tegrundir hlutfallslegra lægrri. BlSið ekki meðan eftirspurn er mlkll. SENDID BEINT TIL BT HEA0 <So^-15^7Pi«If!óEA»o.*TÉnir,,l",rf8 Vanaleg Ulfa Frosin NautshúÖ .15 Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, „Hinn vorfærni tannlæknir" Cor. Lo^an Ave. oé Main Street, Winnipeé TIL ATHUGUNAR 500 nienn vantar undir eins til þess aS læra at5 stiðrna bifreiöum og gasvélum — Tractors & Hemphills Motorskðlanum I Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda 1 Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjérnutSu bifreiCum og gas-tractors, hafa þegar orðið aS fara f herþjðn- ustu eSa eru þá á förum. Nú er tinii til þess fyrir ySur aS íæra góSa iSn og taka eina af þeim stöSum, sem þarf aS fylla og fá I laun frá $ 80—200 um mánuSinn. — paS tekur ekki nema fáeinar vtkur fyrtr ySur, aS læra þessar atvinnugreinar og stöSurnar blSa ySar, sem vél- fræSingar, bifreiSastjórar, og vélmeistarar á skipum. NámiS stendur yfir I « vikur. Verkfæri frl. Og atviunuskrlf- stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSurnar aS enduSu náml. SlálS ekki á frest heldur byrjiB undir eins. VerSskrá send ðkeypls. KomiS til skólaútibös þess, sem næst ySur er. Hempliills Motor Schools, 220 Pacific Ave, Winnipeg. útibú I Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. FULLFERMl AF ÁNÆGJU Rosedale kol óviðjafnanleg að endingu og gæð- um. Spyrjið nágranna yðar, sem hafa notað þau. - Ávalt liggjandi birgðir af harðkolum og við. THOS JACKSON & SONS Sknfstofa 370 Colony St. Símar: Sher. 62--63--Ó4 Forðabúr, Yard, í vesterbænum WALs'i^i'f8HER?7iAVE’ Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þan félög sem auglýsa í blaðinu KOL Vér getum fuílnægt þörfum yðar að því er snertir HÖRÐ og LIN KOL. Finnið oss ef þér hafið eigi nú þeg- ar byrgt yður upp. Viðskifti vor gera yður ánœgða. Talsími Garry 2620 f D. D. Wood & Sons, Ltd. | 0FFICE og YARDS: R0SS AVI., Homi ARL1NGTGN| STR. SrnMHlHtmilH—118—IIIIMIMllllWIMIIIl—WIHIMIWflllimHMHlM Markaðsskýrslur. Heildsöluverð £ Winnipeg: Nýjar kartöflur 75 cent Bush. Creamery smjör 49 cent pd. HeimatilbúiS smjör 40 cent pd. Egg send utan af landi 45 cent. Ostur 24%—26 cent. Hveiti bezta tQS. $5.37% c. 98 pd. Fóðurtnjöl við mylnuroar: Bran $31.42, 'Short $36.00 tonnlð. Gripir: Bezta tegund af geldingum $12.28— 13.22 100 pd. diBtegund og betra$9.25—12.50 100 pd. Kvígnr: Bezta tegund ..... $8.00—9.00 ----- Beztu fóSurgripir 7.00—7.75 -------- MeSal tegund 5.75—6.75 — — Kýr: Beztu kýr geldar DágóSar — góBar Til niSursuSu Fóðurgrlpir: Bgzta Örval úr geltum 8.00—8.50 ------ 7.00—7.75 ------ 6.75—6.75 ------ 9.00—10.00 ------ gripum AU-góSar Uxar: þeir beztu GóSir MeSal Graðungwr: Beztu GóSir MeSal Kálfar- Beztu GéSir Fé: Beztu lömb Bezta fullorSiS fé Svin: Beztu Þung Gyltur Geltir Ung Korn: Hafrar Barley nL 3 c. W. — uo. 4 — FóBur Flax 7.00—7.75 ------ 6.76—7.25 ------ 7.60—8.00 ------ 6.00—7 00 ------ 6.00—7.00 ------ 6.80—7.00 ------ (5.76—6.26 ------ 6.00—6.50 ------ 9.00—9.60 ------ 1.50—8.50 ------ 14.75—16.00 ------ 9.00—11.00 ------ 17.50 ----- 13.50 —- --- 11.12------- 8.00------- 14.00—16.00 ------- 0.81% bush. 1.06 — 1.00 — 0.91 — 3.65% —

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.